Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 Trésmiðja Sveins Heiðars: Selur Mðir griimnt á fijálsum markaði - „hef ekki orðið var við samdrátt,“ segir Sveinn Heiðar Ekki eru allir byggingaverk- takar á Akureyri háðir felags- lega kerfinu hvað sölu á íbúð- um snertir því Trésmiðja Sveins Heiðars selur allar sínar íbúðir á frjálsum markaði og hefur salan gengið vel. Sveinn Haíís við Grímsey: ísspöngin færist ívestur - enn varasamir stakir jakar Hafís gerði sjómönnum í Grímsey erfitt fyrir um helg- ina og gripu menn til þess ráðs að taka upp netin og forða þeim frá skemmdum. Að morgni sunnudags var ísspöngin þétt við austan- og norðanverða eyna og vara- söm sjófarendum. Þegar Dagur hafði spurnir af í gær í Grímsey hafði stíf austanáttin gert það að verk- um aö ísspöngina rak hratt í vestur og voru menn á því að inesta hættan væri liöin hjá, að minnsta kosti í bili. Línubát- arnir voru á sjó við norðan- verða eyna en netabátarnir tóku ekki þá áhættu að leggja netin að nýju. Að öllu óbreyttu verða netin ekki frekar lögð fram að jólum. Menn höfðu þó á orði að mikilli hættu stafáði af stökum jökum sem væru á reki við norðan- og vestanverða eyna. óþh. Guðmundur Gylfi ráðinntilASÍ Alþýðusamband íslands hefur ráðið Guðmund Gylfa Guðmundsson, hagfræðing, til starfa. Hann er fæddur á Egilsstöðum 1957. Guðmundur Gylfi lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1977 en að því loknu stundaði hann nám í þjóðhagfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann lauk þjóðhagfræði þar og var síðan viö framhaldsnám í háskólanum í Gautaborg. Guömundur Gylfi var stundakennari við Mennta- skólann á Egilsstöðum haustið 1980. Hann starfaði hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins á árunum 1981 og 1984 og í Seðlabanka íslands sumurin 1982 og 1983. Hann hefur starfað hjá Fasteignamati ríkisins frá árinu 1985. Guð- mundur Gylfi hóf störf hjá Alþýðusambandinu 1. des- ember 1989. Lögreglan: Skautar í óskilum Um tveggja vikna skeið hafa verið í óskiiunt hjá lögreglunni á Akureyri hvítir barnaskaut- ar sem fundust í Munkaþver- árstræti á Akureyri. Skautarn- ir voru í hvítum plastpoka þegar þeir bárust lögreglunni. Eigandi er vinsamlegast beð- inn að vitja þeirra á lögreglu- stöðina við Þórunnarstræti. JÓH Heiðar Jónsson sagði í samtali við Dag að það hefði verið nóg að gera hjá fyrirtækinu á þessu ári og næg vinna framundan fyrir allan mannskapinn í vetur. Hann sagði líka að það væri greinileg uppsveifla á fast- eignamarkaðinum. Trésmiðja Sveins Heiðars skil- aði af sér raðhúsi við Ekrusíðu snemma á þessu ári og hefur auk þess verið með tvö raðhús í smíðum, tveggja hæða hús við Múlasíðu og annað hús við Boga- síðu, fjórar íbúðir í hvoru. Seinna raðhúsið, við Bogasíð- una, er nú fokhelt. „íbúðirnar hafa selst jafnóðum og ég hef auglýst þær. Ég hef ekki orðið var við samdrátt í söl- unni, það er frekar beðið eftir því að ég bjóði íbúðir til sölu, en ég hef ekkert verið að gera það fyrr en þær eru fokheldar," sagði Sveinn Heiðar. Hann sagðist hafa það sem reglu að selja íbúðirnar tilbúnar að utan sem innan. Af síðustu 18 íbúðum sem hann hefur selt hafa aðeins tvær verið skemmra á veg komnar. „Það eru sveiflur í fasteigna- markaðinum milli mánaða. Láns- loforðin ráða þessu hjá yngrá fólkinu og svo eru margir sem eru að stækka eða minnka við sig. Við höfum töluvert sinnt full- orðnu fólki sem er að minnka við sig og þá höfum við hagrætt inn- réttingum eftir þörfum hvers og eins,“ sagði Sveinn Heiðar. Auk raðhúsanna má nefna að Trésmiðja Sveins Heiðars hefur verið með fjárhús og einbýlishús í smíðum á þessu ári og sagði Sveinn að nóg yrði að gera fyrir mannskapinn í vetur svo og fyrir pípulagningamenn, múrara og aðra undirverktaka þar sem hann afhendir íbúðirnar fullkláraðar. Hann sagðist því vera bjartsýnn á framhaldið. SS Besta skyruppskriftin? Síðdegis í dag kemur í Ijós hver sigurvegari er í uppskriftakeppni Mjólkursamlags KEA um bestu skyruppskrif't- ina. Urslitin verða gerð kunn með viðhöfn á Hótel KEA en auk verðlauna fyrir 1. sæti verða veitt 5 aukaverð- laun fyrir Ijúffengar uppskriftir. Hér má sjá er dómnefnd var að störfum á dögunum, en þetta fólk fékk það erf- iða hlutverk að velja milli uppskrifta sem margar voru hinar kræsilegustu. A myndinni eru f.v. Sigurður Krist- jánsson nemi og dómnefndarmaður, Omar Pétursson hjá auglýsingastofunni Auglit, Þórarinn E. Sveinsson mjólkursamlagsstjóri og dómnefndarmaður og fulltrúar kvenna í dómnefndinni, Margrét Kristinsdóttir hús- stjórnarkennari og Una Sigurliðadóttir húsmóðir. VG/Mynd: kl Ísland-Sovétríkin: Samningur um sölu á fiski - aðeins 40% af neðri mörkum rammasamnings þjóðanna Fyrir helgina gerðu Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SIS samning um sölu á frystum sjávarafurð- um til Sovétríkjanna. Sam- kvæmt honum mun Sovryflot í Moskvu kaupa 5400 tonn af frystum flökum og 600 tonn af heilfrystum fiski af íslending- um frá 1. janúar til 1. júní á næsta ári. Heildarverðmæti samningsins er liðlega 13 milljónir dollara. Þetta magn er innan við 40% af .neðri mörkum rammasamnings sem í gildi er milli íslands og Sovétríkjanna en ástæða þess er að sovéska innkaupafyrirtækið fékk ekki meira fjármagn til freð- fiskkaupa frá íslandi. Líkur eru til að nokkur halli verði á viðskiptum milli íslend- inga og Sovétmanna á þessu ári, Islendingum í óhag. Fari fram sem horfir bendir flest til að þessi halli aukist á næsta ári. JÓH Smábátafélagið Klettur mótmælir tilhögun veiðieftirlits: Teljum ótækt að ráðuneytið haldi úti veiðilögreglu - Landhelgisgæslunni verði falið að sjá um veiðieftirlitið Sjómenn í smábátafélaginu Kletti eru andvígir allri verslun með kvóta, þar sem peningar komi sem greiðsla fyrir óveidd- an fisk úr sjó. Þeir benda á að með óheftum viðskiptum með kvóta, geti útlendir aðilar keypt hér kvóta fyrir milli- göngu íslenskra aðila. Sjó- menn í Kletti telja ennfremur að einangra beri varanlegar kvótatilfærslur við báta undir 10 tonnum en óheimilt verði að færa kvóta frá smábátum til stærri skipa og að sama skapi frá stærri skipum til smábáta. Á fundi í Kletti á Akureyri sl. sunnudag voru þessi mál og ýmis hagsmunamál smábátasjómanna til uinræðu. Fram kom mikil og hörð gagnrýni á að sjávarútvegs- ráðuneytið skuli bæði stjórna veiðum og hafa með þeim eftirlit. Pess í stað er lagt til að veiðieftir- liti verði komið yfir til Landheig- isgæslunnar. ■’Haraldur Jóhanns- son, trillukarl í Grímsey og Tjörnes: Harður árekstur á Umferðaróhapp varð á Tjör- nesi síðdegis á sunnudag er tvær nýlegar fólksbifreiðir skuliu saman á blindhæð. Mik- ið eignatjón varð vegna skemmda á bílunum en fólk slapp án teljandi meiðsla, en kona sem var farþegi í öðrum bflnum kvartaði um eymsli og hlaut áverka á hnakka. Áreksturinn varð um kl. 16.30 við Knarrarbrekku, skammt norðan við Mánárbakka. Hálka vegna snjóföls var á þessum stað á veginum. Umferðaróhapp varð í mið- bænum á Húsavík um kl. 22 á laugardagskvöld. Mun árekstur- inn hafa orðið er fólksbíll beygði í veg fyrir létt bifhjól sem ætlaði surmudag að aka fram úr honum á gatna- mótum. Lenti hjólið í hlið bílsins og beyglaðist hann talsvert, en engin slys urðu á fólki. Töluverð ölvun var á Húsavík um helgina og fékk lögreglan ölv- aða næturgesti, einn aðfararnótt föstudags og annan aðfararnótt laugardags. IM varaformaður Landssambands smábátaeigenda, segir að það sé eindregin skoðun smábátasjó- manna að ótækt sé að ráðuneytið haldi úti veiðilögreglu. „Við telj- um að þessi gæsla eins og önnur í landinu eigi að vera á hendi hins opinbera," segir Haraldur. Á áðurnefndum fundi í Kletti var samþykkt eftirfarandi tillaga til Landssambands smábátasjó- manna: „Fundur í smábátafélag- inu Kletti ályktar að þar sem fyrirhugað er að setja kvóta á alla báta á næsta kvótatímabili verði að taka grásleppuveiðar þeirra báta sem stundað hafa þessar veiðar undanfarin ár metin í þorskígildum t.d. miða eina tunnu af hrognum við 1 tonn af þorski. Þessir bátar hafa stundað grásleppuveiðar yfir besta þorskveiðitímann og hafa þar að leiðandi minni viðmiðun en þeir sem ekki stunda grásleppuveið- ar.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.