Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. desember 1989 - DAGUR - 9 íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Vcrðlaunahufarnir á Kóku-kólu jólamótinu. Mynd: Oddur Keppendur á Meistaramótinu. Skarphéðinn Ingason. Ungur piltur, Skarphéðinn Ingason úr Umf. Mývetningi, stóö sig nijög vel á Meistara- móti HSI» í frjálsum íþróttum innanhúss fyrir 12 ára og yngri um síðustu helgi. Hann setti þrjú Islandsmet í flokki 12 ára og yngri, í langstökki og þrí- stökki án atrennu og svo í há- stökki. Skarphéðinn stökk 2,55 í langstökki án atrennu. 7,26 í þrístökki án atrennu og fór yfir 1,63 í hástökki. Þetta var mjög góður árangur að setja þrjú met á stuttum tíma. senr haldið var í íþróttahúsinu að Laugum, voru rúmlega 80 frá flestum félögum innan HS1». KA lagði Gróttuna þrátt fyrir slaka byriun Eftir núkið jaml, japl og fuður tókst KA-mönnum að leggja Gróttu að velli 23:20 í 1. deild- inni í handknattleik á Akureyri á laugardaginn. Þetta var síð- asti leikur KA í fyrri umferð íslandsmótsins en þrátt fyrir sigurinn er liðið cnn í botnbar- áttu. Það fór um áhorfendur í Höll- inni á laugardaginn því Gróttu- menn komu mjög ákveðnir til leiks og um miðjan hálfleikinn höfðu þeir fimm marka forskot, 8:3. Á þessum tíma var sóknar- leikur KA í molum og vörnin ekki mikið skárri. t»á var eins og þeir gulklæddu vöknuðu af væran dvala og vörn- in small saman. Einnig fóru sókn- armennirnir að finna fjölina og í leikhlci hafði KA náð að jafna leikinn 9:9. Á þessum 16 mín- Staðan 1. deild Valur 9 7-1-1 223:190 15 FH 9 7-1-1 239:207 15 Stjarnan 9 5-2-2 211:182 12 KR 9 5-2-2 200:203 12 ÍR 9 3-2-4 203:205 8 ÍBV 9 2-3-4 211:217 7 KA 9 3-1-5 199:214 7 Víkingur 9 1-3-5 204:218 5 Grótta 9 2-1-6 186:206 5 HK 9 1-2-6 182:216 4 útna leikkafla hafði Grótta ekki náð að skora nema eitt mark! Grótta skoraði fyrsta markið í síðari hálfleik en KA náði loksins að komast yfir 12:11 nokkru síðar. KA hélt forystunni en Gróttan neitaði að gefast upp. Þegar staðan var 17:15 átti Grótta mögulcika á því að minnka muninn en tókst ekki og KA náði þriggja marka forskoti 18:15. Þetta var vendipunkturinn í leiknum því Grótta náði aldrei að vinna upp þann mun og KA sigraði 23:20, eins og áður sagði. KA-liðið var mjög jafnt í leiknum og erfitt að taka einn leikmann fram yfir annan og hrósa honum. l»ó er rétt að geta þess að Guðntundur Guðmunds- son var seigur í sókninni en átti í erfiðleikum með Gróttumanninn Pál Björnsson í vörninni. Fyrrnefndur Páll var langbcsti maður Gróttunnar. Þessi ítur- vaxni línumaður var óstöðvandi í leiknum og réðu varnarmenn KA ekkert við hann að þessu sinni. Hann skoraði að vísu ekki nema fjögur mörk en fiskaöi flest öll þau víti sem liö hans fékk í leikn- um. Sigtryggur markvörður varði ótrúlega vel fyrstu 15 mínútur leiksins enda skutu sóknarmenn KA allt of mikið niðri á hann cn þar er Sigtryggur sterkastur. El'tir að heimamenn höfðu lagfært mið- ið bar ekki eins mikið á mark- verðinum. Dómarar gainiir kunningjar frá ÍR-leiknum helgina þar áður, Gunnlaugur Hjálmarsson og Gunnar Viðarsson. Ekkert var hægt að kvarta yfir dómgæslunni að þessu sinni. Þctta var síðasti leikur KA í fyrri umferð íslandsmótsins. Staða liðsins hlýtur að vera leik- mönnum og aðdáendum liðsins nokkur vonbrigði því inun meira býr í liðinu cn það hefur sýnt hingað til. Fyrsti leikur síðari umferðar verður á laugardaginn en þá koma Stjörnumenn í hefm- sókn. KA hefur þar harma að hefna frá fyrri umferðinni en þá unnu Garðbæingarnir stórsigur. Þaö má því búast við hörkuleik á laugardaginn í 1. deildinni. Mörk KA: Sigurpáll Árni Aðnlstoins- son 7/5. GuðmuncJur Guðmunclsson 4, Erlingur Kristjánsson 3. Jóhanncs Ujiirnason 3. Pctur Bjarnason 3, Karl Karlsson I. Bragi Sigurðsson I og Frið- jón Jónsson I. Miirk Gróttu: Halldór Ingóllsson 5. Páll Björnsson 4, Svcrrir Svcrrrisson 4. Stcfán Arnaldsson 3. Davíð Gíslason 2 og Willum Pór Pórsson 2. Guðmundur Giiðiiiiindssoti þurfti svo sannarlcga að liafa fyrir lilutununi á línunni gcgn Gróttu, cins og sést gjorla á þcssari mynd. Mymt: ki Krístján þjálfar Magna Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari Magna frá Grenivík í knattspyrnu og niun hann einnig leika nieö liðinu næsta suniar. Þetta er fruni- Golf í desember: Vel heppnað jólamót - Kristján Gylfason efstur Opna Kóka-kólamótið hjá GA var haldið að Jaðri um síðustu helgi. Keppendur voru 55, 35 á laugardag og 20 á sunnudag. Kristján Gylfason sigraði á laugardag en á sunnudag var tvímenningskeppni og urðu þeir Magnús Jónatansson og Sævar Jónatansson hlutskarp- astir. Kristján sigraði á laugardag með 39 punkta, Þórarinn B. Jónsson náði 2. sæti með 37 punkta og Magnús Jónatansson lenti í 3. sæti, einnig með 37 punkta. í tvímenningnum fengu þeir Magnús og Sævar 42 punkta. Páll Pálsson og Sigurður Stefánsson lentu í öðru sæti og Smári Garð- arsson og Gylfi Kristjánsson urðu í því þriðja. raun Kristjáns sem þjálfara en hann er nú aöstoöarþjálfari Þórsliðsins í handknattleik. Magnamenn duttu niöur í 4. Kristján Kristjánsson. deild síðast liðið sumar og hafa nú hug á því að vinna sér sæti aft- ur í 3. dcildinni. Þeir ættu að eiga góða möguleika á því eftir að vcra búnir að lá reyndan I. deild- arleikmann í lið sitt. Kristján hóf feril sinn hjá Haukum og lék þar árið scm liöið var í I. deild. Hann hélt síðan í víking til Húsavíkur og lék mcð Völsungum. Síöan lá leiðin til Akurcyrar í Þór og þar spilaði hann 106 leiki og skoraöi 27 mörk. Einungis Halldór Áskels- son hefur skorað fleiri mörk fyrir félagið þannig að markverðir 4. deildar hafa í nógu að snúast er þeir mæta Magna næsta sumar. Frjálsar íþróttir: Skarphéðiim með þijú íslandsmet

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.