Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 6
V - RUÖACl - 8Ser isúnsi .GS 6 - DAGUR - 29. janúar 1988 Jóna Maria Jóhannsdóttir og Jón Hallur með böm sín Huldn og Jóhann. // Ég hef kynnst ýmsu skraut- legu fólki og sumir vilja meina að ég sé það sjálfur // Jón Hallur Ingólfsson bankastarfsmaður á Sauðárkróki í helgarviðtali Viðmælandinn í helgarvið- talinu er í yngri kantinum að þessu sinni. Jón Hallur Ing- ólfsson heitir hann þrítugur bankastarfsmaður á Sauðár- króki. Undanfarin misseri hefur nokkuð borið á honum sem öðrum helmingi „Wam- dúetts" þeirra Króksara, en hann þykir einnig vel liðtæk- ur í félagslífinu og er viðrið- inn hina ýmsu félagsstarf- semi í bænum. Þegar Jón var nemandi í Samvinnuskólan- um á Bifröst fyrir nokkrum árum var hann talinn einn fjölhæfasti nemandi skólans. Komi það einhverjum á óvart, er rétt að sá hinn sami geri sér grein fyrir því, að drengur þessi er einn af Nikkurunum svokölluðu, sem óumdeilanlega hafa sýnt að þeim er margt til lista lagt. „Þó að ég sé ekki eldri en þetta, fæddist ég á Gamla spítalanum þar sem nú er safnaðarheimilið. Ólst svo upp á Freyjugötunni eða Skuggahverfinu eins og það var kallað í þá daga, því þar voru nú ekki svo margir ljósastaurar á sínum tíma. Eg er yngstur sex bræðra og á 2 systur, önnur er elst okkar systkina og hin yngst," sagði Jón þegar talið barst að æskuárunum í gamla bæjar- hlutanum á Króknum. „Aðalleiksvæðið var fjaran. Ég átti heima þarna niðri á fjöru- kambinum. Þar var maður yfir- leitt mestan þann tíma sem aflögu var frá skólanum. Framar á kambinum var þá Leikfélag Sauðárkróks með sína aðstöðu til æfinga. I skemmunni sem Sævar Einarsson er nú með aðstöðu sína vegna útgerðarinnar. Þar voru mörg stórstykkin æfð, s.s. Gullna hliðið, Skugga-Sveinn, Mýs og menn o.fl. Ég átti mína ágætu leikfélaga í nágrenninu s.s. Jón Pálma, Ninna á pósthúsinu, Bjössa Skúl og fleiri. Við gerðum okkur ýmis- legt til dundurs og þ.á m. voru indíánaleikirnir ákaflega vinsæl- ir. Á þessum tíma voru fjaðra- skúfarnir sem indíánahöfðingj- arnir notuðu í öllum regnbogans litum og skósíðir að auki. Það voru svo margar fjaðrir í þeim. Svo smíðaði maður sér áhöld á verkstæðinu hjá pabba; exi o.fl. Fúlatá Svo var það eitt sinn þegar verið var að æfa Mýs og menn, að orð- ið var heldur heitt í leikhúsbragg- anum. Við Ninni á pósthúsinu vorum að njósna þarna í kring, og læddumst sem sé þarna að sem indíánar að kúrekum staðráðnir í að gera árás í skjóli myrkurs. Einhvern veginn komumst við inn í skemmuna, líklega um dyrnar. Það var búið að stúka af ákveðið svæði, sem leiksvið. Við laumuðumst þarna inn báðir mál- aðir í framan og ekkert frýnilegir á að líta. Það var svo á viðkvæmu augnabliki í íeikritinu þegar dauðaþögn ríkti f salnum, að ég stökk inn í holið með þessu líka voðalega góli og argaði upp að hér væri kominn indíánahöfðing- inn Fúlatá." - Fúlatá? „Já, blessaður vertu þetta voru alveg himnesk nöfn í þá daga. Það var ekkert með það að það varð allt vitlaust þarna innan dyra. Þeim brá svo að það fór allt í handaskol. Ég náttúrlega sá mitt óvænna og stökk til baka og fann að það svona kröfluðu ein- hverjir fingur í bakið á kauða, en maður var nú sporléttur í þá daga. Út komumst við og burtu og urðu engin eftirmál að þessu. Nema þá þau að hér á Króknum var þá búsettur Lingi, sem allir innfæddir kannast við, sonur Guðmundar Andréssonar. Hann var sviðsmaður þarna í leikhús- skemmunni. Hann hitti mig einu sinni á gangi á Skagfirðingabraut- inni, bar lófann upp að munnin- um og framkallaði indíánaöskur mikið og gargaði svo: Heill og sæll indíánahöfðinginn Fúlatá. Hann var líklega sá eini sem maður þekkti í leikfélaginu þá. En eftir þetta átti ég mjög gott samstarf við leikara í leikfélag- inu. Maður fékk að vera þarna innan dyra löngum stundum og fylgjast með. Það var alveg ógleymanlegur tími. Maður sá t.d. Skugga-Svéin í hvert einasta skipti sem hann var sýndur og fannst alltaf jafngaman að honum." Þegar ísinn kom '68 Eitt af því sem maður gleymir ekki er þegar ísinn kom vorið '68. Var hann landfastur hér við ströndina í margar vikur. Það myndaðist svona læna meðfram ströndinni þar sem sigldi lagís er brotnað hafði í marga parta, þ.á m. þykkar lagísplötur sem við strákarnir gátum notað. Ver- ið á þeim svona einn-tveir saman og síðan var róið meðfram ströndinni þar sem komist var. Vorum við þarna einu sinni sem oftar margir ytribæingar; Muggur, Óli Þór, Óli Sveins, Rúnar Björns og fleiri góðir, að ógleymdum vertinum okkar Baldri Úlfars. Hann var með þeim hugaðri í bransanum. ísinn var aðeins farinn að lóna frá. Það hefur verið komin svona 100-150 metra breið læna og menn sigldu geysilega mikið. Þá var gamla bryggjan fyrir neðan trésmíða- verkstæði kaupfélagsins í essinu sínu, fullgild og mikið notuð á sumrin. Þeir sem yngri voru og pastursminni voru bara upp í landsteinunum, stukku svo strax í land þegar stóru ferlíkin komu. Það voru kannski tveir og þrír stóru strákanna á ógnarlöngum jaka, sem brutu farkosti okkar minni strákanna í spón á svip- stundu. Svo kom þarna rúta full af ferðalöngum og út flykktist mannfjöldi mikill sem fór að mynda í gríð og erg. Æstist þá leikurinn heldur og menn fóru að finna sér jaka sem þeir gætu verið á einir og sér og leikið kúnstir sínar. Sem margir hverjir voru orðnir þaulæfðir í. Baldur lenti á einum góðum jaka, tók af skarið og sigldi til hafs, út úr lænunni. Fór hann lengra en nokkur hafði áður þorað, alveg út fyrir hausinn á gömlu bryggjunni. En þá tók nú að kárna gamanið því jakinn fór að molna niður. Baldur snéri við alveg í dauðans ofboði, en hann hafði það ekki af blessaður drengurinn, því jakinn molnaði á svipstundu og hann stakkst á bólakaf í hafið. Meðan á þessu stóð filmuðu útlendingarnir alveg í gríð og erg. Voðalega hrifnir af því hvað drengurinn lagði á sig, bara til að þeir gætu tekið svona fínar myndir. En hann var ekki jafn hrifinn þegar hann kom upp úr sjónum og var ekki laust við að hann fengi augnagotur og hlátur frá sumum. Eina skiptið sem ég man eftir að ég hafi dottið í sjóinn var ein- mitt við þessar athafnir á ísjök- unum. Sítrónukvartettinn: Sigurður Jóhannesson, Vigfús Hjartarson, Jón Hallur Ingólfsson og Freysteinn Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.