Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 12. desember 1989 238. tölubiað --------- Q#'- Jólafötin i ar HERRADEILD HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Sprengivika hjá Fiskverkun KEA í Grímsey: Höftim verið stans- laust í aðgerð - segir Sæmundur Ólason, verkstjóri Óvenju mikið af fiski barst á land í síðustu viku í Grímsey, að sögn Sæmundar Ólasonar, hjá Fiskverkun KEA. Hann sagði Fiskverkunina hafa tekið við um 70 tonnum í vikunni sem er með því allra mesta sem hún hefur tekið við í einni viku á þessu ári. „Við höfum verið stanslaust í aðgerð og ekki komist í neitt Sléttbakur EA: Vélstjóri slasaðist Sléttbakur EA 304, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., kom til hafnar á Nes- kaupstað aðfararnótt sunnu- dags þar sem cinn skipverja hafði meiðst á hendi. Sléttbakur var að veiðum fyrir austan land þegar vélstjóri meiddist á fingrum við vinnu sína. Talið var nauðsynlegt að láta kanna meiðsli mannsins nán- ar af lækni, og var því haldið inn til Norðfjarðar. Sléttbakur hafði skamma viðdvöl á Neskaupstað og vélstjórinn fór með flugvél til Akureyrar eftir að gert hafði ver- ið að sárum hans. EHB annað,“ sagði Sæmundur. Allur þessi afli verður unninn í salt. Sæmundur kvað nokkrum erfið- leikum bundið með mannahald í vinnslunni þegar liðið væri svo nálægt jólum. Hann bindi þó vonir við að njóta starfskrafta skólakrakka þegar þau koma lieim í jólafrí um næstu helgi. „Mér sýnist verða nóg að gera fram að jólum og milli jóla og nýárs. Það verður trúlcga lítið um frí og afslöppun um jólin.“ Það sem af er þessu ári hefur Fiskverkun KEA sent frá sér 430 tonn af saltfiski. „Það stefnir í að verða um 150 tonnum meira af saltfiski á þessu ári miðað við árið 1988,“ sagði Sæmundur. óþh Mikill fjöldi fólks var á Ráöhústorgi sl. laugardag þegar kveikt var á jólatrénu sem vinabær Akureyrar í Daninörku, Randers, hefur gefið bænum. Mynd: kl Þormóður rammi hf. Siglufirði: Vilja 127 toima bát fyrir Stapavíkina SI Forráöamenn Þormóös ramrna hf. á Sigluflrði hafa verið í könnunarviðræðum við Haf- stein Asgeirsson, útgerðar- mann í Þorlákshöfn, um kaup á 127 tonna báti, Guðfinnu Steinsdóttur ÁR 10, sem not- aður yrði til rækjuveiöa. - báturinn yrði notaður til rækjuveiða Heimildir Dags á Siglufiröi telja að báturinn eigi að veiða rækju fyrir Sunnu lif., félag um rækjuverksmiðju á staönum. Ekki hefur verið gcngið frá neinum samningum um kaup á þessum báti en Hafsteinn Ásgeirsson staðfesti í gær að for- Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina: Tugir fyrirtækja enn á biðlista - sjóðurinn þarf 900 milljónir til viðbótar í ár Um 150 fyrirtæki hafa fengið afgreiðslu hjá Atvinnutrygg- ingasjóði útilutningsgrcina á því 14 mánaða tímabili sem hann hefur starfað. Nú í vik- unni verður lögð fram skýrsla á Alþingi þar sem tilgreint verð- ur hvaða fyrirtæki hafa leitað til sjóðsins, hvernig afgreiðslu þeirra mála hefur verið háttað og hve háar upphæðir þau hafa fengið í lán. Um áramótin rennur út uinsóknarfrestur fyrirtækja til að sækja um lán úr sjóðnum á næsta ári en sem kunnugt mun sjóðurinn falla undir Byggðastofnun í lok næsta árs. „Við erum búnir að fara nokk- uð vel yfir svið atvinnulífsins. Núna eru það ýmsar eftirlegu- kindur sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu,“ sagði Gunnar Hilrn- arsson, formaður stjórnar Banaslys í Fljótum: Maður lést er tveir bflar rákust saman Banaslys varð rétt sunnan við bæinn Melbreið í Fljótum í Skagafirði á sunnudaginn var. Tveir bílar sem voru að mætast lentu saman með þeim aileiðingum að öku- maður annarar bifreiðarinnar lést. Á þessum slóðum er vegur- inn mjög mjór og lélegur eins og víða í Fljótunum. Rökkur var er slysið átti sér stað og akstursskilyrði léleg og ísing í ofanálag. Hinn ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Siglu- firði, en ekki er ljóst á þessari stundu hvað hann er mikið slas- aður, en hann mun ekki vera í lífshættu. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. kj Atvinnutryggingasjóðs í samtali við Dag. „Núna erum við að vinna í mál- um fiskeldisfyrirtækja og einstakra fyrirtækja úr öðrum grcinum. Við höfum á blaði 70 nöfn fyrir- tækja sem bíða afgreiðslu, fyrir- tækja sem ýmist hafa verið að endurskipuleggja sín mál sjálf eða að fara í gegnum afgrciðslu hjá Hlutafjársjóði. Okkur berst eitthvað á næstu vikum enda vita menn að fyrir áramót verður að vera búið að sækja um fyrir næsta ár,“ segir Gunnar. Fjáraukalög verða væntanlega samþykkt á næstu dögum á Alþingi en samkvæmt frumvarp- inu fær Atvinnutryggingasjóður um 900 milljón kr. viðbótarfjár- veitingu fyrir þetta ár. Sam- kvæmt frumvarpi til fjárlaga fær sjóðurinn 350 milljónir á næsta ári en hefur frá upphafi afgreitt samtals um 2,5 milljarða. „Við getum sagt að Vt séu að baki en fjórðungur eftir óafgreitt. lEftirspurn hjá sjóðnum hefur verið meiri en áætlað var eða sem nemur þeim 900 milljónum sem við þurfum í viðbót við fjárveit- ingu á þessu ári," segir Gunnar Hilmarsson. JÓH ráðamenn Þormóðs ramma hefðu komið að ntáli við sig og spurt eftir bátnum. Hefðu þeir lýst áhuga á að kaupa hann, en meö bátnum fylgir nokkur þorsk- kvóti en enginn rækjukvóti. Ekk- ert hefur vcrið ákveðið um hvort þorskkvótinn fylgi með bátnum, aö sögn Hafsteins, en hann minnti á að Stapavíkin SI hcfði nokkurn rækjukvóta. „Ég get afhent bátinn fyrir áramót ef dæmið gengur upp,“ segir hann. Guðfinna Stcinsdóttir er ekki gamall bátur, byggður árið 1978 úr stáli og þykir í góðu ástandi. Einar Sveinsson, stjórnarformað- ur Þormóðs ramma, segir allar fullyrðingar um að báturinn eigi að veiða rækju fyrir Sunnu hf. úr lausu lofti gripnar. Hilt sé rétt, að rætt hafi verið um að skipta á Stapavíkinni og bátnum, kvóta- laust eins og sagt er. „Þetta er aðcins spurningin um hvort hag- kvæmt sé að fara .út í þessi skipti," segir Einar. Nýlega birtist skrá yfir hluthafa Sunnu hf. í Lögbirtingablaðinu. Þeir eru Jóhann Guönason, Drafnar hf., Verkalýðsfélagið Vaka, Bæjarsjóður Siglufjarðar, Rafveita Siglufjaröar, Jón & Erling vélsmiðja, Þormóður rammi hf., Egilssíld hf., Rafbær sf., Skipaþjónustan sf., Hótel Höfn, Hermann Jónasson, Veið- arfæri hf., Siglufjarðarleið hf. og Verslun Sigurðar Fanndal. EHB Ferjumál Grímseyinga og Hríseyinga: Væntanlega gert til- boð í norska feiju - heimild til þess að vænta í dag eða á morgun Oskað hefur verið eftir því við samgönguráðuneytið að heim- ilt verði að gera kauptilboð í ferju fyrir Hríseyinga og Grímseyinga. Sem kunnugt er hefur verið unnið að því á þessu ári að finna skip sem hentað geti sem ferja milli lands og eyjanna tveggja og hafa menn nú mestan augastað á „Bremnes“, ferju sem geng- ur milli Stavanger og Bergen í Noregi. Fulltrúar frá Grímsey og Hrís- ey fóru fyrir skömmu utan og skoðuðu skipið. í framhaldi af því var samgönguráðherra gefin skýrsla þar sem jafnframt var óskað heimildar til að gera tilboð í skipið. Þessarar heimildar er að vænta í dag eða á morgun og að henni fenginni verður tilboð gert. Hríseyjarhreppur hefur, sam- kvæmt gildandi fjárlögum, heim- ild til að taka 35 milljóna króna lán til ferjukaupa. „Bremnes" er rúmlega 40 metrar að lengd og er skráð burð- argeta þess 386 tonn. Skipið er smíðað úr stáli hjá Skaalurens Skipsbyggeri A/S árið 1970. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.