Dagur - 22.01.1988, Page 15

Dagur - 22.01.1988, Page 15
22. janúar 1988 - DAG.UR - 15 Samvinnumót í bridds Starfsmannafélög KEA og Verk- smiöja Sambandsins, ásamt Landssambandi ísl. samvinnu- starfsmanna, standa fyrir tví- menningskeppni í bridds á Akur- eyri laugardaginn 30. janúar 1988, ef næg þátttaka fæst. Spilamennska hefst kl. 09.30, spilaðar verða tvær umferðir eftir Mitchell fyrirkomulagi. Spila- staður er Félagsborg, starfs- mannasalur Iðnaðardeildar. Þátttökuskilyrði: A.m.k. ann- ar spilari í pari sé samvinnustarfs- maður og félagi í L.Í.S. Þátttökugjald aðeins 2.000.- kr. á par. Hádegisverður frá Hótel KEA innifalinn. Vegleg verðlaun eru í boði. Kaupfélag Eyfirðinga gefur pen- ingaverðlaun, fyrir 1. sæti kr. 20.000,- og 2. sæti kr. 14.000.- Auk þess gefur KEA og iðnað- arfyrirtæki Sambandsins myndar- leg vöruverðlaun fyrir 3.-5. sæti. Keppendur, sem koma að, verða að sjá sér fyrir gistingu. Athugið að panta þarf hótelher- bergi tímanlega. Þátttaka cilkynninst sem fyrst og í síðasta lagi 25. janúar 1988 til: Hermanns Huijbens vs. 96-21400 hs. 96-22497. Arna Magnússonar vs. 96-21400 hs. 96-25495. Kristjáns Guðjónssonar vs. 96-21900 hs. 96-24869. Það er von okkar, sem að þessu móti stöndum, að framhald verði á slíkum bridgemótum á vegum samtaka samvinnustarfsmanna. Við gælum við þá hugmynd að sigurvegarar á mótum sem þess- um öðlist í framtíðinni rétt til þátttöku í norrænum bridgemót- um samvinnustarfsmanna. Borgarbíó Föstud. 22. jan. Kl. 9.00 The pick-up artist Kl. 9.00 Beverly Hills cop Kl. 11.00 Robo Cop Kl. 11.10 Beverly Hills cop Laugard. 23. jan. Kl. 9.00 Living Daylights Kl. 9.10 The Pick-up artist Sunnud. 24. jan. Kl. 3.00 Frumskógarstrákurinn Kl. 3.00 Litla hrillingsbúðin Kl. 5.00 Living Daylights Kl. 5.10 The pick-up Kl. 9.00 Living Daylights Kl. 9.10 The Pick-up artist Kl. 11.00 Living Daylights Kl. 11.10 Robop Cop The Living Daylights Miðaverð kr. 300.- Aðeins á þessa einu mynd Við eigum enn eftir að draga út fjóra stórvinninga í áskriftendagetraun Dags Gran Canaria, aðaláfangastaður okkar í vetur er þriðja stærst sjö eyja, sem allar mynduðust á svipaðan hátt og ísland, þ.e. við eldvirkni undir sjávarmáli. Það má greini- lega sjá á eyjunni, því hún er í rauninni eldfjall og rís eins og pýramídi úr sjó upp að toppi Pico de la Nieves Qallsins í 1.980 metra hæð. Hinar sérstöku aðstæður hafa gert Gran Canaria að því sem menn kalla „örheimsálfu", því náttúra og landslag eyjunnar er ótrúlega Qölbreytt. Þar er hægt að ganga ofan úr eldgíg niður grónar hlíðar; um banana-, appelsínu- og tómataplantekrur innfæddra; um hraun og útí eyðimörk; sóla sig á gullnum ströndum eða ganga um ólgandi hring- iðu stórborgarinnar, - allt á einum degi! Þótt ótrúlegt megi virðast voru frumbyggjar eyjanna ljósir á brún og brá, rétt eins og íslendingar. Þeir töluðu sína eigin tungu, bjuggu í hellum sem enn má sjá í fjallshlíðun- um og stunduðu friðsaman búskap. Snemma á 15. öld hófu Spánverj- ar að leggja eyjarnar undir sig og innlimuðu hverja þeirra á fætur annarri í spánska ríkið eftir mikl- ar orrustur við innfædda. Undir spánskum yfirráðum hófst öld mikilla siglinga og fríverslun- ar á eyjunum og gegndi hin sögu- fræga höfn í Las Palmas þar lykil- hlutverki. Þaðan sigldi til dæmis Kólumbus í hina örlagaríku ferð sína til Ameríku. Enn er Las Palmas iðandi fríhöfn, þar sem skip koma frá öllum heimshorn- um með varning sinn og er hún nú þriðja umsvifamesta höfn í heimi. íbúar Kanaríeyja líta fyrst og fremst á sig sem Kanaríeyjabúa, því menning þeirra er um margt frábrugðin meginlandinu. Þeir tala sína eigin mállýsku, dansa sína eigin dansa við sína eigin tónhst og elda sinn eigin rétt, Gofio, sem á rætur sínar að rekja til frumbyggjanna. Höfuðstöðvar farþega í vetur verða við hina frægu Ensku Strönd - Playa del Inglés - á suðurhluta Gran Canaria, sem er sólríkasti staður Kanaríeyja. Við um 30 kílómetra langa gullna strönd er allt sem hugurinn girnist; hótel af öllum gerðum og stærðum, veitingastaðir af öllu heimskort- inu, diskótek, skemmtistaði, sýningar, versl- anir, átján holu golfvöllur, spilavíti, fornminj- ar, söguslóðir, sjóskíði, köfun, seglbretti, golf, tennis, sjóstangveiði, útreiðar, fjallaklifur, bílaleigubflar, mótorhjól, skoðunarferðir um alla eyjuna og svona mætti lengi telja. Eina reglan er: Það eru engar reglur um hvað hægt er að taka sér fyrir hendur! \ 'v t j /1 HU Rai ö 1 BT ’^ji ii LHB1 m » « * pjW1 jjg Br 'Mj ÍMfásltílfii flMfeflHBHfeH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.