Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 7
13. júlí 1988 - DAGUR - 7 Hermann Guðjónsson. andstaða við að leggja þá niður," segir Hermann. Hafnamálastofn- un rekur einnig nokkurn fjölda radíóvita og segist Hermann telja notkun þeirra meðal skipa fara minnkandi og hún sé því mest hjá flugvélum. Flestir vitar eru orðnir sjálf- virkir og mannlausir en þó eru enn nokkrir vitar mannaðir. Þetta eru svokallaðar strand- stöðvar og auk vitaþjónustunnar eru þar framkvæmdar veðurat- huganir. Þarna segir Hermann að einnig verði að taka tillit til íhaldssemi sjómanna en þeir vilja ekki að mannaðir vitar verði lagðir niður. Atriði eins og sjólag og skyggni eru mikilvægar upplýs- ingar fyrir sjómenn þegar veður- lýsingar eru sendar út og þar treysta þeir best mannlegri athygli. Fleiri aðilar, svo sem aðilar í ferðamálum, telja visst öryggi fylgja því að hafa vitaverði á þessum stöðum. Vitastofnun á og rekur vita- skipið Árvakur en það er aðeins gert út í tvo mánuði á ári. Þjónusta við vitana fer því að langmestu leyti fram með varð- skipum Landhelgisgæslunnar og segir Hermann samvinnu við hana hafa verið mjög góða um langt skeið. Rannsóknastöð Hafna- málastofnunar heimsótt Frumrannsóknir veigamesti þátturinn Hafnir eru í eigu sveitarfélag- anna og samkvæmt nýjum hafna- lögum frá 1984 hefur hafnagerð að miklu leyti færst í verkahring Hafiiargerð er mjög sérhæft verkefni - segir Hermann Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóri Á veggnum hangir mjnd af fyrsta vitanum á Islandi, Reykjanesvita sem tekinn var í notkun árið 1878. Við erum staddir á skrifstofu Hermanns Guðjónssonar vita- og hafna- málastjóra, en hann er for- stöðumaður þeirrar stofnunar sem í daglegu tali gengur undir nafninu Vita- og hafnamála- stofnun íslands. I rauninni er um að ræða tvær stofnanir, Vitastofnun íslands og Hafna- málastofnun ríkisins. Vitamálastjóraembættið varð til árið 1910 en uppúr síðari heimsstyrjöldinni tók Vitastofn- un síðan að sér að annast hafna- gerð á landinu auk eftirlits með vitum. Stofnanirnar tvær eru aðskildar við gerð fjárlaga en þær eru hins vegar undir sameigin- legri stjórn og reka sameiginlega skrifstofu sem kallast Vita- og hafnamálaskrifstofan. Á skrif- stofunni starfa um 25 manns og þar af er helmingurinn verk- fræðingar og tæknifræðingar. Auk þess hafa stofnanirnar í sinni þjónustu um fimmtán iðn- aðarmenn, sem aðallega fást við viðhald vita. „Það má segja að ég sé eini maðurinn sem er starfs- maður beggja stofnananna,1' seg- ir Hermann. Sjómenn vilja halda í ljósvitana Vitastofnun hefur með höndum framkvæmd vitamála í landinu. Á undanförnum árum hafa fram- kvæmdir á vegum stofnunarinnar snúist um uppsetningu svokall- aðra radarsvara á strandlengj- unni. Aðspurður hvort þessum radarsvörum væri ætlað að leysa gömlu ljósvitana af hólmi sagðist Hermann ekki telja það. „Á tímabili héldu menn að ljósvitar myndu fljótlega heyra sögunni til. Nú er hins vegar að koma í ljós að menn vilja hafa eitthvað til að miða við án þess að þurfa að nota til þess flókin siglinga- tæki. Þessir vitar má segja að séu síðasta öryggið ef siglingatæki bila og hjá sjómönnum er mikil þeirra sjálfra. Hafnamálastofnun er eins konar þjónustuaðili fyrir ríki og sveitarfélög. í reglugerð um hafnamál segir að Hafna- málastofnun fari með fram- kvæmd hafnamála samkvæmt hafnalögum. Veigamesti þátturinn í starf- semi Hafnamálastofnunar er gerð frumrannsókna áður en lagt er í hafnarframkvæmdir. Þessar frumathuganir fela í sér öldu- mælingar, dýptarmælingar, jarð- vegsathuganir og fleiri rannsókn- ir og síðan í framhaldi af þeim líkanatilraunir. Frumrannsóknirnar eru kost- Sigfús Jóhannesson, Gísli Viggósson, Þorlákur Sigurðsson og Sigurður Sig- urðarson virða fyrir sér líkan af Grímseyjarhöfn. Myndir: et aðar af ríkinu en þegar komið er að hönnun og síðan byggingu hafnanna er kostnaðurinn færður á byggingarreikning hafnanna. Sá kostnaður skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga og er hlutur ríkisins í flestum tilfellum 75%. Þar sem hafnirnar hafa verulegar tekjur er þó hlutur sveitarfélag- anna stærri. í flestum tilfellum l^ita sveitarfélögin til Hafnarmála- stofnunar með hönnun hafnanna en hún felur svo verkfræðistofum að vinna einstaka þætti. Hafnamálastofnun gerir tillög- ur um fjárveitingar til hafna og hefur síðan eftirlit með því hvernig þessum fjárveitingum er varið. Þá á Hafnamálastofnun að fylgjast með því að framlag ríkis- sjóðs komi ekki fyrr en sveitar- sjóðir hafa greitt sinn skerf. Yfir- leitt er þessu hins vegar öfugt far- ið og má þar nefna að um síðustu áramót vantaði rúmar 197 millj- ónir upp á að ríkið hefði staðið við sínar skuldbindingar. Breytingar á starfsemi Hafnamálastofnunar Að sögn Hermanns hefur starf- semi Hafnamálastofnunar breyst geysilega mikið á undanförnum árum. Andstætt ýmsum ríkis- fyrirtækjum sem blásið hafa út þá hefur starfsmannafjöldi stofnun- arinnar dregist mjög saman. Stutt er síðan stofnunin hafði í sinni þjónustu nokkurn fjölda vinnu- flokka sem störfuðu við hafna- gerð víða um land. í þessum vinnuflokkum störfuðu yfir hundrað menn en nú eru aðeins eftir fimm verkstjórar sem sendir eru um landið til að fylgjast með framkvæmdum. „Hafnagerð er mjög sérhæft verkefni og ég held að stofnun eins og þessi verði alltaf að ráða yfir sérmenntuðum mönnum til þess að vinna þessi verkefni. Á tímabili var talað um að leggja þessa stofnun niður en það hefur hins vegar sýnt sig að það er mikil ásókn í okkar þjónustu og þá einkum frá smærri sveitarfélög- um,“ segir Hermann. Önnur breyting sem orðið hef- ur á starfseminni er sú að rekstur dýpkunartækja er að færast í hendur einkaaðila. Hafnamála- stofnun á eitt sanddæluskip en því hefur verið lagt og verður það ekki notað á þessu ári. Aukin áhersla á undirbúningsvinnu Markmiðið með þessum breyt- ingum er m.a. að leggja aukna áherslu á undirbúningsvinnu í hafnagerð og einn liður í því er bygging rannsóknastöðvar Hafnamálastofnunar. Stöðin var tekin í notkun fyrir fáum dögum og þar er að finna íullkomna aðstöðu til að framkvæma svo- kallaðar líkanatilraunir á höfnum og einstökum hafnarmannvirkj- um. Síðan líkanatilraunir hófust hér á landi árið 1973 hafa þær far- ið fram í ófullnægjandi leigu- og bráðabirgðahúsnæði en með til- komu hins nýja húss hefur orðið gjörbylting í þessum málum. Húsið er alls um 1800 fermetrar en sá hluti sem líkanatilraunirnar fara fram í er 20x40 metrar eða 800 fermetrar. í hinum hlutanum eru geymslur og aðstaða fyrir iðnaðarmenn Vitastofnunar. „Víða á landinu er algjör for- senda fyrir frekari framkvæmdum að þessar líkanatilraunir séu gerðar. Það er ekki nóg að fá fjárveitingar í verkefnin heldur verðum við að nota okkur þá tækni sem til er og undirbúa verkefnin af kostgæfni,“ segir Hermann Guðjónsson vita- og hafnamálastjóri. ET Samtök um kvennalista: Ráðstejha um land- nýtingu og landbúnað Ráðstefna Samtaka um kvenna- lista um landbúnað og landnýt- ingu var haldin að Sólgörðum í Fljótum helgina 25.-26. júní sl. Mættar voru konur víðs vegar af landinu. Fjölmörg framsöguerindi voru flutt um hina ýmsu þætti land- búnaðar. Á laugardeginum talaði Ás- gerður Pálsdóttir, um ástand og horfur í landbúnaði hvar hún rakti sögu landbúnaðar til daga fullvirðisréttar og þá togstreitu sem hann hefur skapað meðal bænda. Sigrún Helgadóttir rakti ástand gróðurs frá landnámi til okkar daga frá lífrænu sjónarmiði og nauðsyn þess að takmarka beit á viðkvæmum svæðum. Ágústa Þorkelsdóttir talaði um kvótaskiptingu með tilliti til land- gæða og þörfina á því að bændur og landverndarsinnar þéttbýlisins færu að tala saman því báðir ynnu að sama markmiði. Málmfríður Sigurðardóttir tal- aði um byggðajafnvægi og benti á að taka bæri tillit til mannlega þáttarins engu síður en hins hag- kvæma. Hún sagði frá sameigin- legri könnun hinna Norðurland- anna á atvinnuháttum dreifbýlis- ins um hvernig best mætti snúa af vegi fólksfækkunar til eflingar landsbyggðinni. Niðurstaðan var að við breytingar á atvinnuhátt- um og mótun nýs atvinnulífs væri þátttaka kvenna höfuðnauðsyn. Um bændur og neytendur töl- uðu Danfríður Skarphéðinsdóttir og Jófríður Traustadóttir. Danfríður kynnti verðlagningu landbúnaðarafurða og hvernig verðhækkanir undanfarinna ára hafa fyrst og fremst lent hjá milli- liðum. Jófríður hvatti til aukins gæða- eftirlits í kjötvinnslu og sagði að þrátt fyrir aukningu í sölu nauta- kjöts væri vöruþróun lítil. Þær fóru báðar inn á þá tog- streitu sem er milli bænda og neytenda (Neytendasamtakanna) og hvernig fjölmiðlar kynda stöðugt undir. Á sunnudag sögðu konur úr öngunum frá stöðu landbúnaðar í sinni heimabyggð og kom greini- lega fram að vandinn væri mis- munandi eftir búsetu. Kynntar voru niðurstöður hóp- umræðna frá ráðstefnunni á Hvanneyri þar sem fjallað var um atvinnumöguleika kvenna í dreif- býli. Valgerður Bjarnadóttir sagði frá norræna samstarfsverkefninu Brjótum múrana og þeim nám- skeiðum sem hafa verið haldin á þess vegum um konur og at- vinnurekstur. Á laugardagskvöld var kvöld- vaka með fjöldasöng og frábær- um skemmtiatriðum skagfirskra kvenna, bæði frumsömdum ljóð- um og smásögu ásamt ýmsu öðru. Hreppsnefnd Fljótahrepps bauð ráðstefnukonum í skoðun- arferð um sveitina. Skoðuðu konurnar m.a. hina glæsilegu lax- eldisstöð þeirra Fljótamanna, Miklalax, og nýuppgerða kirkj- una á Barði. Var þessi ferð í senn ánægjuleg og fróðleg. Kunna kvennalistakonur hreppsnefnd- inni þakkir fyrir þetta góða boð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.