Dagur - 22.01.1988, Page 9

Dagur - 22.01.1988, Page 9
22. janúar 1988 - DAGUR - 9 Hallfreður Örgumleiðason: » Tannlæknar eru menn Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1987 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrj- aðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið, 18. janúar 1988. Góðan dag háttvirtu lesendur. Betri er einn fugl í hendi en þrír í Kjarnaskógi og oft kemur hníf- ur úr heiðskíru lofti þannig að betra er að barna brunninn áður en byrgið er dottið ofan í hann. í dag ætlaði ég nefnilega að halda upp á eins árs pistlaafmæli mitt með veglegum hætti. Undan- farna mánuði hef ég lagt dálítið fé til hliðar til að geta nú a.m.k. farið út að borða og jafnvel tekið konuna með, þótt hún megi trauðla við því, blessaður belgur- inn. fetta átti að verða besti dag- ur lífs míns, taumlaus munaður og sællífi. En því miður, vonlaust er að sötra sagóvelling fyrr en í skeiðina er kominn. Saga mín er sárari en tárum taki, en hún er ekkert einsdæmi. Árleg hundahreinsun er nokk- uð sem flestir hundaeigendur kannast við og árlega tannhreins- un kannast eflaust flestir eigend- ur tanna við. Pessi árlega tann- hreinsun vill að vísu dragast um fáein ár því blessað mannfólkið forðast tannlækna eins og pest- ina. Þessi ótti er auðvitað með öllu ástæðulaus, tannlæknar eru menn rétt eins og við og það sem þeir aðhafast er mannlegt, undantekningalaust. Ég er mjög reglusamur hvað tannlæknaheimsóknir varðar og brá mér því í árlega tannhirðu á dögunum. Ég læt tannlækninn að mestu um það verk enda er hann mun færari á því sviði en ég. Hann skrapar nikótínhúðina af tönnunum og plokkar svínakjöt- ið sem festist á milli þeirra um jól og páska. Hví skyldi ég puða við þetta sjálfur, tannlæknirinn gerir þetta mun betur. Ég vissi að af nógu væri að taka því nokkur ár eru liðin frá síðustu tannhirðu. Ætli það hafi ekki verið í Reykja- vík, vorið 1983. Ég skondraði á fund tannlækn- is á Akureyri sem tók mér opnum örmum og tjóðraði mig við stólinn. Hann bað mig að glenna upp kjaftinn og skipti litum þegar hann sá innihaldið. „Endajaxl- ar/‘ muldraði hann áfergjulega. Á augabragði var hann kominn með gríðarlega töng upp í trant- inn á mér og fór að jagast á sterk- legum jöxlunum. Hann svitnaði, augun virtust ætla út úr höfðinu á honum og hann urraði af áreynslu. Ég gólaði og hrein meðan töngin reyndi að slíta jaxlinn upp með rótum. „Viltu kannski að ég deyfi þig,“ hváði hann vingjarnlega eftir að liafa bisað við jaxlinn í 10 mínútur. Að sjálfsögðu tók ég þessu kostaboði. Þá tók hann bor, eða litla sög og klauf jaxlinn í tvennt, alveg niður í bein. Blóðið spýttist framan í hann og nú reyndi hann að rffa klofinn jaxlinn úr mér. Á meðan gekk hann frá ýmsum formsatriðum: „Nafnnúmer?“ „Áeíiöeiáá,“ svaraði ég að bragði. „Ha?“ Ég reyndi hvað ég gat að segja hon- um nafnnúmer mitt, heimilis- fang, stöðu og hver innistæðan á bankabókinni væri. Hann hélt áfram að jagast á jaxlinum og spurði í þaula, en varð óþolin- móður þegar hann fékk ekki skýr svör. Loks tókst honum að kippa jaxlinum út og slatta af kjálka- beininu með, því ræturnar höfðu verið kræktar við beinið. Á með- an blóðið korraði í koki mér tókst mér að svara honum. Hann virtist ánægður og hófst nú handa við næsta jaxl, sem var ekki síður sterklegur. Hann hélt uppi hrókasamræðum meðan hann braut jaxlinn í mél og plokkaði hann úr gómnum. Greinilega fínn náungi. Eftir að tannlæknirinn hafði hreinsað alla óæskilega jaxla út úr munninum á mér rétti hann kurteislega út höndina og fór fram á upphæð sem jafngilti 7 mánaða sparnaði hjá okkur hjón- unum. Hann fékk peningana tafarlaust, enda teljum við taxta tannlækna mjög sanngjarna. A.m.k. hefur aðeins einn maður kvartað yfir gjaldskránni svo ég viti til. Ur þessari heimsókn fór ég 4 tönnum fátækari og aðeins fleiri krónum. Það var allt í lagi, ég hef hvort eð er ekkert getað borðað undanfarna daga, aðeins smjatt- að á blóðinu sem stanslaust hefur streymt úr holunum. Mér líður samt vel, finnst að ég hafi gert góðverk. Tannlæknirinn játaði því að jaxlarnir hefðu verið í mjög góðu ásigkomulagi en þetta væri vani hjá honum, að taka alla endajaxla sem hann rækist á. Mér líður eins og manninum sem dó til að hinir gætu lifað. Ég þekki ung hjón sem fórn- uðu sér fyrir tannlæknavísindin á enn áhrifaríkari hátt en ég. Þau höfðu safnað hundruðum þús- unda til kaupa á íbúð. Rétt áður en ganga átti frá samningum skruppu þau til tannlæknis. Hann vildi setja krónur og brýr í tennur konunnar og skreyta síðan allt saman með gulli. Hann sendi manninn í tannréttingu. Hann vildi láta hann líta út eins og Jam- es Coburn og því skyldi raða tönnum hans upp á nýtt. Þessar langanir tannlæknisins gerðu það að verkum að hjónin gátu ekki keypt sér íbúð og geta það senni- lega aldrei. Tannlæknirinn gat hins vegar klárað sumarbústað- inn, keypt sér nýjan bíl og skroppið til Thailands. Dæmið sýnir bara hve sterk fórnfýsin er í okkur íslendingum, eða er kannski eitthvað annað hér á ferðinni? Kannski eru ekki allir sáttir við þetta, en ég held að klókindin ráði hér einhverju, eða eins og Danir segja: De mere kloge narrer de mindre kloge. - Takk fyrir og góðar stundir. Seljum bæði nýja og sólaða hjólbarða, af öllum gerðum Gott verð Norðlensk gæði BX Norðlenskt fyrírtæki Gúmmívinnslan hf. Rettarhvammi 1 Akureyri Sími 96-26776 Evrópuráðsstyrkir Evrópuráöiö veitir fólki sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála styrki til kynnisdvalar í aðildarríkjum ráösins á árinu 1989. Upplýsingar og umsóknareyöublöð fást í félags- málaráðuneytinu, Hafnarhúsinu viö Tryggvagötu. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar nk. Félagsmálaráðuneytið, 18. janúar 1988. Þorrablót Hið árlega þorrablót Öxndælinga verður haldið í Hlíðarbæ laugardaginn 30. janúar og hefst kl. 9.00 STUNDVISLEGA. Pantið miða í síðasta lagi þriðjudaginn 26. janúar í síma 27138, 26841 eða 26707. Skemmtiatriði verða við allra hæfi. Sameinumst öll og mætum kát og hress. Takið með ykkur gesti. + Nóg pláss fyrir gott fólk og gott skap +

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.