Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 29.01.1988, Blaðsíða 15
29. janúar.,1988 - DAGUR - 15 „Stundum virtist hún ætla að hrapa, en eftir langa mæðu og æluslettur, ýlfur og vein, flugum við skýjum ofar.'' % Hallfreður 0* Örgumleiðason: Flugfreyjan grenjaði // móðursýkislega // Góðan daginn, lesendur stórir og smáir. Mér liggur að vanda ýmis- legt á hjarta og ég hef býsna stórt hjarta skal ég segja ykkur. Því miður hef ég líka stóra kúlu á enninu, ekki eftir kökukefli kon- unnar því það hefur legið að mestu ónotað í eldhússkúffu að undanförnu. Nei, enda hef ég hagað mér ósköp drengilega, jafnvel gert handtak annað slagið. Reyndar ætla ég að láta það bíða dálítið að segja frá þess- ari kúlu því síðast þegar ég átti við ykkur orð var ég ær og örvita af tannlæknaraunum og sá ekki fram á að geta haldið upp á afmæli mitt nema á mjög tak- markaðan hátt. Sem betur fer rættist úr og ég skellti mér suður í Davíðsborg til að geta skemmt mér án þess að allir Akureyringar fengju vitneskju um það. Konan vildi að vísu ekki hleypa mér í fangið á yndisfögrum Reykjavík- urdætrum og því skrölti hún með. Fyrst lá leiðin fram á flugvöll þar sem hörmulegasti farkostur allra tíma beið eftir okkur. Meira en 30 ára Fokker Friendship, dælduð, rispuð og ótraustvekj- andi á allan hátt. Við þurftum að bíða dágóða stund á meðan villu- ráfandi flugvirkjar reyndu að gera „vináttuna" (Friendship) til- búna til flugtaks. Þeir festu allt það lauslega sem var að detta af vélinni, til að koma í veg fyrir slys á jörðu niðri. Einn festi að vísu topplykilinn sinn en hann var látinn vera. Mig minnir að hann hafi síðan rotað hross í Skagafirði, a.m.k. heyrði ég tor- kennilegt hnegg á leiðinni. Jæja, eftir að flugstjórinn, sem ábyggilega var eitthvað við skál, hafði gert ítrekaðar tilraunir til að hrista vélina í sundur þá setti hann allt í botn og virtist ætla að sigla út Eyjafjörðinn. Á einhvern óskiljanlegan hátt mjakaðist vél- in þó upp á við, með braki og brestum, stundum virtist hún ætla að hrapa áftur, en eftir langa mæðu og æluslettur, ýlfur og vein, flugum við skýjum ofar. Ekki vissi ég hvort ég væri lif- andi eða dauður á þessari stundu. Þó heyrði ég í gegnum meðvit- undarleysið að tugir krakka öskr- uðu hástöfum, flugfreyjan grenj- aði móðursýkislega og loks fékk ég hálfmelta sperðla yfir höfuðið á mér frá bóndanum sem sat fyrir aftan mig og fór með bænirnar sínar. „Góðan dag, þetta er flugstjórinn," glumdi allt í einu í flugvélinni. „Við fljúgum nú í 15.000 feta hæð og ef Guð lofar verðum við komin til Reykjavík- ur eftir dúk og disk." Síðan tók við eitthvert háfleygt röfl um veð- ur og lífslíkur okkar, en tal flug- stjórans kafnaði brátt í orgi og uppköstum farþeganna. Loks hleypti ég í mig kjarki, þurrkaði mesta hroðann af hnakkanum á mér og leit djarf- lega til konu minnar. Blasti þá við mér gömul, útgrátin kona sem gat ekki verið konan sem ég giftist. Eftir nánari eftirgrennslan varð ég þó að sætta mig við það að þetta var gripurinn, en bless- unin eldist alltaf um mörg ár eftir hverja flugferð með Fokker Friendship og skal engan undra. Við komumst við illan leik til Reykjavíkur, vélin skall harka- lega á flugbrautinni og öll hjólin sprungu auk þess sem salernis- kynnin þeyttust fram í farþega- rými og dreifðist inníhaldið út um allt. Við vorum loks komin. Frá skemmtanabrölti mínu í Davíðsborg segi ég ykkur ekk- ert, velsæmisins vegna, auk þess sem Akureyringar geta aldrei þagað yfir nokkrum hlut. Þó skal ég játa að ég sá mikið af íturvöxnum Reykjavíkurdætr- um, íklæddum djörfum fatnaði og þær brugðu fyrir sig eggjandi augnaráði. Arnarhvasst augna- ráð konu minnar gat þó auðveld- lega stuggað þeim í burtu. Sjálf- sagt hafa margar ungar konur farið grátandi heim af söknuði og þrá eftir spengilegum Norðlend- ingnum. Skemmst er frá því að segja að eftir að ég hafði hryggbrotið heil- an haug af fegurðardísum og kannað skemmtanahætti uppa- kynslóðarinnar í musteri Mamm- ons þá fórum við aftur á vit feigð- arinnar, stigum upp í afgamla Fokker vél og lentum í sömu hrakningunum á leiðinni norður. Það kyndugasta við þetta allt saman er það að ég lenti heill á húfi á Akureyrarflugvelli. Ekki sást á mér hin minnsta skráma, en andlega var ég hins vegar í rúst. Með þakkarorð á vörum reis ég á fætur, sæll yfir því að vera ennþá lifandi, en eins og allir vita er það mikill galgopaháttur að stíga upp í flugvél og alltaf jafn tvísýnt hvernig því ferðalagi lyktar. Ég heilsaði Akureyri, steig út úr vélinni, hrasaði í tröppunum og stakkst á höfuðið. Þannig fékk ég nú þessa kúlu á ennið, heilahristing og marbletti. Segiði svo að maður sleppi óskaddaður frá svona flugferð. Nei, það er ekki mögulegt. M YNDLISTASKOLIN N Á AKUREYRI NÁMSKEIÐ Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. febrúar til 18. maí. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2 fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameöferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeiö. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeiö. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Myndlistadeild. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingalist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-17.00. Skólastjóri. VEXTIR A VERÐBRÉFAMARKAÐI Vikan 24.-30. janúar 1988. f Vextír umfram Tegund skuldabréfs verðtryggingu % Vextir AUs% Spariskírt. ríkissjóðs lægst hæst 7,2% 8,5% 37.7% 39,3% jSkuldabréf banka og sparisjóða lægst ' hæst 9,3% 10,3% 40,4% 41,6% Skuldabréf stórra fyrirtækja Lýsing hf. Lind hf. Glitnirhf. Sláturfélag Suðurlands 10,8% 11,0% 11,1% 11,2% 42,3% 42,6% 42,7% 42,8% Verðtryggð verðskuldabréf lægst hæst 12,0% 15,0% 43.8% 47,7% Einingabréf 1 Einingabréf Einingabréf 2 Einingabréf 3 Lífeyrisbréf 29.01.'88 2,621.- 1.527,- 1.630,- 1.318,- 12,3% 44,2% 8,2% 39,0% 12,6% 44,6% 12,3% 44,2% Fjárvarslu Kaupþings Norðurlands hf. mismundandi efiir sam- setningu verðbréfaeignar. Heildarvextir annarra skuldabréfa en ciningabréfa eru reiknað- ir út frá hækkun lánskjaravísitölu síðastliðna 3 mánuði. Raun- og nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Einingabréf er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnargjaldi. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í Fjárvörslu Kaupþings Noröurlands er oftast hægt að losa innan viku. ATHi Hægt er að greiða keypt verðbréC með gíróseðU og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 • Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.