Dagur


Dagur - 22.01.1988, Qupperneq 19

Dagur - 22.01.1988, Qupperneq 19
Suzanne og dætur hennar héldu upp á jólin 1982 með Pétri, nýja eiginmanninum. Það varð góð og notaleg hátíð, þar sem allt það, sem hefur á jólum svo mikla þýðingu á flestum sænskum heimilum, var til staðar. við sannfærð um, að þessi heims- endir yrði 1975. Það gekk hins vegar erfiðlega að útskýra, hvers vegna ekki varð af því. Eftir það yfirgáfu mjög margir hreyfinguna. Meðan Vottar eru ógiftir eiga þeir að stunda óbreytta vinnu, helst hluta úr deginum,“ heldur Suzanne áfram. „Annan tíma, minnst 100 tíma á mánuði, á að nota til trúboðs, ganga fyrir hvers manns dyr og selja blöð og bækur. Þar fyrir utan ber að taka þátt í að minnsía kosti þremur samkomum á viku, og með þessu móti á fólk að vera vel undirbúið. Það er erfitt líf. í hverri viku verður að gefa skýrslu til öld- ungaráðsins um það, hvort mað- ur hefur náð fullum tímakvóta við heimsóknir til fólks.“ Suzanne Byström-Friborg var aðeins 17 ára, þegar hún giftist manni í trúflokknum. Hann var 23 ára. Það er mjög algengt hjá Vottum Jehova, að fólk giftist ungt. Allt rómantískt tilhugalíf er stranglega bannað. Suzanne eignaðist dæturnar tvær, en hjónabandið var ekki hamingjuríkt. „Samband okkar var afar þreytandi," segir Suzanne. „Okkur leyfðist aldrei að vera í friði. Öldungarnir þurftu að vera með nefið niðri í öllu og stjórna því, hvernig allt gekk til á heimili okkar hjónanna; Það eru meira að segja fastar reglur fyrir því, hvernig kynlíf hjóna á að ganga fyrir sig. Þar að auki hvíldi sú kvöð alltaf á okkur að selja við húsdyr og mæta á samkomurnar. Þetta var afar erfitt, þegar við vorum með tvö ung börn. Njósnlr Eftir tæplega tíu ár skildu þau Suzanne og maður hennar. Nú hélt Suzanne, að loksins gæti hún orðið sjálfs sín ráðandi. „En það var mikil tálsýn," seg- ir hún. „Ég réði mig í vinnu sem næturvörður, og með það sama voru nokkrir öldunganna komnir heim til að tala alvarlega við mig. Það gæti ekki gengið, að kona í trúflokknum fengist við svona ókvenlegt starf. Eg yrði þegar í stað að skipta um vinnu, sögðu þeir. Þar að auki var ég farin að umgangast karlmann, sem ég hafði þekkt frá því við vorum saman í skóla - hann var ekki Vottur. Þetta var hneyksli í þeirra augum. Heimsókn þeirra var fyrsta aðvörun. Fyrst ég átti ekki lengur eiginmann, sem liti eftir mér, þá bæri leiðtoga trúflokksins að gera það. Það var farið að njósna um mig, sem raunar var ekki svo erf- itt vegna þess að ég hafði íbúð á hæðinni fyrir ofan Ríkissalinn, samkomuhúsið okkar. Meðal næstu nágranna voru margir Vottar. Þ'eir skrifuðu niður, hve- nær ég fór að heiman á kvöldin og hvenær ég kom aftur heim. Þeir krítuðu líka hjá sér í hvert skipti, sem vinur minn kom í heimsókn. Allt kom þetta greinilega fram einn daginn, þegar Suzanne var kölluð fyrir dómnefndina. í henni sitja þrír eða fimm af öld- ungunum og hafa leyfi til að útskúfa félagsmönnum. Þeir fullyrtu, að ég væri hættu- leg systrunum í flokknum," segir Suzanne. „Ég yrði að gerbreyta lifnaðarháttum mínum, skipta um vinnu og hætta að umgangast vin minn. En ég var uppreisnar- gjörn og vildi sjálf taka ákvarð- anir um mig og mitt líf. { fyrsta skipti, sem að því kom, og ég var þá að verða 28 ára. Jafnframt stóð mér ótti af manninum, sem gat útskúfað mér og dæmt mig til eilífrar glötunar. Ég var kölluð á marga svonefnda nefndarfundi, til yfirheyrslu.“ Suzanne tók sjálfstæða ákvörð- un. Hún hélt áfram að vinna sem næturvörður og hélt áfram að hitta vin sinn. Þá kom dómurinn. Hún var rekin úr flokknum. í augum þeirra var hún nú dauð, vofa, sem enginn Vottur mátti koma nálægt hvað þá heilsa. IJau líta undan „Þetta var þungur dómur. Mér var ofvaxið að skilja, að mín eij*- in móðir skyldi afneita mér. Eg var ung kona með tvær yndisleg- ar dætur, og enginn vildi líta við okkur. Ég var örvingluð. Pernilla og Theresa einnig. Um vorið, þegar amma dó og við fórum að jarðarförinni, neyddust þau til að láta afskiptalaust þó að við kæmum, en litu á okkur eins og ókunnugt fólk. Svona nokkuð skilur spor eftir sig. Það svíður lengi í hjarta manns, einkum þegar ég hugsa til Pernillu og Theresu, sem ekkert hafa af sér gert.“ En þrátt fyrir allt var útskúfun- in léttir fyrir Suzanne og dætur hennar. Pernilla, sem sjálf hafði litið á sig sem Vott og forðast allar heiðnar freistingar, segir nú: „Ég veit ekki hvernig ég gat þetta. Ég var alltaf áhorfandi, þegar aðrir skemmtu sér. Ég var sannfærð um að Jehova myndi hegna mér, ef ég til dæmis dans- aði í kringum jólatréð, þegar jólafríið hófst í skólanum. Þegar ég svo áttaði mig á því, hvernig þeir fóru með mömmu, þá fóru augu mín að opnast. Þeg- !ir mamma kom heim af nefnd- arfundinum grét hún og var alveg ringluð. Þá leið mér illa. Það var svo sárt, að hópur karla skyldi þvinga hana á nefnd- arfund og spyrja hana þar spjör- unum úr um viðkvæmustu mál.“ Frelsi til að velja Nú er líf Suzanne gerbreytt. Hún er frjáls að því að velja sér sjálf störf, menntun og vini. Nú ætlar hún að verða prestur og mun þá hljóta ennþá harðari dóma hjá fyrrverandi vinum sínum, Vott- um Jehova. I þeirra augum eru prestar verkfæri djöfulsins á jörð- inni. „Fyrir sjö árum hélt ég í fyrsta skipti hátíðleg jól með börnunum mínurn," segir Suzanne. „Það var dásamlegt. Nú hafa jólin tvöfalt gildi fyrir okkur. Það er svo mik- ið sem við þurfum að vinna upp.“ 1983 giftist Suzanne Pétri. Móður hennar og bræðrum var boðið í brúðkaupið, en þau afþökkuðu og sendu ekki einu sinni kveðju. Það var cnotalegt - en ég hefði víst ekki átt að búast við öðru. Mamma situr föst í klónum á Vottum Jehova. Jafnvel þó að hún kynni að vilja hafa samband við mig og stelpurnar, þá banna samtökin henni að gera það. Þar sem hún er ekkja, ber flokknum að líta eftir henni. Hún hefur sáralítinn ákvörðunarrétt sjálf, og örugglega engan vilja. Það er leitt, hvernig komið er fyrir henni, og ég bið oft fyrir henni. Þetta er hart líf. Til dæmis var það svo, að ég fæddist með alvar- legan hjartagalla. Læknarnir vildu skera mig upp, þegar ég var þriggja ára. Þeir sögðu það vera einu vonina, ef ég ætti að halda lífi. En þar sem Vottar mega ekki þiggja blóðgjöf, þá lagðist trú- flokkurinn og foreldrar mínir gegn þessu. Þau tóku trú sína fram yfir líf mitt. Eigi að síður hélt ég lífi. Læknarnir segja það hið mesta undur hvernig hjarta- gallinn jafnaði sig. Nú er ég sjálf í hópi blóðgjafa og vona, að með því geti ég bjargað lífi einhvers - með því sem mér sem barni var kennt að fordæma." Suzanne hefur sem sagt sagt skilið við allt þetta. Nú eru þau Pétur og dæturnar tvær venjuleg fjölskylda í einbýlishúsahverfi í Tidaholm. „í augurn Vottanna hérna er- um ég og mitt fólk vofur, sem ber að forðast, þeir líta undan þegar þeir mæta okkur og hverfa sem snarast út úr verslunum, ef við komum þar inn. Það er litið á okkur eins og við séum dauð og horfin - en aftur á móti horfir málið þannig við stúlkunum og mér, að það er eins og við höfum hlotið náðun frá lífstíðarfangelsi.“ (Þýðing: Þ.J.) Nú telst jólaskrautið til helgidóma hjá Suzanne og dætrum hennar. 22. janúar 1988 - DAGUR - 19 Starfsmaður óskast (karl eöa kona) til starfa í tískuverslun frá kl. 12-18 e.h. frá og með næstu mánaðamótum. Upplýsingar í versluninni Tipp Topp, Ráðhús- torgi 9. tlfTx BÆNDASKÓLIIMN HOLUM Starfsmaður óskast sem fyrst að loðdýrabúi Bændaskóians á Hólum. Búfræðimenntun æskileg. Umsóknarfrestur til 31. janúar. Upplýsingar gefnar í síma 95-5961 - 95-5962. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkróki. Annar stýrimaður Annan stýrimann vantar á frystitogarann Stakfell ÞH 360 frá Þórshöfn. Verður að vera vanur togveiðum og geta leyst af sem fyrsti stýrimaður. Upplýsingar í síma 96-81240 á Þórshöfn og um borð í Stakfelli í síma 985-20174. Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga. SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA SAUÐÁRKRÓKI Lausar stöður HJUKRUNARFRÆÐINGAR Deildarstjóri á sjúkradeild. Deildarstjóri á nýja hjúkrunar- og ellideild. Hjúkrunarfræðinga á allar deildir. LJÓSMÆÐUR Deildarljósmóðir á fæðingardeild. Sjúkraþjálfara í hálft starf. Iðjuþjálfa í fullt starf. Sjúkraliða til sumarafleysinga. Upplýsingar um laun og hlunnindi veitir hjúkrunarfor- stjóri á staðnum og í síma 95-5270. Eldhússtörf Aðstoðarmatráðskona óskast. Matartæknipróf og nokkur starfsreynsla æskileg. Aðstoðarfólk í eldhús óskast. Starfsreynsla æskileg. Upplýsingar gefur yfirmatráðskona í síma 96-31100. Kristnesspítali.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.