Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 19

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 12. desember 1989 - DAGUR - 19 t Minning: Þorsteinn Jónsson bóndi Bjarnarstöðum í Bárðardal Fæddur 1. maí 1901 - Dáinn 22. október 1989 Þorsteinn Jónsson var fæddur á Bjarnarstöðum 1. maí 1901. Son- ur hjónanna Jóns Marteinssonar og Vigdísar Jónsdóttur, er bjuggu á Bjarnarstöðum frá 1897 til æviloka. Þorsteinn var þriðji elstur níu systkina. Hin voru drengur fæddur 3. júlí 1898, lést fimrn daga. Jón bóndi á Bjarnar- stöðum f. 4. okt. 1899. Friðrika er bjó með bræðrum sínum (og systrum) á Bjarnarstöðum, f. 5. sept. 1902, dáin 16. júlí 1989. Marteinn f. 3. febr. 1904, dáinn 11. jan. 1935. Kristín f. 16. mars 1908, giftist Jóni Tryggvasyni bónda á Einbúa, þau fluttu árið 1956 í Möðruvelli í Saurbæjar- hreppi. Jón er látinn er Kristín býr á Akureyri. Gústaf f. 20. ágúst 1910, dáinn 28. júlí 1969, kvæntist Jónínu Guðrúnu Egils- dóttur frá Reykjahjáleigu í Olv- usi. Þau bjuggu á Bjarnarstöðum til 1959 að þau byggðu nýbýlið Rauðafell í sama túni. Þuríður og María tvíburar fæddar 2. ágúst 1915 búa enn heima á Bjarnar- stöðum. Foreldrar hans tóku einnig tvö fósturbörn, Yngva Marinó Gunnarsson f. 23. júní 1915, er kvæntist Ástheiði Fjólu Guðmundsdóttur frá Akureyri, þau skyldu. Yngvi er nú búsettur í Garðabæ og Hjördísi Kristjáns- dóttur f. 28. febr. 1930, sem gift er Sigurgeiri Sigurðssyni bónda á Lundarbrekku. Þorsteinn var mjög lítið í skóla, nokkra mánuði í barna- skóla hér heima í Bárðardal og einn vetrarpart í „Þinghússkólan- um“ á Breiðumýri, þar var þá skólastjóri Guðmundur Ólafsson frá Sörlastöðum, síðar lengi kennari á Laugarvatni. í æsku og á uppvaxtarárum Þorsteins kom kaupafólk sunnan af landi til starfa í Bárðardal, oft vitnaði hann í þau kynni. Þannig stækkaði sjóndeildarhringurinn á þeim tíma. Byggingar og ræktun áttu öflugan liðsmann þar sem Þor- steinn var. Hann vann við bygg- ingu íbúðarhúss í Kaupangi vorið 1921, undir handleiðslu Jónasar Snæbjörnssonar sent síðar var þekktur brúarsmiður og veturinn 1929-1930 vann hann við múr- verk á Akureyri. Þetta var hans framhaldsskóli. Alla aðra tíma var hann heima á Bjarnarstöð- um, vann þar og nant í skóla lífsins. Hin fornu byggingarefni voru ekki góð á Bjarnarstöðum, torfið mjög sandborið og grjótið rúnað, svo fátt var um góð grip. Hver kynslóð hafði þurft að byggja yfir sig, en nú var sement að byrja að flytjast til landsins og hillti undir varanlegri byggingar. Hafin var bygging íbúðarhúss á Bjarnarstöðum 1923 úr stein- steypu, enn er búið í húsinu, það hefur ekki bilað og staðist kröfur tímans nokkuð vel. Byggt var við húsið árið 1969, eldhús og snyrt- ing sem áður voru í kjallara. Fjós fyrir 5 kýr, hesthús fyrir sjö hross og fjárhús fyrir 100 kindur ásamt viðeigandi heygeymslum voru byggð upp á árunum fyrir og um 1930, en svo þrengdi heims- kreppan að, að Bjarnarstaða- bændur endurbyggðu þá gömul fjárhús úr torfi og grjóti og ekki var hafist handa á ný fyrr en eftir stríð. Árið 1945 var byggð kartöflugeymsla, steypt í hólf og gólf, falin í hól, kemst þar hvorki að frost né mýs. Vorið 1947 var byggð hlaða á grunni sem frá var horfið í kreppunni, fjárhús fyrir 50 kindur og hesthús fyrir 5 hesta voru byggð við hlöðuna árið 1953. Sumarið 1950 var gamla fjósið og hesthúsið rifið og byggt nýtt 12 kúa fjós á sama stað á gamla haughúsinu og við hlöð- una. Geymsluskúr var byggður á kreppuárunum, 50 fermetrar, hann var stækkaður um helnting árið 1960. Árið 1966 var byggð 600 hesta hlaða og við hana 200 kinda fjárhús 1967. Reykhús úr hlöðnum steini var byggt árið 1975, varanlegt hús með ábúend- um í Rauðafelli. Þegar faðir Þorsteins hóf búskap á Bjarnarstöðum herjaði uppblástur mjög á lönd jarðar- innar, meðal annars var túnið í hættu. Það tókst að bjarga því, en svo var lífsbaráttan hörð að dæmi voru þess að heyskapur var sóttur suður í íshól, eyðibýli við suðvesturhorn íshólsvatns og austur í Krákárbakka, eyðibýli suður af Mývatnssveit. En rækt- unarstarfið var hafið og nú er all- ur heyskapur tekinn af ræktuðu landi. Brotin hafa verið rofabörð og ræstar fram mýrar. Túnin á Bjarnarstöðum og í Rauðafelli eru nú á milli 50 og 60 ha. sem í upphafi aldar gáfu eitt kýrfóður. Þorsteinn hafði mikla trú á steinsteypu, steypti hann glugga í útihús sem dugað hafa vel. Einnig steypti hann girðingar- staura sem staðið hafa í yfir 50 ár og ekki bilað nema þeir hafi orð- ið fyrir áföllum. Sandgræðslugirðing var byggð á Bjarnarstöðum um 1930 er hún löngu uppgróin. Fyrir nokkrum árum girti hann stóra girðingu á melunum ofan við Bjarnarstaði sem hann hafði mikinn hug á að græða upp. Einn sinn síðasta dag ræddi hann við Þorstein Tómas- son, Tryggvasonar frá Engidal um sterkar jurtir til uppgræðslu. Hann hafði um árabil reynt að hlú að lúpínu en náði ekki þar þeim árangri, sem hann vænti, vildi því leita annarra sterkari plantna. Þegar Bjarni Runólfsson frá Hólmi í Landbroti fór um sveitir og virkjaði bæjarlækina kom hann við á Bjarnarstöðum. Aðstæður þar voru ekki ákjósan- legar, tveir staðir komu til greina, lítil lind sem mest gat gefið 2 kw og að taka kvísl úr Svartá, þar var fallið mjög lítið eða 2-3 metr- ar en ineiri möguleikar til orku- vinnslu. Ráðist var í virkjun árið 1929 við Svartána. Rafstöð geng- ur enn á Bjarnarstöðum, hún hefur tvisvar verið endurbyggð, síðast 1965, og skilar nú um 20 kw. Miklir örðugleikar voru á rekstri stöðvarinnar fyrstu 20-30 árin vegna ís og krapatruflana en reynslan kenndi mönnum að sigr- ast á þeim og nú gengur stöðin vel. Vörubíll var keyptur í Bjarn- arstaði 1929, ók Marteinn bróðir Þorsteins honum, sá bíll var seld- ur og Marteinn andaðist í blóma lífsins. Aftur var keyptur bíll 1935, ók Þorsteinn honum. Fáir bílar voru til á þessum árum og bílstjórarnir voru tengiliðir milli sveitarinnar og fólksins í þéttbýl- inu, margt þurfti að flytja og margir að fá far með „pela“ en svo var bíllinn nefndur. Hann var af ópel gerð með tvöföldu húsi. Þorsteinn átti og ók bíl án veru- legra áfalla til 87 ára aldurs. Þorsteinn var mjög virkur í félagsmálum. Hann var formaður Búnaðarfélags Bárðdæla frá 1932-1972, beitti sér þar fyrir stofnun Ræktunarsambandsins Þorgeirsgarðs og var lengi stjórn- arformaður þess. Hann sat í sveitarstjórn eitt kjörtímabil og kom einnig þar inn sem varamað- ur. Hann var í sýslunefnd um árabil. Hann starfaði mikið með Ungmennafélaginu Einingunni og var heiðursfélagi. Hann var deildarstjóri Bárðdæladeildar Kaupfélags Eyfirðinga lengi, var meðal annars þar á vettvangi með Vilhjálmi Þór. Fiskirækt og fiskvegagerð í Svartá og Skjálf- andafljóti voru meðal hans hug- sjónamála. Hann sat lengi í stjórn Veiðifélagsins, voru hon- um mikil vonbrigði hversu litlum árangri tókst að ná þar. Mætti hann einn örfárra á aðalfundum þess síðast liðið vor. Þorsteinn stóð fyrir byggingu Þinghússins í Sandvík árið 1927 með Hermanni Guðnasyni á Hvarfi og var í Byggingarnefnd barnaskóla Bárðdæla sem byggð- ur var árið 1958-1962. Hann var í sóknarnefnd Lundarbrekkukirkju í mörg ár og vann að viðhaldi og endurbótum á kirkjunni, tálgaði til dæmis ásamt öðrum velunnur- um hennar stjörnurnar í kirkju- hvelfingunni, úr íslensku birki með vasahníf. Mæðiveiki kom í fjárstofn Bárðdælinga um 1940. Gerði hún miklar búsifjar. Fjárskipti voru 1945-1946 og tókust þau vel. Veruleg skerðing varð þó á fjár- stofninum um tíma. Það var þá sem Smjörsamlag Bárðdæla var stofnað. Starf þess fór þannig fram að smjöri var safnað saman á Bjarnarstöðum af nokkrum bæj- um sunnan til í dalnum, þar sem það var hnoðað og mótað í kg stk. Önnuðust systurnar pökkun- ina en Þorsteinn smíðaði utan um það trékassa og sá um flutninga og sölu. Smjörið var að mestu selt á vegum Kaupfélags Eyfirð- inga, Smörsamlagið starfaði fram um 1960, þegar mjólkurflutning- ar komust á allt árið. Eins og áður hefur komið fram bjuggu systkinin 5 saman á Bjarnarstöðum. Þau studdu for- eldra sína meðan þau bjuggu og tóku að fullu við búinu þegar þrek þeirra þraut. Vigdís dó 1953 og Jón 1961 hafði þá verið alblindur heima í 15 ár. Tvö fóst- urbörn tóku systkinin Þuríður og Þorsteinn, 7 og 9 ára, árið 1960. Guðmund Þór Ásmundsson nú ftr. á Akureyri kvæntur Berg- hildi Valdemarsdóttur og Huldu Guðnýju Ásmundsdóttur nú hús- móður í Kópavogi gift Kristni Baldurssyni. Mörg börn og ungl- ingar voru í sveit á Bjarnarstöð- um, sumir allt að 10 sumur, mynduðust þar varanleg vináttu- tengsl eins og glöggt mátti sjá við útför Þorsteins. Systkini stóðu fyrir búi á Bjarnarstöðum til vorsins 1980 að þangað fluttu hjónin Ólafur Ólafsson úr Reykjavík og Friðrika Sigur- geirsdóttir frá Lundarbrekku, dóttir Hjördísar fóstursystur þeirra. Gerðust þau fljótt með- eigendur í búinu og hafa nú eign- ast jörðina og búið að miklu leyti Þau hafa byggt sér nýtt íbúðar- hús. Rættust þar vonir Þorsteins að tryggja áframhaldandi búskap á Bjarnarstöðum. Er um hægðist í búskapnum, þegar aðrir tóku við honum að hluta leitaði hann sér annarra verkefna til að svala athafna- þránni. Vorið 1981 fór hann á útskurðarnámskeið til Sigurðar Jakobssonar frá Þórshöfn. Skar hann eftir það út marga kassa úr tré, lakkaði þá og gekk frá iöm- um og læsingum af smekkvísi. Vorið 1987 byggði hann gróður- hús þar sem hann ræktaði mat- jurtir þrjú síðustu árin, sem hann hafði gaman af að rétta fólki. Hann lést að loknum vinnu- degi heima á Bjarnarstöðum 21. okt. síðast liðinn og var lagður til hinstu hvíldar 4. nóvember í heimagrafreit, að lokinni kveðju- athöfn í Lundarbrekkukirkju. í þessurn hugleiðingum um Þorstcin föðurbróður minn látinn hefur verið rakin saga uppbygg- ingar á Bjarnarstöðum, sem er samtvinnuð æviferli hans. Hann hafði forgönguna, honum fylgdu systkinin og fjölskyldan, hefði samstaðan ekki verið til staðar hefði árangurinn ekki orðið sá sem hér hefur verið rakið. Hann hafði gott lag á því að fá menn til samstarfs, þótt aldursmunur og uppeldis væri mikill, er mér þar sérstaklega hugsað til Reykvík- ingsins unga sem gekk inn í búið hjá systkinunum, hve gott sam- starfið var. „Steini" breyttist furðulítið þau 45 ár sem ég man hann, alltaf sívinnandi, alltaf sami áhuginn fyrir öllu sem til umbóta horfði, hvort sem það var hér heima eða á öðrurn vett- vangi. Blessuð sé minning hans. Egill Gústafsson. Náttúruverndarráð: Sendir áskorun til fjár- veitinganefndar Alþingis A fundi Náttúruverndarráðs fyrir skömmu var samþykkt að skora á fjárveitingancfnd Alþingis að standa við það ákvæði laga um ferðamál frá árinu 1985, að veita 10% af vörusölu Fríhafnarinnar til starfsemi Ferðamálaráðs þann- ig að ráðinu verði gert kleift að sinna lögbundnum verkefnum á sviði umhverfismála. Eins og staðan er nú stefnir ekki í ann- að en loka þurfi á næstu árum nokkrum fjölsóttum ferða- mannastöðum vegna álags á landið. í greinargerð með áskoruninni segir m.a.: „Eins og alkunna er hefur fjöldi ferðamanna, sem ísland sækir heim vaxið gífurlega á allra síðustu árum. Þannig hefur aukn- ingin numið um 60% síðustu fimm árin, og er því spáð að áframhaldandi aukning verði um 7% á ári. Þá hafa kannanir enn- fremur sýnt að þessi aukning er að langmestu leyti í þeim hópi ferðafólks, sem ferðast um óbyggðir landsins og sækist yfir- leitt eftir lágmarksþjónustu. Á sama tíma hafa fjárveitingar til uppbyggingar á aðstöðu fyrir ferðafólk og til bættrar móttöku þeirra stórlega dregist saman. Samkvæmt lögum um ferðamál frá árinu 1985 var Fríhöfninni í Keflavík gert að leggja 10% gjald á alla vörusölu og að gjald þetta skyldi greitt til Ferðamálaráðs, m.a. til fyrrnefndrar uppbygging- ar og til að koma í veg fyrir land- spjöll af ágangi ferðamanna. Hér er um verulegar fjárhæðir að ræða, þannig mun t.d. þessi upp- hæð í ár vera um 140 millj. króna. Þetta fjármagn hefur hins veg- ar aldrei skilað sér því allar götur síðan lögin voru sett hefur ríkis- valdið einungis látið hluta þessa fjármagns renna til Ferðamála- ráðs. Afgangurinn hefur verið notaður til annarra óskyldra verkefna. Hefur það hlutfall sem runnið hefur til Ferðamálaráðs farið lækkandi hin síðari ár og er nú svo komið að það fær einungis tæp 20% af umræddu gjaldi. Þetta ástand hefur leitt til þess, að nánast ekkert hefur verið hægt að gera á undanförnum árum til að bæta aðstöðuna á fjölmörgum eftirsóttum ferðamannastöðum og er nú svo komið, að mati Náttúruverndarráðs, að lokun nokkurra staða er óumflýjanleg á næstu árum, verði ekki kippt í taumana af myndarlegum hætti. í ljósi þessa skorar Náttúru- verndarráð því á fjárveitinga- valdið að endurskoða nú afstöðu sína til þessa vörugjalds og að því verði varið til þeirra verkefna sem því var ætlað í upphafi, þ.e. að bæta aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum og koma þannig í veg fyrir að þeim verði að loka vegna örtraðar og land- skemmda.“ dagblaðið á landsbyggðinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.