Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. desember 1989 - DAGUR - 13 bœkur í sumardölum Iðunn hefur gefið út endurskoð- aða útgáfu á ljóðabók Hannesar Péturssonar skálds, / sumardöl- um, sem lengi hefur verið ófáan- leg. Bókin kom út árið 1959 og var önnur í röðinni af ljóðabók- um Hannesar. Hún staðfesti það sem mönnum var raunar ljóst þegar við útkomu fyrstu bókar hans: Að nýr meistari ljóðsins var kominn fram með þjóðinni. Hér játar skáldið hinu jarð- neska lífi ást sína og hollustu með opinskáum hætti, en túlkun- in er slungin andstæðum eins og Ólafur Jónsson lýsti í ritdómi: „Áherslan á lífsnautn og tilfinn- ingu er sprottin af vitundinni um stöðuga návist dauðans og þar með hverfleik allra hluta - óhöndlanleik þeirra . . .“ „Bókin er auðug að eftirminni- legum ljóðmyndum; frá hringrás náttúrunnar vor og haust, af stöðum heima og erlendis. Hér eru fögur og tregablandin ástar- ljóð og loks flokkurinn Söngvar til jarðarinnar, sem geymir nokk- ur þau ljóð skáldsins sem lesend- um þykir vænst um,“ segir í frétt frá útgefanda. Bókin um Sesar Út er komin hjá Erni og Örlygi bók um einn frægasta mann ver- Forsvarsmenn fyrirtækisins í húsakynnunum við Glerárgötu. Frá vinstri: Björgólfur Jóhannsson, Gunnar Jónsson, Valtýr Hreiðarsson, Þorsteinn Kjartansson og Arnar Árnason. Mvnd: kl Endurskoðun Akureyri hf. og Fell hf. sameinast: Meginmarkmið aukin hagræðing í rekstri Á undanförnum vikum hafa staðið yfir viðræður milli tveggja fyrirtækja á Akureyri, Endurskoðunar Akureyri hf. og Fells hf. um víðtæka sam- vinnu. Viðræðunum lauk ný- verið með undirritun sam- komulags um sameiningu rekstrar félaganna sem fram- vegis munu starfa undir nafni Endurskoðunar Akureyri hf. Sameiningin tók formlega gildi um síðustu mánaðamót og verður starfsemin fyrst um sinn í húsakynnum beggja fyrir- tækjanna þ.e. að Glerárgötu 24 og Tryggvabraut 22. Af þessu tilefni ræddi Dagur stuttlega við þrjá forsvarsmenn fyrirtækisins, þá Þorstein Kjart- ansson, Valtý Hreiðarsson og Björgólf Jóhannsson. Þeir sögðu meginmarkmið sameiningarinn- ar að ná fram aukinni hagræð- ingu í rekstrinum og auk þess mun fyrirtækið nú frekar geta sinnt öllum þáttum atvinnulífsins með þeirri sérhæfingu sem þörf er fyrir á öllum sviðum. Pjónustu- svið fyrirtækisins breikkar. Endurskoðun, bókhald, ráðgjöf, skattskil, víðtæk tölvuþjónusta og ráðningarþjónusta eru meðal þeirra þjónustuþátta sem hægt verður að sækja til fyrirtækisins. Samstarfsaðilar Endurskoðunar Akureyri hf. eru Endurskoðun hf. í Reykjavík, Endurskoðunar- stofa Sig. Stefánsson hf. og alþjóðlega endurskoðunarfýrir- tækið KPMG. Með sameiningunni verður enn frekar lögð áhersla á trausta og góða þjónustu, auk þess sem betri möguleikar gefast á sérhæf- ingu. Allir starfsmenn beggja fyrir- tækjanna munu starfa hjá Endur- skoðun Akureyri hf., en þeir eru um tuttugu talsins. Par af eru fjórir löggiltir endurskoðendur, þrír af þeim viðskiptafræðingar og þrír viðskiptafræðingar að auki. Annað starfsfólk er ýmist með menntun á sviði verslunar eða langa starfsreynslu á þessu sviði. Um næstu áramót taka gildi lög um virðisaukaskatt. Að undanförnu hefur fyrirtækið unn- ið við að aðstoða viðskiptaaðila sína við undirbúning m.a. með fyrirlestrum og beinum ráðlegg- ingum. Pá stendur til að halda námskeið í tengslum við virðis- aukaskattinn á næstunni fyrir við- skiptavini fyrirtækisins. Lögun- um fylgja ströng bókhaldsfyrir- mæli og uppgjörið verður ekki framkvæmt nema á grundvelli bókhalds. Nú munu um 15 þús- und nýir gjaldendur bætast við frá því sem var í söluskattskerf- inu og munu þeir þurfa að færa sitt bókhald reglulegar cn verið hcfur. Þessir aðilar þurfa að færa sitt bókhald í það form að þeir geti á tveggja mánaða fresti gert upp virðisaukaskattinn. Bændur eru undaþegnir uppgjöri á tveggja mánaða l'resti og þurfa að gera upp á sex mánaða fresti. Aðspurðir um hvort kvíða gætti hjá nýjum greiðendum sögðu þeir félagar að hjá þeim ríkti vissulega óvissa. Menn þekktu kcrfið ekki nógu vcl, sem kæmi m.a. til af því aö mikil óvissa hefur ríkt um lögin, m.a. vegna yfirvofandi frestunar á dögunum. Eftir gildistökuna þurfi fyrirtæki ákveðinn tíma til að aðfagast þessu kerfi eins og öðrum nýjungum. Með tilkomu virðisaukaskatts- ins fjölgar skattskyldum aðilum mjög og hlutfallsiega mest á Norðurlandi eystra því bændur eru nú skattskyldir en voru það ekki áður. Aðrir nýir greiðendur eru sjálfstæðir atvinnurekendur eins og iðnaðarmenn, sjómenn og fleiri. Síauknar kröfur til einkafyrir- tækja og opinberra aðila um hvers kyns fjárhagslegar upplýs- ingar kalla á öfluga þjónustu fyrirtækja á þessu sviði. Sveitar- félög og stærri fyrirtæki hafa í auknum mæli leitað eftir þcssari þjónustu í sinni heimabyggð. Þess má að lokum að geta, að Þorsteinn Kjartansson mun um áramót hverfa frá störfum í fyrir- tækinu í eitt ár til að veita stórum viðskiptaaöila sérfræðiþjónustu. Hann sagði þarna korriið dæmi um þjónustu sem fyrirtækið veit- ir, en viðskiptaaðilinn setn um ræðir hefur skipt lengi við fyrir- tækið og þarf á þessari sérfræði- þjónustu að halda nú vegna endurskipulagningar. aldarsögunnar, Julius Sesar, hershöfðingja, stjórnmálamann, stjórnsýslugarp, mælskumann, snjallan rithöfund, kvennagull, mikinn lærdómsmann, og mann sem var gæddur næmum smekk og hrífandi persónutöfrum. I kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Julius Sesar var ekki ein- ungis snjall í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, heldur afburða- snjall. Ferill hans einkenndist í senn af upplýstu hugarfari og frjálslyndi og hrottalegu ofbeldi. Sesar var uppi á mikilvægum tímamótum í sögunni, þegar rómverska lýðveldið var að syngja sitt síðasta vers og keis- aradómurinn að taka við. Þetta var tímaskeið mikillar ókyrrðar í Róm, og á því hófust yfir aðra hershöfðingjar á borð við Súllu, Krassus, Pompejus og Sesar sjálfan. Kringum þá voru stjórn- málamenn, mælskusnillingar og skáld eins og Kató, Ahenóbar- bus, Síseró og Katúllus. Við lest- ur þessarar hrífandi ævisögubók- ar prófessors Grant sér lesandinn þessa örlagatíð nánast ljóslifandi fyrir sér.“ í bókinni um Sesar er á annað hundrað Ijósmyndir, kort og teikningar sem auðvelda mönn- um að skilja efnið og komast bet- ur inn í söguþráðinn. Dagur Þorleifsson þýddi bók- ina. Opnunartími í desember Þriöjud. 12. desember kl. 9-21. Miðvikud. 13. desember kl. 9-21. Fimmtud. 14. desember kl. 9-21. Föstud. 15. desember kl. 9-21. Laugard. 16. desember kl. 9-22. Fimmtud. 21. desember kl. 9-21. Föstud. 22. desember kl. 9-21. Laugard. 23. desember kl. 9-23. Lokað verður 27. desember v/frís hjá starfsfólki. Opnum aftur 28. desember kl. 9 HAGKAUP Akureyri Spilabókin Vaka-Helgafell hefur gefið út bók um spil í flokki tómstunda- bóka sinna. Hún heitir einfald- lega Spilabókin. Guðni Kolbeins- son valdi spilin úr efni frá Poli- tiken-forlaginu danska, þýddi leiðbeiningar og leikreglur. Spilabókin var upphaflega gefin út hjá Vöku-Helgafeli fyrir fimm árum en er nú gefin út að nýju í breyttu formi þannig að hún fell- ur inn í flokk tómstundabóka útgáfunnar. I Spilabókinni er að finna fjölda spila af ýmsum toga. Bók- inni er skipt í þrjá aðalkafla: Barnaspil, fjölskylduspil og pen- ingaspil.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.