Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 13. júlí 1988 129. tölublað #*SS,L£"X youflME Beint frá Ítalíu Skyrtur - Buxur HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Einkaleyfi Flugleiða afnumið? Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær þrjár tillögur vegna flugsamgangna á flug- leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur og einkaleyfl Flugleiða á þeirri leið. Ríkir einhugur í bæjarstjórninni um að krefjast úrbóta í flugmálum og að kannað verði til hlítar hvaða valkostir séu fyrir hendi. í tillögu frá Gísla Braga Hjart- arsyni, Jóni Kr. Sólnes, Heimi Ingimarssyni og Úlfhildi Rögn- valdsdóttur beinir bæjarstjórn þeim tilmælum til samgöngu- ráðuneytisins að nú þegar fari fram könnun á því hvort ekki sé heppilegt að taka upp nýja skip- an mála á flugleiðinni Ak,- Reykjav.-Ak. þegar núverandi flugrekstrarleyfi Flugleiða á leið- inni rennur út. Gerð verði úttekt á þeirri þjónustu sem nú er veitt og kannað hvort gefa eigi fleiri flugrekstraraðilum kost á að þjóna þessum markaði. í því sambandi verði sérstaklega tekið tillit til atvinnumála á Akureyri. EHB Loðnuvertíð formlega hafin: Minna vitað um ástandiö en oft áður Búast má við að íslenskir útgerðarmenn sýni loðnuveið- um meiri áhuga nú en í upphafí síðustu vertíðar. Loðnuveiðar hófust þá mjög seint bæði vegna lélegs verðs á loðnuaf- urðum og vegna þess hve loðn- an var vestarlega og stóð djúpt. Að sögn Hjálmars VU- hjálmssonar fiskifræðings er minna vitað um stærð og stað- setningu loðnustofnsins nú en oft áður. Loðnuveiðar íslendinga máttu hefjast síðastliðinn sunnudag. Gefinn hefur verið út sameigin- legur kvóti íslendinga og Norð- manna fyrir fyrri hluta vertíðar- innar, alls 500 þúsund lestir. Hlutur íslendinga er tæpar 400 þúsund lestir. Verð á mjöli og lýsi er nú mjög gott. Þessi úthlutun er byggð á athugunum sem gerðar voru í ágúst á síðasta ári á þeirri loðnu sem nú er til veiða. Venjulega hefur verið farið í annan leiðang- ur síðar um haustið og síðan aft- ur um veturinn, en vegna hafíss mistókust þeir leiðangrar algjör- lega. Að sögn Hjálmars benda athuganirnar frá í ágúst til þess að ástandið sé nokkuð gott en sú niðurstaða er ekki jafn örugg og oft áður. í ágúst næstkomandi verður farið í leiðangur til rannsókna á þeirri loðnu sem veidd verður á næstu vertfð. Frekari upplýsingar um ástand veiðistofnsins nú fást hins vegar ekki fyrr en að aflokn- um haustleiðangrinum sem er á dagskrá í byrjun október. ET Skófluslagur í sandkassa á Egilsstöðum. Mynd: ET Hitaveita Egilsstaða og Fella: Rennslismælar í stað hemla Um síðustu mánaðamót var tekið upp nýtt sölufyrirkomu- lag hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Frá þeim tíma verður heitt vatn selt eftir rennslis- mæli í stað hemla áður en það kemur til með að minnka neysluna á milli ára um 20- 22% að sögn Björns Sveins- sonar hitaveitustjóra. „Þessi breyting kemur ekki til með að hækka hitunarkostnað hér almennt. En þó fer ekki hjá því að hjá þeim sem eru með lélegan stjórnbúnað á ofnakerf- um og hafa notað vatn ótæpilega, hækki hitunarkostnaður ef þeir ekki gera neitt til þess að bæta sína nýtingu," sagði Björn enn- fremur. „Við höfum orðið varir við það að í sumum húsum er óeðlilega mikið rennsli í gegn og verður eigendum þeirra leiðbeint við að koma þeim málum í viðunandi horf.“ Að undanförnu hefur verið tal- að um að víða á landinu sé hag- kvæmara að kynda með olíu í stað hitaveitu eða rafmagns en að sögn Björns er því ekki þannig varið á Egilsstöðum. „Það var gerður samanburður á hita- veitu, olíu og rafmagni til húshit- unar í mars siðastliðnum og þá var hitaveitan ódýrasti kosturinn. Heitt vatn er ódýrara en olían og niðurgreitt rafmagn en þó er olí- an ódýrari en niðurgreidda raf- magnið,“ sagði Björn Sveinsson. -KK Átaksverkefni á Seyðisfirði: Hlutafélag um skipa- kaup í burðaiiiðnum - ísfisktogari efstur á óskalistanum Á Seyðisfiröi hefur verið stofn- að félag sem hefur það hlut- verk að vinna að söfnun hluta- íjár og stofnun hlutafélags um kaup á fískiskipi til staðarins. Verkefni þetta er Iiður í svo- kölluðu átaksverkefni sem Seyðisfjörður stendur að ásamt Egilsstöðum í samvinnu við Iðnþróunarfélag Austur- Þjóðhagsstofnun spáir 25% verðbólgu á árinu og um 11 milljarða kr. viðskiptahalla -og um Samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir árið 1988, sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér, má búast við 25% verðbólgu á þessu ári. Einnig er reiknað með að viðskiptahallinn á árinu verði um 11 milljarðar. Þjóðhags- stofnun spáir því að kaup- máttur atvinnutekna á mann verði því sem næst óbreyttur á milli áranna 1987 og 1988. Hins vegar mun kaupmáttur ráðstöfunartekna rýrna um 1% vegna meiri skattheimtu. Þjóðhagsstofnun endurskoð- aði þjóðhagsspána, sem gefin var út í mars síðastliðnum, meðal annars í ljósi efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar í maí síðastliðnum og framvindu efnahagsmála það sem af er árinu. Verðlagshorfur hafa versnað til muna að undanförnu og nú er talið að verðbólgan geti num- ið allt að 25% frá upphafi til loka þessa árs. í þjóðhags- spánni í mars var gert ráð fyrir 16% verðbólgu á ársgrundvelli. Reiknað er með því að halli á viðskiptum við önnur lönd verði um 11 milljarðar króna. Til samanburðar var viðskiptahall- inn rúmlega 7 milljarðar króna á síðasta ári. Ekki er þó allt svart í spánni og talið er að landsframleiðsla aukist um 0,2% á þessu ári. Þetta eru betri horfur en reikn- að var með í fyrri spám stofnun- arinnar. Þannig var gert ráð fyr- ir nálægt 1% samdrætti lands- framleiðslu í marsspánni. Þar munar mestu um að sjávarafli landsmanna er meiri en búist var við, og því er spáð að verð- mæti útfluttra sjávarafurða verði á árinu 1988 meiri en nokkru sinni fyrr. Afkoma útflutnings- og sam- keppnisgreina verður samt áfram erfið, þótt spáð sé lægra raungengi krónunnar á þessu ári, en áður var reiknað með. Áætlað er að botnfiskveiðar og vinnsla séu rekin með töluverð- um halla um þessar mundir. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagði að á þessum tölum væri ljóst að íslendingar yrðu að ná betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Bilið milli inn- og útflutnings væri allt of mikið og væri þetta því mikilvægasta verkefni í efna- hagsmálum þjóðarinnar á næstu mánuðum. AP lands. Stefnt er að niðurstöðu í málinu fyrir haustið. Undirbúningsfélagið var stofn- að á fjölmennum fundi sem hald- inn var í byrjun júní. Kosin var fimm manna stjórn og í henni eiga sæti tveir fulltrúar atvinnu- rekenda, einn frá bæjarstjórn og annar frá verkalýðsfélaginu og loks er ætlunin að í stjórninni verði einn fulltrúi almennings t.d. sjómanna. Magnús Stefánsson er í for- svari fyrir svokölluðum útgerðar- hópi sem starfað hefur í tengslum við átaksverkefnið. Að hans sögn voru undirtektir á stofnfundinum góðar. Hugur flestra stendur til þess að keyptur verði ísfisktogari og sagðist Magnús vera hæfilega bjartsýnn á að það tækist. „Við útilokum enga möguleika,“ sagoi hann aðspurður hvort ekki kæmi allt eins til greina að kaupa loðnuskip eða frystitogara. Sem viðmiðun er stefnt að því að safnað verði 30-50 milljón króna hlutafé og er þá miðað við að það samsvari 20-30% af kaup- verði skips. Hlutverk undirbún- ingsfélagsins er að leita eftir hlutafjárloforðum, hjá einstakl- ingum, fyrirtækjum, og opinber- um aðilum. Fyrir liggur viljayfir- lýsing bæjaryfirvalda um þátttöku í fyrirtækinu og hafa menn miðað við að hlutafé skiptist í þriðjunga milli áðurnefndra aðila. Leitað hefur verið til Lands- bankans og Byggðastofnunar um lán til hugsanlegra hluthafa. Landsbankinn tók vel í hug- myndina en vildi þó skoða hvert dæmi fyrir sig, en innan Byggða- stofnunar eru menn á báðum átt- um um réttmæti þess að kaupa skip frá einu byggðarlagi til að styrkja annað. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.