Dagur - 23.09.1988, Síða 9

Dagur - 23.09.1988, Síða 9
:23.‘ septemtyer 1988 4’DA<5URt 9 Ráðstefna um umhverfismál: „íslendingar gleyma oft á hvaða breiddar- gráðu þeir búa“ - létt spjall við Árna Steinar Jóhannsson ráðstefnuhaldara Um helgina verður haldin fjöl- menn umhverfismálaráðstefna á Hótel KEA. Er hún ætl- uð sveitarstjórnarmönnum, tæknimönnum sveitarfélaga, arkitektum, landslagsarkitekt- um, garðyrkjumönnum, skóg- ræktarmönnum og öllu áhuga- fólki um umhverfísmál sveitar- félaga. Dagskráin hefst kl. 17.00 í dag með skráningu ráðstefnugesta, en á ráðstefnunni verða haldnir fjölmargir fyrirlestrar. Fyrirlesar- ar verða Finnur Birgisson skipu- lagsstjóri, prof. Sven Ingvar Andersson frá Arkitektaskólan- um í Kaupmannahöfn, Einar E. Sæmundsson garðyrkjustjóri í Kópavogi, Flallgrímur Guð- mundsson sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði, Þorvaldur S. Þor- valdsson forstöðumaður borgar- skipulags Reykjavíkur og Hall- grímur Indriðason framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Eyfirð- inga. Blásið til samstöðu Félags íslenskra landslagsarki- tekta stendur fyrir ráðstefnunni en ráðstefnuhaldari er Árni Steinar Jóhannsson garðyrkju- stjóri á Akureyri og sagði hann í samtali við Dag, að þátttaka á ráð- stefnunni væri mjög góð, en um miðja viku höfðu 130 manns þeg- ar skráð þátttöku sína víðs vegar af landinu. „Dreifing þátttak- enda er mjög góð. Þetta eru starfsmenn bæja, stjórnmála- menn í nefndum og ráðum sem fjalla um þessa málaflokka auk fólks úr öllum greinum innan geirans." Aðspurður um hver tilgangur- inn með ráðstefnu sem þessari væri, sagði Árni Steinar hann margþættan. „Við ræðum málin, fáum fram nýjar hugmyndir og blásum til samstöðu um nauðsyn- legar aðgerðir á breiðum grund- velli. Þótt verið sé að tala um umhverfismál, er svo margt inn- an þess geira. Það eru m.a. land- græðsla, skógrækt og landnýting hvers konar svo eitthvað sé nefnt.“ Fólk oft glænepjulega klætt Ekki hefur áður verið haldin ráð- stefna um umhverfismál á Akur- eyri, en í fyrra var haldin ráð- stefna í Reykjavík sem meira var inn á faglegu línunni. Þema ráðstefnunnar er hugtak- ið „Winter Cities“. „Við íslend- ingar gleymum oft á hvaða breiddargráðu við búum,“ sagði Árni Steinar. „Megin hugmyndin er að við gerum okkur grein fyrir hvar við erum stödd og undir hvaða kringumstæðum. Þetta geng- ur út á t.d. hvernig á að byggja á svona köldum stöðum, hvernig á að klæða sig en algengt er að fólk sé glænepjulegt í klæðnaði um miðjan vetur. Hjá okkur sem sjáum um ræktun, má líta á skóg- rækt í kringum bæina. Skógrækt kringum bæi getur stuðlað að betra veðurfari með því að bæta loftslag, minnka skafrenning og skapa meira skjól. Útivistarskóg- rækt má ekki eingöngu byggja á því að fara þurfi í langan bíltúr bara til þess að komast í skóg- lendi. Þessi mál verða mikið rædd og hugleidd." Hann sagði það viðurkennda staðreynd að hægt sé að stýra veðráttu með uppgræðslu. „Með því er landinu skýlt, auk þess sem öðrum er skýlt um leið, þ.e. plöntum, dýrum og skordýrum. Auk þess verður staðarveðráttan betri og það þekkja allir af sjálf- úm sér, að á svæðum eins og í Vaglaskógi er mun betra að vera Fjallað verður um allt sem snertir umhvcrfismál, þ.á m. uppgræðslu lands, en þessi mynd er frá Mývatni, einni af náttúruperlum íslendinga. Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri og ráðstefnuhaldari. Mynd: tlv í hryssingslegu veðri en á ber- svæði.“ Bæjargarðyrkja er ungt fag Að mati Árna Steinars, er ekki síður mikilvægt við ráðstefnuhald sem þetta, að þarna hittist fólk sem vinnur við greinina, ræðir saman, stillir saman strengi og hjálpar hvert öðru. „Bæjargarð- yrkja á íslandi er ungt fag og ekki þarf að líta nema um 20 ár til baka og sjá að þá þótti gott ef aðalgatan í bæ var malbikuð. Garðyrkja innan bæjanna er aðeins 10-15 ára gamalt fag hjá meðalstórum bæjarfélögum svo við erum aðeins að slíta barn- skónum í sambandi við þetta og þurfum á því að halda að stilla okkur saman og sjá hvernig mál þróast. Skógræktin hefur mun lengri reynslu en bæjargarðyrkja og við viljum draga línu milli skógrækt- ar og garðyrkju. Þrátt fyrir þetta er mjög stuttur tími síðan menn voru að velta fyrir sér möguleik- um í tegundum varðandi skógrækt, en það var í kringum 1930. í dag er kynslóð garð- yrkjumanna til sem veit að hverju hún getur gengið í árangri og sagt til um hvað er hægt. Við væntum okkur því mjög mikils af ráðstefnunni. Eg er sannfærður um, að á landsgrundvelli mun eiga sér stað bylting á næstu 20 árum. Við verðum að halda land- inu okkar grónu og það þarf að átta sig á því hvernig það verður gert svo sem bestur árangur náist. En það er mun víðtækara dæmi og kemur inn á landbúnað- arstefnu, fjármál og er í raun stórpólitískt mál.“ VG Uppeldismálaþing KÍ og HKÍ haldið á Akureyri: Er námseM þarfur þjónn eða harður húsbóndi? - um það verður m.a. Qallað á þinginu, en yfirskrift þess er skólaþróun Uppeldismálaþing Kennara- sambands íslands og Hins íslenska kennarafélags verður haldið í Sjallanum og í Odd- eyrarskólanum á Akureyri á morgun, laugardag 24. sept- ember. Kennarafélögin standa sameiginlega að þessu þingi og verður það einnig haldið í Reykjavík þann 15. október. Yfirskrift þingsins er skóla- þróun. Á þinginu verða fluttir þrír fyrirlestrar og tólf styttri erindi. Verða þau flutt samtímis tvisvar sinnum þannig að fólk á kost á að hlusta á tvö erindanna. Að lokn- um flutningi erindanna verður opnað fyrir umræður. Fyrirlesararnir eru þrír, Hanna Kristín Stefánsdóttir mun fjalla um þátt kennara í skólaþróun, Ingvar Sigurgeirsson fjallar um námsefni og ber fyrirlestur hans heitið „Þarfur þjónn eða harður húsbóndi. Húgó Þórisson fjallar í sínum fyrirlestri um uppeldisþátt í skólastarfi. í erindunum sem flutt verða á þinginu verður fjallað um ýmsa þætti skólastarfsins og má þar nefna tilraunaverkefni á grunn- skóla og framhaldsskólastigi, við- horfum kennara og könnunum á skólastarfi. Fall á grunnskóla- prófi, 6 ára reynsla af kennslu fallista, ritun, þokkaleg skólarit- gerð og/eða lykill að framtíð eru til að mynda heiti á tveimur erindanna svo dæmi sé tekið. Uppeldismálaþing hafa verið fastur liður í starfsemi Kennara- sambands íslands árum saman, enda bundið í lögum félagsins. Rósa Eggertsdóttir varaformaður Skólamálaráðs KÍ og meðlimur í undirbúningsnefnd fyrir þingin sagði ánægjulegt að bæði kenn- arafélögin skuli standa saman að þinghaldinu og að kennarar myndu án efa standa sterkari eft- ir bæði faglega og félagslega. Þá sagði hún einnig ánægjulegt að þingið skuli haldið á landsbyggð- inni. Auk þinghaldsins verður haldin sýning á námsgögnum í tenglsum við það. Þátttakan á þingið á Akureyri er mjög góð, um 250 manns hafa skráð sig til þátttöku og eru þeir úr fjórum kjördæmum, Norður- landskjördæmunum báðum, Vest- urlandi og Austfjörðum. mþþ í erindum á réðstefnunni verður fjallað um ýmsa þætti skólastarfsins m.a. tilraunaverkefni á grunnskóla- og fram- haldsskólastigi. Mynd: TLV

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.