Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 20
ALLIR MEÐ í SUMARLEIK Akureyri, miðvikudagur 13. júlí 1988 Koda k ^zdtömyndir ™ ® Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Miklar framkvæmdir hafa verið við veginn frá Akureyri að Hrafnagili og hefur allur sá kafli verið nánast óökufær undanfarnar vikur. Mynd: kk Vegurínn að Hrafnagili hreinasta hörmung - Verktakinn ekki unnið verkið eins og Vegagerðin hefði viljað Oiyggis- svæði gert við tvo flugvelli - á Akureyri og í Aðaldal Tilboð í gerð öryggissvæðis við Akureyrarflugvöll verða opn- uð í dag. Slíkt svæði hefur ekki verið fyrir hendi áður, en sam- kvæmt alþjóðlegum reglum er gert ráð fyrir öryggissvæðum beggja vegna flugbrautar. I sumar á að gera öryggissvæði við flugvellina á Akureyri og í Aðaldal. Tilboð hafa þegar verið opnuð í gerð svæðisins við Aðaldalsflugvöll. Gert er ráð fyrir um 50 metra löngu svæði út frá ljósalínu sitt hvorum megin flugbrautar. Svæðið verður ræktað upp þann- ig að það verður tún er fram líða stundir og er það fyrst og fremst hugsað til að taka við flugvélum komi upp þau tilfelli að vélar lendi út af brautinni. Rúnar Sig- mundsson umdæmisstjóri á Akureyrarflugvelli sagði að vegna fjárskorts hefði ekki verið ráðist í þessar framkvæmdir fyrr og flugvellir í umdæminu upp- fylltu ekki þessar alþjóðlegu regl- ur og væri ástandið bágborið víð- ast hvar að því er þessi öryggis- svæði varðar. Undanskilinn er þó flugvöllurinn á Sauðárkróki. Tilboð í gerð öryggissvæðis við flugvöllinn í Aðaldal voru opnuð fyrir skömmu og buðu fimm aðil- ar í verkið. Lægst bauð Rúdolf Jónsson á Akureyri, 3.697.000, sem er um 70% af kostnaðaráætl- un en hún hljóðaði upp á rúm- lega 5 milljónir króna. Bílstjóra- félag Suður-Pingeyjarsýslu bauð 3.729.000 og Jarðverk sf. í Nesi Fnjóskadal bauð 3.975.000. Vökvavélar sf. á Egilsstöðum buðu 5.246.000 og Völundur Hermannsson Álftanesi Aðaldai bauð 5.371.000 í verkið. í dag fara fram viðræður við lægstbjóð- anda. mþþ Húsaleigunefnd Ólafsfjarðar- bæjar hefur fengið það verk- efni að kanna hækkun húsa- leigu á almennum leigumark- aði. Ætlunin er að hækka leigu þeirra íbúða sem bærinn á, til samræmis við niðurstöðurnar. „Við höfum miðað leiguna við upplýsingar frá Hagstofu íslands um húsaleigu. Að mínu mati er ljóst að húsaleiga á almennum markaði hefur hækkað umfram verðlag. Við viljum verðleggja íbúðir bæjarins eins og gengur og gerist á almennum markaði hér í Þeir sem keyra vegarkaflann frá Akureyri að Hrafnagili, verða óneitanlega varir við að þar fara fram miklar vegafram- kvæmdir um þessar mundir. Allur vegarkaflinn sem unnið er við er hreinasta hörmung og hefur verið þannig síðustu vikur. Verktakinn sem vinnur við veginn á að skila honum af sér tilbúnum undir klæðingu um mánaðamótin en nú er „Við erum byrjaðir að vinna þarna innfrá við að byggja svið og annað þannig að eins og sjá Ólafsfirði," sagði Valtýr Sigur- bjarnarson bæjarstjóri í samtali við Dag. Valtýr sagðist hafa þá tilfinningu að umrætt misgengi væri í kringum 30%. Ólafsfjarðarbær á fimm íbúðir sem hann leigir út til starfsmanna sinna. f gildi eru ákveðnar reglur um veitingu afsláttar frá uppsettu verði, þannig að yfirleitt borga menn ekki fulla leigu. „Til þess að reikna þetta út þarf að byggja á einhverjum grunni og sá grunn- ur á að vera markaðsleigan á staðnum,“ sagði Valtýr.“ ET útséð með að ekki verður nema hluti hans tilbúinn á til- settum tíma. „Verktakinn hefur ekki unnið þetta eins og við hefðum viljað láta vinna það. Við viljum að tek- inn sé fyrir smákafli í einu og hann kláraður en þarna hefur verið grautað í þessu öllu meira og minna. Við höfum reynt að stefna þessu í annan farveg en má þá er alveg pottþétt að við höldum hátíðina,“ sagði Ómar Pétursson einn þeirra sem stendur að hátíðinni Ein með öllu á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina. Að sögn Ómars er búið að ganga frá samningum við allar hljómsveitir og skemmtikrafta og þar á meðal við skosku hljóm- sveitina Big Country. „Þeir eru núna að velta því fyrir sér að koma með kvikmyndatökulið frá Channel 4 í London. Ef af því verður þá munu þeir taka upp tónleikana og gera síðan mynd- band við hina nýju smáskífu hljómsveitarinnar. Þá dauðlang- ar til að koma með þá, en eru að skoða kostnaðarhliðina á málinu núna.“ Aðrar hljómsveitir sem koma til með að spiia fyrir gesti eru: Viking band frá Færeyjum, Skriðjöklar, Sniglabandið, Sálin hans Jóns míns og Víxlar í van- skilum og ábekingur. Þessar hljómsveitir munu spila á böllum á föstudag, laugardag og sunnu- dag að sögn Ómars, en Big Country heldur síðan tónleika á laugardagskvöldið. gengið illa,“ sagði Guðmundur Svafarsson umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar aðspurður um þau vinnubrögð sem þarna hafa verið viðhöfð. „Við ætlum að reyna að setja bundið slitlag á vegarkaflann frá Kjarna að Kristnesi eftir um 10 daga og síðan á kaflann þar sunn- an við um leið og verktakinn skil- ar honum fullbúnum," sagði Guðmundur einnig. -KK Hinar ýmsu keppnir fara síðan fram á svæðinu eins og sand- spyrnukeppni sem er liður í íslandsmótinu í sandspyrnu, hljómsveitakeppni sem haldin er í samvinnu við Pepsi og Stjörn- una og aflraunakeppni verður haldin á vegum Lyftingaráðs Akureyrar. Auk þessa verður Spaugstofan með grín og glens alla dagana, haldinn verður varð- eldur, flugeldasýning og hesta- leiga verður á staðnum. „Ég held að sjaldan hafi verið önnur eins skemmtiatriði á dagskrá á útihátíð. Enda ætlum við að gera þetta eins vel og við getum,“ sagði Ómar. „Það verður hægt að koma þarna á fimmtudagskvöld ef fólk hefur áhuga á því,“ sagði Ómar aðspurður. „En annars búumst við við að ösin byrji um hádegi á föstudag. Það er óskaplega erfitt að spá um hversu margir munu koma til með að koma en allur okkar undirbúningur á svæðinu, lög- og sjúkragæsla og annað miðast við að þarna verði á bilinu 5000 til 8000 manns,“ sagði Ómar að lokum. KR Atskák: Jón Garðar Viðarsson íslands- meistari Fyrsta íslandsmótið í svokall- aðri atskák fór fram í Reykja- vík um síðustu helgi, en í atskákinni er umhugsunartími mun styttri en í hefðbundnum kappskákum eða 30 mín. á keppanda. Tefldar voru ellefu umferðir eftir Monrad kerfi. Jón Garðar Viðarsson frá Skákfélagi Akureyrar sigraði á mótinu, hann fékk níu vinn- inga af ellefu mögulegum. Síðan komu alþjóðlegu meist- ararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson með átta og hálfan vinning. Sævar Bjarna- son alþjóðlegur meistari varð þriðji með átta vinninga. kjó Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Kaupir bát og selur hlut sinn í öðrum Stjórn Fiskiðjusamlags Húsa- víkur samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að fela fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins að athuga með kaup á vertíðar- bátnum Björgu Jónsdóttur ÞH af útgerðarfyrirtækinu Langa- nesi hf., sem er í eigu Bjarna Aðalgeirssonar. Finnig að athuga með að selja Bjarna Aðalgeirssyni hlut FH í Brík hf., sem gerir út loðnubátinn Gaita ÞH en fyrirtækið á helminginn í Brík hf. á móti Bjarna. „Þetta er að vísu ekki frágeng- ið en ætti að verða það í þessum mánuði og ég er ekki í nokkrum vafa um að af þessum skiptum verður,“ sagði Égill Olgeirsson stjórnarmaður í FH í samtali við Dag. „Þetta eru hvort tveggja nýkeypt skip til staðarins og því er þetta einungis spurning um að ganga inn í þá kaupsamninga sem fyrir eru,“ sagði Egill ennfremur. Galti er tæplega 300 tonna loðnuskip en hefur einnig um 200 tonna rækjukvóta. í fyrra var enginn kvóti á rækjuna og þá veiddi skipið yfir 600 tonn af rækju til vinnslu í FH. Björg Jónsdóttir er hins vegar vegar tæplega 200 tonna vertíðarbátur með bæði þorsk- og síldarkvóta. -KK Ólafsfjörður: Bærínn of ódýr á leigunni - allt að því 30% lægri en á almennum markaði Melgerðismelar: Kemur Big Country með kvikmyndatökulið?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.