Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. júlí 1988 Börnin í röð á hestinum: Hanna Björg 10 ára, Jóhanna Björg 10 ára, Börkur 8 ára, Guðný 8 ára og Ásthildur 11 ára. Vedís Bjarnadóttir, leiðbeinandi. Húsavík: Böm á reiðnámskeiði Reiðnámskeið fyrir börn stendur yfir á Húsavík. Nám- skeiðið er haldið á vegum hestamannafélaganna Grana og Þjálfa og æskulýðs- og íþrótta- nefndar Húsavíkur. Leiðbein- andi er Vedís Bjarnadóttir en hún hefur sótt námskeið á veg- um Landssambands hestamanna og öðlast réttindi til að leið- beina byrjendum í hesta- mennsku. Dagur skrapp upp að hesthúsunum þar sem Vedís var með hóp barna á aldrinum 8 til 11 ára og virtust þau una sér hið besta innan um hest- ana. Vedís var spurð hvort svona námskeið hefðu verið haldin áður. „Ég hef tvisvar sinnum áður verið með námskeið fyrir byrj- endur en einnig hafa komið kennarar að og verið með nám- skeið fyrir þá sem lengra eru komnir.“ - Er mikil aðsókn að nám- skeiðinu? „Ég er með 24 nemendur sem skiptast í þrjá hópa sem eru á tíu daga námskeiðum. Það er yfir- fullt og ég gat því miður ekki tek- ið alla sem langaði að vera með þó að námskeiðið væri ekki mikið auglýst. Okkur vantaði fleiri hesta, þó fengum við bæði hesta hér úr bænum og úr sveitunum frá eigendum sem voru fegnir að fá hreyfingu fyrir hrossin sín.“ - Þýðir svona mikil aðsókn á námskeiðið að áhugi fyrir hesta- mennsku sé að aukast? „Það hefur sýnt sig að alls stað- ar þar sem boðið er upp á svona námskeið er yfirfullt. Börnin þyrpast á námskeiðin svo það er ekki vafi á að þau eru vinsæl. Það er gott fyrir börnin að sækja svona námskeið til að læra með- ferðina á skepnunum og ég vildi að sem flest bæjar- og sveitarfé- lög gætu boðið upp á slík nám- skeið þar sem börnin gætu fengið að kynnast þessum undur- skemmtilegu dýrum. Hver einasti einstaklingur hefur gott af að fá að komast í snertingu við dýrin og náttúruna." - Hvað er kennt á námskeið- unum? „Ég segi þeim það helsta um hestana og reiðtygin, hvernig eigi að leggja reiðtygin við hestinn, kemba honum, bursta og snyrta. Kenni þeim ásetu og hvernig þau eiga að bera sig á hestinum og stjórna honum. Og svo leyfi ég þeim sem mest að njóta samvist- anna við hestinn.“ - Finnst þér gaman að leið- beina börnunum? „Það er alltaf gaman að vera með ungu fólki. Börnin eru svo yndisleg." - Hefur eitthvað eftirminni- legt komið fyrir hjá ykkur? „Mér leist ekkert á í gær þegar áburðarflugvélin flaug tvisvar sinnum rétt ofan við kollana á okkur, sem betur fer kom ekkert fyrir en ég varð skelkuð." IM í nýrri rannsóknastöð Hafna- málastofnunar er ætlunin að gera iíkanatilraunir með tvær hafnir á ári hverju. Fyrsta sveitarfélagið sem nýtur góðs af þessari frábæru aðstöðu verður Grímsey og þegar stöð- in var tekin í notkun á dögun- um gaf á að líta nákvæmt líkan af höfninni þar á bæ. Á hafnar- bakkanum stóðu þeir Gísli Viggósson forstöðumaður rannsóknadeildar Hafnamála- stofnunar og Sigurður Sigurð- arson dcildarverkfræðingur, auk tveggja sveitarstjórnar- manna úr Grímsey þeirra Þor- láks Sigurðssonar oddvita og Sigfúsar Jóhannessonar. Hið nákvæma líkan er árangur langrar undirbúningsvinnu sem einkum felst í öldumælingum. Öldumælingarnar fyrir Grímsey hófust haustið 1985. Öldumæl- ingarduflum var komið fyrir inni í höfninni og 300 metrum sunnan hennar og hið þriðja var síðan staðsett á Grímseyjarsundi. Þetta þriðja dufl var einnig notað sem viðmiðunardufl við mælingar sem gerðar hafa verið fyrir hafnirnar á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafs- firði, Hrísey, Árskógssandi og Grenivík. Auk þessara öldumæl- inga voru gerðar sjávarfallarann- sóknir, botnmælingar, landmæl- ingar og dýptarmælingar. Alltaf eitthvað sem kemur á óvart Út frá niðurstöðum þessara rann- sókna og mælinga var reiknuð ölduhæð og öldustefna á rúmsjó. Á grundvelli þeirra útreikninga var meðal annars tekin ákvörðun um staðsetningu líkansins í rann- sóknastöðinni og um heppilega stærð þess. Nú kunna einhverjir að spyrja sig hvort ekki sé einfaldara að nota tölvulíkan við tilraunir sem þessar á tölvuöld. „Ennþá er þetta svo flókið að tölvuforrit ráða ekki við þetta. Það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart í þessu og slíkt sjáum við best í svona líkani,“ svarar Gísli Viggósson. Samvinna við heimamenn er stór þáttur í undirbúningi jafn umfangsmikilla og mikilvægra framkvæmda og þeirra sem standa fyrir dyrum í Grímsey. Þeir Sigfús og Þorlákur voru þarna staddir til þess að staðfesta að áhrif og ágangur sjávarfall- anna í líkaninu gæfi rétta mynd af því sem þeir þekkja svo vel úr raunveruleikanum. „Þetta er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir þá slæmu tilfinningu að maður sé að gera einhverja bölv- aða vitleysu,“ segir Gísli. Knýjandi þörf á úrbótum „Mér líst vel á þetta og þetta er stórvirðingarvert átak sem hér hefur verið gert,“ sagði Þorlákur Sigurðsson oddviti í samtali við blaðamann. Aðspurður sagðist hann kannast vel við alla stað- hætti á líkaninu og hér hefði greinilega verið vandað til hlut- anna. „Ef fjárveitingavaldið sýnir því jafn mikinn áhuga og þessir menn hafa gert, að bæta hafnar- aðstöðu í Grímsey, þá þurfum við engu að kvíða. Þetta erum við hins vegar ekki farnir að sjá ennþá,“ sagði Þorlákur. í sama streng tók Sigfús Jóhannesson. „Það er orðið svo knýjandi að gera úrbætur að það er farið að standa öllu öðru fyrir þrifum. Á síðustu tveimur árum hafa verið að koma heim einir sjö átta ungir menn og þeir eygja enga möguleika á að hefja útgerð nema úr verði bætt. Ef menn geta ekki verið þarna með bát þá hafa Frá Grímsey. þeir ekkert þarna að gera. Það er heila málið,“ sagði hann. Ometanlegt lán í óláni Líkanið er byggt í mælikvarðan- um 1:60, þ.e.a.s. einn metri á lík- aninu stendur fyrir 60 metra í raunveruleikanum. Tímakvarð- inn er hins vegar þannig að einn klukkutími í náttúrunni verður rúmar sjö mínútur í líkaninu og massakvarðinn gerir eitt tonn í náttúrunni að 4,6 grömmum í lík- aninu. Til þess að mæla hreyfing- ar skipa sem koma til með að liggja við bryggju í Grímsey eru notuð skipalíkön og til að allt sé örugglega nákvæmlega eins og í raunveruleikanum verða fengnir skipstjórar til að binda skipin við litlu bryggjuna. Líkanið af Grímseyjarhöfn er eins og áður segir mjög nákvæmt og erfitt að standast þá freistingu að vaða út í og ganga í barndóm, í skipaleik. „Maður verður aldrei fullorðinn hérna,“ segir Gísli. Með því að slá inn upplýsingar um ölduhæð og -hraða er hægt að kalla fram hvert það veður sem menn vilja og með einum takka má á örskotsstundu gera úfinn sjó spegilsléttan. Síðastliðið ár var að sögn Gísla alveg einstakt því þá kom í tví- gang eitthvert versta veður sem menn muna. Ofviðri 31. mars olli miklu tjóni víða norðanlands og 9. október var veður einnig mjög slæmt á svipuðum slóðum. Veður eins og þá geisaði kemur á nokkurra áratuga fresti. Það gekk talsvert mikið á þegar öldu- vélarnar mynduðu sjógang eins og þann sem lék Norðlendinga svo grátt á síðasta ári. í raun- veruleikanum fór ölduhæðin þann 9. október í rúma fjóra og hálfan metra. „Það er ómetanlegt lán í óláni að fá þessi veður bæði á sama árinu. Þetta gerir okkur kleift að skoða nákvæmlega þær aðstæður sem að öllu jöfnu koma ekki nema á tuttugu ára fresti að með- altali," sagði Gísli. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.