Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 3
13. júlí 1988 — DAGUR — 3 Grasvöllur í Ólafsfirði: Framkvæmdir að heíjast Eitt tilboð barst í fyrri hluta framkvæmda við grasvöll í Ólafsfirði. Verkinu á að Ijúka fyrir haustið og næsta sumar verður svo lokið við völlinn. Það sem nú hefur verið gert á fyrirhuguðu vallarstæði er ekki annað en að grafnir hafa verið skurðir til að þurrka landið. Verkið sem nú hefur verið samið um felur í sér jöfnun á vallar- stæðinu og keyrslu á efni í undir- lag, auk frágangs á frárennslislögn- um. Næsta sumar verður svæðið endanlega jafnað og völlurinn tyrfður. Tilboðið var frá Tréveri hf. og Árna Helgasyni á Ólafsfirði. Það er eins og kostnaðaráætlunin á bilinu 4,4-4,5 milljónir. Samning- ar hafa tekist og eru framkvæmd- ir í þann veginn að hefjast. Þeim á að ljúka á átta vikum. ET Ámælisverður fréttaflutningur - segir Jóhann á Ytra-Hvarfi Jóhann Ólafsson, bóndi á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, sagði í gær að verið væri að vinna í málinu vegna dauða kýrinnar í landareign hans fyrir skömmu, en Jóhann hefur iýst því yfir að hann telji bæjar- stjórn Dalvíkur ábyrga fyrir því atviki. Eins og áður hefur komið fram þá íhugaði Jóhann að kæra kýr- dauðann og hefur hann krafist skaðabóta. Því erindi var svarað neikvætt. Jóhann sagði að bæjarráð ætti eftir að fjalla ítar- legar um málið og væri lítið um það að segja í bili. Jóhann er óánægður með fréttaflutning Ríkisútvarpsins af þessum málum í síðustu viku og af almenningi sé sá fréttaflutning- ur talinn jafngilda árás á hann persónulega. „Þessi fréttaflutn- ingur var ámælisverður að því leyti að ekki var haft samband við alla málsaðila. Það er full ástæða til að gagnrýna það hvern- ig útvarpið hélt á þessu,“ sagði hann. Jóhann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fleiri fjölmiðlar hefðu farið að flytja fréttir af kýr- dauðanum að almenningur fór að sjá hans hlið á málum. EHB Hópurinn að „siá upp“ mótum fyrir gangstéttagerð. Frá vinstri: Unnar Elísson vcrkstjóri, Kristleifur Björnsson, Aðalbjörn Sigurðsson, Hörður Guðmundsson. Mynd: ET Unglingavinnan á Egilsstöðum: „Ekki bara spuming um peninga“ Unnar Elísson er flokksstjóri í vinnuskólanum á Egilsstöö- um sitt annað sumar. Hann var ásamt „þrælum“ sínum aö slá upp og gera klárt fyrir steypu á gangstétt. Unnar segir það áberandi að krakkar á Egilsstöðum hafi ekki jafn mikla peninga á milli hand- anna og jafnaldrar þeirra niðri á fjörðunum. „Þetta er láglauna- svæði,“ segir hann. Þó svo að tímakaupið í ungl- ingavinnunni á Egilsstöðum sé hærra en víðast hvar annars staðar þá eru tekjurnar mun minni en í fiskvinnslunni þar sem mikla vinnu er að fá. „Þetta er hins vegar ekki bara spurning um peninga því krakkarnir læra mikið af þessu,“ sagði Unnar. ET „Þráuðumst við að hafa nokkur net í sjó,“ sögðu þeir Gunnar Gunnarsson og Jón Árnason sem stunda grásleppuveiðar sem aukabúgrein. Mynd: mþþ „Grasleppan er óút- reiknanlegur fiskur“ - spjallað við grásleppukarla í Ólafsfirði „Við erum að hreinsa netin, það hefur verið svo leiðinlegt veður undanfarið að því hefur verið frestað æ ofan í æ,“ sögðu þeir Gunnar Gunnars- son og Jón Árnason sem í óða önn voru að taka sama grá- sleppunet úr Hafeyju frá Ólafsflrði. Ekki létu þeir vel af vertíðinni, sögðu hana með endemum lélega. Félagarnir sögðust hafa fengið um 17 tunnur, en þeir voru með 50 net í sjó. „Við bættum lítið við úthaldið frá í fyrra, en afrakstur- inn er ekki þriðjungur á við þá,“ sögðu Gunnar og Jón. Sögðu þeir elstu menn þó muna eftir svo lélegri vertíð. „Grásleppan er óútreiknanlegur fiskur. Það er aldrei að vita hvar hún heldur sig. Hún virðist alveg hafa sleppt Norðurlandi í ár. Það var aldrei neinn kraftur í veiðunum hér um slóðir.“ Vertíðinni lauk þann 20. júní, en Gunnar og Jón voru að mestu hættir veiðum þá, „við vorum að þráast við að hafa nokkur net í sjó, en árangurinn var ekki mikill,“ sögðu þeir. Grásleppuveiðina kváðu þeir vera aukabúgrein. Gunnar er olíusölumaður og Jón bóndi, en grásleppuveiðina hafa þeir stund- að í hjáverkum til fjölda ára. Gunnar fór fyrst á grásleppu árið 1966 og Jón sagðist ekki muna gjörla hvenær hann hefði byrjað að veiða grásleppu. Þrátt fyrir lélega vertíð ætluðu þeir félagar ekki að gefast upp. „Maður verður að vera bjartsýnn, þó að ekki gangi alltaf vel. Við gefumst ekkert upp á þessu,“ sögðu þeir glaðbeittir. mþþ '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.