Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 18

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 Fúsi froskagleypir: Mikki refur í leðurjakka Leikklúbburinn Saga: Fúsi froskagleypir Höfundur: Ole Lund Kirkcgaard Þýðing: Olga Guðrún Árnadóttir Söngtextar: Olafur Haukur Símonarson Lög: Jóhann Morávek, Arnar Tryggva- son og Friðþjófur I. Sigurðsson Leikmynd: Friðþjófur I. Sigurðsson Búningar: Steinunn Ólafsdóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikstjórn: Jakob B. Grctarsson og Steinunn Olafsdóttir Síðastliðinn laugardag frumsýndi Leikklúbburinn Saga barna- leikritið Fúsi froskagleypir og var önnur sýning á sunnudag. Næsta sýning verður í kvöld kl. 20. Þetta er sannkallaður ærslaleikur og virtust ungir sem eldri skemmta sér konunglega á frum- sýningunni. Margir kannast ábyggilega við söguna unt pörupiltinn Fúsa froskagleypi eftir Ole Lund Kirke- gaard en í leikritinu er sagan rakin í helstu atriðum og söngv- um bætt við. Aðalpersónurnar eru tveir ungir drengir, sögumað- ur (ég) og Jakob. Þeir lifa í stöðugum ótta við stóra slánann Fúsa, sem gleypti víst einu sinni lifandi frosk og var nefndur eftir þeim atburði. Fúsi ráfar um og reykir sígarettur og hefur það eitt að markmiði að kvelja litlu strák- ana. „Hvílík pína að vera bara putti, ponsulítill vöðvalinur gutti. “ En þegar vöðvaflið þrýtur er vitið nærtækast og það notfærir sögumaður sér óspart. Hvað eftir annað leikur hann á Fúsa og kemur honum f klærnar á smiðnum, sem gerir sér það helst til dundurs að kneyfa öl og flengja óþekktarorma. Fyrri hluti leikritsins einkennist af óttanum, ótta drengjanna við Fúsa og ótta Fúsa við smiðinn. Eftir hlé kem- ur sirkus til bæjarins með ærslum og látum sem ekki verða rakin hér. Leikritið er skrifað og flutt fyr- ir börn, það er greinilegt á öllu. Hér er ekki um eiginlega persónu- sköpun að ræða heldur er teflt fram nokkrum týpum. Leikend- urnir undirstrika þær með ofleik og ýktri túlkun. Fúsi er eins og persóna í Pétri og úlfinum, hann hefur sitt eigið hljóðfæri. Þegar drungalegt stef hans heyrist vita börnin að Fúsi er að koma og það eykur spcnnuna. Hann er eins og Mikki refur í leðurjakka. Hann urrar og geiflar sig. „Þú ert það sem þeir vilja að þú sért,“ syngur hann og reynir svo sannarlega að standa undir nafni sem þrjótur. Þessi týpa vakti mikla lukku meðal yngri áhorfenda og má þá segja að tilgangurinn helgi með- alið. Með stanslausu hóstakjöltri er Fúsi látinn koma þeim boðskap á framfæri að reykingar séu óholl- ar. Ágætur boðskapur. Á hinn bóginn virðist öldrykkja smiðsins bara gera honunt gott, en þar er önnur skemmtileg týpa á ferð- inni. Einstaklega álappalegt gerfi hjálpar til við að gera skopfígúru úr þessum harðjaxli. Al' öðrum einhliða týpum má nefna Benna, litla strákinn sem stígur ekki í vitið, fallbyssukónginn drjúga, Bardínó, sem er sýndarmennsk- an uppmáluð og töframanninn ítalska með ítölsku frasana. Aðalpersónurnar sýna frekar á sér fleiri hliðar, sérstaklega sögu- maðurinn. Hann er lítill og þenkjandi strákpatti sem vill láta gott af sér leiða en getur sig varla hrært fyrir Fúsa. Þótt tilvera strákanna virðist dapurleg vegna ofsókna fantsins þá kemur það í Ijós í lokin að gamanið hafði ver- ið óttanum yfirsterkara. Þegar Fúsi er ráðinn í sirkusinn verða strákarnir hryggir því þeir sjá á eftir góðum leikfélaga, ekki ógn- valdi. Frumsýningin var býsna skrautleg. Leikendur hikstuðu, hrösuðu og misstu minnið en þeim tókst þó að klóra sig út úr vandræðum. í Leikklúbbnum Sögu eru nokkrir sviðsvanir jaxl- ar og einnig yngri og óreyndari bœkur Púkablístran - og fleiri sögur af í Sæmundi fróða I Hjá bókaútgáfunni Iðunni er komin út fyrsta bókin í nýjum flokki barnabóka, sem nefnist Sagnasjóður íslenskra barna og á að gegna því mikilvæga hlutverki að flytja börnum sígilt og vandað lestrarefni við þeirra hæfi. Þessi fyrsta bók nefnist Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða og það er Njörður P. Njarðvík sem hefur endursagt sögurnar af galdrameistaranum Sæmundi og viðskiptum hans við púka og ill- þýði. Gunnar Karlsson myndlist- armaður hefur teiknað frábærar myndir með hverri sögu. Hér segir frá Sæmundi, vist hans í Svartaskóla, heimferðinni til íslands, púkablístrunni, vatns- burði Kölska og öðrum viðskipt- um þeirra Sæmundar. Þetta eru sögur sem skemmt hafa íslensk- um börnum um aldir og þær mega ekki falla í gleymsku, því Litlu „strákarnir“: Benni (Heiðrún Fríniannsdóttir), söguniaður (Hanna Vigdís Jóhannsdóttir) og Jakob (Andrea Margrét Þorvaldsdóttir). f/ leiklist /jj Smiðurinn (Hlynur Hallsson) tekur hér í hnakkadrambið á Fúsa (Viðar Ein- arsson). Myndirnar eru frá æfingu og þarna vantar t.d. skeggið á smiðinn. Myndir: KL krakkar. Strákar virðast af skorn- um skammti og því voru stelpur í hlutverkum sögumanns, Jakobs, Benna og Golíats. Dæmið gekk ágætlega upp nteð sögumanninn og Benna en það er kannski ekki sannfærandi að láta stelpu túlka kraftakarlinn Golíat. Samt sem áður féll þessi ráðstöfun þokka- lega að blæ sýningarinnar sem var galsafenginn og nokkuð kæruleysislegur. Hanna Vigdís Jóhannesdóttir (sögumaður) stóð sig afar vel sem hnellinn strákur og Viðar Einars- son lifði sig inn í hlutverk Fúsa. Þá var Hlynur Hallsson mjög öruggur í hlutverki smiðsins og fleiri leikendur áttu góða punkta. Hljómsveitin var mjög góð og söngvarnir lyftu sýningunni upp. Búningarnir voru með miklum ágætum. Leikmyndin einkennd- ist af teikningum í anda mynd- anna í bókinni um Fúsa en sviðið var hálf varasamt. Lýsingin tókst ágætlega og þegar á heildina er litið hafa leikstjórarnir soðið nokkuð lystugan graut sem geng- ur ágætlega í börnin, a.nt.k. vildi dóttir mín sjá leikritið aftur og það án tafar. SS að íslenskar þjóðsögur eru ómetanlegur fjársjóður sem hvert barn ætti að eiga aðgang að. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON SKJPmL MÐ MÁII? LJÓÐ Skiptír það máli? Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út ljóðabókina Skiptir það máli? eftir Árna Grétar Finnsson. Skiptir það máli? er önnur ljóðabókin sem Árni Grétar Finnsson sendir frá sér. í bókinni eru eingöngu frumort ljóð. Ljóð- in eru í senn margbreytileg að efni og framsetningu, en víða má greina ákveðinn tón, sem sér- kennir höfundinn. Eiríkur Smith myndskreytti bókina. Skiptir það máli? er 104 bls. að stærð. Kápu hannaði og prentaði Prisma. RÁÐ SEM DUGA Á ANNAD ÞÚSUND LEIDIR OG I.AUSNIR TIL HJÁLPAR VID UPPELDI BARNA ÓHLÝÐS'l. HEIMTUFREKJA, MATfL.XDXI. MORG UNÓL UND, SÖLDVR, ÓSANNSÖCLI, Ráð sem duga Bókaútgáfan Iðunn hefur sent frá sér bókina Ráð sem duga, bók sem fjallar um hegðun og uppeldi barna og veitir ráðleggingar við hundruðum vandamála þar að lútandi. Höfundar bókarinnar, sem eru sálfræðingur, uppeldis- ráðgjafi og kennari, búa allir yfir mikilli reynslu á sviði uppeldis- mála. í bókinni eru gefin svör við fjölmörgum spurningum sem kunna að vákna þegar vanda ber að höndum við barnauppeldi og benda á hvernig leysa megi vandamálið á farsælan hátt. Hér er að finna ráð sem duga þegar börn naga neglur, ganga í svefni, eru ofvirk, hrekkja, horfa of mik- ið á sjónvarp, vilja ekki fara að sofa, eru fingralöng, krota á veggi, þola ekki að tapa, kunna ekki að sigra, vilja ekki læra heima, eru myrkfælin, sjúga þumalfingurinn, pissa undir . . . í stuttu máli sagt, hér er að finna ráð og leiðir til að ráða bót á flestum vandamálum sem upp koma við uppeldi barna. Kristinn R. Þórisson þýddi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.