Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 20
D Akureyri, þriðjudagur 12. desember 1989 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu filmunni binni Jbesta ^PedrGmyndir' Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Verkamannabústaðir á Akureyri: 107 umsóknir bárust um 40-50 íbúðir - „eftirspurn hefur ekki minnkað,“ segir Erlingur Aðalsteinsson Umsóknarfrestur um 40-50 íbúðir í verkamannabústöðum á Akureyri rann út sl. föstudag og í gær höfðu 107 umsóknir um þær borist til skrifstofu verkamannabústaöa. Að sögn Erlings Aðalsteins- sonar hefur eftirspurn eftir íbúð- um í' þessu kerfi síður en svo minnkað en álíka margir sóttu um fyrr á þessu ári þegar jafn margar íbúðir voru auglýstar til sölu. Áætlað er að hcfja byggingu íbúðanna sem nú er verið að sækja um á næsta ári og er reikn- að með að hægt verði að afhenda þær á árunum 1990 og 1991. Ibúðirnar verða tvö til fimm her- bergi að stærð. Auk nýsmíðaíbúðanna mun stjórn verkamannabústaða út- hluta til umsækjenda, cldri íbúð- um sem koma til endursölu í kerfinu á þessu og næsta ári. VG Mörg loðnuskip á ný til veiða í gær: „Gerum síðustu örþrifa- tílraunma fvTÍr jól“ - sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri „Eg skal ekkert um það segja hvort þetta er að glæðast eitthvað en við ætlum að gera síðustu örþrifatilraunina fyrir jól. Ef eitthvað veiðist verður það sannarlega góð jólagjöf fyrir alla,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni á Súlunni EA-300, í samtali við blaðið í gær áður en skipið hélt á miðin. Ellefu skip voru á mið- unuin í fyrrinótt og fengu nokkur þeirra afla. Eitt þeirra, Helga II RE, fór með 900 tonn til Siglufjarðar í gær. Önnur skip ætluðu að freista þess að fá afla í nótt. Slökkviliðsmenn setja upp búnað til að reyktæma húsið. Mynd: im Húsavík: liklur laus í íbúðarhúsi - töluverðar skemmdir af reyk Eldur varð laus í íbúðarhúsi við Baughól á Húsavík um kl. 14. í gær. Húsið var mann- laust og hafði húsmóðirin brugðið sér frá örskamma stund. Taliö er að kviknað hafi í út frá fitupotti á elda- vél. Skemmdir urðu í eldhús- inu af eldi, hita og reyk og skemmdir um allt húsið af reyk. Lögregla kom á vettvang á undan slökkviliði, og slökktu lögreglumenn eld sem logaði umhverfis eldavél og viftu með handslökkvitækjum. Húsið var fullt af reyk og setti slökkviliðið upp búnað til að reyktæma húsið. Eigendur hússins eru ung hjón með þrjú börn. IM Plasteinangrun hf.: Beiðni um heimild til nauða samninga hjá bæjarfógeta - greiðslustöðvun rann út sl. sunnudag Veðrið næstu daga: Sumarblíðan liðin tíð? Sumarveðrið sem ríkti á land- inu í síðustu viku virðist nú lið- in tíð ef marka má spá veður- fræðinga á Veðurstofu Islands. I dag er gert ráð fyrir norðaust- an golu eða kalda á landinu, skýjuðu veðri og éljum við norðurströndina og 2-12 stiga frosti, aðallega í innsveitum norðanlands. Á Akureyri og nágrenni er gert ráð fyrir hægri breytilegri átt, léttskýjuðu veðri og 2-9 stiga frosti í dag. Næstu tvo daga er búist við austlægum áttum, fremur svölu lofti inn til landsins en hlýrra við ströndina. Inn til landsins verður sömuleiðis þurrt en gert er ráð fyrir slydduéljum við ströndina. VG Mörg loðnuskip héldu á miðin í gær þegar fréttist af veiði skip- anna. Fyrir helgina hrakti hafís skipin í land en t'sinn er orðinn dreifðari en hann var. Ástæðan segja menn bráðnun í ísnum enda sjór óvenju hlýr nú og einnig að vindur stendur meira af austri en var fyrir helgi. Veiði skipanna var nokkru austar en í síðustu viku. Þeim sem blaðið ræddi við í gær bar saman um að það benti til þess að loðnan sé komin af stað í göngu austur og suður fyrir land og þar með verði auðveldara að ná henni. Ekki er langur tími til stefnu hjá sjómönnum þar sem skipin verða að koma í land fyrir 20. desember. Samkvæmt samning- um verða þau að vera komin að bryggju þann dag og vera frá veiðum til 2. janúar. JÓH „Það hringdu nokkrar konur og sögöu okkur frá ólíkri reynslu sem greinilega hefur haft mjög mikil áhrif á líf þeirra,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur, en sl. fimmtudagskvöld og á laugardag stóðu hún og Brynja Óskarsdóttir, félagsráðgjafi, fyrir símatíma fyrir konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Valgerður segir að viðbrögð Fyrir bæjarfógetaembættinu á Akureyri liggur beiðni Plast- einangrunar hf. um heimild til að leita nauðasamninga. Fyrir- tækið hefur undanfarna fimm mánuði verið í greiðslustöðvun og rann hún út sl. sunnudag. Að sögn Arnars Sigfússonar, fulltrúa hjá bæjarfógeta- embættinu, er hugsanlegt að í dag liggi fyrir afstaða við símatímanum hafi sannfært þær Brynju um, eins og þær hafi raunar vitað, að sifjaspell er til staðar á Akureyri og í nágrenni ekkert síður en á höfuðborgar- svæðinu. Konur sem hringdu voru á öllum aldri, að sögn Val- gerðar. „Sennilega eiga fleiri konur eftir að hafa samband við okkur. Við hyggjumst halda ótrauðar áfram og fylgjum þessu eftir, þó að öllum líkindum ekki á þann veg í bili að til verði sjálfs- embættisins til erindis Plast- einangrunar hf. Ef fallist verður á að veita Plasteinangrun hf. heimild til nauðasamninga verður fljótlega gefin út innköllun og kröfuhafar fá ákveðinn frest til að lýsa kröf- um sínum. Síðan yrði gangur málsins sá að kröfuhafar yrðu kallaðir saman til fundar þar sem greidd yrðu atkvæði um tillögu að nauðasamningi. hjálparhópar. Pað er þó hug- mynd sem við höldum áfram til haga,“ sagði Valgerður. Rétt er að taka fram að alla virka daga milli kl. 13 og 14 þessa viku verður símatími fyrir þol- endur sifjaspella og er númerið sem fyrr 96-25880 og einnig geta þolcndur sifjaspella sett sig í samband við þær Valgerði og Brynju á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, sem er til húsa að Hafnarstræti 104. óþh í nauðasamningi felst í stórum dráttum að viðkomandi lögaðili býðst til að greiða lánadrottnum ákveðið hlutfall skulda. Ef tilskil- inn fjöldi kröfuhafa samþykkir að gefa eftir ákveðinn hluta sinna krafna er þar með kominn samningur sem allir almennir kröfuhafar cru bundnir að. Arnar vildi ekkert um það segja á þessu stigi hvort fallist yrði á beiðni Plasteinangrunar. Hann sagði aðspurður að reglan væri sú að nauðasamningar hefðu engin áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. í raun væri um svip- að fyrirkomulag að ræða og á meðan á greiðslustöðvun stæði. óþh Vinnuslys í Sana: Nafn hins látna Þrjátíu og sjö ára gainall maður lést í vinnuslysi í verksmiðju Sana á Akureyri sl. föstudag. Hann hét Steinþór O. Sig- urjónsson, fæddur 21. ágúst 1952, til heimilis að Álfabyggð 8 á Akureyri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. óþh Símatími fyrir þolendur siQaspella: Nokkrar konur rufii þögnina - höldum ótrauðar áfram, segir Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.