Dagur - 01.07.1989, Síða 1

Dagur - 01.07.1989, Síða 1
72. árgangur Akureyri, laugardagur 1. júlí 1989 123. tölublað fjArmAl þín SÉRGREIN OKKAR TIARFESTINGARFEIAGID, Ráðhústorgi 3, Akureyri Kristján Jóhannsson með tflboð frá Metropolitan í New York - syngur í Adriana Lecouvreur á Scala í júlí Kristján Jóhannsson óperu- söngvari hefur fengið tilboð um að syngja í óperunni Tosca árið 1990 og 1991 við þá heims- frægu óperu Metropolitan í New York. Dagur náði tali af Kristjáni í Mílanó á Ítalíu í gær og staðfesti liann að tilboðið hefði borist. „Ég er ekki búinn að skrifa undir sainning um þetta en ég á von á honum á hverri stundu. Mér hefur bor- ist skeyti og tilboð frá Metro- politan um þetta verkefni,“ sagði Kristján. „Þetta er þannig tilboö að ég get gengið að því en ég hef haft þá reglu með tilboð að ganga ekki að hverju sem er. Ég myndi segja að Scala-óperan væri há- punkturinn en Metropolitan er að sjálfsögðu mjög hátt skrifuð," sagði Kristján. Kristján hefur í mörgu að snú- ast þessa dagana. Hann flaug frá Bandaríkjunum yfir til Mílanó s.l. sunnudag og hefur hat'ið æfingar af krafti á hlutverki í Adriana Lecouvrcur eftir Ciéla. Þetta kom mjög óvænt upp í hendurnar á Kristjáni og sagðist hann einungis hafa þrjár vikur til að æfa hlutverkiö. Áætlaðar eru þrjár sýningar á verkinu og er sú fyrsta á dagskrá þann 10. júlí. Vegna verkfalls í ballettinum, sem tckur þátt í sýningunni, er hugsanlegt að fyrsta sýningin fær- ist til 13. júlí. „Þetta er mjög int- eressant hlutverk að mörgu leyti. Það krefst mikils af röddinni. Hiutverkið er bæði dramtískt og eins og rrtaður segir á óperumáli lýrískt. Það krefst sterks og mik- ils söngs og síðan veiks söngs á milli. Það er vissulega mikið í húfi að gera þetta vel vegna þess að þessi ópera hefur ekki verið sett hér á svið í 25 ár og sá tenór sem söng þetta hér og fólk minn- ist er Franco Corelli. Það er því eins gott að gera þetta vel og ég mun rcyna að gera mitt besta,“ Skyldi henni ekki leiðast þessari? sagði Kristján. Kristján kvaðst vera í góðu formi þessa dagana og hann væri tilbúinn til að takast á við þetta spennandi verkefni á Scala. Að afloknum sýningum þar tekur við stíft prógramm í Bandaríkjunum. „Ég vcrð í Chicago með tvær óperur fram í desember og síðan fer ég til Palermo á Ítalíu og þar á eftir á Scala og til Feneyja. í apríl fer ég til Carnegie-hall í New York og verð þar með í óperu í tónleikauppfærslu," sagði Kristján. Kristján sagöist ekki sjá fram á að geta sungið hér heima á næst- unni því dagskráin framundan væri erfiö og þétt. En hvenær skyldi Akureyringum gefast kost- ur á að hlýða á Kristján. „Ég hef alltaf sýnt því áhuga að syngja á Akureyri en því miður er ekkert tónleikahús þar. Það er frekast hægt að syngja á veturna og vorin og vegna þess að skólarnir eru þá í fullum gangi er erfitt að koma því við. Ég hef satt best aö segja það mikið að gera að erfitt er aö finna eyöu í prógrammiö." sagði Kristján Jóhannsson að lokum. óþh Helgarveðrið: Hlýnandi á Norðurlandi Veðurguöirnir leika greinilega á als oddi uni þcssar nnindir og það nnin ekki fara frain hjá Norölendingum uin og eftir helgina. Bragi Jónsson veðurfræðingur sagði veður fara hlýnandi á Norðurlandi. Á laugardag verður hægviðri og léttskýjað. Sunnan kaldi verður á sunnudag og skýj- að með köflum en síðan léttskýj- að. Til að gleðja Norðlendinga enn meira spáði Bragi sunnan og suö- vestanátt á mánudag og þriðju- dag, hlýju veðri og léttskýjuöu. „Hvað viljið þið hafa það betra?" spurði hann og bætti við aö það mætti jafnframt geta þess að það yröi rigning í Reykjavík. KR Undirbúningur hafinn í rækjuvinnslu Geflu hf.: Ekkert orðið ljóst um hráefiiisöflunina - Jökull hf. a Raufarhöfn, stærsti hluthafi í Geflu, kannar möguleika á kaupum á bát sem afli hráefnis fyrir rækjuvinnsluna Nú er byrjað að undirbúa rækjuvinnslu Geflu hf. á Kópaskcri en vinnsian var keypt af þrotabúi Sæbliks hf. Ekki er hins vegar orðið ljóst hvenær vinnsla hefst þar sem ekki hefur verið frágengið hvernig að hráefnisöflun verð- ur staðið. Samkvæmt heimild- um blaðsins hefur Jökull hf. á Raufarhöfn, sem á um 70% í Gellu hf., verið að kanna kaup á bát sem notaður verði til hráefnisöflunar fyrir rækju- vinnslu Geflu í sumar. Hólmsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls og stjórn- arformaður Geflu hf., segir ekki rétt að gengið hafi verið frá kaup- um á skipi en unnið sé að lausn á hráefnisöflun fyrir verkámiðjuna. „Nei, við erum ekki búnir að kaupa bát en það er verið að skoða málin. Ég vil ekkert segja um það hvenær vinnslan getur hafist, það verður að ráðast af því hvenær við fáum rækju. Við gætum byrjað á morgun þess vegna en það er enn ekkert orðið ljóst um hráefnisöflunina," segir Hólmsteinn. Kannanir hafa verið gerðar á rækjumiðum í Öxarfirði undan- farin ár en veiðar á rækju á þess- um slóðum hafa legið niðri undanfarin ár. Hólmsteinn segist binda vonir við að í haust verði veiðar á þessum slóðum leyfðar og þar fáist hráefni m.a. fyrir vinnsluna á Kópaskeri. Könnun Hafrannsóknastofnunar sem fram fari í septembermánuði muni skera úr um hvort veiðar verði leyfðar á ný. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.