Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 7
26. nóvember 1988 - DAGUR - 7
Hlustað á ítalskan leiðsögumann í þokunni uppi á Vesúvíusi.
Sverrir Páll, annar kennaranna sem . . . og hinn kennarinn, Jónas
fór með okkur . . . Helgason.
í sólbaði við sundlaug annars hótelsins í Sorrento.
Á góðri stundu . . .
eða Bandaríkjamenn). Verslanir
eins og Stefanel, Benetton og
Coin standa þó fyllilega undir
nafni á Ítalíu, þar eru ódýr föt
miðað við gæði. Almennt eru föt-
in ódýr.
Maradonna
21.09. Síðdegis þennan dag var
skipulögð ferð til bæjarins Avell-
ino þar sem horfðum á fótbolta-
leik milli Napólí og Secena.
Maradonna spilaði með Napólí
og skoraði eitt mark. - ítalirnir
voru eins æstir á þessum leik og
þeirra er von og vísa. Það var
náttúrlega rigning á leiknum og
ekkert voðalega margir en við
skemmtum okkur ágætlega. Við
sátum þarna í hóp fyrir aftan
annað markið, í regnkápum með
regnhlífar, étandi eitthvert snack.
22.09.-23.09. Nú var það sól-
baðið sem gilti, enda tími til
kominn að fá lit á kroppinn.
Pompei og Vesúvíus
24.09.-25.09. Helmingur hópsins
fór í skoðunarferð um Pompei og
síðan upp í fjallið Vesúvíus ann-
an daginn og lá svo í sólbaði hinn
daginn og öfugt.
Pompei er hin forna borg við
rætur Vesúvíusar sem grófst und-
ir ösku er fjallið gaus um 79 árum
f. Krist. Borgin hefur í mörgu
verið komin langt á þróunar-
brautinni en það kom okkur á
óvart hve uppfull af erotik
(klámi) hún hefur verið.
Vesúvíus hefur lengi gosið
með 20-30 ára fresti en nú eru lið-
in 44 ár síðan það gaus síðast, svo
allir bíða spenntir eftir gosi. Það
var svo mikið mistur þarna upp
frá þegar seinni hópurinn fór að
fólk sá lítið annað en veginn fram-
an við sig þegar gengið var upp á
fjallið. Það var aðeins nokkurra
metra skyggni svo útsýnið var
ekki upp á marga fiska og við
sáum ekki einu sinni ofan í gíginn
(bara að skoða Öskju þegar mað-
ur kemur heim!). Þar sem ítalir
eru með sölumennskuna í blóð-
inu voru auðvitað tvær minja-
gripasölur þarna upp frá og önn-
ur þeirra meira að segja við gíg-
barminn, - það fannst mörgum
nú hámarkið.
Amaltíströndin
26.09. Þennan dag var boðið upp
á skoðunarferð um Amalfí-
ströndina. Ströndinni svipar
einna helst til Ólafsfjarðarmúla
en er mun ægilegri en hann. Veg-
urinn eftir henni er örmjór og líkt
og skorinn inn í klettaströndina,
en eftir honum fara margar
ferðamannarútur daglega. Þarna
eru heilu þorpin sem hanga utan í
hlíðinni eins og mosagróður í
klettabelti. Við skoðuðum m.a.
einn dropasteinshelli en enduð-
um svo á sandströnd við klettana
sem var algjör draumaströnd.
Þar spókaði fólk sig í nokkrar
klukkustundir, fór í sólbað eða
synti.
27.09. Dagskrá dagsins hljóð-
aði upp á sólbað eða verslunar-
leiðangur. Það er ágætt að versla
í Sorrento en svo er líka auðvelt
að skella sér til Napólí í lest til að
versla. Við fórum einmitt í versl-
unarleiðangur til Napólí fimm
stelpur saman og lentum í því að
taka leigubíl inni í borginni. Það
var eftirminnilegt, annað verður
ekki sagt, bílstjórinn keyrði eins
og brjálæðingur, þannig að við
vorum í hálfgerðu sjokki allan
tímann. (Þetta sparaði okkur
náttúrlega ferð í rússíbana í
tívolí.)
28.09. Nú áttu þeir sem misstu
af Amalfíferðinni þann 26. kost á
ið komast í hana, en sú ferð
vakti einna mesta hrifningu af
öllum skoðunarferðunum. Þeir
sem heima sátu fóru að sjálf-
sögðu í sólbað - enda síðasti sól-
baðsdagur ferðarinnar.
Frá Róm til London
29.09. Við vöknuðum kl. 4.00 urn
nóttina - þ.e. þeir sem fóru að
sofa kvöldið áður. Eftir morgun-
mat lögðu rúturnar af stað og við
keyrðum til Rómar en allir vegir
liggja til Rómar, ekki satt? Þar
var beðið lon og don, fyrst á
Campionflugvellinum svo á
Leonardo da Vinci vellinum.
Skömmu eftir hádegið fór vélin í
loftið og flogið var til London.
30.09.-02.10. Það var gott að
koma til London og skilja inn-
fædda, það var næstum því eins
og að vera komin heim.
Nú tóku hamborgararnir við af
pizzunni.
Umferðin í London er á háu
menningarstigi miðað við það
sem gerist á Ítalíu. Hún hefur
líka sína sérstöðu fyrir að vera
vinstri handar og svo vegna allra
gamaldags leigubílanna og
tveggja hæða strætisvagnanna.
London á líka sínar neðanjarðar-
lestir en við ferðuðumst aðallega
með þeim.
Dagarnir í London fóru mest í
það að spóka sig um og versla í
Oxfordstreet - fyrir það sem eftir
var af gjaldeyrinum. í London
fæst bókstaflega allt sem hugur-
inn girnist. Einhverjir fóru á
Hippodrome diskótekið sem er
það stærsta í Evrópu og vax-
myndasafnið heimsóttu margir.
...og heim
Við flugum síðan heim (í hangi-
kjöt og saltfisk) í tvískiptum hóp
þann 1. og 2. okt.
Það var gott að koma heim á
Frón. Þegar við með seinni vél-
inni lentum var hríð í Keflavík og
fagnaðarlæti brutust út. Nú var
bara að komast heim með yfir-
vigtina til mömmu og byrja í
skólanum.
Helga Kristjánsdóttir.
að giftast!"