Dagur - 22.04.1989, Page 9
Laugardagur 22. apríl 1989 - DAGUR - 9
carmina
„Hún Helga er
undarlegur stúdent“
- Helga Valborg Pétursdóttir í Carmínuviðtali
Helga Valborg Pétursdóttir er
húsmóðir í Austurhlíð, starfs-
mannastjóri á Hótel Reynihlíð
og gegnir einnig kokksstarHnu
þar yfir vetrarmánuðina.
Helga Valborg var oddviti í
Mývatnssveit í fimm ár 1982-
’87. Hún mætir á stjórnarfundi
Kaupfélags Þingeyinga, var
kjörin 1. varamaður í stjórn
1986, og hún er í stjórn SÍS,
var kjörin varamaður 1985 en
kom inn sem aðalmaður er
Valur Arnþórsson lét af störf-
um í stjórninni.
Helga Valborg varð stúdent frá
M.A. 1956. Hún tók því ljúf-
mannlega að mæta í Carmínu-
viðtal er eftir því var leitað.
Helga var á leiðinni á stjórnar-
fund hjá KÞ og var fyrst spurð
um áhuga sinn og þátttöku í
félagsmálum.
„Eg hef mjög gaman af að
starfa að félagsmálum. Ég starf-
aði í U.m.f. Mývetningi á tíma-
bili og lengi í kvenfélaginu og var
formaður þess. Svo er ég félagi í
ITC Flugu og það held ég sé
skemmtilegasti félagsskapur sem
ég tek þátt í. Ég er í fulltrúaráði
Sambands íslenskra sveitarfélaga
og í Skóg- og garðræktarfélagi og
finnst yfirleitt gaman að vera í
félagsskap með fólki.“
- Umfjöllunin í Carmínu hefst
á vísu um þig, hvernig er hún til-
komin?
„Það er rétt að ég fæddist dag-
inn sem þessi kóngur heimsótti
Mývatnssveit. Á Holtavöruheiði
er stór varða sem er talin vera
reist þar sem konungurinn fékk
að pissa á leiðinni norðuryfir.
Þegar við fórum í landsprófsferð
frá Laugaskóla var Páll H. Jóns-
son fararstjóri og hann orti vís-
una við vörðuna á heiðinni."
Foreldrar Helgu Valborgar
voru Kristín Þuríður Gísladóttir
og Pétur Jónsson.
„Það var alltaf stefnt að því að
ég fengi að njóta þeirrar
menntunar sem ég óskaði sjálf
eftir, og ég hefði eflaust getað
fengið að læra meira ef ég hefði
viljað. En ég gifti mig viku eftir
að ég kláraði stúdentsprófið og á
þeim tíma var ekki talið við hæfi,
og jafnvel ekki .eðlilegt, að konur
væru við nám eftir að þær voru
giftar. Áður en ég lauk stúd-
entsprófi var ég búin að ráða mig
sem kennara austur á Vopna-
fjörð. Maðurinn minn er Arnþór
Björnsson frá Svínabökkum í
Vopnafirði, og þar vorum við
fyrstu fjóra veturna af okkar
búskap en á Hótel Reynihlíð á
sumrin.
Við Arnþór kynntumst ' í
Laugaskóla og opinberuðum vor-
ið sem ég kláraði fimmta bekk í
M.A. Það var ekki algengt að
stúlkur sem voru við nám í
Menntaskólanum væru tr.úlofað-
ar. Þegar Þórarinn Björnsson,
skólameistarinn okkar sem var
alveg yndislegur maður, frétti að
ég væri búin að opinbera heim-
sótti hann vinkonu mína og for-
eldra hennar, sem voru nánir vin-
ir hans. Hann var alveg rasandi
og reiður yfir þessu, því hann var
sannfærður um að fyrst ég væri
búin að opinbera ætlaði ég hætta
í skólanum. Svona var tíðarand-
inn, en það hvarflaði aldrei að
mér að hætta.“
- VorU mikið færri stúlkur við
nám á þessum árum?
„Við vorum 11 stúlkur af 46
nemendum í bekknum. Að loknu
stúdentsprófi var ég ekki með
neinar óskir um að halda áfram
námi. Veturnir höfðu stundum
verið svolítið langir þegar kærast-
inn minn var annað hvort erlend-
is eða austur á Vopnafirði, svo
við sáumst kannski aðeins einu
sinni til tvisvar á ári.
En þetta voru yndisleg ár, sér-
staklega í minningunni. Hópur-
inn var ekki svo stór að þegar lit-
ið er til baka var þetta eins og
stór systkinahópur og megnið af
fólkinu bjó saman á heimavist öll
árin. Ein þeirra sem ég þekkti
best er Hólmfríður Ólafsdóttir,
kennari á Akureyri, ég átti annað
heimili hjá henni og foreldrum
hennar meðan við vorum í skóla,
en gömul vinátta var milli for-
eldra hennar og minna foreldra.
Þetta voru allt indælir félagar og
ég kann varla við að nefna einn
öðrum fremur."
- í Carmínu kemur fram að
þessi lofaða stúlka hafi leikið pip-
arkerlingu af mikilli snilld.
„Það var eiginlega þessi bekk-
ur sem endurreisti leikfélagið í
Menntaskólanum, sem ekki hafði
starfað í 3-4 ár. Við settum upp
Æðikollinn eftir Holberg og Jón-
as Jónasson var leikstjóri. Þetta
gekk afskaplega vel og aðsókn
var góð, mig minnir að sýningar
hafi orðið 13, þar af 10 á Akur-
eyri, tvær í Mývatnssveit og ein á
Húsavík. Magnús Líndal Stef-
ánsson, læknir á Akureyri, var
aðal forsprakkinn og formaður
leikfélagsins."
Helga og Arnþór eiga þrjár
dætur sem allar hafa stundað
nám við Menntaskólann. Sú
yngsta lýkur námi í vor og þess
má geta að hún hefur starfað öll
skólaár sín með leikfélagi
skólans.
„Ég þurfti ekki að hvetja dæt-
urnar til náms og ég held að þeim
þyki öllum vænt um skólann og
hafi átt þar góða daga.“
- Er það rétt sem hér stendur
að áhugamálið hafi verið að ger-
ast forstöðukona Húsmæðra-
kennaraskóla íslands?
„Ég var þá þegar vanari mat-
reiðslu og slíku heldur en aðrar í
bekknum, og kannski var þetta
eina embættið á þessu sviði sem
fólk mundi eftir og því hafi það
verið tekið fram.“
Helga Valborg er aftur horfin
Helga Valborg Pétursdóttir.
að hótelrekstrinum eins og fram
hefur komið, en hvað um aðra
spádóma úr Carmínu?
„Það var ógurlegur feill að
standa ekki við það að eiga 12
börn, en tírninn var of fljótur að
líða og of mikið að gera. Ég fer
stundum á skíði og hef afskap-
lega gaman að því. Öll handa-
vinna höfðar afskaplega mikið til
mín en mitt vandamál í lífinu
hefur verið það að ég hef haft allt
of mörg áhugamál. Mig minnir
að krosssaumur hafi verið áhuga-
mál mitt á þessum tíma og við
höfðum saumaklúbba og komum
saman með handavinnu á
kvöldin.
Draumurinn um brúðkaups-
ferð til Sviss hefur ekki ræst en
það er ekki komið að gullbrúð-
kaupinu. Hins vegar fórum við til
Thailands þegar við áttum silfur-
brúðkaup og ég er búin að koma
í löndin í kringum Sviss. Ég hef
alltaf verið mjög hrifin af Sviss og
mig langar alltaf þangað, þó svo
hafi viljað til að ekki hafði orðið
af ferð þangað. Á þessum árum
var mikið talað um Sviss í sam-
bandi við skíðaíþróttirnar og á
þeim hafði ég mikinn áhuga.
Útgarður, sem ekki er lengur til,
var uppi í Hlíðarfjalli og þangað
fórum við 1-2 sinnum á vetri og
stunduðum skíði.
Úr Carmínu:
Arið fyrir löngu var ýmislegt á seiði,
eflaust miklu fleira en nokkur maður veit.
Danakóngur hnerraði á Holtavörðuheiði,
og Helga Valborg fæddist upp í Mývatnssveit.
Helga Valborg Pétursdóttir var borin í þennan heim í Reykjahlíð í
Mýbitssveit þann 26. júní 1936. Þann sama dag heimsótti hans hátign,
Friðrik krónprins, fæðingarsveit hennar, og flýtti hún sér þess vegna svo
mjög af tómri kurteisi að heilsa upp á prinsinn, að hún stökk úr móður-
kviði löngu fyrir tímann. Var hún þá ekki nema 8V5 mörk á þyngd, og
þótti þetta því vasklega gjört, enda var hún jafnan ólöt síðan. Svört var
hún á brún og brá og svo hárprúð, að prinsinn féll í stafi yfir fegurð
hennar. Fagnaði hún prinsinum með öskri miklu og söng fyrir hann á
fyrsta dægri þjóðsöng Mývetninga: „Blessuð sértu sveitin mín.“ - Spáði
Danasjóli því, að mær þessi mundi ntikill skörungur verða, og gekk það
eftir. Olst hún upp með foreldrum sínum grönn og spengileg til sex ára
aldurs, en hóf þá hótelrekstur og matseld í Reynihlíð, hvar hún eldaði
silunga í enska lávarða. Þótti þá fara betur á því, að hún lofaði sína vöru
með góðu holdafari, og tók hún þá að fitna - í hófi - og hefur farið sí-
gildnandi síðan. En er hún tók að nálgast giftingaraldurinn, varð hún al-
tekin af svo yfirþyrmandi hungri og þorsta sálarinnar, að hún réðst í skólá
að hinu fræga menntasetri S-Þingeyinga, Laugum, náði sér þar í manns-
efni og lauk þaðan landsprófi 1952. Næsta haust kom hún í 3. bekk M.A.,
og er nú sálin að verða álíka vel á sig komin og líkaminn. Þessi Helga
Valborg er heiðarleg sál, elskuð af öllum sínum skólasystkinum. Hefur
hún leikið af mikilli snilld piparkerlingu í „Æðikollinum" eftir Holberg,
en þar náði hún sér þó í mann að lokum, og mátti glöggt sjá, að til þess
hefur hún æfinguna. Áhugamál hennar frá barnæsku var að gerast for-
stöðukona Húsmæðraskóla íslands. En enginn má sköpum renna. Ungi
maðurinn ruglaði öll þessi áform fyrir henni, þjóð vorri til óbætanlegs
tjóns. Áætlunin er nú að hverfa aftur að hótelrekstrinum, eiga tólf börn
og ganga á skíðum (krosssaumur í tómstundum). Draumurinn um brúð-
kaupsferð til Sviss. Ef til vill verður hún þó að bíða til gullbrúðkaupsins.
Hversu vel hún tekur sig út í brúðarskarti opinberaðist öllum lýð í Æði-
kollinum.
r/>i~y,V.
r7 ^
■ J1 ■
Ot
Lv, A 'T-J'
Mynd: IM
Mér fannst í reyndinni þessi ár
í Menntaskólanum yndisleg og
þar voru ágætir kennarar. Sá sem
stóð alltaf næst okkar bekk var
Árni Kristjánsson úr Kinninni,
hann kcnndi okkur íslensku í
þrjá vetur og aðstoðaði okkur
líka við útfærslu á leikritinu og
fleiru. Þórarinn Björnsson,
skólameistari var alveg einstakur
maður. Enn í dag finnst mér ég
hálfpartinn vera að koma heim
þegar ég kem í skólann og ég á
miklar rætur til hans.
Það var mikið félagslíf þessa
vetur sem ég var í skólanum. Við
vorum ekki neitt sérstaklega góð-
ur bekkur, að talið var. Ég minn-
ist þess að skólameistari sagði
það í útskriftarræðunni okkar, að
þegar við hefðum verið í fjórða
bekk hefði hann langað til að
reka hálfan bekkinn, en síðan
tókum við okkur afskaplega vel á
og hann sagði að við værum bara
orðin góð þegar við fórum.
Mér finnst ég oft hafa búið vel
að verunni í Menntaskólanum og
námið komið mér til góða. Ég
var úr sveit og hafði ekki haft svo
mikil tækifæri til að fylgjast með
menningarviðburðum og öðru
slíku, en í skólanum hlutum við
ákveðna örvun í þá áttina sem ef
til vill opnaði augu okkar.
Síðasta árið sem ég var í
skólanum hafði ég kannski svo-
litla sérstöðu af því að ég var
opinberlega trúlofuð. Iðunn
Steinsdóttir var í yngri bekkjun-
um þennan vetur og löngu síðar
þegar leiðir okkar lágu saman
sagðist hún hafa borið mjög
mikla virðingu fyrir mér. Ég var
umsjónarmaður kvennavistarinn-
ar þennan vetur og henni fannst
að það hlyti að vera mjög merki-
leg manneskja sem var hringtrú-
lofuð, en ég gerði mér ekki grein
fyrir að ég væri svona merkileg.
Heimavistin var heimili manns í
þessa fjóra vetur því það var ekki
farið heim um helgar, aðeins í
jóla- og páskafrí, og þó ekki allt-
af um páskana.“
Að lokum rifjaði Helga upp
skemmtilega sögu til marks um
tíðarandann: „Á þessum árum
var það ekki orðið algengt að
stúlkur færu í Menntaskóla og
það var eiginlega litið svo á að
þær sem færu á slíka braut gætu
ekkert í heimilisverkum eða
slíku. Þegar ég var austur í
Vopnafirði vorum við með í þre-
faldri skírnarveislu, þar sem feð-
urnir þrír voru allir bræður. Auð-
vitað var ég þrælvön að smyrja
brauð og gerði það fyrir veisluna.
En þá sagði gömul kona þarna í
sveitinni: „Ja, hún Helga er
undarlegur stúdent.“ IM