Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 1
- Haltfreður í ham Upplit. Mynd: TLV. Húsavík: Rekstrarhalli sjúkrahússins á annan tug milljóna „Þá hengd- umvið sítrónubelgí á gítarana" - Jón Hallur Ingólfs- son í helgarviðtali „Þetta er í fyrsta sinn sem við eriini á föstum fjárlögum og í fyrsta sinn sem við störfum samkvæmt slíkri áætlun. Við i eyiiiini að fara eftír henni en ráðum ekki við launaliðinn þegar aðrir gera slíka samn- inga. Ég fæ það ekki almenni- Iega uppgefið hjá fjármála- ráðuneytínu hvað þeir viður- kenna af samningum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sem hefur samningsumboð frá Húsavíkurbæ, en við höfum ekki Iengur neinn samningsrétt sjálfir," sagði Ólafur Erlends- son, framkvæmdastjóri sjúkra- hússins á Húsavík. Ólafur sagði, að framúrkeyrsla sjúkrahússins miðað við áætlun væri á annan tug milljóna króna, en hann vildi ekki tjá sig nánar þar sem ársreikningar eru ekki komnir úr endurskoðun. Pó væri ljóst að framúrkeyrslan er minni fyrir árið 1987 en var árið 1986, en þá var rekstrarhalli sjúkra- hússins 19 milljónir króna. En hver er orsök þessa rekstr- arhalla? Ólafur sagði að sérhæft starfsfólk af Reykjavíkursvæðinu fengist ekki til að starfa úti á landi nema að launakjör væru að lágmarki jafngóð og í Reykjavík og helst betri. Það væri ekkert launungarmál að þeir greiddu fastráðnu, sérhæfðu starfsfólki tíu þúsund króna launauppbót ofan á mánaðarlaun. „Þegar við erum búnir að ganga endanlega frá reikningum fara þeir fyrst í heilbrigðisráðu- neytið, og þar verður málið skoðað. Annars er það yfirlýst stefna stjórnvalda að sveitar- stjórnir beri ábyrgð á þeim kjara- samningum sem gerðir eru," sagði Ólafur, og bætti því við að verulegur kostnaður væri fram- undan við að fullbyggja heilsu- gæslustöðina á Húsavík. Til við- halds sjúkrahússins fór 1 milljón króna í fyrra, aðallega vegna vinnu utanhúss. EHB Kvenfélagið Eining Skagaströnd: Gefur 70 þús. krónur Sjúkraflutningum frá Skaga- strönd hefur verið sinnt frá Sjúkrahúsinu á Blönduósi en þar eru tvær sjúkrabifreiðar seni reknar eru af Rauða krossi íslands Um mitt sl. ár kom upp sú staða að Skagstrendingum þótti ástæða til að eignast sjúkrabifreið sem staðsett yrði á Skagaströnd. Voru þá fest kaup á notaðri sjúkrabifreið, sem nú er unnið við að búa þeim tækjum sem þurfa að vera í slíkum bifreiðum. Kvenfélagið Eining á Skaga- strönd hefur nú gefið 70 þúsund krónur til kaupa á tækjum í bílinn. Þar sem aðeins eru 15 konur virkir félagar í kvenfélag- inu er þarna um verulega fjárhæð að ræða. fh Rúmenía orðin aö fátækrakotí Evrópu 20 Fyrsta stórmótið í Hlíöarfjalli 8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.