Dagur - 26.11.1988, Blaðsíða 9
Framkvœmdasliorinn
Alex Ferguson tók við stöðu
framkvæmdastjóra hjá Man.
Utd. af Ron Atkinson í
nóvember 1986. Hann var þá
landsliðsþjálfari Skotlands og
sagði að hann hefði ekki
sleppt þeirri stöðu fyrir neitt
annað félag en Utd. er hann
gerðist sjötti framkvæmda-
stjóri félagsins síðan Matt
Busby gerði liðið að Englands-
meisturum 1967. Ferguson
var leikmaður með Queens
Park, St. Johnstone, Dunferm-
line, Rangers, Falkirk og Ayr í
Skotlandi. Síðan varð hann
stjóri hjá East Stirling 1974 og
þá hjá St. Mirren áður en hann
hóf 8 ára sigurgöngu með
Aberdeen 1978. Hann leiddi
Aberdeen til 8 titla í Skotlandi
og gerði liðið síðan að Evrópu-
bikarmeisturum 1983. Arið
1985 tók hann við stjórn
skoska landsliðsins jafnframt
því að stjórna Aberdeen.
Aðstoðarmaður hans hjá
Man. Utd. er Archie Knox sem
hann tók með sér frá Aber-
deen, en þar var hann í þeirri
sömu stöðu. Það hefur verið
nokkuö á brattann að sækja
fyrir Ferguson hjá Utd., hann
er mjög harður húsbóndi sem
margir töldu liðið þurfa, en lán-
ið hefur ekki leikið við hann né
liðið síðan hann tók við og nú
bendir margt til þess að hann
sé að reyna að byggja upp nýtt
lið frá grunni þar sem flestar
gömlu stjörnurnar eigi ekki
Alex Fergusen framkvæmdastjóri
Manchester Utd.
Óhætt mun að fullyrða að
Manchester Utd. sé frægast
allra knattspyrnuliða á Eng-
landi og fylgismenn félagsins
eru hvarvetna. Félagið hlaut
samúð um allan heim er flestir
leikmenn liðsins fórust í flug-
slysi á leið heim úr keppnisferð
fyrir um 30 árum og síðan
aðdáun fyrir að ná upp mjög
sterku liði skömmu síðar. Man.
Utd. hefur 7 Englandsmeist-
aratitla að baki, 1908, 1911,
1952, 1956, 1957, 1965 og
1967. Liðið sigraði í 2. deild
1936 og 1975. FA-bikarmeist-
ari 1909, 1948, 1963, 1977,
1983 og 1985, þá varð félagið
Evrópumeistari 1968. Nú er
langt um liðið síðan félagið
varð síðast Englandsmeistari
og á undanförnum árum hefur
ýmislegt gengið á hjá félaginu
og það ekki náð þeim árangri
sem krafist er. Á síðasta leik-
tímabili hafnaði liðið í öðru
sæti 1. deildar, en það þykir
ekki nógu gott á þeim bæ.
Miklar vonir voru bundnar
við liðið í upphafi leiktímabils-
ins sem nú er hafið, en mikil
meiðsli leikmanna hafa sett
stórt strik í reikninginn. Remi
Moses varð að hætta vegna
meiðsla og þeir Paul McGrath
og Norman Whiteside verða
lengi frá vegna meiðsla, auk
þess sem þeir vilja báðir fara
frá Man. Utd. Viv Anderson,
Mike Duxbury og Colin Gibson
hafa einnig átt við meiðsli að
stríða. En félagið hefur þó
marga snjalla leikmenn, Jim
Leighton er landsliðsmark-
vörður Skota og miðverðir liðs-
ins þeir Mal Donaghy og Steve
Bruce eru sterkir. Bakvaröa-
stöðurnar hafa verið nokkurt
vandamál, Lee Sharpe og
Clayton Blackmore hafa leikið
þar í forföllum Anderson, Gib-
son og Duxbury, en miðvörð-
urinn Billy Garton getur einnig
leikið sem bakvörður. Fyrirliði
enska landsliðsins Bryan Rob-
son er driffjöður liðsins á miðj-
unni, þar sem Gordon Strach-
an berst einnig vel. ( framlín-
unni hefur liðið tvo snjalla leik-
menn, þá Mark Hughes og
Brian McClair sem skoraði 31
mark fyrir liðið á síðasta leik-
tímabili. Ungir leikmenn hafa
einnig verið að sækja á, en lið-
ið er nú um miðja 1. deild og
ekki líklegt til stórafreka þar og
Wimbledon batt enda á þátt-
spyrnumann sem uppi hafi
verið. Hann lék þó aðeins sem
gestur með liðinu þar sem
hann hafði þá lagt skóna á hill-
una, en flestir fylgismanna fé-
lagsins minnast þeirra ára
með mikilli eftirsjá er Bobby
Charlton, Denis Law og
George Best léku saman í
framlínu liðsins. Það er því
ekki að furða þó að þeim sem
muna þessa kappa finnist
heldur lítið til arftaka þeirra
koma. Þ.L.A.
Kaup og sölur
Það er ávallt mikið verslað hjá
félaginu, enda nóg af pening-
um til mannakaupa. í sumar
voru tveir af eldri leikmönnum
liðsins, þeir Kevin Moran og
Arthur Albiston látnir fara án
söluverðs, Moran til Sporting
Gijon á Spáni og Albiston til
W.B:A. báðir landsliðsmenn.
Miðvörðurinn Graeme Hogg
var seldur til Portsmouth fyrir
£150.000 og markvörðurinn
Chris Turner var seldur til
Sheffield Wed. fyrir £175.000.
Allt virtist einnig benda til að
Gordon Strachan færi til Lens í
Frakklandi, en þau kaup
gengu til baka og Paul McGrath
og Norman Whiteside fengu
ekki sölur sem þeir vonuðust
eftir. En það voru keyptir dýrir
leikmenn til félagsins, mark-
vörðurinn Jim Leighton var
keyptur frá Aberdeen fyrir
£750.000 og miðherjinn Mark
Hughes var keyptur til baka frá
Barcelona á Spáni fyrir £1,5
milljónir þar sem hann hafði ver-
ið í tvö ár. Þessi landsliðsmið-
herji Wales er dýrasti leikmað-
ur sem Alex Ferguson hefur
keypt til félagsins, en áður var
það miðvörðurinn Steve Bruce
sem keyptur var frá Norwich
fyrir £825.000 sl. desember.
Þá voru einnig keyptir tveir
ungir leikmenn, þeir Paul Dalt-
on frá utandeildaliðinu Brand-
on og hinn 17 ára gamli Lee
Sharpe fyrir £50.000 frá Torq-
uay. Ferguson reyndi að fá til
sín fleiri leikmenn, þeirra fræg-
astan Paul Gascoigne, en
hann kaus að fara til Totten-
ham. Að undanförnu hefur einn-
ig verið mikið um að vera á
markaðstorginu hjá Man. Utd.
eftir hina slöku byrjun liðsins í
deildakeppninni. Miðvörðurinn
Mark Hughes var keyptur frá Barce-
lona fyrir £1,5 milljónir í sumar.
Mal Donaghy var keyptur frá
Luton fyrir £800.000 og fram-
herjinn Ralph Milne kom frá
Bristol City fyrir £170.000.
Félagið seldi hins vegar mið-
herjann Peter Davenport til
Middlesbrough fyrir £700.000,
miðvallarleikmanninn Liam
O’Brien til Newcastle fyrir
£100.000 og hinn skemmtilega
danska landsliðsútherja Jesper
Olsen til franska liðsins Borde-
aux fyrir um £550.000. Það er
engin launung að Ferguson er
á höttunum eftir fleiri leik-
mönnum og má búast við tíð-
indum á næstunni. Þ.L.A.
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2
Páll vann Magnús
Páll Pálsson Nætursölustjóri lagöi Magnús Aöalbjörnsson yfir-
kennara að velli með því að ná sjö réttum og er það besti árangur
í getraunaleiknum í vetur. Magnús náði einungis fimm réttum.
Páll skorar nú á Jóhann Inga son sinn til keppni en óvíst er
hvort jafn mikil keppni ríkir á milli þeirra, eins og feðganna í sjón-
varpsþættinum Faðir og synir.
Jóhann segist hafa valið fallegt munstur á seðlinum en lítið
horft á leikina og nú verður gaman að fylgjast með hvernig geng-
ur í keppni feðganna.
Páll:
Charlton-Nott.For. 2
Coventry-Aston Villa x
Derby-Arsenal 1
Middlesbro-Sheff.Wed. 1
Norwich-Luton 1
Southampton-Millwall 1
Tottenham-Q.P.R x
West Ham-Everton 2
Blackburn-Portsmouth 1
Leeds-Stoke x
Leicester-Bradford 1
W.B.A.-Crystal Palace 1
Jóhann Ingi:
Charlton-Nott.For. x
Coventry-Aston Villa 2
Derby-Arsenal 1
Middlesbro-Sheff.Wed. 2
Norwich-Luton 1
Southampton-Millwall 2
Tottenham-Q.P.R 1
West Ham-Everton x
Blackburn-Portsmouth 2
Leeds-Stoke 2
Leicester-Bradford x
W.B.A.-Crystal Palace 1
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
töku Utd. í deildabikarnum fyrir
skömmu.
En Man. Utd. er eitt ríkasta
félagið á Eeglandi og það mun
áreiðanlega ekkert verða til
sparað að rétta liðið af, en
vandamálið hefur verið að
samstilla þá leikmenn sem
keyptir hafa verið til þessa.
Manchester Utd. lék á Akur-
eyrarvelli fyrir nokkrum árum
og meðal leikmanna var snill-
ingurinn George Best sem
margir telja einn besta knatt-
Aftasta röð (frá vinstri til
hægri): Nicky Wood, Lee
Martin, Steve Bruce, Viv
Anderson, Peter Daven-
port (nú Middlesbrough),
Paul McGrath, Liam O’Bri-
en (nú Newcastle), Nor-
man Whiteside.
Miðröð: Archie Knox (að-
stoðarframkvæmdastjóri),
Alex Fergusori (fram-
kvæmdastjóri), Clayton
Blackmore, Chris Turner
(nú Sheffield Wednes-
day), Jim Leighton, Gary
Walsh, Billy Garton, Jim
McGregor, Norman Davi-
es.
Fremsta röð: Kevin Moran
(nú Sporting Gijon), Mike
Duxbury, Jesper Olsen
(nú Bordeaux), Mark
Hughes, Bryan Robson,
Brian McClair, Gordon
Strachan, Colin Gibson.