Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 5
13. júlí 1988-DAGUR-5
koma á sáttum. Jólasveinarnir
ráku þá sem voru undir 12 ára
aldri í rúmið og héldu við það
búið til fjalla. Vonandi hefur
værð færst yfir þá fljótlega aftur.
Af JC-félögum er það hins veg-
ar að frétta að koma jólasvein-
anna truflaði þeirra fjölskyldu-
hátíð ekki nema lítillega. Fyrsti
fundur Svæðisstjórnar Norður-
lands var haldinn á föstudags-
kvöldið, á laugardaginn var farið
í leiki og haldin heljarmikil grill-
veisla. Þann klukkutíma sem
grillveislan stóð opnuðust flóð-
Hlédrægur fundarstjóri, takið eftir
nýstáriegu púltinu!
gáttir himins og þeir sem ekki
vildu vatnssósu á kjötið sitt flúðu
inn í tjald og snæddu þar. Aðrir-
þið vitið JC-skapið jákvæða -
voru yfir sig ánægðir með rign-
inguna og sögðu að sig hefðu
vantað vatn í viskíið sitt!
Eftir grillveisluna var ræðu-
keppni - umræðuefni í beinu
framhaldi af fólksfækkunar-
vandamálum dreifbýlisins: Legg
til að hver einstaklingur verði
skyldaður til að skila einu
afkvæmi til þjóðarbúsins fyrir
þrítugt. Flutningsmaður úr
Reykjavík og andmælandi Akur-
eyringur! Dómarar vítt og breitt
af Norðurlandi og einn frá Vest-
mannaeyjum. Er skemmst frá því
að segja að tillagan náði ekki
fram að ganga, þrátt fyrir mjög
góðan málflutning.
Keppendur bíða úrslita. Bjartsýnin er
greinilega allsráðandi!
Með fallbyssu á hlaðinu og
sæsímastreng undir stólnum
- létt spjall við Þorvald Jóhannsson bæjarstjóra á Seyðisfirði
Þeir sem leið eiga á bæjarskrif-
stofurnar á Seyðisfirði mega
gjöra svo vel að ganga fram
fyrir gínandi fallbyssuhlaup
sem þar stendur á hlaðinu.
Byssan er hins vegar ómönnuð
og ekki hugsuð til annars en
vera augnayndi sem hún vissu-
lega er. Ekki er hleypt af nema
einu sinni á ári, á þjóðhátíðar-
daginn, og þá er um að ræða
hættulaust púðurskot.
Byssuhlaup þetta er búið að
þvælast víða í firðinum og var
síðast notað sem bryggjupolli á
Angaro-bryggju, eða þangað til
áhugasamir menn tóku hana og
pússuðu hana upp, smíðuðu und-
ir liana vagn og komu henni fyrir
fyrir framan ráðhúsið.
Með sæsímastrenginn
undir stólnum
„Byssan virðist hafa talsvert
aðdráttarafl því á góðviðrisdög-
um koma hingað stórir hópar
ferðamanna og setjast við byss-
una og mynda i bak og fyrir,“
segir Þorvaldur Jóhannsson
bæjarstjóri aðspurður um við-
brögð manna við þessari skreyt-
ingu á hlaðinu.
Blaðamanni datt fyrst í hug að
þarna væri innan dyra einhvers
konar minjasafn. í ljós kemur
svo að ráðhúsið er verðandi
tækniminjasafn og var gefið bæn-
um árið 1974 í þeim tilgangi.
Gefandinn var Póstur og sími en
landsíminn byggði húsið á sínum
tíma. Húsið er ekki síst merkilegt
fyrir þær sakir að inn í það var
fyrsti sæsímastrengurinn leiddur
árið 1906. „Hann er hérna í kjall-
aranum beint undir stólnum
mínum,“ segir Þorvaldur.
Hið óstofnaða tækniminjasafn
á talsvert af munum sem geymdir
eru uppi á lofti í ráðhúsinu. Pegar
safnið tekur til starfa verða skrif-
stofur bæjarins fluttar í gamla
skólahúsið en grunnskólinn flytur
starfsemi sína í nýbyggingu. Allir
þessir flutningar eru því háðir því
að hið nýja skólahús verði klárað
en þriðjungurinn er búinn. „Það
eru a.m.k. fjögur ár í þetta,“
segir Þorvaldur.
„Ég er lítið fyrir opnanir og athafn-
ir,“ segir Þorvaldur Jóhannsson
bæjarstjóri. Mynd: et
„Hún hefur talsvert aðdráttarafl.“ Þorvaldur við byssuna góðu á hlaðinu.
Mynd: ET
Ferjan er eins og klukka
Seyðfirðingar byggja afkomu
sína eins og íbúar í öðrum sjáv-
arplássuin, á því sem kemur úr
hafinu og úrvinnslu þess. „Það
verður að segjast eins og er að
það er frekar þungt á löppina þó
svo að aflabrögð séu ágæt. Ann-
ars má segja að mannlífið gangi
hér nokkuð vel, ekki síst yfir
sumartímann þegar mikið er um
að vera í kringum ferjuna,“ segir
Þorvaldur og bætir því við að
ferjan sé eins konar „klukka
sumarsins". „Maður bíður
spenntur eftir því að hún birtist
fyrst á vorin því þá finnst manni
að sumarið sé komið. Þegar skip-
ið fer síðan sína síðustu ferð
finnst mér að sumarið sé búið.“
Talið berst að framkvæmdum á
vegum bæjarins en í sumar ganga
þær allar út á fegrun og snyrtingu
umhverfisins. Ráðnir hafa verið
tveir garðyrkjumenn sem sjá um
þessar framkvæmdir og stjórna
þeim.
Á Seyðisfirði þekkist það varla
sem menn kalla unglingavinnu, á
vegum bæjarins. Þeir krakkar og
unglingar sem annars staðar fá
ekki aðra vinnu taka hér þátt í
hinu hefðbundna atvinnulífi sjáv-
arútvegsins. „Þetta hefur sína
kosti og galla, það væri að mörgu
leyti æskilegt að þessir krakkar
gætu verið meira úti við vinnu,“
segir bæjarstjórinn.
Þorvaldur segist binda nokkrar
vonir við það að þegar átaksverk-
efni Seyðfirðinga, Egilsstaðabúa
og Iðnþróunarfélagsins lýkur eft-
ir hálft annað ár, verði þeir með
eitthvað bitastætt í höndunum til
að moða úr. „Ég held að við höf-
um fyrst og fremst þurft að setj-
ast niður og fá fólk til að hugsa
um þessi mál. Það er reginmis-
skilningur að ailtaf þurfi að koma
til einhver yfirstjórn og bjarga
öllu. Ef fólkið er tilbúið að
bjarga sér þá er það hópurinn
sem finnur bestu lausnina," segir
Þorvaldur.
Mannfjöldi á Seyðisfirði hefurj
staðið í stað síðustu tíu árin og
verið um 1000 manns. „Það þykir
orðið ekkert fýsilegt að búa í
þessum sjávarplássum vegna þess
að það er sífellt verið að búa til alls
konar störf í þjóðfélaginu sem er
greitt mun meira fyrir en þessa
vinnu. Þegar svona er þá er hætt
við að halli undan fæti. Þetta á
ekkert frekar við um Seyðisfjörð
en önnur sjávarpláss. Við þurfum
að ná hingað fleiri atvinnutæki-
færum í þjónustu og vissulega
erunt við þá komnir í ákveðinn
slag við Egilsstaði. Ætlunin mcð
þessu átaksverkefni er hins vegar
ekki síst að finna út hvað hentar
hverjum stað. Ég held að í Ijós
komi að staður eins og Seyðis-
fjörður þarf að búa yfir ákveðinni
þjónustu til þess að þrífast," segir
Þorvaldur.
Af skrifstofunni
í olíumölina
Þegar hér er komið við sögu
hringir síminn og þar er bæjar-
starfsmaður að spyrja ráða um
uppsetningu á vatnssíu í frá-
rennslislögn. í litlu bæjarfélagi
eins og Seyðisfirði er ljóst að
bæjarstjórinn er í mun nánari
snertingu við það sem er að ger-
ast en til að mynda Davíð Odds-
son í Reykjavík. „Ég byrja dag-
inn alltaf á því að halda fund með
starfsmönnum bæjarins í áhalda-
húsi bæjarins. Þar ræðum við um
verkefni dagsins. Ef síðan vantar
starfsmann þegar verið er að
leggja út olíumöl eða gera eitt-
hvað annað, þá fer ég frekar í
það en sitja hér á skrifstof-
unni. Ég kann mjög vel við þetta
en er minna fyrir að vera við hin-
ar og þessar opnanir og athafn-
ir.“ ET
Séð yfir Seyðisfjörð.
Mynd: ET