Dagur - 17.09.1988, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 17. september 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fjórðungur þjóðar
á skólabekk
Þessa dagana er vetrarstarf í skólum lands-
ins hafið eða um það bil að hefjast. Á milli 42
og 43 þúsund nemendur verða í grunn-
skólunum í vetur, um 16 þúsund í framhalds-
skólunum, þ.e. mennta-, fjölbrauta- og iðn-
skólum og um 7 þúsund nemendur á háskóla-
stigi, bæði hér heima og erlendis. Það má því
gera ráð fyrir að 65 til 66 þúsund nemendur
setjist á skólabekk á þessu hausti. Það er
hvorki meira né minna en rúmur fjórðungur
þjóðarinnar, og hafa íslendingar þar með
vafalaust sett enn eitt heimsmetið, miðað við
höfðatölu.
Þótt sumum kunni að finnast þessi tala
nokkuð há, segir hún ekki alla söguna, því
fastlega má búast við því að þetta hlutfall
eigi enn eftir að hækka í framtíðinni.
Umskiptin í menntunarmálum þjóðarinnar
hafa verið svo ör og stórfelld að nær er að tala
um stökkbreytingu í því sambandi. Á fyrstu
áratugum þessarar aldar var algengt að börn
lykju einungis barnaskólaprófi, eða fullnað-
arprófi, eins og það nefndist í þá tíð. Og oft
var bóklegi lærdómurinn til sveita fólginn í
stopulli farkennslu. í dag hefja börn nám á 6.
aldursári og ljúka grunnskólaprófi 10 árum
síðar. Æ stærri hluti hvers árgangs heldur
síðan áfram námi á framhaldsskólastigi.
Fimmtán til tuttugu ára skólaganga er nær
því að vera regla en undantekning í dag.
Skólastarf er þannig mjög ríkur þáttur í lífi
þjóðarinnar og fer vaxandi með ári hverju.
„Mennt er máttur", segir máltækið og þau
orð hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Traust
og undirstöðugóð menntun er sá grunnur
sem þjóðin byggir á í sókn sinni að öflugra
atvinnulífi og bættum lífskjörum. En lengri
skólaganga hefur það í för með sér að ein-
staklingar koma seinna inn á vinnumarkað-
inn nú en áður tíðkaðist. Það er því afar mikil-
vægt að góð samvinna takist milli skóla og
atvinnulífs og rík áhersla sé lögð á að kynna
hinar ýmsu greinar atvinnulífsins innan
skólakerfisins.
Því miður hefur raunin orðið sú að starfs-
fræðsla í skólunum er hálfgerð hornreka og af
þeim sökum hafa tengsl menntakerfisins og
atvinnulífsins að verulegu leyti rofnað. Þetta
er vissulega áhyggjuefni og ljóst að á þessu
sviði þarf næsta stökkbreyting í menntunar-
málum þjóðarinnar að eiga sér stað. BB.
úr hugskotinu
í-
Kapphlaupið
við kreppuna
Heimsbyggðin hljóp í kapp við
tímann sunnudaginn 11. sept-
ember í beinni útsendingu, sem
oss íslendingum barst um rás
Sjónvarpsins allra landsmanna
(vitanlega með stórum staf og
ákveðnum greini þegar það er
nefnt, rétt eins og önnur sjón-
vörp séu bara ekki til). Mikil-
fengleg útsending sem að sjálf-
sögðu lét engan ósnortinn, þó
svo systirin hans Ingólfs Hann-
essonar, nýjustu silkihúfunnar
hjá þessu ástkæra, gjaldþrota
sjónvarpi okkar, hefði gert sitt
besta til að klúðra henni, en nóg
um það. Málefnið var gott, en
óneitanlega leitar það nú á hug-
ann hversu mörg börn hafi dáið
úr hungri, sjúkdómum eða
harðræði, meðan allar milljón-
irnar voru að hlaupa og allir
poppararnir að spila.
Samstætt sundurlyndi
íslendingar létu sig að sjálf-
sögðu ekki vanta í þessu
heimshlaupi, frekar en í
Afríkuhlaupinu fyrir tveimur
árum, en út á þátttökuna þá
kvað Davíðsborg hafa verið val-
in sem einn þeirra staða er sjón-
varpað yrði beint frá um heims-
byggðina, en við vorum víst
slegin út að þessu sinni af litlu
eyríki einhvers staðar í Kyrra-
hafinu, Tonga eða hvað það nú
heitir með höfuðborg sem heitir
nafni sem er ef til vill enn meira
framandi í eyrum útlendinga en
Reykjavík, og er þá að sjálf-
sögðu tekið mið af höfðatölunni
góðu sem er svo ómissandi fyrir
okkur íslendinga þegar hressa
þarf upp á sjálfsímyndina.
Heimshlaupið sýnir að við eig-
um til samstöðu þegar á þarf að
halda, og það gera líka atburðir
eins og það þegar hlíðin fyrir
ofan Olafsfjörð allt í einu tók á
rás einn sunnudagseftirmiðdag
og fór að sletta leðju og aur yfir
þennan fallega bæ. Öll þjóðin
stóð þá saman með íbúum þessa
staðar, um leið og hún fylltist
réttmætri aðdáun yfir æðruleysi
og þolgæði þessa fólks. En tal-
andi um Ólafsfjörð þá er ekki
hægt að stilla sig um að koma
því á framfæri við forráðamenn
sjónvarpsstöðvanna, hvort ekki
megi verja ágóðanum af bingó-
leikjum þeirra til uppbyggingar
á þessum stað, þar sem fólkið
stundar þá þjóðhættulegu vinnu
að skapa gjaldeyri, eða til að
hraða framkvæmdum við Múla-
veginn. Það er nefnilega aldrei
að vita hvenær staðurinn ein-
angrast aftur frá umheiminum.
Þjóðin sýnir þannig samstöðu
þegar verulega á reynir, en
stundum finnst manni nú sam-
Reynir
Antonsson
skrifar
staðan vera dálítið sundurlynd,
og að á henni sé oft á tíðum
blær eins konar „syndakvittun-
ar“. Þannig hafa sennilega fæst-
ir sem á Lækjartorg mættu verið
að velta mikið vöngum yfir
harðræði barna í heiminum,
heldur farið þangað til að berja
augum vinsælustu poppgoðin,
eða þá handboltaliðið sem á
vonandi eftir að gera góða hluti
þarna austur í Seoul, og von-
andi verður þeim jafnvel fagnað
þó svo ekki gangi allt eins og
þjóðin óskar, þá þeir snúa
heim. Þá er nú sennilegt að
ýmsir hafi lagt leið sína frá
heimshlaupinu og á Veröldina
88, þessa árlegu messu gjaldeyr-
iseyðslu og neysluæðis, þar sem
menn geta virt fyrir sér hvaða
óþarfi sé nú á boðstólum, fínni
en óþarfinn hjá honum Fúl á
móti.
Ekki ég
Þá má nú ekki gleyma því að
þjóðin hefur að undanförnu
verið upptekin af öðru kapp-
hlaupi, líka við tímann, kapp-
hlaupi við kreppuna, yfirvof-
andi, eða undan henni, og það
er bókstaflega hægt að segja að
margir stjórnmálamenn hafa
ekki mátt vera að því að taka
þátt í heimshlaupinu út af hinu,
enda önnum kafnir við að
stjórna, eða líklega öllu heldur
að stjórna alls ekki, nokkuð
sem vitanlega gerir þá vinsæla
meðal fólks, að minnsta kosti
um stundarsakir, því svo þver-
stæðukennt sem það kann að
virðast, þá líkar ýmsum ekki
stjórnleysið til lengdar, og taka
að hrópa hástöfum á „sterkan
mann“ einhvern frelsara hvort
sem það er einhver gamaldags
atvinnurekandi, eða lúinn fas-
istapenni, og þetta er hættulegt.
Það er dálítið gaman að virða
fyrir sér þjóðarsálina nú þegar
verðstöðvun er um það bil
hálfnuð, í þessu hitasóttar-
kennda neyslukapphlaupi við
kreppuna og hinar vísu kjara-
skerðingarlækningar sem boðn-
ar verða fram, þó svo að líkast
til muni kjaraskerðingin ekki
bitna að neinu marki á þeim
sem í neyslukapphlaupinu hafa
verið. Menn tala nú mikið um
að niðurfæra eða millifæra, og
menn eru á því að reyna þessar
leiðir í stað gömlu góðu gengis-
fellingarinnar. En þegar svo
kemur að útfærslunni á þessum
leiðum, þá er alltaf viðkvæðið
það sama. Ekki Ég, bara hinir
geta niðurfært eða millifært hjá
sér, og þar sem þetta „ekki Ég“
viðhorf er svo mjög ríkjandi, þá
verður sennilega bara niðurfært
eða millifært hjá þeim sem síst
skyldi, og því tillögurnar hans Þor-
steins þær raunsæjustu, því þær
gera bara ráð fyrir því að íág-
launaskríllinn færi fórnirnar. Og
verðstöðvunin hefur sýnt okkur
ýmsar nýjar hliðar á þjóðarsál-
inni, meðal annars það hversu
ótrúlega auðvelt væri að koma
hér á lögregluríki með öllum
þeim persónunjósnum og eftir-
litskerfum sem slíku fylgir. Vísi
að persónunjósnum mátti finna
í byrjun verðstöðvunar þegar
siarfsfólk verslana kvartaði við
yfirvöld yfir ólöglegum verð-
hækkunum sem yfirmenn þess
hefðu framkvæmt. Að sjálf-
sögðu er ekkert við þetta að
athuga í sjálfu sér, bara ef þetta
verður ekki að kerfi á fleiri svið-
um en bara í verðlagsmálum.
Táknmyndin
Mitt í þessu verðstöðvaða and-
rúmslofti samstöðu sem snýst
um það eitt að vera sundurlyndi
og ota hver sínum tota, á þjóðin
sér svo táknmynd, eins konar
samnefnara. Það er ríkisstjórn
sem eins og allir hinir virðist
standa saman um það eitt að
vera sundurlynd, og að sýna
það sem allra rækilegast í fjöl-
miðlum. Og eiginlega vitum við
það ekki hvort við yfirhöfuð
höfum einhverja ríkisstjórn frá
klukkustund til klukkustundar,
og í sjálfu sér skiptir það ef til
vill ekki svo miklu máli. Þessi
ríkisstjórn er í rauninni jafn
dauð og stjórn Gunnars heitins
Thoroddsen var í marga mán-
uði áður en formlegt dánarvott-
orð var útgefið, nema hvað nú
er það ekki goðsögn sem er
forsætisráðherra, heldur gæf-
lyndur vikapiltur sem lætur
helst aðra um að stjórna.
Við bætist svo stjórnarand-
staða sem virðist líka vera ráð-
villt og úrræðalaus, þó svo að ef
til vill gæti það leyst einhvern
vanda að minnsta kosti í nokkra
mánuði, að skipta út Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðubanda-
lagi, og ná um leið bráðabirgða-
sátt við ábyrga menn innan
verkalýðshreyfingarinnar. Þetta
er þó engin frambúðarlausn. Og
á meðan dreymir menn átján
metra langa ameríska drauma
með sundlaug og sauna, og síð-
ast en ekki síst gervihnatta-
diska, meðan frystihúsunum er
lokað og láglaunafólkið er að
missa heimili sín í hendur lög-
fræðinganna.