Dagur - 29.10.1988, Side 5

Dagur - 29.10.1988, Side 5
 Júlímorgun einn í sumar leit Matej Gaspar ljós heimsins í fyrsta sinni í Zagreb í Júgóslavíu. Nærri má geta að hinir verðandi foreldrar hafi verið orðlausir, þegar aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Javier Perez de Cuellar, kom á staðinn hálftíma áður til að óska þeim til hamingju með fimm milljarðasta jarðarbúann, að sjálfsögðu í táknrænum skiln- ingi. Aldrei fyrr í veraldarsögunni hefur mannkyninu fjölgað svo hratt sem á þessari öld. Það tók tvær milljónir ára að ná fyrsta milljarðinum um aldamótin 1800 en aðeins 130 ár að fylla þann næsta. Þriggja milliarða markinu náði mannfjöldinn þrem áratug- um síðar árið 1960, fjórði millj- arðurinn tók 15 ár og sá fimmti tólf. Mannkyninu fjölgar á ógnar- hraða. Á hverri mínútu fæðast 150 börn, á einum degi 220.000. Það þýðir 80 milljóna aukningu á ári. Áætlað er að sex milljarða markið náist nokkru fyrir alda- mót. Jafnvægi er talið sennilegt að náist í kringum árið 2075 með tvöföldum núverandi fólksfjölda. En getur jörðin framfleytt öll- um þessum fjölda? Hvaða tak- mörk setja fæðuskortur, náttúru- hamfarir og baráttan um þverr- andi auðlindir jarðarinnar? Ein- staka eru þeirrar skoðunar, að tæknilega geti 40 milljarðar manna lifað á jörðunni - þ.e. svo framarlega sem allir lifa í bróðerni og deila jafnt með sér. Aðrir telja að 10 milljarðar séu algjört hámark. Einn af þeim sem mest hefur varað við afleiðingum offjölgun- ar er dr. Hoimar von Ditfurth prófessor, höfundur fjölda almenningsvísindabóka um þessi efni. „Við erum komin í hámarkið," segir dr. Ditfurth, „jörðin er nú þegar hættulega ofsetin." 600 milljónir manna þjást á þessu augnabliki af varanlegum efnaskorti vegna vannæringar. 40 milljónir deyja árlega úr hungri og afleiðingum þess. 40.000 börn svelta hvern einasta dag. Síðari heimsstyrjöldin, sem með réttu er talin ein mannskæð- asta hörmung frá upphafi mannkyns, krafðist 55 milljóna fórnarlamba. Síðan hafa 30 millj- ónir manna farist af völdum 167 Arið 2000 mun annar hver jarðarbúi eiga heima í stórborg. Vinstri myndin sýnir kofahreysi i Bombay fyrir framan nútíma íltúðarhús. Á þeirri hægri er þröng stórborgargata fuil af eiturspúandi bíium. stríða. En fæðuskorturinn kemur sama fjölda í gröfina á minna en ári - mannskæður „friður" það. En á sama tíma og hundruð milljóna berjast við að draga fram lífið til næsta dags blasir annars staðar við yfirgengileg sóun og offramleiðsla: Árið 1987 voru sem dæmi eyðiiögð 400.000 tonn af korni einu saman! „Hið svokallaða „dreifingar- vandamál“,“ segir dr. Ditfurth, „er svo himinhrópandi að ekki tekur tali.“ Hann telur það ekki minnsta vafa undirorpið að sterku öflin í viðskiptunum séu svo allsráðandi í heimsverslun- inni, að aðrir hafi ekki nokkurn möguleika á að hasla sér þar völl. Hin svokölluðu þróunarlönd neyðist til að selja frá sveltandi fólkinu á gjafverði mikinn hluta Dr. Hoimar von Ditfurth, prófess- or: „Framtíðarhorfur dýrategundar- innar MAÐUR eru ískyggilegar. Ein af ástæðunum er eiein offiöle- I Afríku er fjölskyldan grunneining þjóðfélagsins þrátt fyrir háa fæðingar- tíðni. Vegna ofnýtingar og þurrka dragast ræktunarsvæði jarðar stöðugt saman. Hér sjáum við gamaldags ræktunaraðferðir í íran og tæknivæddan landbún- að í Saxlandi. íbúafjöldi jarðarinnar hefur náð fimm milljarða markinu. Óbreytt þróun gæti haft alvarlegar afleiðingar. hluta bestu landsvæða sinna und- ir útflutningsframleiðslu til þess eins ad borga vexti af lánum til margfalt auðugri þjóða. Fjöldi skuldunautanna og þensla í heimsviðskiptum þrýstir niður verðlaginu, sem þýðir enn meiri skuldir og enn sárari örbirgð. Á hinn bóginn hafa hlaðist upp í hinum „þróuðu löndum" umfram- birgðir af ríkisstyrktri offram- leiðslu, sem síðan séu eyðilagðar. Nýting þessarar umframfram- leiðslu fyrir fátækari þjóðir heims er oft háværasta krafa gagnrýn- inna radda víða um heim. En dr. Ditfurth telur raunar að glötun- inni verði ekki afstýrt á þann hátt einan. „Vissulega mætti bæta ástandið til skamms tíma og fresta endalokunum um svo sem hálfan mannsaldur með því að skipta jafnar. Afleiðingin yrði hins vegar sú, að þá stæðum við frammi fyrir sömu vandamálum á ennþá þéttsetnari móður jörð. Nei, annar alvarlegri en minna umtalaður vandi er t.d. sá, að háþróaður landbúnaður nútím- ans notar orku þriggja brauð- sneiða til að framleiða eina. Þetta er ekki framleiðsla, heldur til- færsla og breyting á orku. Á því getur aldrei nema lítill hluti mannkyns lifað - á kostnað meiri- hlutans.“ Þrátt fyrir allar tækni- og vís- indaframfarir, þrátt fyrir vélvæð- ingu landbúnaðarins og fyrirhug- aðar genabreytingar yrkiplantna, þýðir ekki að loka augunum fyrir því að búsetusvæði hnattarins stækka ekki og gefa að lokum ekki nóg af sér til að hýsa og metta sífleiri íbúa. Þetta er í stuttu máli kenning Hoimar von Ditfurth. Með henni vill hann ekki draga kjark úr fólki, heldur vekja til viðbragða. „Bæði værugirni og pólitískar ástæður valda þvt að mannskepn- an heldur að sér höndum. Við viljum ekki draga að neinu leyti úr velmegun okkar í dag, þótt það kynni að bjarga okkur ein- hvern tíma í lramtíðinni." Við óttumst m.a. efnahagsleg vanda- mál, svo sem hættu á ófullnægj- andi elliframfærslu til handa okk- ur sjálfum, sem nú njótum blóma lífsins á velmegunarsvæðum jarðar. Þó vega kannski sálfræðilegar orsakir enn þyngra á metunum. „Hugsanagangur mannsins er enn mótaður af árþúsundalangri sögu, þegar fólksfjöldi hvers samfélags í strjálbýlum heimi var þess sterkasta vörn í samkeppn- inni viö aðra hópa. En þessi afstaða er löngu hætt að eiga við í heimi þar sem helstu ógnvald- arnir eru umhverfismengun. kjarnorka og hungursneyð." Fækkun barnsfæðinga í vel- megunarlöndunum undanfarin ár telur dr. Ditfurth hreint ekkert áhyggjuefni, þvert á móti. „Þrátt fyrir viss vandamál sem fylgja skyndilegum breytingum á mann- fjöldaþróun og vissulega væri hægt að ráða við nieð svolítilli sjálfsafrieitun, þá mundi svo sem þriðjungs fólksfækkun í okkar heimshluta verða okkur til góðs þegar til langs tíma er litið." Þetta á samt enn frekar viö í löndum þriðja heimsins, þar sem níu af hverjum tíu börnum fæðast. Yfir hundrað þessara latida hafa þegar tekið upp ein- hvers konar takmörkun barns- fæðinga. Á móti stendur hins vegar algert bann kaþólsku kirkj- unnar gegn hvers konar getnað- arvörnum og fólksfjöldastjórnun. I þessu efni eignaöist páfinn óvæntan stuðningsmann sem er Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. Öfugt við fyrirrennara sína hefur hann haldið fram þeirri kenn- ingu, að aukin mannfjölgun örvi hagvöxt. Ekki viröist reynslan staðfesta þessa skoðun. Hvar- vetna í heiminum stendur fæð- ingafjöldi nokkurn veginn í öfugu hlutfalli við efnahags- og menningarlega velmegun. Og á þeim svæöum sem almenningur, einkum þó konur, njóta lág- marksmenntunar, fækkar barns- fæðingum um helming. „Ég held það ætti að draga úr vígbúnaði niður að því lágmarki, sem öryggi okkar krefur," bætir dr. Ditfurth við. „Fyrir það fé sem við það sparaðist mætti auð- veldlega fjármagna varanlega og skynsamlega almenna menntun um allan heitn." Enn á mannkynið kost á því að leysa vandamálið með „mannleg- um aðferðum". „Það er fráleitt að ímynda sér, að við getum not- ið lífsins lystisemda einangruð á velferðareyju okkar. meðan margfaldur meirihluti jarðarbúa rís upp í örvæntingu, óður af hungurskelfingunni." (Þýð.: Magnús Kristinsson.) Geimlarið JÖRÐ Hvað skyldu komast margir um borð? íbúafjöldi á jörðinni milljónum. l Arið 2025, 4588MÍO —samtals 8195 milljónir. Evrópa|j Sovétrikin Asía/Ástralía (Árið 2025: Áætlun Sameinuðu þjóðanna.) íbúafjöldi jarðarinnar hefur meira en þrefaldast á þessari öld.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.