Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 9
 13. júlí 1988 - DAGUR - 13 Orðið arkitektúr virkar oft á fólk sem eitthvað gíf- urlega mikið og dýrt sem helst er ekki á færi venju- legs fólks að nálgast. Ef einhver segir: „Ég lét arki- tekt hanna húsið mitt jafnt að innan sem utan,“ þá sér maður fyrir sér einhverja rosalega steinhöll, helst mjög undarlega í laginu og innandyra er allt þannig að engin venjuleg fjölskylda með börn gæti með nokkru móti athafnað sig án þess að rekast á glerskúlptúra og annað þvíumlíkt. Bærinn gengur illa frá - Hafið þið orðið varir við það viðhorf fólks að því finnist það sem arkitektar hanna vera ópers- ónulegt? Bjarni: „Já, en það er algjör óþarfi að halda það því að fólk er með í ráðum alveg frá upphafi og fylgir þessu eftir. Þannig að ég held að það þurfi ekkert að vera hrætt við að þetta verði ópers- ónulegt.“ Árni: „í sambandi við t.d. inn- réttingar þá teiknum við veggi og slíkt en síðan fer fólk og velur sín húsgögn, Það kemur að vísu stundum og spyr okkur hvernig okkur lítist á en auðvitað er það það sem hefur úrslitavaldið í þessu rnáli." Bjarni: „Mér finnst vert að minnast á hversu lítið hefur verið byggt af nýju húsnæði. Fólk sem hefur komið hingað vegna breyt- inga á gömlum húsum hefur mik- ið talað um þetta." Magnús Már. Árni: „Við höfum fengið hing- að fólk sem er að gera upp hús í eldri hverfum fyrir meiri pening en kostar að byggja nýtt. Það fólk hefur kvartað yfir að ekki sé byggt í suður og spyr oft hvenær verði farið að byggja á gamla golf- vellinum og hjá Verkmennta- skólanum.“ Bjarni: „Fólk segist ekki geta sætt sig við þessar lóðir sem í boði eru.“ Árni: „Pað er ekki hægt að horfa framhjá því að það er ekki hægt að afmarka einhvern reit og segja: „Hér eru lóðir og ef þið viljið þetta ekki þá fáið þið ekki neitt.“ Bjarni: „Okkur langar til þess að fara út í nýbyggingar og spreyta okkur á nýjum húsum. Maður er búinn að sjá margar klúðurslegar lausnir á húsum og þá langar mann að reyna að koma í veg fyrir það. Það er kannski eitt sem fer meira í taugarnar á okkur en ljót hús og það er hvernig bærinn gengur frá. Allar verklegar fram- kvæmdir ganga mjög seint hjá þeim. Göturnar eru kannski mal- bikaðar en svo eru ekki gerðar gangstéttar fyrr en tíu árum seinna. Bærinn er meira og minna í sárum því það er aldrei hægt að klára neitt. Það er verið að hrækja í hitt og þetta út um allan bæ en það er aldrei neitt klárað. Mér finnst þetta ekki skipta minna máli heldur en húsin. Ég hef tekið eftir því í útlöndum að þar eru húsin ekkert sérstök en þegar búið er að leggja svona mikið í umhverfið, götur og svo- leiðis þá verður heildarsvipurinn meira aðlandi. Þetta finnst mér að bærinn hafi vanrækt allt of mikið. Það þarf að gera þessi opnu svæði milli húsa meira aðlaðandi." Árni: „Ég held þetta komi mikið til af því að það er enginn sem samræmir þennan heildar- frágang. Garðyrkjan sér um opin svæði og gatnagerðin sér um göt- ur og gangstéttar.“ Bjarni: „í bænum eru líka fullt af alls konar rafmagns- og hita- veitukössum sem eru Ijótir og mjög illa staðsettir og til þess að kóróna það er síðan rekin niður hjá þeim stálstöng í öllum regn- bogans litum til þess að hún standi upp úr snjónum.“ Árni: „Þessir hlutir eru allir til staðar í öðrum löndum en miklu fínni. Það er ekki minna lagt í þá heldur en húsahönnun og slíkt. Það virðist vera mun hærri stand- ard hjá viðkomandi bæjarfélög- um þar en hér.“ Myndir: GB Bjarni: „Gott dæmi um þetta er hjá svæðinu við kirkjuna hérna sem núna er verið að gera mjög fína. Ef maður kemur upp Gilið og beygir til vinstri inn í Eyrar- landsveginn þá blasir við manni tengikassi frá rafveitunni og stöng með sjálflýsandi málningu. Mér finnst þetta alveg ótrúlega ósmekkleg staðsetning." Árni: „Þetta er einn af þessum smáhlutum sem gera bæinn svo- lítið sjúskaðan hjá okkur. Það er ekki mjög mikið mál að breyta þessu og það myndi lyfta bænum upp úr þessum drabbaraskap sem hann er í og gera hann að þessari ímynd sem við viljum að hann sé. Gróinn, vinalegan og hlýlegan bæ eins og oft er talað um.“ Bjarni: „Bærinn hefur alla möguleika til að vera það. Lítum t.d. á lóðir hjá fólki, hvað unnið er mikið í þeim og hvað þær eru fínar. Svo kemur bæjarfélagið og stendur sig ekki.“ Árni: „Akureyri hefur upp á marga möguleika að bjóða í sambandi við útivist. Þessa möguleika verður að nýta til þess að laða að ferðamenn og þá verð- um við auðvitað að sjá sóma okk- ar í að hafa bæinn snyrtilegan og vel frágenginn.“ Að þessum orðum sögðum kvaddi ég þessa áhugasömu menn og hélt aftur til vinnustaðar míns. Á leiðinni stóð ég mig að því að vera að horfa á hús og umhverfi og velta fyrir mér hvað hefði mátt betur fara eða dást að einhverju sem heillaði mig alveg sérstaklega. KR Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Dukakis leggur áherslu á efhahagsmálin - Bush á eftir að sækja í sig veðrið Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í haust. Allt bendir til að í framboði verði George Bush, núverandi vara- forseti Bandaríkjanna, fyrír repúblikana og Michael Duk- akis, fylkisstjóri Massachus- etts, fyrir demókrata. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Dukakis nýtur meira fylgis en Bush, en ennþá er of langt í kosningar til að sá munur sé marktækur. í þessari grein ætl- um við að ræða um Michael Dukakis og möguleika hans til að verða næsti forseti Banda- ríkjanna. Síðar munum við ræða um George Bush. Michael Dukakis er sonur grískra hjóna sem fluttu til Bandaríkjanna eftir heimsstyrj- öldina síðari. Faðir hans var dæmi um „ameríska drauminn" í framkvæmd. Hann var 15 ára og ótalandi á enska tungu þegar hann kom til Bandaríkjanna. Aðeins átta árum síðar útskrifað- ist Dukakis eldri með mjög góðar einkunnir frá Harvard lækna- skólanum. En Dukakis hefur lít- ið flíkað þessari staðreynd og ekki reynt að ná hylli hinna ýmsu minnihlutahópa í Bandaríkjun- um með því að skírskota til upp- runa síns. Hins vegar talar hann góða spænsku og hefur það kom- ið honum vel hjá hinum stóra spænskumælandi hluta Banda- ríkjamanna. Dukakis er lærður lögfræðing- ur og hóf snemma afskipti af stjórnmálum. Árið 1972 var hann kosinn á fylkisþingið og aðeins tveimur árum síðar var hann orð- inn fylkisstjóri. Líklegast var þessi frami full skjótur því hann náði ekki endurkjöri árið 1978. Hann snéri sér þá að kennslu við Harvard háskólann og kom svo endurnærður í kosningabarátt- una árið 1982 og náði þá aftur kjöri sem fylkisstjóri. Michael Dukakis þykir ekki beint litríkur stjórnmálamaður og nær sjaldan að heilla kjósend- ur upp skónum með framkomu sinni. Vinsældir fylkisstjórans má hins vegar rekja til heiðarleika og gáfna hans. Ólíkt mörgu fólki af grískum uppruna er Dukakis frekar lokaður og ekki mikið fyr- ir að flíka tilfinningum sínum. Efnahagur Massachusettsfylkis hefur stórbatnað í seinn stjórn- artíð Dukakis, en menn greinir á um að hve miklu leyti það er fylk- isstjóranum að þakka. Hann er hlynntur frjálsu markaðskerfi, en hefur samt ekki hikað við að beita peningum fylkisins til að skapa ný atvinnutækifæri. íhalds- menn hafa gagnrýnt hann fyrir að þenja út ríkisgeirann, en frjáls- lyndir hafa gagnrýnt hann fyrir að skera niður framlög til vel- ferðarmála. En það er dálítið annað að stjórna einu fylki Bandaríkjanna en öllu landinu. Lítum á hvað hann hefur lagt áherslu á í kosningabaráttu sinni. Efnahagsmálin ofar- lega á baugi Dukakis byggir kosningabaráttu sína að miklu leyti á árangri sín- um í efnahagsmálum heimafylkis síns. Hann trúir að ríkið gegni mikilvægu hlutverki í að örva atvinnustarfsemi og hagvöxt, frekar en láta „ósýnilegu hönd- Michael Dukakis. ina,“ ef notuð er hin fræga setn- ing Adams Smith, ráða ferðinni. Hins vegar er hann lítið fyrir það að láta fólk komast upp með það að lifa á atvinnuleysisbótum og Massachusettsfylki var í farar- broddi að koma á fót endurhæf- ingarnámskeiðum fyrir fólk á atvinnuleysisbótum. Þannig hef- ur fylkið hjálpað um 40 þúsund manns að fá vinnu. Ekki er nú líklegt að slík nám- skeið geti haft jafn víðtæk áhrif annars staðar í landinu, því stór hluti þessara nýju starfa hefur verið í tölvutækni en þar hefur einmitt vaxtarbroddur atvinnulífs Massachusettsfylkis verið. Hert- ar reglur um skatteftirlit er eitt af því sem Dukakis leggur ríka áherslu á, en hann hefur varast að tala um beinar skattahækkanir endar er það óvinsælt hjá kjós- endurn. Dukakis er íhaldssamur í sambandi við skipulags- og umhverfismál. Hann hefur lagt mikla áherslu á að glæða gamla miðbæjarkjarna lífi og lagst gegn þenslu borganna á kostnað sveit- anna. Fylkisstjórinn hefur stutt almenningsvagnakerfi, t.d. járnbrautir þótt það þýði að ríkið verið að greiða með þeirri þjón- ustu. Kjarnorka er ekki ofarlega á vinsældalista hjá honunt sem möguleiki í orkumálum. Gegn stjörnustríðs- áætluninni í innanríkismálum hefur hann lagt ríka áherslu á umhverfismál. Dukakis hefur gagnrýnt iðnfyrir- tæki harkalega fyrir þeirra þátt í súru regni og losun eitraðra úr- gangsefna í ár og vötn. Þar hefur hann að vísu verið gagnrýndur sjálfur fyrir að hraða ekki hreins- un hafnarinnar í Boston en hún er mjög menguð og sú verst farna á allri austurströnd Bandaríkj- anna. í utanríkismálum er Dukakis óskráð blað. Hann hefur þó lýst því yfir að hann sé gegn stuðningi við Kontra-skæruliða í Nicaragua og hefur verið óhræddur við að lýsa því yfir að hann muni skera mjög framlög til hermála, t.d.' til stjörnustríðsáætlunarinnar og hönnunar og byggingar MX-eld- flauga. Fylkisstjórinn er hlynntur tvíhliða samningi risaveldanna um afvopnun og telur að senda eigi inn alþjóðlegar friðarsveitir til að stilla til friðar í átökunum við Persaflóa. Michael Dukakis hefur enn ekki formlega verið tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata en ekki bendir til annars en að svo verði. Þegar þessar línur eru ritaðar er ekki ljóst hver verður varaforsetaefni hans og mögu- leikar Dukakis ráðast mikið af því hverjum verður stillt upp með honum. Hann hefur í flest- um skoðanakönnunum náð betri árangri en andstæðingur hans, George Bush. Hins vegar virðast kjósendur með því frekar lýsa yfir óánægju sinni með Bush en ánægju með Dukakis. Þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru í ágúst-september munu línur skýrast og ekki er ólíklegt að Bush eigi eftir að sækja í sig veðrið. Það stefnir því allt í mjög jafna og harða kosningabaráttu sem ómöglegt er að spá fyrir um. AP Dukakis ásamt konu sinni Kitty á kosningafundi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.