Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 14
.44 - DAGUR - 13. júlí 1988 „Eitthvað fyrir aila ’88“ - á Bindindismótinu í Galtalæk Bindindismótiö í Galtalækjar- verður haldið um verslun- armannahelgina 29. júlí til 1. ágúst nk. Aðstaðan í skóginum fer batnandi með hverju árinu. Á staðnum er stórt veitingahús, hreinlætisaðstaðan er mjög góð og tjaldstæðin eru dreifð um stórt skógivaxið svæði. Sérstök stæði eru fyrir hjólhýsi og unglingarnir geta einnig haldið hópinn á sér- stöku unglingatjaldstæði. Vinsælu leiktækin í Ævintýra- landi eru á sínum stað fyrir börn- in og á mótinu verður Tívolí sett upp mikið endurbætt. Næsta ná- grenni Galtalækjarskógar býður upp á fjölbreyttar og skemmtileg- ar gönguferðir, stuttar sem langar. Dagskrá mótsins er fjölþætt að venju og reynt er að höfða til allra aldurshópa svo að öll fjöl- skyldan geti komið og átt skemmtilega helgi í fallegu umhverfi án áfengis. Aðalhljómsveit mótsins á palli verður hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar en í tjaldi verða ungl- ingahljómsveitirnar KVASS frá Stykkishólmi, FJÖRKALLAR frá Reykjavík og QUE frá Dan- mörku. Áðrir tónlistarmenn eru Pálmi Gunnarsson og söngtríóið FINE COUNTRY KIDS frá Kanada. Á mótinu verða einnig grínist- arnir Ómar Ragnarsson og Jóhannes Kristjánsson eftir- herma. Sterkasti maður heims Jón Páll Sigmarsson mætir og skemmtir mótsgestum með ýms- um aflraunum. Af barnadag- skránni er helst að nefna Brúðu- bílinn, hjólreiðakeppni BFÖ, söngvakeppni og skipulagða leiki og keppni fyrir yngstu börnin á morgnana. Aðrir dagskrárliðir eru m.a. ökuleikni BFÖ, íslands- meistarakeppni í dansi, Porvaldur Halldórsson annast helgistund, Valur Óskarsson stýrir fjöldasöng, varðeldur og flugeldasýning. Ýmislegt fleira verður gert fyr- ir mótsgesti. Verið er að kanna möguleika á svæðisútvarpi þar sem komið yrði á framfæri til- kynningum til mótsgesta og útvarpað dagskrárliðum á milli þess sem leikin yrði tónlist. Að venju er lögð höfuð- áhersla á að gestir mótsins njóti helgarinnar sem best. Um 200 starfsmenn mótsins leggja sig fram um að veita sem besta þjón- ustu. Að Bindindismótinu í Galta- læk standa Umdæmisstúkan no. 1 (IOGT) og íslenskir ungtemplar- ar (IUT). ™ Heilræði ^AN^; r Ætlið þið í bátsferð? Kynnið ykkur siglingareglur og allar staðbundnar aðstæður. Hvolfi bátnum, reynið þá að komast á kjöl og vekja á ykkur athygli. Um síðustu mánaðamót voru margir erlendir Soropimistar á ferðalagi um landið, að lokn- um norrænum friðardögum sem Soroptimistar héldu í Reykjavík. Einn af þessum erlendu Soroptimistum sem kom til Húsavíkur var Lydia Amissah frá Accraklúbbnum í Ghana. Hún ferðaðist um með Lovísu Christiansen frá Sor- optimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Athyglisvert samstarf til hjálpar blindum hefur tekist með með klúbbun- um á Island og klúbbnum í Accra en er Dagur hitti stöll- urnar var Lovísa fyrst spurð hvernig þær hefðu kynnst. „í fjögur ár var ég sendifulltrúi fyrir íslenska sambandið, þá fór ég á sendifulltrúaþing erlendis, tvö í Tyrklandi og tvö í Austur- ríki. í seinna sinnið sem ég var í Austurríki, 1985, hitti ég Lydiu fólki og skipuleggjum hlutina samhliða okkar vinnu, þótt það sé ekki alltaf auðvelt. Einnig reynum við að virkja aðra, vekja áhuga þeirra á að vinna að þess- um málum og fáum vini okkar og vinnufélaga til að hjálpa okkur að vinna að verkefnunum.“ - Nú ert þú sjálf mjög virk, hvað rekur þig áfram við að vinna að málunum af svona mikl- um krafti? „Móðir mín var svona og ég ólst upp við þetta. Hún stjórnaði barnaheimili í Ghana og fór snemma á fætur til að koma öllu í verk sem gera þurfti. Stundum finnst manninum mínum nóg um þessa vinnu hjá mér en hann veit að ég er hamingjusöm þegar ég vinn að þessum málum og er ánægður með að ég skuli vera ánægð.“ - Hvað hefur haft mest áhrif á þig á íslandi? „Loftið er svo hreint að þú get- ur séð langar leiðir. Landið er Soroptimistar á ferð: Spjallað við Lovísu frá fslandi og Lydiu frá Ghana fyrst. Þetta ár var skorað á mig að gefa kost á mér sem varafor- seti Evrópusambandsins og í tvö ár var ég varaforseti fyrir Evu Skaarberg, forseta frá Noregi. Á þinginu í Graz í Austurríki var Lydia ein og svolítið utan- veltu, því þær voru nýbúnar að stofna sinn klúbb, einhvern veg- inn æxlaðist það svo að Lydia lenti með íslenska hópnum. Ég sagði Evu að við hefðum hitt yndislega konu frá Ghana, Eva hafði farið þangað þegar klúbb- urinn var stofnaður og sagði að þessar konur væru alveg einstak- ar. Pær væru svo duglegar og elskulegar, ef íslendingar vildu eiga samstarf við klúbb í Afríku skyldum við velja klúbbinn í Ghana. Okkur féll öllum svo vel við Lydiu og Ieist svo vel á verk- efnin sem þær voru að vinna að við kynntum þetta hérna heima og það var síðan tekið upp sem norður-suður verkefni hjá íslenska sambandinu. Þær eru með margt á sinni könnu þarna en við ákváðum að styðja blindrabókasafnið sem þær ákváðu að setja upp. Þetta byrjaði með því að blindur stúd- ent sem stundaði nám við háskól- ann bað þær að hjálpa sér við að útvega spólur. Þær lásu inn á spólur fyrir hann, því ekkert var til, og hjálpuðu honum að kom- ast í gegnum námið. Eftir það hafa þær hjálpað öðrum stúdent og eru um það bil að verða búnar að setja upp blindrabókasafn við háskólann í Ghana, mikið með hjálp íslenska Soroptimistasam- bandsins. Klúbburinn á Húsavík var búinn að velja sér það verk- efni að styrkja SOS barnabæ í Eþíópíu en meðlimir i öllum öðr- um klúbbum á landinu gáfu and- virði einnar segulbandsspólu. Með þessu safnaðist nægilegt fé til að kaupa prentvél sem prentar blindraletur, spólur og nokkur segulbandstæki til að lána stúd- entunum. Þegar við vorum að reyna að finna út hvar við gætum keypt tækin leituðum við til Blindravinafélags íslands. Þegar þeir heyrðu um málið fengu þeir mikinn áhuga og gáfu okkur heil ósköp af spólum til að senda til Ghana og voru þar með orðnir virkir þátttakendur í að hjálpa blindum í Ghana.“ - Af hvernig fundi eruð þið að koma núna? „Þetta þing eru norrænir vina- dagar sem haldnir eru á tveggja ára fresti, til skiptis á Norður- löndunum. Tema þingsins var umhverfismál, Lára Oddsdóttir var frummælandi en einnig voru fyrirlesarar frá öllum hinum Norðurlöndunum. Þessir nor- rænu vinadagar eru einnig haldn- ir til að gefa konum tækifæri á að hittast. Ákveðið var að bjóða Lydiu að koma til íslands sem heiðursgesti vegna þess hve sam- vinnan við Ghana hefur verið árangursrík. Hún gat fengið fría ferð til London vegna starfs eig- inmanns síns en allir klúbbarnir sameinuðust um að greiða ferð hennar frá London til íslands. Ég held að það hafi verið mjög skemmtilegt og gagnlegt fyrir alla að komast í samband við hana, persónulegt samband er allt ann- að en senda peninga til einhvers sem maður þekkir ekki. Lydia er bankastjóri og mér finnst alveg stórkostlegt að konur skuli vera að farnar að komast í þannig ábyrðarstöður í Ghana.“ - Lydia, hvaða þýðingu hefur hjálpin sem þið hafið fengið frá íslandi haft fyrir ykkur? „Ég held að fyrir okkur, Sor- optimistana sé samvinnan og vin- áttan það sem mestu máli skiptir. Að fólk frá svo fjarlægum stöð- um á hnettinum fái áhuga á að kynnast hvert annars landi og þjóð, geti tekið höndum saman og unnið að sama verkefninu, þetta held ég að sé mjög mikil- vægt.“ - Nú hef ég heyrt að klúbbur- inn ykkar vinni að fjöldamörgum verkefnum, ýmiss konar líknar- málum og fræðslu á sviði heil- brigðisþjónustu. Hvernig komið þið þessu öllu í verk? „Við vinnum allar úti og erum í fullri vinnu. En við reynum að finna tíma til að vinna að þessum málum. Stundum stelumst við til að skrifa bréf eða hringja í ein- hvern í vinnutímanum og við vinnum mikið að líknarmálum á laugardögum og stundum á sunnudögum líka. í hádeginu skreppum við oft til að hafa tal af mjög fallegt og hér eru hverir og leirhverir, það er furðulegt að sjá gufuna koma upp úr jörðinni. Þið hafið nóg af heitu vatni og getið hitað upp húsin með því. Ég hef ferðast um önnur lönd í Evrópu og veit hvað dýrt er fyrir fólkið þar að hita upp hús sín. Þið getið verið mjög hamingjusöm hérna því það er ekki kalt inni í húsun- um, sums staðar annars staðar er manni kalt bæði úti og inni. Fólkið hér er mjög indælt og vinsamlegt. Fólk starir ekki á mig þó að ég sé eina svarta manneskj- an og mér líður ekki illa út af því. í sumum öðrum löndum líður mér ónotalega, fólk horfir á mann og er greinilega að hugsa um hvaðan maður er og hvernig maður er, sumir líta á fæturna á mér, sjálfsagt til að athuga hvort ég nota skó. Fólkið hérna er augljóslega mjög vel upplýst. Ég var að vona að ég fengi að sjá eldgos og hraunflóð hérna. Ég vona að ég fái að sjá miðnæt- ursólina áður en ég fer, það yrði eftirminnilegt. Dagsbirta allan sólarhringinn er nokkuð sem ég er ekki vön, það er stórkostlegt að geta lesið utandyra bæði fyrir og eftir miðnætti, og ég var að skrifa börnunum mínum og segja að að ég vildi að þau gætu notið þessa með mér. Mér finnst gott að vera á stöðum þar sem ég er hamingjusöm og velkomin svo ég er viss um að ég á eftir að koma hingað aftur með fjölskylduna með mér.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.