Dagur - 19.11.1988, Qupperneq 2
£•
2 —
J ffc u £3 ?' ‘j ** •*!mjM r3 !•*•
DAGUR - 19. nóvember 1988
Blessuð bamatrúin
Góðan daginn æruverðugu les-
endur. Eftir reiðilestur minn í
síðasta pistli um græðgi manna
og ásókn í veraldleg gæði ætla
ég að venda kvæði mínu í
kross og snúa mér að andlegu
hliðinni. Sjálfsagt bregður-
ykkur í brún, enda hefur lítið
farið fyrir guðsótta og góðum
siðum í greinum mínum. Nú
líður að jólum og þá er tilvalið
að iðrast og leita eftir sálarró,
skreppa í kirkju og blaða í
helgri bók. Sennilega trúa því
fæstir þegar ég, durgurinn og
dusilmennið Hallfreður Þór
Örgumleiðason, segi að ég sé
allra manna iðnastur við
kirkjusókn. Vantrú ykkar er
ofur skiljanleg, en á þessu eru
einfaldar skýringar.
Sunnudagaskóli, barnamessur
og ámóta fyrirbæri eru mjög í
tísku um þessar mundir og það
hlaut að koma að því að dóttir
mín smitaðist af þessum
áhuga. „Pabbi, mig langar að
fara í sunnudagaskóla," sagði
sú stutta einn daginn. Mér
svelgdist á kaffinu og sígarett-
unni og ótal minningar þutu í
gegnum sálartetrið. Mig rám-
aði meira að segja í það að
með skírninni var kveðið á um
að barnið ætti að hijóta kristi-
legt uppeldi. Æ, maður er nú
ekki fullkominn. Eitthvað
hlýtur að gleymast í uppeldinu
hjá öllum foreldrum.
Ég muldraði vandræðalegt
svar til handa dóttur minni,
rauk út og keypti Jesúbækur
og kristilegar snældur, sem
leystu Einar Áskel og Dýrin í
Hálsaskógi af hólnti. „Nú er ég
klæddur og kominn á ról ...“
sönglaði ég fyrir hana þegar
hún var komin í háttinn og
næsta sunnudag fórum við til
kirkju. Guðhræddar æsku-
minningar rifjuðust upp þegar
krakkaskarinn í kirkjunni söng
og trallaði: „Jesús er besti vin-
ur barnanna.“ Presturinn sagði
Góði Guð. Mig langar svo ofboðslega mikið í stórt og safaríkt kjötbein
Væri nokkuð til of mikils mælst . . .
-I
heilsupósturinn
í7ilmsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
l
Hallfreður
Örgumleiðason:
sögur og fékk góða gesti í lið
með sér, meira að segja mann
sem reyndi að beina mér á
betri brautir fyrir áratugum.
Svei mér þá ef ég kannaðist
ekki við þetta flest.
Næstu daga urðu miklar breyt-
ingar á lagavali og lestrarefni
dóttur minnar og spurningarn-
ar dundu á mér. „Pabbi, af
hverju krossfestu mennirnir
Jesúm?“ Ja ... „Pabbi, er Jesús
ósýnilegur?" Tja ... „Pabbi,
ég ætla að biðja Guð um að
gefa dúkkunni minni nýtt auga
og líka hár. Henni finnst ekki
gaman að vera alltaf sköllótt.
Guð getur allt.“ Gegn slíkum
vangaveltum stendur maður
ráðþrota. Biessuð barnatrúin
er svo einlæg að maður getur
varla annað en hrifist með. Ég
var t.a.m. farinn að velta því
fyrir mér hvort það væri frekja
að biðja Guð um 3ja herbergja
íbúð, helst með bílskúr.
Ég hafði orð á þessu við kon-
una mína og þá sagðist hún
heldur vilja 4ra herbergja
íbúð! Um síðir varð henni ljóst
hvað hún hafði í rauninni látið
sér um munn fara og hreytti þá
út úr sér: „Hvað í ósköpunum
ertu að pæla Hallfreður? Þér
væri nær að fá þér almennilega
vinnu í stað þess að heimta að
fá hlutina á silfurfati. Þú vilt
kannski fá nýjan bíl í jóla-
gjöf?“ Rjóð af skömm sökkti
hún sér niður í ástarsöguna á
nýjan leik, þar sem saklausa
stúlkan fékk að lokum eigin-
mann, íbúð og bíl og sjálfa
hamingjuna á silfurfati.
Ég verð að segja að það er mér
ánægjuefni að Kristur skuli
enn vera samkeppnisfær við
He-man og teiknimyndir
Stöðvar 2. Ofbeldið ræður
ríkjum í afþreyingarefni barna
og því er full þörf fyrir ofurlít-
inn kærleika til að vega upp á
móti þessari þróun. Að vísu er
saga kristniboðsins blóði
drifin, en þá sögu má ritskoða
og matreiða fyrir börnin í við-
eigandi skömmtum. Þau geta
sjálf myndað sér skoðanir á
þessum málum þegar þau hafa
aldur til en það er skylda okkar
að veita börnunum kristilegt
uppeldi.
Jæja, ekki var meiningin að
fara að stunda kristniboð,
enda er ég ekki rétti maðurinn
til þess. Eg held bara brauð-
stritinu áfram og bíð ekki eftir
kraftaverkum. Samt myndi ég
ekki slá hendinni á móti 5 her-
bergja íbúð með sána . . .
Er ofiiæmi algengara en menn halda?
Segjum sem svo að þú borðir ein-
hverja fæðutegund t.d. korn, og
fljótlega eftir það byrji að renna
úr nefinu á þér, augun þrútna og
þú verður syfjaður. Og það sem
meira er, að þú verður var við
þetta í hvert sinn sem þú borðar
þessa tilteknu fæðutegund. Það
sem þarna er á ferðinni er þá að
öllum líkindum það sem kallast
ofnæmisviðbrögð.
Það er ekki hlaupið að því að
komast að því hvaða fæðutegund
það er sem haft er ofnæmi fyrir.
Það er vegna þess að algengar
fæðutegundir eru oft aðal of-
næmisvaldarnir, svo sem hveiti,
sjávarafurðir, hnetur, tómatar,
ber, ger, ýmsir ávextir, jafnt sem
mjólkurafurðir, egg, súkkulaði
og sósur. Slæm viðbrögð eftir
neyslu þessara og fleiri tegunda
þurfa þó ekki að vera tilkomin
vegna þess að það sé eitthvað að
fæðutegundunum. Það þarf ekki
einu sinni að þýða að þú ættir að
sleppa þeim. Þau viðbrögð sem
menn verða fyrir þurfa alls ekki
að vera ofnæmisviðbrögð. Raun-
veruleg ofnæmisviðbrögð eru
vegna viðbragða ónæmiskerfis
líkamans, en ónæmiskerfið er
aðal vörn okkar gegn gerlum og
bakteríum. Það á það hins vegar
til að taka of mikið viðbragð við
vissum efnum hjá sumum ein-
staklingum. Það er það sem við
köllum ofnæmi.
Ofnæmisviðbrögð sökum fæðu
koma yfirleitt í ljós innan við 30-
45 mínútur eftir máltíð. Ein-
kennin eru oft kláði, munnurinn
þrútnar eða húðin, heimæði,
uppköst, höfuðverkur, niður-
gangur, blöðrur, almenn þreyta
og afbrigðileg hegðun.
Ef þú verður var við ofnæmis-
viðbrögð við einhverri fæðuteg-
und er samt sem áður ekki víst að
það sé einungis henni að kenna.
Þá ber að hafa í huga að það geta
verið einhver aukefni í fæðuteg-
undinni sem þú gætir haft ofnæmi
fyrir þótt tiltekið efni sé almennt
viðurkennt sem hættulaust meg-
inþorra almennings.
Læknar nota margar aðferðir
og tilraunir við leit að ofnæmis-
valdandi fæðutegundum og eru
þær jafn misjafnar og þær eru
margar. Hugsanlega þá er samt
sem áður ein besta aðferðin hið
svokallaða útilokunar mataræði.
Það er langdregin og jafnvel
leiðinleg aðferð en hún virkar
vel. Þá er skrifað niður allt sem
borðað er og smátt og smátt bætt
við fæðutegundum þannig að
fljótlega kemur í ljós hvaða teg-
und það er sem veldur ofnæminu
og henni þá sleppt.
Hins vegar er gott að gera sér
grein fyrir því að hægt er að fá
mjög væg ofnæmistilfelli. Þau
geta lýst sér í vökvasöfnun sem
kemur yfirleitt fyrst fram á and-
liti. Það verður þrútnara en
venjulega og augnpokar
myndast. Einnig getur orðið vart
við kláða einhvers staðar sem
veldur nokkrum óþægindum.
Það virðist vera sem ofnæmis-
tilfellum fari alltaf fjölgandi.
Fæðufjölbreytnin hefur aldrei
verið meiri, og talið er að á með-
an búið er við annað eins úrval af
fæðutegundum verðum við að
sætta okkur við að ofnæmi verði
ávallt samhliða neyslu á óteljandi
matartegundum. Það hefur kom-
ið í ljós að fimmta hvert ofnæmis-
tilfelli má rekja til litar og rot-
varnarefna.
Það er vitað mál að stór hluti
hins almenna mataræðis getur
verið ofnæmisvaldandi eða
a.m.k. óþægindavaldur, og ef þú
hefur orðið var við einhverja
heilsubresti sem þig grunar að
gætu verið af völdum einhverra
matartegunda, þá er hið skyn-
samlegasta sem þú getur gert að
fara til læknis sem þekkingu hef-
ur á þessum málum. Það gæti
komið í veg fyrir óþægindi.
Hægt er að komast hjá óþarfa óþægindum.