Dagur - 26.11.1988, Page 4

Dagur - 26.11.1988, Page 4
4 - DAGUR - 26. nóvember 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kannanir á flokkafylgi í vikunni birtust tvær kannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna. Annars vegar gerði Félagsvísindastofnun Háskólans könnun fyrir Morgunblaðið og hins vegar vann DV hliðstæða könnun skömmu síðar. Niður- stöður þessara kannana eru um margt svipaðar, þótt þær séu gerðar með tveggja vikna millibili. Þær ættu því að gefa góða mynd af raunverulegri stöðu stjórnmála- flokkanna um þessar mundir. Það sem er sameiginlegt með báðum könnunum er að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur auka fylgi sitt, Fram- sóknarflokkur umtalsvert en Sjálfstæðis- flokkur lítillega. Fylgisaukning Framsóknarflokksins kemur ekki á óvart. Hún sýnir að almenningur ber mikið traust til flokksins, sem stefnir óðum í að ná fjórðungi heildar- fylgis. í könnun Félags vísindastofnunar kom fram að Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem flestir kjósa vegna ánægju með störf hans. Kvennalistinn hefur hins vegar mest óánægjufylgi, þ.e. margir kjósa Kvennalistann fyrst og fremst vegna óánægju með hina flokkana en ekki vegna verðleika Kvennalistans. Slíkt fylgi er auð- vitað afar ótraust. Sjálfstæðisflokkurinn bætir örlitlu við sig og kemur það á óvart. Svo virðist sem flokkurinn lifi enn á forni frægð, því tilburð- ir hans síðustu vikur og mánuði gefa ekki tilefni til fylgisaukningar. Kvennalisti og Borgaraflokkur tapa fylgi frá síðustu könnunum en Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur vinna og tapa á víxl, eftir því hvor könnunin er skoðuð. Aðrir flokkar komast varla á blað. Draga má þá ályktun af niðurstöðum ofangreindra kannana að kjósendur telji stjórnmálaflokkana of marga. Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur og Kvennalisti eru samkvæmt þessu langstærstu flokk- arnir með um 75% fylgi samtals, en Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa um 20% fylgi samtals. Hinir flokkarnir, þ.e. Borgara- flokkur, Samtök jafnréttis og félagshyggju, Þjóðarflokkurinn og Flokkur mannsins, skipta afganginum á milli sín. Línurnar skýrast því óðum, ef fram heldur sem horfir. BB. úr hugskotinu l Kolsvart skammdegiö grúfir yfir bænum og bíður þess með óþreyju, að ljósin sem boða komu hátíðar, friðar og neyslu fari að tendrast. Pangað til fær ekkert raskað veldi þess, jafn- vel ekki geislinn ósýnilegi, sem smýgur gegnum loftið, og skell- ur á loftnetum landsmanna, þar sem hann umbreytist, ja, til dæmis í handbolta, sem allir vilja allt í einu á skjái sína, eða þá í landsföðurlega ásjónu for- sætisráðherrans sem lýsir því yfir að gjaldþrot vofi yfir sjálfu handboltalandi, eða í það minnsta, að þjóð sú sem það byggir hafi aldrei verið svo nærri gjaldþroti. Er þjóðin samansafn grúttimbraðra saurlífisseggja sem hafa lifað langt um efni fram? handboltalandi Tekin á beinið Hafi forsætisráðherra ætlað sér að löðrunga þjóðina sína á neyðarsamkundu fiskverkend- anna, sem reyndar hafa fæstir nokkurn tíma komið nálægt því að verka fisk, þá tókst honum það, jafnvel betur en hann hef- ur sennilega upphaflega ætlað. Allur handbolti, með tilheyr- andi rifrildi sjónvarpsstöðvanna var skyndilega gleymdur. Allir fóru að hugsa með skelfingu til feitu, eða þó líklega samkvæmt hollustutísku, þvengmjóu karl- anna með stressarana, stígandi út úr einkaþotunni í Keflavík þar sem Lincolndrossía ein- hvers fiskverkandans á hausn- um bíður þess að flytja þá í stóra, ljóta húsið sem Pétur Gunnarsson kallar svo snilldar- lega hina íslensku Bastillu, og sem væntanlega yrði fyrst þjóð- areignanna til að lenda undir hamrinum alþjóðlega, sem vit- anlega léti verða eitt sitt fyrsta verk að hækka brauðið svo að lýðurinn komist sem allra fyrst á lífskjarastig betlaranna í Bangladesh, og barnanna heimilislausu í Brasilíu, en slíkt kvað víst koma efnahagnum hið snarasta í lag. Sviðinn undan löðrungi Steingríms er að sjálfsögðu ekki sú þægilegasta tilfinning sem ein þjóð getur kosið sér, en þar með er ekki öll sagan sögð enn, því fyrrum fjármálaráðherra hefur einnig séð ástæðu til að taka þjóðina „á beinið“, og það svo um munar fyrir að hafa sól- undað góðærinu margumrædda í bíla, farsíma, leikföng, að verðmæti heillar loðnuvertíð- ar, eða annað ámóta þarflegt. Vitanlega er sitthvað satt og rétt í því sem ráðherra segir. Þannig er vafalaust ekki mikil þörf á því að fjölskylda eignist þriðja bílinn og fari í sólarlandaferð á sama árinu, vitanlega hefur ver- ið ofneysla í þjóðfélaginu síð- ustu ár, en í rauninni er þjóð- inni nokkur vorkunn. Hún veit nefnilega af biturri reynslu, að hverjum degi fylgir nótt, góðæri fylgir kreppa, og því er það allt of freistandi að lifa fyrir daginn í dag. Drekka í dag og iðrast á morgun eins og einhvers staðar segir. Pá má ekki gleyma því að það eru fleiri en jafnvel fyrrum fjármálaráðherra gerir sér grein fyrir, sem aldrei litu augum þetta margrómaða góðæri nema í auglýsingaskrumi sjónvarps- skjánna, eða pésum póstversl- ananna. Að sönnu hefur tiltölu- Reynir Antonsson skrifar lega efnalitlu fólki stundum tek- ist að krækja sér í einhverja mola af nægtaborðinu, en þá yfirleitt með ærnum sparnaði og ráðdeild, eða gríðarlega heilsu- spillandi þrældómi, reyndar oft nauðsynlegum til að halda þjóð- félaginu gangandi. Þetta fólk mætti ráðherrann biðja af- sökunar, eins og góðum, dreng- lunduðum jafnaðarmanni sem hann reyndar er, ber siðferðileg skylda til að gera. Sér til máls- bóta hefur ráðherrann þó, að honum hefur líkast til ekki gengið nema gott til með því að taka þjóðina á beinið fyrir hegðun sína, fremur en öðrum jafnaðarmanni, Þórarni heitn- um Björnssyni skólameistara, þegar hann tók menn á sitt fræga hvalbein, en Jóni Baldvin verður það á, ólíkt meistara, að hann alhæfir helst til mikið, en um það er hann nú því miður ekki einn. Þetta er allt of algengur löstur meðal stjórn- málamanna allra flokka. Mannamunur Það kunna nú að vera ýkjur að vondu mennirnir með stressar- ana séu á leiðinni hingað til að bjóða upp handboltalýðveldið ísland, eða að þjóðin sé öll upp til hópa samsafn grúttimbraðra saurlífisseggja sem hafa lifað langt um efni fram á krítarkort- um sínum eða galtómum tékka- heftum, en eitt er þó víst og það er að ástandið er með verra móti í þjóðfélaginu. Daglega berast fréttir um gjaldþrot stór og smá hjá fyrirtækjum, og gleymum því ekki, líka heimil- um, og sú illa atvinnuleysisvofa er meira að segja komin á stjá. Svo rammt er farið að kveða að samdrættinum, að hans er jafn- vel farið að gæta í sjálfri Reykjavík, og til þess að slíkt gerist má mikið ganga á. En eitt hefur maður dálítið á tilfinningunni í öllu þessu gjald- þrotafári, og það er að svo virð- ist sem kerfið geri umtalsverðan mannamun á þessu sviði. Al- ræmdir fjárglæframenn sem fara á hausinn geta á stundum komist upp með að kaupa eigur þrotabúanna og stofna ný fyrir- tæki, jafnvel með því að fella niður heila þrjá stafi úr nafni gamla fyrirtækisins, eða þá að þeim líðst að auglýsa sig með því að gefa álíka gjaldþrota góðgerðarfyrirtækjum úr lager- um sínum og þiggja auglýsingar á Stöðinni að launum, meðan ungu hjónin missa húskofana ofan af sér, ekki vegna óráðsíu eða óreglu, heldur misgengis, en verða þó ekki fjárráða næstu fimm árin, geta jafnvel ekki sótt um bankalán. Þetta er ástand sem núverandi ríkisstjórn verð- ur að ráða bót á, og til þess þarf hún að fá frið fyrir mönnum sem hafa sumir hverjir minna vit á þjóðhagfræði en hundur- inn minn, þó í forsvari atvinnu- rekendasamtaka séu, eða fjöl- miðlum sem þó f almennings- eigu séu stunda sumir hverjir lítt dulbúna, kerfisbundna stjórnarandstöðu. Og auka- atriði á borð við álver eða vara- flugvelli mega ekki spilla þeirri hreinsun sem fram þarf að fara eftir sukkveislu frj álshyggj uliðs- ins. Fyrr en það hefur verið gert komast hlutirnir ekki í lag í handboltalandi. Landsfeður boða oss að minnsta kosti þrjú mögur ár, sem er að vísu skömminni skárra en Jahve bauð ísraelslýð í þá gömlu góðu daga þegar ekkert var PLO, en er þó nógu slæmt samt. Líklega verður bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Kvótar verða minnkaðir með tilheyr- andi tekjutapi, en það versta sem hægt er að gera í dag er að auka krónutöluna í veskjum útgerðar og fiskvinnslu með gengisfellingu í landi þar sem tveir þriðju hlutar efnahagslífs- ins snúast um milliríkjaverslun. En maður spyr stundum sjálfan sig hvort ekki mætti koma á ein- hvers konar kvótakerfi í inn- flutningi og ofureyðslu. Það hefur tekist að ná þokkalegri þjóðarsátt um kvótana í sjávar- útvegi, og kvótakerfi er að ýmsu leyti réttlátasta leiðin til að takmarka eyðsluna líka, og það gerði sama gagn og gengis- felling, en án verðbólgu og kjaraskerðingar láglaunafólks. Þá er orðið kvóti alveg tilvalið orð yfir skömmtun, og mun án efa renna miklu ljúfar ofan í frjálshyggjuliðið en nokkurt þorskalýsi ofan í franskan krakka falið í sælgætismola.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.