Dagur - 19.11.1988, Síða 15
Í9. nóvember 1988 - DAGUR - 15
ri
dagskrá fjölmiðla
20.30 Útvarp unga fólksins - Spaugið í til-
verunni.
Við hljóðnemann er Jón Atli Jónasson.
21.30 Kvöldtónar.
Tónlist af ýmsu tagi.
22.07 Rokk og nýbylgja.
Skúli Helgason kynnir.
01.10 Vökulögin.
Veðurfregnir kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30,
9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19,
22 og 24.
Hljóðbylgjan
FM 101,8
LAUGARDAGUR
19. nóvember
10.00 Kjartan Pálmarsson
á laugardagsmorgni.
13.00 Axel Axelsson
á léttum nótum á laugardegi.
15.00 Einar Brynjólfsson,
íþróttir á laugardegi.
17.00 Bragi Guðmundsson
kynnir vinsældalista Hljóðbylgjunnar.
19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist
á laugardegi.
20.00 Þráinn Brjánsson
er ykkar maður á laugardagskvöldi.
24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar.
04.00 Ókynnt tónlist
til sunnudagsmorguns.
SUNNUDAGUR
20. nóvember
10.00 Haukur Guðjónsson
spilar sunnudagstónlist við allra hæfi
fram að hádegi.
12.00 Ókynnt hádegistónlist
á sunnudegi.
13.00 Einar Brynjólfsson
spilar gullaldartónlist og læðir inn einu og
einu nýmeti.
16.00 Þráinn Brjánsson
á sunnudagssíðdegi.
19.00 Ókynnt sunnudagskvöldmatartón-
list.
20.00 íslenskir tónar.
22.00 Harpa Benediktsdóttir
á síðustu rödd sunnudagsins.
24.00 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
21. nóvember
07.00 Kjartan Pálmarsson
á fyrri morgunvakt Hljóðbylgjunnar.
09.00 Pétur Guðjónsson
þessi eini þarna.
12.00 Hádegistónlist.
13.00 Þráinn Brjánsson
á dagvaktinni.
f
17.00 Kjartan Pálmarsson
verður ykkur innan handar á leið heim úr
vinnu.
19.00 Ókynnt tónlist með kvöldmatnum.
20.00 Pétur Guðjónsson með Rokkbitann.
22.00 Þráinn Brjánsson
lýkur dagskránni á mánudegi.
24.00 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
19. nóvember
10.00 Ryksugan á fullu.
Fisléttur laugardagur með Jóni Axel
Ólafssyni.
Fréttir kl. 10 og 12.
14.00 Dýragarðurinn.
Gunnlaugur Helgason ljónatemjari
bregður fyrir sig betri stólnum og
skemmtir hlustendum Stjömunnar.
Fréttir kl. 16.00.
18.00 Ljúfur laugardagur.
Besta tónlistin á öldum ljósvakans.
22.00 Næturvaktin.
Stjömustuð fram eftir nóttu. Kveðjur og
óskalög í síma 681900.
03.00-10.00 Næturstjörnur.
Fyrir þá sem geta bara ekki hætt að
hlusta.
SUNNUDAGUR
20. nóvember
10.00 Líkamsrækt og næring.
Jón Axel Ólafsson leikur létta og þægi-
lega sunnudagstónlist.
14.00 ís með súkkulaði.
Gunnlaugur Helgason kroppatemjari á
sunnudagsrúntinum.
18.00 Útvarp ókeypis.
Engin afnotagjöld, engin áskriftargjöld,
aðeins góð og ókeypis síðdegistónlist.
21.00 Kvöldstjörnur.
Vinsæll liður á sunnudegi, tónlist sem
kemur öllum til að líða vel.
01.00-07.00 Næturstjörnur.
Þægileg næturtónlist fyrir þá sem em
ennþá vakandi.
MÁNUDAGUR
21. nóvember
7.00 Egg og beikon.
Óhollur en bragðgóður morgunþáttur
Stjörnunnar.
Fréttir kl. 8.
09.00 Níu til fimm.
Lögin við vinnuna. Lítt trufluð af tali.
Hádegisverðarpotturinn á Hard Rock
Cafékl. 11.30.
Fréttir klukkan 10, 12, 14 og 16.
17.00 ís og eldur.
Hin hliðin á eldfjallaeyjunni.
18.00 Bæjarins besta
kvöldtónlist.
21.00 í seinna lagi.
Nýtt og gamalt í bland. Kokteill sem end-
ist inn í draumalandið.
01.00-07.00 Næturstjörnur.
Næturtónlist fyrir vaktavinnufólk, leigu-
bílstjóra, bakara og þá sem vilja hreinlega
ekki sofa.
08.00 Haraldur Gíslason
á laugardagsmorgni.
12.00 Margrét Hrafnsdóttir
á léttum laugardegi.
16.00 íslenski listinn.
Bylgjan kynnir 40 vinsælustu lög vikunn-
ar.
18.00 Meiri músík
- minna mas. Bylgjan og tónlistin þín.
22.00 Kristófer Helgason
á næturvakt Bylgjunnar.
03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
SUNNUDAGUR
20. nóvember
09.00 Haraldur Gíslason
á sunnudagsmorgni.
12.00 Margrét Hrafnsdóttir
og sunnudagstónlistin.
16.00 Ólafur Már Björnsson.
Hér er ljúfa tónlistin alls ráðandi.
21.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson.
Sérvaiin tónlist fyrir svefninn.
02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
MÁNUDAGUR
21. nóvember
08.00 Páll Þorsteinsson
- þægilegt rabb í morgunsárið.
Fréttir kl. 8 og Potturinn, þessi heiti kl. 9.
10.00 Anna Þorláks.
Aðalfréttirnar kl. 12 og fréttayfirlit kl. 13.
14.00 Þorsteinn Ásgeirsson.
Fréttir kl. 14 og 16 og Potturinn ómiss-
andi kl. 15 og 17.
18.00 Fréttir á Bylgjunni.
18.10 Hallgrímur Thorsteinsson
í Reykjavík síðdegis.
19.05 Meiri músík
- minna mas. Tónlistin þín á Bylgjunni.
22.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson
og tónlist fyrir svefninn.
02.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
Ijósvakarýni
Sitt lítið af
hverju og..
Ég verö að viðurkenna að í Ijósvaka hef
ég lítið rýnt síðustu vikuna, en eitthvað
hef ég hlustað. Það er Rás 2 sem hefur
vinninginn þar, hún er jafnan á þegar
þess er kostur og er nánast orðin fastur
liður í tilverunni. Ekki á maður þess kost
að hlusta á hljóðbylgjustjörnurótina,
þannig að lítið er hægt að tala um þær.
Jú, annars, eitt get ég minnst á. Ég sá
það f blaði fyrir skömmu að haft var eftir
forráðamönnum Hljóðbylgjunnar á Akur-
eyri að útsendingar þeirra næðust allt frá
Sauðárkróki austur til Egilsstaða. Þetta
voru fréttir fyrir mig, en eins og flestir vita
bý ég á Sauðárkróki. Við þessar fréttir
fór ég að hamast á viðtæki mínu og
sneri rásartakkanum fram og aftur, en
ekkert gerðist, ég náði ekki Hljóðbylgj-
unni. Þaö getur hins vegar vel verið að
maður nái þessum sendingum með
hátæknibúnaði og viðeigandi móttöku-
búnaði á húsþakinu, hver veit?
Dægurmálaútvarp Rásar 2 finnst mér
hafa tekið miklum framförum að undan-
förnu, það liggur við að það sé orðið ein
aðal tenging landsbyggðarinnar við
Davíðs borg og endurnar í tjörninni. Fólk
hringir í hlustendaþjónustuna og kvartar
sem aldrei fyrr, Ijósvíkingar dægurmála-
útvarpsins fara af stað að leita svara og
hringja í hina og þessa menn, sumir eru
jafnvei svo kaldir að koma í „stúdíó" í
beina. Stundum tekst að laga þá hnökra
sem eru á hinni og þessari þjónustu sem
kvartað er yfir, en oftast virðist hlust-
endaþjónustan skilja lítið eftir sig þegar
upp er staðið. Þrátt fyrir allt á Rás 2 heið-
ur skilinn fyrir þessa þjónustu og á að
halda henni áfram.
Nú, jæja, hvað get ég minnst á fleira?
Jú, það eru skötuhjúin Eva Ásrún og
skólabróðir minn, Óskar Páll. Þau
stjórna morgunþætti og miðdegisþætti á
Rás 2 af mikilli röggsemi, þeir klikka nú
ekki mikið úr Skagafirðinum. Sérstak-
lega langar mig til að heyra fleiri sögur af
Michael Jackson, sem Eva Ásrún las
svo undurblítt um daginn, það lá við að
maður felldi tár.
Að lokum langar mig til að minnast á
eitt „gott“ mismæli sem ég heyrði í vik-
unni á Rás 2, er ég var á leiðinni í vinn-
una. Verið var að lesa auglýsingar og
ein var lesin af þulinum einhvern veginn
svona: „Lottó, laukur að tölum!" Ekki orö
um það meir, og verið þið sæl að sinni.
Björn Jóhann Björnsson.
Til sölu á Dalvík
Blóma- og gjafavöruverslun í fullum rekstri.
Upplýsingar í símum 96-61393, 61446 og 61625.
Sauðfjárbændur
athugið!
Þeir sem áforma að leggja inn sauðfé í afurða-
stöð á tímabilinu 20. nóv. til 31. maí nk. þurfa að
tilkynna það Framleiðsluráði landbúnaðarins
fyrir 20. þ.m. að höfðu samráði við afurðastöð.
Þá þurfa sauðfjárbændur sem ætla að gera sam-
komulag við afurðastöð um að nýta allt að 5% af full-
virðisrétti næsta verðlagsár til innleggs á þessu verð-
lagsári, að ganga frá því samkomulagi fyrir 20. þ.m.
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
FRAMSÓKNARMENN |||l
AKUREYRI
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
er að Hafnarstræti 90, Akureyri.
Opin mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 16-
18. Sími 21180. Starfsmenn verða Kolbrún Þormóðsdóttir
og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
NÝJAR
BÆKUR
Fást í bóka-
búðum og
blaðsölum
um allt land
SNORRAHÚS
Strandgötu 31 ■ Akureyri
Sími 96-24222
Endurskinsmerki
Dökkklæddur vegfarandi sést
ekki fyrr en í 20 —30 m. fjarlægð
frá lágljósum bifreiðar.
oryggi
umferðinni.
en með endurskinsmerki sést
hann í 120 —130 m. fjarlægð.