Dagur


Dagur - 22.01.1988, Qupperneq 17

Dagur - 22.01.1988, Qupperneq 17
224anúar..1988 - DAGUR -17 bílor Samtmingur Árið 1987 var nokkuð frjó- samt í bílaiðnaðinum og margar nýjar gerðir bíla komu á markaðinn. Nokkrar þeirra verða að teljast mark- verðar nýjungar og má þar t.d. nefna BMW 750ÍL, Peugeot 405, Honfda Civic, Alfa 164, Volvo 760, Mazda 626, Mercedes 230-300CE og Toyota Corolla. Á síðustu mánuðum hafa svo borist fregnir af ýmsum nýjungum og má sjá nokkrar þeirra hér á síðunni. BMW 750ÍL: Heimsins besti bíll? Samkeppnin um hylli moldríkra bílakaupenda hefur lengi staðið milli tiltölulega fárra framleið- enda. BMW (Bayerische Mot- oren Werke) í Munchen og Daimler Benz í Stuttgart í Þýskalandi hafa verið fremstir í flokki meðal þessara framleið- enda. Sérfræðingar hafa lengi talið Benzinn hafa forystu í fram- leiðslu aflmikilla, hraðskreiðra lúxusbíla, enda þótt sú forysta hafi oft verið naum. Einkum voru það vandaður frágangur og góðir aksturseiginleikar sem Benzarnir þóttu hafa fram yfir keppinautana. Annars hafa aksturseiginleikar, afl og þæg- indi e.t.v. ekki verið afgerandi um það hvaða bíll væri bestur enda misjafn smekkur manna í þeim efnum og stóru gerðirnar af BMW og Benz hafa, a.m.k. síðustu 2 áratugina, haft nóg af því öllu. Þegar BMW 750ÍL kom á markaðinn snemma á síðasta ári gerðist það þó í fyrsta skipti í langan tíma að margir bílasérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að BMW hefði um sinn skotið Benz ref fyrir rass og gæti nú boðið bíl sem væri að flestu leyti betri en aðrir bílar. Einkum státar BMW 750ÍL af vélarafli og Umsjón: Úlfar Hauksson aksturseiginleikum, sem erfitt er að finna annars staðar. BMW 750iL hefur 5 lftra V12 strokka vél, sem skilar 300 hestöflum. Bíllinn hefur 4 þrepa sjálfskiptingu með tvenns konar skiptihlutföllum, læst mismunadrif, rafeindastýrða eldsneytisgjöf, stillanlega fjöðr- un o.s.frv. Hámarkshraðinn er 255 km/klst. og bíllinn nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á 7,9 sek., þrátt fyrir að þyngdin er 1916 kg. Verðið í Pýskalandi er „aðeins“ 120.000 þýsk mörk. Ný fimma frá BMW Á næstu vikum hefst sala nýrrar gerðar af 5-línunni frá BMW. Þessi nýi bíll er afar líkur 7- geröinni, en þó dálítið minni. Gamla 5-gerðin hefur verið framleidd frá 1972 svo einhverj- um þótti nú tími til kominn að vngja upp. Allir nýju 5-bílarnir hafa 6 strokka vélar. 520i 129 hö., 525i 170 hö., 530i 188 hö., 535i 211 hö., M5 286 hö. og 524 td 115 hö. Ekki er vitað um verð hér á landi en 520i bíllinn kemur til með að kosta u.þ.b. BMW 75il. Mitsubishi Gaiant Turbo með aldrifí. 38.000 þýsk mörk á heimamark- aði. Fínir Frakkar Að ári eru væntanlegir nýir bíl- ar frá frönsku PSA-samsteyp- unni (Peugeot-Citroén). Þetta eru tveir stórir lúxusbílar, Citr- oén DX sem kemur til með að leysa af hólmi CX-bílinn, og Peugeot 605 sem bætist við efri endann á úrvalinu hjá Peugeot. Bílarnir verða báðir byggðir á sams konar botnplötu en Citr- oén fær þó rafeindastýrða vökvafjöðrun, á meðan Peug- eotinn verður með hefðbundn- ari fjöðrun. Eins og sjá má er framendinn á Peugeot 605 mjög áþekkur 405-gerðinni, en bíll- inn minnir annars nokkuð á Alfa 164 (merkilegt). Frá Japan Frá Japan berast fregnir af nýj- urn Galant. Sá er lítið eitt minni um sig en eldri gerðin, en rúm- betri að innan. Hægt er að velja um framhjóladrif eða aldrif, framhjóla- eða fjórhjólastýri og venjulega eða rafeindastýrða stillanlega fjöðrun, svona til að nefna einhverja af valkostun- um. Já, Japanir eru samir við sig. Vélarnar í nýja Galantinum eru frá 1,6 lítra, 79 hö. og upp í 16 ventla 2 lítra turbo-vél með millikæli sem skilar 204 hö. og spyrnir aldrifs-gerðinni yfir 200 km/klst. Nissan Bluebird ATTESA SSS heitir bifreið sú sem hér má sjá og er ekki af verri endanum. Bíllinn er með nýjan aldrifsbún- að, svipaðan og Audi hefur notað, 16 ventla turbo-vél, 1,8 lítra, sem skilar 175 hö. Og til að vera samkeppnisfær, er Bluebird ATTESA SSS auðvit- að með rafstýrða, stillanlega fjöðrun, en bíllinn hefur hins vegar „bara“ venjulegan stýri- búnað - á framhjólunum. Leikstjóri Borgar Garðarsson. Leikmynd Örn Ingi Gíslason. Lýsing Ingvar Björnsson. Tónlist Jón Hlöðver Áskelsson. Föstud. 22. jan. kl. 20.30. Laugard. 23. jan. kl. 20.30. Sunnud. 24. jan. kl. 16.00. Athugið breyttan syningartíma. Forsala aögöngumiöa hafin. K Æ MIÐASALA 96-24073 liGIKFéLAG AKURGYRAR NOTAR ÞÚ BORGARA TLOKKURÍNN -fíokkur með framtíð Stofnfundur Félags ungra borgaraflokksmanna verður haldinn í Svartfugli, Skipagötu 14, sunnudaginn 24. janúar kl. 14.00. Formaður Borgaraflokksins Albert Guðmundsson og alþingismaðurinn Guðmundur Ágústsson, mæta á fundinn. Hvetjum ungt fólk til að taka þátt í starfinu. ¥ Kjördæmafélag Borgaraflokksins á Norðurlandi eystra heldur almennan stjórnmálafund í sal Svartfugls, Skipagötu 14, sunnudaginn 24. janúar kl. 16.00. Á fundinn mæta formaður flokksins Albert Guðmundsson, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður og Guðmundur Ágústsson alþingismaður. Formaður Kjördæmafélags Borgaraflokksins. Valgerður Sveinsdóttir. Vlnnuvéla- námskeid sem veitir réttindi á þungavinnuvélar verður haldið á Akureyri, eftir miðjan febrúar ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og innritun hjá Vinnueftirliti ríkisins á Akur- eyri, sími 25868. Iðntæknistofnun. ||I FRAMSÓKNARMENN |||| 1111 AKUREYRI Bœjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 25. janúar kl. 20.30 að Hafnarsirœti 90. Fundarefni: Drög að fjárhagsáœtlun Bœjar- sjóðs Akureyrar árið 1988. Áríðandi er að fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndum bœjarins mœti á fundinn. Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.