Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 13.07.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 13. júlí 1988 Innanlandsflugið: Verður stofiiað nýtt flugfélag? Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um þá hugmynd sem kom fram nýlega, m.a. hjá forsvarsmanni Flugleiða, að stofnað verði nýtt flugfélag til þess að sjá um innanlandsflug- ið. Er þessi hugmynd m.a. fram komin í kjölfar þeirrar umræðu um einkaleyfi Flug- leiða sem varð á meðan aðgerðir flugmanna félagsins stóðu yfir og urðu til þess að áætlun innanlandsflugsins raskaðist verulega. „Allt sem þýðir betri þjónustu og lægri flugfargjöld er af hinu góða og við styðjum það heils hugar,“ sagði Bjarni Þór Einars- son bæjarstjóri á Húsavík aðspurður um þessa hugmynd. „En þetta fer auðvitað svolítið eftir því hvað þetta mundi þýða fyrir litlu flugfélögin, t.d. Flugfélag Norðurlands. Yrði þetta beinn samkeppnisaðili við það eða yrði það hluthafar í nýja félaginu.“ Flugleiðir fljúga í sumar eina ferð á dag frá Reykjavík til Húsa- víkur en Bjarni taldi að ferðirnir þyrftu að vera fleiri. „Við gerum okkur þó grein fyrir því að til þess að hagkvæmt sé að vera með fleiri ferðir hingað, þurfi einnig að fljúga á litlum vélum. En á meðan Flugleiðir eru ekki með nema Fokker vélar í innanlands- fluginu, er skiljanlegt að ferðirn- ar séu ekki fleiri,“ sagði Bjarni Þór ennfremur. -KK Fjármálaráðherra áfrýjar Sturlumálinu: „Dágóður hænsna- hópur ríkisins“ - segir Sturla Kristjánsson Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því Borgardómur Reykjavíkur kvað upp dóm í Sturlumálinu svokallaða um að fjármálaráðherra skyldi greiða Sturlu Kristjánssyni 900 þús- und króna bætur. Fjármála- ráðherra hefur nú áfrýjað þess- um dómi til Hæstaréttar. Að sögn Guðrúnar M. Árna- dóttur starfsmanns hjá embætti ríkislögmanns eru ástæður áfrýj- unarinnar þær sömu og í öðrum slíkum, að fjármálaráðherra unir ekki úrskurði héraðsdóms. Farið er fram á algjöra sýknun. Málið verður þingfest í október. „Ég reiknaði með þessu og þá um leið að það yrði gert á síðustu stundu. Það er auðvitað aðferð kerfisins að buga einstaklinginn, með því að einangra hann og halda honum sem lengst í ein- angrunarklefanum," sagði Sturla í samtali við Dag. Hann sagði þó að í rauninni gæti niðurstaðan ekki orðið verri en þegar væri orðið og því ekki alvont að málið yrði tekið upp á alvarlegri grund- velli. „Mál þetta er orðið til eins og hænurnar hans H.C Andersen Þetta er orðinn dágóður hænsna- hópur sem ríkið hefur komið sér upp út af einni fjöður,“ sagði Sturla. ET DAGUR Sauðárkróki S 95-5960 Norðlenskt dagblað Leiðangursmenn á Grænlandsjökli. Frá vinstri: Lars Ogenhag, Svíþjóð, Peter Herzog, Austurríki, Ingemar Olsson, Iciðangursstjóri Svíþjóð, Heige Baardseth, Noregi og Mark Jenkins, USA. Sænski Grænlandsleiðangurinn ’88: Gunnbj amarfl all ekki lengur hæst Sænski Grænlandsleiðangur- inn ’88, var staddur á Akur- eyri í gær nýkominn af Grænlandsjökli. Leiðangurs- menn telja sig hafa fundið tvo fjallstinda sem eru nokkuð hærri en áður talið hæsta fjall Grænlands, Gunnbjarnarfjall sem er 3700 metra hátt. Á blaðamannafundi er leiðang- ursmenn héldu á Akureyri kom fram að leiðangurinn var farinn að frumkvæði sænsks blaðamanns, Ingemar Olsson og markmið hans var að klífa Gunnbjarnarfjall sem er hæsta fjall Grænlands. Leiðangursmenn voru fimm, tveir Svíar, Norðmaður, Aust- urríkismaður og Bandaríkja- maður, og það var einnig mark- miðið með leiðangrinum að þátttakendur frá þessum fjórum þjóðum yrðu fyrstir til að klífa sameiginlega þetta fjall. Upp- haflega ætlaði leiðangurinn til austurstrandar Grænlands með skipi frá ísafirði, en mikill ís kom í veg fyrir þá áætlun. Þeir snéru sér þá til Sigurðar Aðalsteinssonar hjá Flugfélagi Norðurlands sem kvaðst vand- ræðalaust geta flogið með þá upp á Grænlandsjökul. Þeir flugu frá ísafirði inn á Græn- landsjökul þann 2. júlí og lentu í ca. 1700 metra hæð á 69 gráð- um norður og 29 gráðum 15 mín. vestur. Þaðan gengu þeir á Gunnbjarnarfjall sem er 3700 m y.s. Er þangað var komið tóku þeir eftir tveimur tindum í grenndinni er virtust hærri en þessi áður álitinn hæsti tindur Grænlands, og hæsti tindur heims norðan heimskautsbaugs. Ákváðu þeir þá að kanna Örin bendir á svæðið sem leiðang- urinn fór um. þessa tinda sem voru tvær dag- leiðir frá tjaldbúðum þeirra. Er þangað var komið reyndu þeir uppgöngu á þann sem þeir töldu hærri og gengu tveir þeirra, Pet- er Herzog, Austurríki og Mark Jenkins, USA alla leið á tindinn. Mælingar þeirra sýndu að tindurinn náði upp í 3790 m y.s. Þeir klifu einnig hinn tindinn og reyndist hann 3780 m hár samkvæmt þeirra mælingum. Föstudaginn 8. júlí var leiðang- urinn kominn aftur að lending- arstaðnum, þangað sem vél FN hafði flutt þá. Þar þurftu þeir að bíða í tvo daga, vegna óhag- stæðra lendingarskilyrða en sunnudaginn 10. júlí gat vél frá FN loks lent á jöklinum og flutti hún leiðangursmenn heilu og höldnu til Akureyrar. kjó Bílar á rýmingarsölu? Rothögg fyrir þá sem nýbúnir eru að kaupa Safnahúsið á Dalvík: - margs konar greiðslukjör í gangi Mikil aðsókn ferðafólks Safnahúsið Hvoll á Dalvík var formlega opnað síðastliðið haust. Síðan þá hefur safnið verið opið einu sinni í viku fyr- ir almenning og aðsókn verið góð. Skólar hafa einnig not- fært sér safnið til kennslu og þá hafa margir hópar lagt leið sína á safnið. Mikið hefur verið um að ferða- menn leggi ieið sína í Safnahúsið og hefur komið fyrir að 40-50 manns líti þar inn á einum degi. Nú hefur verið ákveðið að breyta opnunartíma safnsins þannig að opið verður alla daga vikunn- ar. Safnið verður opnað kl. 14 og lokað kl. 18. Þessi opnunartími tók gildi 1. júlí og verður óbreytt- ur til 15 september. JÖH Bflasölur bjóða nú margs kon- ar greiðslukjör við kaup á nýj- um bifreiðum. Fremur lítil sala hefur verið í nýjum bflum eftir gengisfellingar, auk þess sem beðið er eftir að árgerð 1989 kemur á markaðinn. „Það er hálfgerð rýmingarsala í gangi,“ sagði einn sölumaðurinn í sam- tali við Dag vegna þessa máls. I kjölfar harðnandi samkeppni hefur því verið haldið fram að verð á bílum fari hlutfallslega lækkandi. Einn viðmælandi blaðsins sagði að þau umboð sem mest ættu af bflum væru að bjóða niður vexti, en bfl- verðið væri enn það sama. Sölumenn segjast vera sveigj- anlegir í samningum, en flestir ganga út frá ákveðnum almenn- um reglum. Þannig sagði Tómas Ingi Jónsson sölumaður hjá Stór- holti að veittur væri 6% stað- greiðsluafsláttur og þá væri mið- að við 60% útborgun og afgangur lánaður í eitt ár. Hjá bílasölunni ef einnig hægt að fá allt að helm- ing andvirðis bílsins lánaðan í 18 mánuði. Nokkrar tegundir bif- reiða eru seldar á verði eins og það var fyrir gengisfellingar og einnig eru til sölu bílar á verði sem á þeim var fyrir seinni geng- isfellinguna. Tómas Ingi sagði heppilegra að bjóða upp á góð kjör nú, en sitja uppi með bílana og þurfa að slá af þeim eftir á. „Alröng þróun“ „Við hugsum fyrst og fremst um hag þeirra sem þegar hafa keypt af okkur bíl,“ sagði Ellert Guð- jónsson hjá Þórshamri og taldi það vænlegra en lokka að nýja viðskiptavini með gylliboðum. Ellert sagði ekki fyrirhugað að lækka verð á nýjum bílum, enda þjónaði það ekki hagsmunum fyrri viðskiptavina, sem þá gætu lent í erfiðleikum með endursölu. Meginregluna hvað greiðslukjör varðar, sagði hann að útborgun væri 25% af verði bifreiðarinnar og afgangurinn íánaður eftir efn- um og aðstæðum, eða í allt að 30 mánuði. Greiðslukjör hjá Sigurði Valdi- marssyni umboðsaðila Ingvars Helgasonar á Akureyri eru með svipuðum hætti. Sigurður sagðist ekki fara í verðstríð, enda væri lítið eftir af bílum af árgerð 1988. „Það væri rothögg fyrir þá sem nýbúnir eru að kaupa bíla, og alröng þróun,“ sagði Sigurður. Hann sagði ýmiss konar greiðslu- kjör í gangi vegna bifreiðakaupa og reynt væri að koma til móts við fólk með því að lengja lánin. Samdráttur á næsta leiti Hjá Höldi hf. eru svo til allir bíl- ar af árgerð 1988 uppseldir og von á nýrri árgerð eftir um hálfan mánuð. Nokkrar tegundir bif- reiða hafa verið á sérkjörum, allt að helmingur bílverðsins er boð- inn á 12 mánaða láni með 9,9% föstum og óverðtryggðum vöxt- um. Um aðrar tegundir gilda önnur greiðslukjör, svipuð þeim sem áður eru nefnd, þ.e. 25% út og afgangur lánaður í allt að 30 mánuði. Eyjólfur Ágústsson hjá Höldi hf. sagðist ekki eiga von á að nýir og nýlegir bílar myndu lækka í verði, þótt ýmiss konar sérkjör væru í gangi varðandi sölu þeirra. „Ég held að bílasala hljóti að fara að dragast saman. Það er hiklaust samdráttur á næsta leiti,“ sagði Eyjólfur. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.