Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 21

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 21
29. janúar 1988 - DAGUR - 21 uppeldi á sjö barnabörnum. Ekknasjóður greiðir henni um 500 Lei, eða sem svarar um 2.230 ísl. krónur, á mánuði. Hinn bæklaði faðir hennar fær tvöfalda þessa upphæð á mánuði. Af þessu lifa þau og gefa samt frá sér af þessum peningum. „Á sumrin gengur þetta vel," seg- ir hún. Þá söfnum við brenninetl- um, sniglum, niðurföllnum ávöxt- um, söfnum laufi fyrir kanínurnar og maískólfum til að hita." En nú stendur kuldinn fyrir dyrum. Til sveita má eyða enn minni orku en í borgunum. Bóndakonan sýnir okkur skömmtunarseðilinn sinn. Seðillinn er sem hrein mey. Hér einn stimpill fyrir brauð, þar einn stimpill fyrir olíu. Síðasta hveitikornið fékk hún í þorpsversluninni fyrir þremur mánuðum, maísmjöl hefur heldur ekki fengist í þrjá mánuði. Einn mánuður er síðan sykur var á boð- stólum. Ekkert smjör er að hafa, né ostur, né egg. Mjólk fæst bara á svartamarkaði, og færi lífeyrir hennar allur í mjólk ef aðeins yrði keyptur einn lítri á dag. Svínið sefn fjölskyldan er með á framfæri sínu - sem er í raun óskiljanlegt, hvernig - sækir ríkið í haust. Einn sjöunda hluta af verð- mæti svínsins fær býlið. Að ala og afhenda er skylda, annars verða skömmtunarseðlar dregnir til baka. Mikill ótti er enn í fólki í Brasov. Nokkrum vikum eftir ólætin í Bras- ov er enn verið að handtaka fólk og yfirheyra. Úngur maður kemur auga á okkur og sér að við erum Þjóðverjar. „Ég sé Þýskaland í huga mér sem mjög fal- legt land," segir þessi ungi maður og er dreymandi á svip. Frá vandamönn- um hefur hann heyrt að allt mögu- legt sé til í Þýskaíandi, og ímynd- unaraflið dygði ekki til. Allir fórum við inn á næstu krá að fá okkur öl- kollu. En ekki var hægt að ræða óhindrað því óeinkennisklæddir lögreglumenn voru allt í kringum okkur. Undir sérstöku eftirliti eru tvær stærstu verksmiðjur bæjarins, .dráttarvélaverksmiðjan og vörubíla- verksmiðjan „Rauði fáninn". í þessum tveimur verksmiðjum er gerjun búin að vera lengi í gangi. Vegna þess að efni vantaði til smíð- ar var dregið af launum verka- mannanna. En sunnudaginn 15. nóvember, sem var dagur sveitar- stjórnarkosninganna, fóru verka- menn næturvaktarinnar ekki heim til sín, heldur biðu eftir morgun- vaktinni, og þá fóru allir inn í miðbæ. Á leiðinni var kallað „við viljum fá mat, viljum ljós, kosn- ingaseðla viljum við ekki", og gamla þjóðlagið „vaknaðu, Rúmeni" var sungið hástöfum. Þetta kom lögreglunni í opna skjöldu. Um 5000 mótmælendur yoru samankomnir til að mótmæla ástandinu í landinu. En enginn í flokkshöllinni vildi vera ábyrgur til að taka á móti sendinefnd verka- mannanna, og þá sauð endanlega upp úr; Mótmælendurnir réðust inn í flokkshöllina og ráðhúsið, brutu allt og brömluðu, hentu skjölum út á götu og kveiktu í. Áróðursspjöld flokksins voru eyðilögð, og matvælageymsla sem fannst í kjall- ara ráðhússins var tæmd, slagorð gegn Ceausescu voru einnig máluð á veggi ráðhússins. Uppreisn þessi stóð í um klukku- stund, en þá kom herinn lögreglunni til hjálpar. Hertrukkar og skrið- drekar komu á staðinn, hungurupp- reisnin var yfirstaðin. „Þetta var sjálfvakin aðgerð" sagði einn þátt- takenda, „ekkert var fyrirfram ákveðið". Strax þessa nótt voru glerskurðarmenn kallaðir út, einnig nreinsunarmenn og leynilögregla. Nú er aftur komin ró á í Brasov, grafarró. Uppreisnin hafði enga „Solidarnosc" á bak við sig, en upp- reisnin ber heldur ekkert „vor í Prag" í skauti sér. (Þýtt/eiídurs. Stern no: 52. 1987. E.Th.) Söluskattur vegna desember: Álag reiknaö eftir þriðja febrúar Fjármálaráðherra hefur ákveðið að ekki skuli reikna álag á söluskatt sem skila ber vegna sölu í desembermánuði sl. fyrr en eftir 3. febrúar nk. Þá imiii álagið hins vegar verða reiknað að Iiillu. Ástæðan fyrir þessari ákvörð- un er fyrst og fremst sú að mikið mun bera á greiðsluerfiðleikum hjá versluninni vegna mjög auk- inna greiðslukortaviðskipta í des- ember sl. Svo sem kunnugt er gera greiðslukortafyrirtæki ekki upp við viðskiptamenn sína fyrr en 2. hvers mánaðar. Hins vegar ber söluskattsskyldum aðilum að greiða söluskatt í síðasta lagi 25. dag næsta mánaðar eftir að sala á sér stað. Með hliðsjón af sér- stöðu desembermánaðar sem aðalsölutímabils á hverju ári og þar með mjög hárra söluskatts- greiðslna er ljósl að verslunin verður fyrir verulegum fjár- magnskostnaði verði álagi vegna vangoldins söluskatts beitt með venjubundnum hætti. Frestun þessari er ætlað að girða fyrir hækkun vöruverðs af þessum sökum. Tekið skal fram að ákvörðun þessi lýtur aðeins að útreikningi álags vegna söluskattsskila fyrir desembermánuð sl. Miðum hraða ávallt við aðstæður iumferðar Iráð Akureyringar — Nágrannar Vinsamlegast athugið breyttan opnunartíma Frá 30. janúar höfum víð opið frákl. 10.00 til 16.00 laugardaga. Veríð velkomin. HAGKAUP Akureyri Alvörusýning-^ TOYOTA Laugardag 30. janúar Sunnudag 31. janúar » ^, kl. 10-18. kl. 13-18. Toyotasýning Camry GLI - Camry GLI 4 WD Landcruiser STW GX m/aukapakka Carina DX 4d og Lift back Tercel Special Series 4WD Corolla allar gerðir Celica 1600 GT ni ¦41 Reynsluakstur Toyota Corolla 3dXL Toyota Corolla Lift back GTI Bílasalan Stórholt Hjalteyrargötu 2, símar 23300 og 25484.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.