Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 23.09.1988, Blaðsíða 15
hér & þor 23. september 1988 - DAGUR - 15 Sérkennileg aðstaða nýgiftrar konu: Veldu á niilli mín og hundanna! - sagði æfur eiginmaðurinn eftir að hundarnir höfðu tætt uppáhaldsinniskóna hans í sundur. Konan valdi hundana „Ég eða hundarnir,!!??“ orgaði Les Smith að konu sinni, þegar annar hundurinn hennar hafði tætt í sundur uppáhaldsinniskóna hans. Valdsmannslegur bauð húsbóndinn húsfreyju að velja á milli sín annars vegar og hund- anna hins vear, og hvað haldiði að kerla hafi gert: Hún valdi hundana. Herra Smith mátti sigla sinn sjó. Rétt er að geta þess hér að hjónaband þeirra hafði ein- ungis varað í fimm daga! Eftir að Elaine, kona Les, hafði kosið sambúð með hundum sínum stormaði eiginmaðurinn út úr húsinu og hefur ekki sést þar síðan. Elaine telur þessi málalok öllum fyrir bestu. „Ég var búin að segja honum að hundarnir væru mér mikils virði, meira virði raunar en hann sjálfur. Hann vissi að ég elskaði hundana mína þegar við giftum okkur. Hvernig gat hann búist við að ég léti þá frá mér?“ spyr fimmdagaeiginkonan hálf undrandi. Annars er sagan svona: Les er málari og einhverju sinni vann hann að iðn sinni í næsta húsi við Elaine. Þau fara að spjalla og fór vel á með þeim. Les sýndi hund- um konunnar mikinn áhuga, úð- aði jafnvel í þá róstbífsamlokun- um sínum. Áhugi Elaine fór vax- andi og það sagði hún móður sinni. Sú gamla hló bara og sagði að sá þyrfti að geta gelt sem áhuga hefði á henni! Nema hvað, stefnumóti var komið á; Pau fóru út að labba með hundana, héldust í hendur og allt var voða gaman hjá þeim. Þetta gat ekki endað nema á einn veg: Þau giftu sig. En þá fór heldur að halla undan fæti ogskal greint frá því hér. Á brúðkaups- nóttina, þá er hin nýgiftu voru komin inn í svefnherbergið tekur Elaine skyndilega eftir því að Les er að fara með hundana út úr herberginu. „Hvað ertu að gera maður?“ spyr brúðurin. „Nú, ég er að láta hundana út,“ svarar brúðguminn. „Ónei, karlinn, það gerir þú ekki,“ segir eiginkonan ákveðin mjög. Hún gerir bónda sínum grein fyrir því að hundarn- ir hafi ævinlega sofið í svefnher- bergi hennar og það muni þeir gera áfram. Þessu hafði hún gert honum grein fyrir áður en af sam- pússningu þeirra varð. Örlög hjónabandsins voru ráð- in þessa geðþekku brúðkaups- nótt. Að morgni tók Les eftir því að sokkar hans voru sundurtætt- ir. Þar voru hundarnir að verki. Ekki par ánægður sýndi hann frúnni sokka sína fyrrverandi. „Þú átt ekki að skilja sokkana eftir á gólfinu," sagði hamingju- söm Elaine. Svona gengu hlutirn- ir fyrir sig og það var sem sagt á fimmta degi að málarinn í upp- námi yfir ónýtum inniskóm lét eiginkonuna velja milli sín og kvikindanna. Eins og áður segir tók Elaine hundana fram yfir bóndann, en viðurkennir að hafa fundið fyrir tómleikatilfinningu rétt í þann mund er hann skellti hurðinni á eftir sér. Og aldrei meir...aldrei meir fengi hún að sjá þennan fyrrum huggulega róst- bífgjafara. En tómleikatilfinningin varaði ekki lengi. Hundarnir komu, ráku trýnið í hönd þá einmana konunnar og allt var búið. „Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Til gamans má geta þess að hundarn- ir heita Monty og Tara. Hann byrjaði á að gefa hundunum hennar róstbífsamlokurnar sínar. Hún varð hrifin af honum. Þau giftu sig. Á brúðkaupsnóttina ætlaði hann að fara með hundana út úr herberginu, en það mátti ekki. Síðan gekk allt á afturfót- unum í þá fimm daga sem hjónabandið varaði. Og svo bara fór hann, enda hundarnir farnir að naga inniskóna hans. Les og Elaine, Monty og Tara á meðan allt lék í lyndi. nl dogskró fjölmiðlo SJONVARPIÐ FÖSTUDAGUR 23. september 9.55 Ólympíuleikarnir '88 - bein útsending. Frjálsar iþróttir og úrslit í sundi. 12.00 Hlé. 17.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 18.00 Sindbað sæfari. 18.25 Ólympiusyrpa. Ýmsar greinar. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sagnaþulurinn. (The Storyteller.) Önnur saga: - Geiglaus. 21.00 Derrick. 22.00 Bréf tU Brésnévs. (A Letter to Brezhnev.) Bresk bíómynd frá 1985. Aðalhlutverk: Peter Firth, Alfred Molina, Alexandra Pigg og Margi Clarke. Tvær atvinnulausar stúlkur frá Liverpool kynnast skipverjum á sovésku flutningaskipi. Önnur þeirra verður ástfangin og sækir um leyfi tU að flytjast tU Sovét- rikjanna. 23.30 Útvarpsfréttir. 23.40 Ólympiuleikamir '88 - bein útsending. Úrslit í sundi, fimleUtar karla og frjálsar íþróttir. 06.30 Dagskrárlok. SJONVARP AKUREYRI FÖSTUDAGUR 23. september 16.10 Fjömgur frídagur. (Ferris BueUer's Day off.) Matthew Broderick leUtur hress- an skólastrák sem fær vUlta hug- mynd og framkvæmir hana. Hann skrópar í skólanum, rænir flottum bfl og heldur af stað á vit ævintýranna. Aðalhlutverk: Matthew Broder- ick, Aian Ruck og Mia Sara. 17.50 í Bangsaiandi. (The Berenstain Bears.) TeUtnimynd um eldhressa bangsafjölskyldu. 18.15 Föstudagsbitinn. 19.19 19.19. 20.30 Alfred Hitchcock. Nýjar, stuttar sakamálamyndir sem gerðar eru í anda þessa meistara hroUvekjunnar. 21.00 Þurrt kvöld. Skemmtiþáttur á vegum Stöðvar 2 og styrktarfélagsins Vogs. í þættinum er spUað bingó með glæsilegum vinningum. Símanúmer bingósins eru 673560 og 82399. 21.45 Notaðir bílar.# (Used Cars.) Kátleg gamanmynd um eiganda bflasölu sem verslar með notaða bfla. BráðsnjaU leikur hjá sölumönnunum sem nota einkunarorðin „50 doUarar hafa aldrei drepið neinn". Aðalhlutverk: Jack Warden og Kurt RusseU. 23.35 Þrumufuglinn. (Airwolf.) Spennumyndaflokkur um ftUl- komnustu og hættulegustu þyrlu aUra tíma og flugmenn hennar. Aðalhlutverk: Jan-Michael Vincent, Emest Borgnine og Alex Cord. 00.40 Minningamar lifa.# (Memories Never Die.) SálfræðUeg flétta um konu sem snýr heim eftir sex ára dvöl á geðsjúkrahúsi og mætir sama fjandsamlega andrúmsloftinu og hún skfldi við er hún fór. Myndin er byggð á sögu Zoe Sherboume, A Stranger in the House. Aðalhlutverk: Lindsay Wagner, Gerald McRaney og Barbara Babcock. 02.20 Blóðbaðið í Chicago 1929. (St. Valentine's Day Massacre.) Spennumynd sem gerist á bann- ámnum i Bandaríkjunum og greinir frá blóðugum átökum undirheimadrottnara og glæpa- foringja sem náðu hámarki í blóðbaðinu mfltla þ. 14. febrúar 1929. AðaUUutverk: Jason Robards, George Segal og Ralph Meekre. Alls ekki við hæfi barna. 03.55 Dagskrárlok. # Táknar f rumsýningu á Stöð 2. © RÁS 1 FÖSTUDAGUR 23. september 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Alís í Undralandi" eftir Lewis CarroU. (11) 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Hamingjan og örlögin. 10.00 Fréttir • Tiikynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lifið við höfnina. Umsjón: Birgir Sveinbjömsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ TUkynning- ar. 13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina viltu?" - eftir Vitu Andersen. (7) 14.00 Fréttir • TUkynningar. 14.05 Ljúflingslög. SvanhUdur Jakobsdóttir kynnir. 15.00 Fréttir. 15.03 Land og landnytjar. Umsjón: Finnbcgi Hermanns- son. (Frá ísafirði). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Bamaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Hringtorgið. Tónlist - TUkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 TUkynningar. 19.35 „Þetta er landið þitt." Talsmenn umhverfis- og nátt- úmvemdarsamtaka segja frá starfi þeirra. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Blásaratónlist. 21.00 Sumarvaka. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgun- dagsins • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Visna- og þjóðlagatónUst. 23.10 Tónlistarmaður vikunnar. - Ath Heimir Sveinsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónlist á miðnætti. 01.00 Veðurfregnir. ■Íl FÖSTUDAGUR 23. september 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Pistill frá Ólympíuleikunum í Seúl að loknu fréttayfirliti og leiðaralestri kl. 8.35. 9.03 Viðbit. - Gestur E. Jónasson. (Frá Akur- eyri.) 10.05 Miðmorgunssyrpa. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 12.00 Fréttayfirlit - Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.03 Sumarsveifla. - Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Snúningur. Rósa Guðný Þórsdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í nætur- útvarpi til morguns. Veðurfregnir kl. 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10,11,12,12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. FM 104 FÖSTUDAGUR 23. september 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Lifleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar. Fréttir kl. 8. 09.00 Morgunvaktin. Seinni hluti morgunvaktar með Gísla Kristjánssyni og Sigurði Hlöðverssyni. Fréttir kl. 10 og 12. 12.10 Hádegisútvarp. Bjarni Dag- ur Jónsson. Bjarni Dagur í hádeginu og fjall- ar um fréttnæmt efni. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Helgin er hafin á Stjörnunni og Helgi leikur af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.10 Mannlegi þátturinn. Árni Magnússon með tónlist, spjall, fréttir og fréttatengda atburði á föstudagseftirmiðdegi. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. Innlendar dægurflugur fljúga um á FM 102 og 104 í eina klukkustund. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson. 19.00 Bjarni Haukur Þórsson. Bjarni leikur tónlist af plötum. 22.00-03.00 Helgarvaktin. Táp og fjör. Óskalög og kveðjur. Árni Magnússon við stjórnvöl- inn. 03.00-09.00 Stjörnuvaktin. Hljóðbylgjan FM 101,8 FÖSTUDAGUR 23. september 07.00 Kjartan Pálmarsson kemur okkur af stað i vinnu með tónlist og léttu spjalli ásamt því að líta í blöðin. 09.00 Rannveig Karlsdóttir hitar upp fyrir helgina með föstudagspoppi. Óskalögin og afmæliskveðjurnar á sinum stað. Siminn er 27711. 12.00 Ókynnt öndvegistónlist. 13.00 Pétur Guðjónsson leikur hressflega helgartónhst fyrir aUa aldurshópa, 17.00 Kjartan Pálmarsson í föstudagsskapi með hlustend- um og spflar tónlist við aUra hæfi. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Jóhann Jóhannsson leikur blandaða tónlist. Siminn er 27711. 24.00 Næturvakt Hljóðbylgju.mar stendur tU klukkan 04.00 en þá eru dagskrárlok. RlWSUIVARPIÐÍ AAKUR£ýRU Svæðisútvarp fyrir Akursyri og nógrenni. FÖSTUDAGUR 23. september 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. 989 BYLGJAN\ FOSTUDAGUR 23. september 08.00 Páll Þorsteinsson - tónlist og spjall að hætti Palla. Mál dagsins kl. 8.00 og 10.00. Úr heita pottinum kl. 9.00. 10.00 Anna Þorláks - morguntónlistin og hádegis- poppið allsráðandi, helgin i sjón- máli. Mál dagsins kl. 12.00 og 14.00. Úr pottinum kl. 11.00 og 13.00. 12.00 Mál dagsins. Fréttastofan tekur fyrir mál dagsins, mál sem skipta alla máli. Simi fréttastofunnar er 25390. 12.10 Anna heldur áfram með föstudagspoppid. Munið islenska lagið i dag, sím- inn er 611111. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson og föstudagssíðdegið. Doddi tekur helgina snemma og það er aldrei að vita hvað bíður hlustandans, siminn hjá Dodda er 611111. 18.00 Reykjavik síðdegis - Hvað finnst þér? Hallgrimur Thorsteinsson spjall- ar við hlustendur um allt milli himins og jarðar. Sláðu á þráðinn til Hallgrims, siminn er 611111. 19.00 Bylgjan og tónlistin þin. Meiri músík minna mas. Síminn fyrir óskalög er 611111. 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson á næturvakt. Þorsteinn heldur uppi stuðinu með óskalögum og kveðjum. Síminn hjá Dodda er 611111, leggðu við hlustir, þú gætir feng- ið kveðju. 03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.