Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 íþróttir Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Þór sprakk á lokasprettinum - tapaði fyrir KR 85:81 Þórsarar urðu að bíta í það súra epli að tapa fyrir KR-ing- um í Úrvalsdeildinni í körfu- knattleik 85:81 á Akureyri á sunnudagskvöldið. Eftir að hafa leitt meirihlutann af leiknum misstu Þórsarar Reykvíkingana fram fyrir sig um miðjan síðari hálfleikinn og eftir það var sigur KR aldrei í hættu þrátt fyrir að aðeins munaði fjórum stigum undir lok leiksins. Leikur KR og Þórs var ekki mikið fyrir augað. Bæði lið léku undir getu, skotnýtingin var slök í leiknum og voru þeir ófáir bolt- arnir sem leikmenn misstu til andstæðinganna. Þórsarar voru þó sterkari aðil- inn framan af leiknum. í fyrri hálfleik var jafnt á flestum tölum en Þór var yfir 41:39 í leikhléi. I síðari hálfleik héldu hcima- menn þetta 2-7 stiga forskoti en tókst aldrei að hrista KR-ingana af sér. Eins og þegar hefur verið lýst þá komust þeir röndóttu yfir undir lok leiksins og sigruðu nokkuð örugglega. Konráð Oskarsson átti einna bestan leik Þórsara. Hann var drjúgur í sókninni en fékk dæmd- ar á sig villur fyrir óþarfa brot í Skyttulausir Þórsarar töpuðu óvænt fyrir ÍBK Þórsstrákarnir í handboltanum töpuðu nokkuð óvænt fyrir Keflvíkingum í 2. deildinni í handknattleik á Akureyri á föstudagskvöldið 25:24. Heima- piltarnir, sem léku án skytt- Jóhann Jóhannsson brýst hér af harðfylgi inn úr horninu og skorar eitt af 5 inörkum sínuin í leikuuni. anna tveggja Ólafs Hilmars- sonar og Sigurðar Pálssonar, virkuðu mjög ráðvilltir og náðu aldrei upp almennilegri baráttu. Með þessu tapi minnkuðu möguleikar Þórsara á 1. deildarsæti verulega. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Þórsararnir voru þó oftar yfir en undir lok hálfleiksins náðu gestirnir að komast tvö mörk yfir, 12:10. Síðari hálfleikurinn var nokk- uð skrautlegur. ÍBK skoraði tvö fyrstu mörkin en Þórsarar náðu að jafna og komast tvö mörk yfir, 18:16. En gestirnir voru seigir og náðu aftur forystunni. Þrátt fyrir ágætt tækifæri undir lok leiksins tókst Þór ekki að jafna og stigin fóru því bæði suður með sjó. Jóhann Jóhannsson var einna bestur í Þórsliðinu. Einnig átti Ingólfur Samúelsson ágætan leik í sókninni. En í heild náði liðið sér ekki á strik og er því nú á lygnum sjó um miðja deild. Hjá ÍBK bar mest á þeim Björgvini Björgvinssyni og Gísla Jóhannssyni. Einnig var knatt- spyrnumaðurinn Sigurður Björg- vinsson seigur í vörninni og það var einmitt hann sem skoraði sigurmark Keflvíkinga. Mörk t>órs: Páll Gíslason 7, Jóhann Jóhannsson 4 . Ingólfur Samúclsson 4. Sævar Árnason 3, Rúnar Sigtryggson 3 og Kristinn Hrcinsson 3. Mörk ÍBK: Björgvin Björgvinsson 6, Gísli Jóhannsson ó, Kristinn Óskarsson 5. Hafstcinn Ingibcrgsson 5, Einar Sig- urpálsson I, Högni Júlíusson 1 ogSigurð- ur Björgvinsson I. Blak/1. deild karla: KA vann HSK HSK veitti mótspyrnu KA þurfti að hafa nokkuð fyrir því að leggja HSK að velli á Laugarvatni í 1. deildinni í blaki á laugardaginn. Akureyr- ingarnir sigruðu 3:1 og var töluverð barátta í öllum hrin- unuin. Fyrsta hrinan var reyndar létt fyrir gestina. HSK-ingar báru greinilega virðingu l'yrir and- stæðingunum og töpuðu nokkuð stórt 15:3. í næstu hrinu bar á kæruleysi í KA-liðinu og það kann ekki góðri lukku að stýra. Eftir að vera komnir með nokkuð góða forystu fór allt í baklás og ntisfór- ust þá átta uppgjafir f röð hjá KA. Þetta gat ekki endað öðru- vísi en að HSK ynni hrinuna, sem þeir og gerðu 15:8. Þá tóku þeir gulklæddu sig saman í andlitinu og unnu næstu Stefán Jóhannesson var bestur KA- manna. hrinu nokkuð örugglega, 15:7. Laugarvatnspiltarnir sýndu meiri mótspyrnu í fjórðu hrinunni og var hún jöfn og spennandi. Undir lok leiksins kom þó leikreynsla íslandsmeistaranna í ljós oi> unnu þeir 15:12. Þar með höfðu KA-menn unn- ið þrjár hrinur og þar með leik- inn. Hjá KA var Stefán Jóhannes- son bestur en í heimaliðinu var Sigfinnur Viggósson áberandi sterkastur. Lið HSK er hávaxið og er því sterkt í smössum og hávörn en nokkuð vantar upp á tæknina hjá þeim. Þess má geta að kúluvarpararnir í liðinu, Andrés og Pétur Guðmundssyn- ir, voru sterkir í vörninni. vörninni. Jón Örn Guðmundsson átti þokkalegan leik en hefur oft leikið betur. Það sama má segja um þá Jóhann Sigurðsson og Guðmund Björnsson sem áttu góða spretti en hurfu þess á milli. Hjá KR voru þeir Matthías Einarsson og Páll Kolbeinsson bestir. Síðan var Axel Nikulás- son drjúgur er KR var að komast yfir í leiknum. Síðan má ekki gleyma Kovtoun sem hélt Dan Kennard gersamlega niðri í leiknum. Dómarar voru þeir Guðmund- ur St. Maríasson, betur þekktur sem knattspyrnudómari og var þetta hans fyrsti Úrvalsdeildar- leikur, og Bergur Steingrímsson. Þeir náðu sér ekki á strik í leikn- um frekar en leikmennirnir og orkuðu margir dómar þeirra mjög tvímælis. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 26, Jón Örn Guðmundsson 16, Guðmundur Björnsson 15, Jóhann Sigurðsson 9, Dan Kcnnard 7, Eiríkur Sigurðsson 4 og Ágúst Guðmundsson 4. Stig KR: Matthías Einarsson 22, Axel Nikulásson 17. Páll Kolbeinsson 15, Anatoli Kouvton 12, Guðni Guðnason 13, Gauti Gunnarsson 5, Birgir Mikaels- son 4. Þórsarinn Jón Örn Guðmundsson reynir hér körfi Desembermót Óðins: Gísli setti þrji Rut með þrjú Islandsmet í flokki sj Desembersund Óðins var haidiö í sundlaug Akureyrar nýlega. Mjög góður árangur náðist á mótinu og setti Rut Sverrisdóttir m.a. þrjú Islandsmet í flokki sjónskertra. Síð- an setti Gísli Pálsson þrjú Akureyr- armet og Sonja Stellý Gústafsdóttir bætti tvö gömul met Birnu Björns- dóttur. Á þessu desembermóti gafst yngra sundfólki félagsins tækifæri að setja met í sínum aldursflokki áður en það færist upp um aldursflokk um áramót- in. Eldra sundfólkið keppti á mótinu í greinum sem það keppir venjulega ekki í yfir keppnistímabilið. Aðalmót þeirra verður hins vegar í Kiel í V- Þýskalandi síðari í vikunni en 15 manna hópur frá Óðni fer á það mót. Á desembermótinu féllu þrjú íslandsmet og þrettán Akureyrarmet. Þar ber hæst árangur Rutar Sverris- dóttur í 400. 800 og 1500 m skriðsundi. Hún setti Islandsmet í flokki sjón- skertra sundmanna í öllum þessum greinum. Gísli Pálsson bætti þrjú Akureyrar- met. Árangur hans var sérstaklega elæsileaur í 800 m skriðsundi en þar setti hann met í drengja-, pilta- og karlaflokki. Sonja Stella Gústafsdóttir tók tvö met af Birnu Björnsdóttur í 800 og 1500 m skriðsundi. Allur þessi árang- ur er mjög góður því gömlu metin voru erfið viöureignar. En lítum þá á úrslit- in í einstökum greinum: 1500 ni skriðsund karla 1. Svavar Þór Guðmundsson 2. Ómar Þorsteinn Árnason 3. Illugi Fanndal Birkisson 18:25.41 19:14.55 19:19.88 1500 m skriösund kvenna 1. Elsa María Guðmundsdóttir 20:28.03 2. Sonja Stellý Gústafsdóttir 20:38.54 Akureyrarmet telpna 3. Þorgerður Benediktsdóttir 20:42.42 7. Rut Sverrisdóttir 28:08.53 ísl.met fatlaðra (sjónskertra) 200 m fjórsund karla 1. Þormóður Geirsson 4:02.05 Akureyrarmet hnokka 2. Daníel Gunnarsson 4:36.09 200 m fjórsund kvenna 1. Svana Karlsdóttir 3:41.72 Akureyrarmet hnáta 2. Sif Sverrisdóttir 4:01.43 200 m baksund karla 1. Rúnar Gunnarsson 3:49.34 2. Birgir Örn Sveinsson 4:25.36 Akureyrarmet hnokka 200 m baksund kvenna 1. Birna Soffía Baldursdóttir 3:52.82 Akureyrarmet hnáta 200 m flugsund kvenna 1. Dagný Gunnarsdóttir 4:56.87 Akureyrarmet hnáta 50 m baksund karla 1. Rúnar Gunnarsson 48.50 2. Þormóður Geirsson 48.75 3. Birgir Örn Sveinsson 51.98 50 m baksund kvenna 1. Svana Karlsdóttir 47.34 Akureyrarmet hnáta 2. Birna Soffía Baldursdóttir 49.42 3. Dagný Gunnarsdóttir 54.45 800 m skriðsund karla 1. Gísli Pálsson 9:20.80 Akureyrarmet drengja, pilta og karla Gísli Pálsson stóð stig vel í Descmberinóti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.