Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 8

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 8
8-DAGUR-13. júlí 1988 „Hægt að leita til okkar með alls konar verkefiii“ - Arkitektamir Bjami Reykjalín og Ami Amason ásamt nemanum Magnúsi Má í spjalli um arkitektúr á Akureyri Arkitektarnir Bjarni Reykjalín og Árni Árnason ásamt arkitekta- nemanum Magnúsi Má voru fljótir að sannfæra mig, þegar ég kíkti inn á stofuna þeirra, um að verk þeirra væri alls ekki eins og á undan er lýst þó svo að það væri svo í hugum margra. Má ég ráða ferðinni? Gefum þeim orðið: Árni: „Það hefur aukist mjög mikið síðustu árin aö almenning- ur leiti til okkar. Þetta var svolít- ið hikandi þegar við byrjuðum en að vísu gekk okkur mjög vel að komast af stað. Ég held að við- horf almennings hafi breyst, í byrjun vissi fólk ekki almenni- lega hvað við byðum upp á. Menn héldu að við værum bara að teikna hús eða að ákveða hvar húsbóndastóllinn ætti að vera. En núna er fjölbreytnin í verk- efnunum mikil, það hefur nánast allt sem hugsast getur komið inn tii okkar.“ Bjarni: „Maður finnur ennþá fyrir því að það er hræðsla hjá sumum. Ef þeir fá arkitekt til að gera eitthvað fyrir sig, þá halda þeir að þeir séu ofurseldir honum og geti ekki snúið við. Þeir spyrja: „Má ég ráða ferðinni, get ég sagt stopp hérna?“ Arni: „Já, fólk hefur orðið svo- lítið hissa þegar viö höfum viljað gera tillöguteikningar fyrir það, spjalla við það og fara í gegnum blöð og svoleiðis. Fólk er núna að uppgötva í hvað það getur notað þjónustu okkar.“ Bjarni: „Það getur verið vegna þess að það er mikið til af gömlu húsnæði sem fólk er að kaupa og viil breyta. Þau uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag. Fólk byrjar kannski sjálft og ætlar að fara að breyta en lendir svo í vandræðum og leitar eftir aðstoð. Við höfum fengið alveg ótrúlega mikið af verkefnum í sambandi við breytingar á gömlu húsnæði. Það eru kannski viðbyggingar og líka innanhússbreytingar og baðherbergjum og eldhúsum. Þetta nær frá því að taka í gegn einn arin og upp í allt húsið.“ Árni: „Fólk hefur líka upp- götvað að það getur komið og fengið tillöguteikningar af hús- næðinu sem það ætlar að breyta, þó svo að það ætli ekki að byrja á þessu strax. Það hefur þá teikning- arnar og veit hvernig þetta á að vera í framtíðinni og getur þá tekið eitt og eitt herbergi í einu eins og efni leyfa. Það var þó nokkuð spurt hvort þyrfti að fara í allt í einu og klára strax. Það má segja að sumir hafi haldið að með því að taka í höndina á okkur þá réði það ekki ferðinni meira. Þetta var svolítill mis- skilningur eins og vonlegt er því það var nú ekki svo mikið um arkitekta. En núna er þetta vax- andi stétt í bænum.“ AIIs konar verkefni - Er dýrt að leita eftir þjónustu ykkar? Árni: „Ég held að það sé ákaf- lega afstætt. Þetta getur bæði ver- ið dýrt og ódýrt og yfirleitt getur fólk ráðið því sjálft. Það er líka misjafnt hversu sjálfbjarga fólk er, hvort það hefur smiði á sínum vegum eða hvort við þurfum að teikna allt fyrir það. Ég held oft að það geti sparað sér í sambandi við efnismeðferð. Það er dýrt að vera með rándýr efni í innrétting- um og vera að fúska sjálfur í þessu. Þá er hægt að spara sér með því að leyta til hönnuða eða iðnaðarmanna.“ Bjarni: „Við vorum að teikna raðhús fyrir aldraða og það sem við áætlum í hönnunarkostnað er það sem samsvarar verði á tveim- ur fermetrum. í þessu eru allar teikningar. En auðvitað getur hönnunarkostnaður orðið mikill. Annars held ég að þetta þyki sjálfsagt tiltölulega dýr þjón- usta.“ Árni: „Það er nú kannski vegna þess að fólk notar hana ekki nema einu sinni á ævinni. Það hefur heldur enga viðmiðun, þetta er ekkert sem það gerir á hverjum degi.“ - Hvers konar verkefni er hægt að leita til ykkar með? Árni: „Það má segja að hingað sé hægt að leita með alls konar verkefni.“ Bjarni: „Við höfum meira að segja verið beðnir að gera vinnu- teikningar af öryggistappa á lyfja- glas. Það var uppfinningamaður sem kom hingað og bað okkur um þetta." Árni: „Ef við hlaupum í gegn- um þau verkefni sem við höfum fengið, þá eru mörg þeirra úr heilbrigðisgeiranum; sjúkrahús- ið, heilsugæslustöðin, Kristnes- spítali. Síðan eru það rað- og fjölbýlishúsin fyrir aldraða og mikið er um viðhald á eldra hús- næði. Við höfum einnig verið í því að skipuleggja sýningar t.d. Iðnsýninguna sem var hérna í fyrra og Bakarasýninguna. Það hafa verið alveg ótrúlegustu verk- efni sem við höfum unnið við.“ Bjarni: „Við höfum unnið við gerð kostnaðaráætlana og haft eftirlit með verkum sem eru í framkvæmd. En það er nú eigin- lega tilviljun að við höfum lent inn á þessum svokallaða heil- brigðisgeira. Maður tekur að sér eitt verkefni og síðan leiðir þetta hvað af öðru. Núna erum við að vonast til að fá kannski einhverja vinnu við skipulagið. Við Árni komum báðir úr námi 1980 og byrjuðum að vinna santan 1984. Það var nú eiginlega glórulaus tími þá, það var allt í lægð í bænum. Þegar fólk spurði okkur hvort það væri nokkuð að gera þá sögðum við að það væri alltaf nóg. Það varð alveg stein- hissa, þetta gæti ekki staðist það átti enginn að hafa nóg að gera.“ Halda þarf verkefnum í bænum - En hefur þá alltaf verið nóg að gera hjá ykkur? Árni: „Það er þannig að við byrjuðum tveir og núna erum við orðin fimm. Það eru tveir nemar á síðasta ári hérna, Magnús Már og Ágúst Hafsteinsson og svo einn tækniteiknari sem heitir Halla Sif. Það hefur alltaf verið yfirdrifið nóg að gera hjá okkur.“ Bjarni: „Strákarnir eru að klára prófverkefnin núna og við vonum auðvitað að það verði nóg að gera handa þeim líka. Ef mað- ur fær eitt þokkalega gott verk þá er oft mikil vinna í því. Þetta sem við erum að vinna fyrir aldraða, bæði fjölbýlis- og raðhúsin, eru verk sem teygja sig yfir nokkur ár þótt maður sé ekki stöðugt að vinna í þeim þá er það alltaf eitthvað." Árni: „Það má segja að í heil- brigðisgeiranum séu óþrjótandi verkefni." Bjarni: „já, og það er nokk- urra ára áætlun í vinnslu um uppbyggingu á Kristnesspítala. Núna erum við búnir að gera frumdrög að viðbyggingu við heimavist MA og eigum von á að farið verði í hana á næstu árum. Það er nóg af verkefnum í sjálfu sér, þetta er bara spurning um peninga.“ Árni: „Það má segja að við höfum tekið allt sem hefur komið. Við höfum ekki verið að setja okkur á háan hest og ein- blína á eitthvað ákveðið og ég held að það hafi hjálpað eitthvað við að fá verkefni.“ Bjarni: „Verkefni í bænum eru yfirdrifið næg ef að fólk hefur vit á að halda þeim hér. Þótt það væri ekki nema að þessi hús sem eru í byggingu hér væru teiknuð hérna þá væri alveg yfirdrifið nóg að gera fyrir alla sem starfa við þetta hérna á Akureyri.“ - Er mikið um að verk séu flutt úr bænum? Árni: „Já, þetta byrjaði mikið þegar engir eða fáir arkitektar voru hér. Þá var náttúrlega leit- að suður og mikið af þeim verk- efnum voru á góðæristíma. Sum þessara verka eru ennþá í vinnslu í raun og veru. En núna eru nógu margir í bænum til þess að anna markaðinum og því engin ástæða til þess að leita út fyrir hann. En því miður verður að segjast að heimamenn hafa oft verið sjálf- um sér verstir hvað þetta varðar. Manni finnst stundum sem ráða- menn bæjarins hafi ekki trú á að þekking og reynsla séu til staðar hér í bænum, að öll sérfræðiþekk- ing hljóti að koma frá höfuð- borgarsvæðinu.“ Bjarni: „Það eru núna þrjár arkitektastofur í bænum og okk- ur finnst ágætt að hafa smá sam- keppni því það eykur vonandi metnaðinn. Svo eru auðvitað fleiri sem fást við húsateikningar heldur en bara arkitektar." Ljót hús - Hvað finnst ykkur um hús á Akureyri, eru þau ljót? Bjarni: „Við höfum lesið í Degi að þau séu ljót. Það kom fram í forystugrein í blaðinu að byggingar á Akureyri væru ljótar og við trúum auðvitað öllu sem stendur þar.“ Árni: „Það sem var unnið hér áður fyrr var unnið á miklum uppgripstíma. Það var mikill hraði á öllu og ég held að það hafi haft áhrif á útlitið á þessum húsum. En það er ekki hægt að kenna neinum einum um.“ Bjarni: „Það var ekki lögð nógu mikil vinna í þetta og ég held að húsbyggjendur eigi alveg eins mikla sök á þessu og aðrir. Það er ekki bara þeirra vandamál að hafa byggt svona lágkúruleg hús það bitnar líka á komandi kynslóðum.“ Magnús: „Varðandi það hvort byggingar á Akureyri eru fallegar eða ekki þá held ég að menn verði að átta sig á því hvar pening- arnir liggja. Ef maður ber saman ný hverfi í Reykjavík, Hafnar- firði eða Kópavogi þá virðist fjár- magnið vera ansi miklu meira þar en hér.“ Bjarni: „Oft reynir fólk sem er að fara að byggja að fá teikningar fyrir lítið. Þá er kannski ekkert lagt upp úr þeim.“ Magnús: „Eða þá að fólk fyrir sunnan er óhræddara við að not- færa sér þjónustu arkitekta og fær þess vegna teikningar af veg- legri húsum.“ Bjarni: „Það virðist vera að arkitektar hafi teiknað fæst ein- býlishúsanna. Það eru aðallega tæknifræðingar og bygginga- fræðingar sem það hafa gert." Magnús: „Hið sniðuga við þetta er samt sem áður að maður heyrir úti í bæ að fólk segir að það sé okkur að kenna hvað hús- in eru ljót. Því það séum við sem erum að hanna þau.“ Bjarni: „Það hefur verið gerð athugun á hlutfalli hústeikninga frá arkitektum og það er mjög lít- ið brot sem þeir hafa gert. Hinir sem teikna líka bjóða stundum eins konar pakka með öliu. Þá eru það auðvitað fjárráð fólks sem ráða því hvað verður fyrir valinu. Svo er það þjóðsagan um arkitektana að allt sem þeir geri verði að vera svo stórt og flott og að þeir séu að teikna sér minn- isvarða. Þetta á ekki við nútíma arkitekta því þeir leggja meira upp úr því að hjálpa fólki til að byggja eins og það vill.“ Árni: „Fólk í dag er miklu meðvitaðra um hvernig það vill oúa. Menn voru lítið upplýstir þar sem fjölmiðlarnir fjölluðu lít- ið um þetta. Núna er meira upp- lýsingastreymi um arkitektúr almennt. Einnig hefur ýmiss kon- ar nytjalist komið á markaðinn bæði ljós, húsgögn og fleira sem hefur hjálpað fólki til að verða meira meðvitað um þetta og ein- nig hefur þetta hækkað standard- inn í gæðum og útliti.“ Bjarni: „Almenningur er alveg ótrúlega vel að sér varðandi byggingarefni og slíkt og fylgist mjög vel með. Maður verður oft hissa þegar fólk kemur hingað til að láta teikna fyrir sig. Það er oft alveg ótrúlega smekklegt og hef- ur mikla þekkingu á byggingar- efnunum. Það er búið að skoða fullt af blöðum og fara í verslanir og kynna sér þetta allt. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk leggur mikið á sig í dag til þess að koma sér upp fínu heimili. Þetta er allt öðruvísi heldur en t.d. í Skandinavíu þar sem ég lærði. Þar gapir fólk bara þegar það sér hvernig íslendingar búa.“ Árni: „Arkitektónísk stefna á íslandi er ákaflega sundurlaus. Hún er ekki í eins föstum skorð- um og í kringum okkur. Um og eftir stríð urðu byggingar úr steinsteypu allsráðandi og lítil sem engin rækt var lögð við sér- íslenskan byggingarstíl og þá má segja að allt hafi farið úr böndun- um. Það hefur mörgu verið kennt um eins og að við höfum ekki skóla hérna heima. Menn fara í sína áttina hver og það er bæði gott og slæmt. Það vantar að mínu mati einhverja séríslenska línu. Um leið og maður er kom- inn til Svíþjóðar, Danmerkur eða jafnvel Færeyja þá sér maður það á húsunum hvar maður er. En hérna er þetta svona á reiki, maður gæti verið hvar sem er í heiminum.“ Bjarni Reykjalín. Árni Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.