Dagur - 22.04.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Laugardagur 22. apríl 1989
Aðalfundur
Útgerðarfélags
Akureyringa hf.
verður haldinn mánudaginn 24. apríl 1989
20.30 í matsal frystihússins.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Lagabreytingar.
Útgáfa jöfnunarhlutabréfa.
kl.
Stjórnin.
Fyrirtæki til sölu
Sérverslun með verkfæri og áhöld.
Arðvænlegt þjónustufyrirtæki í miðbænum.
Mjög gott þjónustufyrirtæki í eigin húsnæði nálægt
miðbænum. Húsnæðið þarf ekki að selja.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Sími 25566
Benedikt Olafsson hdl.
Sölustjóri, Pétur Jósefsson, er á
skrifstofunnl virka daga kl. 14-18.30
Glerárgötu 36, 3. hæð. Heimasimi hans er 24485.
FASTÐGNA& M
SKIPASAIAZjSsZ
NORÐURLANDS O
Frá tónleikum Skagfirsku söngsveitarinnar og Söngfélagsins Drangey, sem haldnir voru í íþróttahúsinu á Sauðár-
króki, í tilefni Sæluviku Skagfirðinga 1989. Fjölmenni var á tónleikunum, sem þóttu takast mjög vel og fékk skag-
firska söngfólkið frábærar viðtökur áheyrenda.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri mál-
fræði við íslenska málstöð. Verkefni einkum á sviði hag-
nýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórn-
arstörf.
Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og
störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 16. maí nk.
Menntamálaráðuneytið,
14. apríl 1989.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Við framhaldsskólann á Laugum er laus staða íþrótta-
kennara. Við skólann er auk hefðbundinnar íþróttakennslu
starfrækt íþróttabraut.
Við Menntaskólann á Akureyri er laus til umsóknar
staða stærðfræðikennara.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík fyrir 19. maí nk.
Menntamálaráðuneytið.
Akureyringur kæri!
Hvernig væri að þú færir og kynntir þér
allt úrvalið sem hér er upptalið.
m
Gúmmívinnslan hf.
Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776
Avon, Trayal,
General, Passprot.
Einnig Michelin,
hin ágæta tegund.
Kemur þú,
þá kemstu inn
og við munum sjá
um bílinn þinn.
Rekstrarkostnaður Byggða-
stofnunar óx mn 36% 1988
- 90 stærstu skuldunautarnir skulda Byggðastofnun
4,3 milljarða króna
Starfsmenn Byggðastofnunar á Akureyri, talið frá vinstri: Valtýr Sigurbjarn-
arson, Guðmundur Guðmundsson og Benedikt Guðnmndsson.
Á fundi stjórnar Byggðastofn-
unar þ. 28. mars sl. samþykkti
hún ársreikning fyrir árið 1988.
Hér er getið nokkurra helstu
stærða úr reikningunum. Nán-
ar verður fjallað um starfsemi
stofnunarinnar á síðastliðnu
ári í ársskýrslu sem væntanleg
er á næstu vikum.
Við síðustu áramót var niður-
staða efnahagsreiknings Byggða-
stofnunar 6.755,7 m.kr. og hafði
hækkað um 46,2% á árinu. Eigið
fé stofnunarinnar var 1.641,7
milljónir. Er þá búið að taka tillit
til 200 m.kr. færslu á afskriftar-
reikning. Eigið fé óx um 19,5% á
árinu. Hlutfall eigin fjár stofnun-
arinnar af heildareign var 29,7%
í upphafi ársins. Þegar gert er
upp í árslok er niðurstaðan sú að
þetta hlutfall hefur lækkað í
24,3%. Þessi mikla lækkun er
framhald langtíma rýrnunar á
hlutfalli eiginfjár. Lækkunin staf-
ar annars vegar af því hversu
mikiar lántökur stofnunarinnar
voru en hins vegar af því hversu
mikið hcfur verið lagt til hliðar í
afskriftareikning útlána til að
mæta óhjákvæmilegum töpum. Á
mælikvarða lánskjaravísitölu óx
eigið fé Byggðastofnunar á síð-
astliðnu ári unt 4,9 milljónir eða
0,3%.
Fasteignir Byggðastofnunar
eru 6,8% af eigin fé. Stofnunin
hefur lagt fram 76,3 m.kr. sem
hlutafé í 14 fyrirtækjum.
Um síðastliðin áraniót námu
iánveitingar Byggðastofnunar
með áföllnum vöxtum samtals
6.619 m.kr. f>ar af voru tæplega
2A hlutar gengistryggð lán en
27,6% með innlendri verðtrygg-
ingu. Óverðtryggð lán heyra sög-
unni til en eftirstöðvar þeirra
námu 144 m.kr. um áramót.
Heildarskuldir stofnunarinnar
námu rúmum 5 milljörðum króna
og eru þær nær algerlega erlend
lán. Innlend lán námu 341 m.kr.
Samkvæmt lögum skal Byggða-
stofnun njóta framlags af fjárlög-
um til staj-fsemi sinnar. Framlag-
ið nant 125 m.kr. á árinu 1988 og
hafði hækkað úr 80 m.kr. frá
fyrra ári. Lántökur ársins voru
79,0% af heildarlánveitingum.
Á árinu 1988 samþykkti stjórn-
in 580 láns- eða styrkumsóknir og
synjaði J17 en 27 umsóknir sem
bárust á árinu féllu niður af ein-
hverjum ástæðum. Samtals námu
lán og styrkir sem stjórnin sam-
þykkti 2.175 m.kr. á árinu 1988.
Þar af voru 502 nt.kr. ógreiddar í
árslok. f>á samþykkti stjórnin að
leggja fram fé í 12 hlutafélög.
Um síðastiiðin áramót voru
skuldunautar Byggðastofnunar
1.552. Tuttugu hinna stærstu
skulduðu stofnuninni samtals
1.360,6 m.kr. Alls skuldaði 71
fyrirtæki yfir 20 milljónir króna
hvert en alls 2.937,5 milljónir eða
46,7% af heiidarskuld fyrirtækja.
Enda þótt skuldunautum stofn-
unarinnar hafi fjölgað um 60 frá
fyrra ári einkenndist lánastarf-
semi ársins 1988 af því að mikil
aukning skulda varð hjá fyrir-
tækjum sem skulduðu stofnun-
inni ntikið fyrir.
Umsvif Byggðastofnunar juk-
ust töluvert á árinu 1988. Unt
áramót voru starfsmenn alls 29.
Par af voru 3 í hlutastarfi. Sam-
eiginlegt starfslið með Fram-
kvæmdasjóði íslands annast
umsjón með húsnæði, sameigin-
lega tölvu, mötuneyti o.þ.h. Auk
fastráðinna starfsmanna ltafa
starfsmenn unnið tímabundið
fyrir stofnunina, bæði í Reykja-
vík og annars staðar. Með til-
komu Atvinnutryggingarsjóðs
útflutningsgreina jókst álag á
starfslið stofnunarinnar verulega.
Prátt fyrir það hefur ekki verið
ráðið í nema eitt nýtt starf í
Reykjavík enda er stefnan sú að
viðbót við starfslið verði á lands-
byggðinni. Ráðnir voru 3 nýir
starfsmenn á Akureyri en einn
flutti frá Reykjavík.
Vergur rekstrarkostnaður
Byggðastofnunar varð samtals
95,8 milljónir króna og hafði vax-
ið um 54% frá fyrra ári. Stofnun-
in hefur ýmsar tekjur á móti og
nant hann alls 4,9 milljónum
króna árið 1988. Á árinu 1988 var
ráðist í ýmsar breytingar á hús-
næði stofnunarinnar að Rauðar-
árstíg 25 og stofnunin kostaði
innréttingar í miðstöð sína á
Akureyri. Sé tekið tillit til fjár-
festingarkostnaðar og kostnaðar
vegna þjónustu við Atvinnutrygg-
ingarsjóð óx rekstrarkostnaður
stofnunarinnar um 36% á árinu.
Á stjórnarfundinum voru einn-
ig til ákvörðunar starfs- og rekstr-
aráætlanir stofnunarinnar fyrir
árið 1989, ásamt nokkrum öðrum
málum.