Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 4
 4 - DAGUR - 13. júlí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Draga verður úr Qörumengiin Hvað ætli hann sé að hugsa íslenski sjómaður- inn sem grípur ruslafötu kokksins, býðst til að spara honum sporin, fer út að lunningu, lyftir upp fötunni og sturtar öllu í sjóinn? Sennilega er rétt svar: Alls ekki neitt. En sem betur fer fækk- ar þeim sjómönnum óðfluga sem þannig haga sér - en þó eru enn til margir sem telja að sjór- inn taki endalaust við öllum þeim óþverra sem fer í hafið. Samtök útgerðarmanna og sjómanna hafa beitt sér fyrir áróðursherferð gegn sóðaskap eins og þeim sem að framan var lýst, þau létu útbúa sérstök veggspjöld sem dreift var í öll íslensk fiskiskip og í æ fleiri höfnum má sjá ruslagáma. Þetta átak útgerðar- og sjómanna er merkilegt og sýnir að við erum sem betur fer á réttri leið. Auðvitað eru landkrabbarnir ekki síð- ur slæmir hvað varðar þann leiða sið að henda rusli í sjóinn. En þar eru þó sjómennirnir atkvæðamestir. Um það vitna athuganir sem gerðar hafa verið. Það var vonum seinna að menn fóru að huga að þessum málum í einhverri alvöru. Fjörur landsins eru án efa einhverjir mestu ruslahaug- ar veraldar og til stórrar skammar fyrir land og þjóð. íslendingar lifa af fisksölu og munu gera það enn um ókomin ár. Útlendir kaupendur sjávarvarnings, sem trúa þeim orðum okkar að ísland sé hreint og ómengað land, geta hæglega komist á aðra skoðun ef þeim dytti í hug að ganga sér til skemmtunar eftir fjöru í nágrenni við eitthvert sjávarþorpið. En það eru ekki ein- vörðungu fjöruferðir útlenskra sem geta orðið styttri en efni stóðu til - til eru dæmi um íslensk- ar fjölskyldur á sumarferðarlagi sem hafa flúið úr fjöru þar sem sóðaskapurinn - allt plastrusl- ið, netadræsurnar og lúnar mjólkurfernur voru svo yfirþyrmandi. Til eru ótal klúbbar og félög sem sífellt eru að leita sér að verkefnum til að fást við. Væri ekki ráð að félagasamtök af einhverju tagi beittu sér fyrir hreinsun á fjörum landsins? Væri það ekki mikil og góð skemmtun ef meðlimirnir kæmu með maka og börn í leiðangur af þessu tagi? Ef átak sem hér um ræðir væri um allt land myndu tonnin skipta þúsundum sem hægt er að safna um eina helgi. Mikill áróður undanfarin ár hefur haft þau áhrif að umgengni um landið hefur batnað til muna. Sömuleiðis má gera ráð fyrir á áróðurs- herferð sú sem er í gangi á skipum landsmanna muni skila árangri. Við hljótum að setja okkur það takmark að geta skilað landinu kinnroða- laust í hendur barna okkar. ÁÞ. Hvað gera jólasveinar á sumrin? Eru þeir að búa sig undir vetur- inn og jólin, eða sofa þeir bara? Miðað við allan barnafjöldann í heiminum gæti maður haldið að þeim veitti ekkert af sumrinu til að ná því að útbúa jólagjafir handa öllum góðu börnunum. Eða - skyldi þeim ekki hafa fjölg- að í réttu hlutfalli við önnur börn? Sl. laugardagskvöld kváðu allt í einu við mikil öskur frammi í Leyningshólum og þrír jólasvein- ar sáust skunda niður brekkuna niður á tjaldsvæðið. Hvað var eiginlega um að vera? JC-félagar sem staddir voru í Leyningshól- um á árlegu fjölskyldumóti ráku upp stór augu. En skýringin kom um leið og jólasveinarnir voru komnir í kallfæri við fólkið. „Hvern sjálfan... á það að þýða að vera með svona mikinn hávaða hérna? Við getum ekki sofið fyrir þessum látum í ykkur,“ sagði Stekkjastaur. „Hver stendur eiginlega fyrir öll- um þessum hávaða? Hver eruð þið eiginlega? Getiði ekki verið heima hjá ykkur, við viljum fá svefnfrið hérna í fjöllunum." Skyldi þau nokkuð hafa vantað vatn í glösin? „Vi-við erum í JC,“ gat einhver stunið upp. Og lítill krakki heyrðist hvísla að mömmu sinni: „Petta er satt, við vorum með hávaða uppi í fjalli í dag.“ Jólasveinarnir létu sér ekki nægja þetta svar um JC, enda er sá félagsskapur ekki til í jóla- sveinabyggðum og vildu fá að tala við þennan JC, sjálfan! For- seti JC Islands, Barbara Wdow- iak, var þá sóttur og tókst að Sex af átta stjórnarmönnum JC Islands voru á fjölskyldumótinu og gjaldkerinn sá um laugardagskvöldið. að spila undir fjöldasöng á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.