Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 íþróttir Enska knattspyrnan: Meistaramir á sinn stað - Jafntefli á Anfield Paul Stewart tryggði Tottenham sigur gegn Everton. Um helgina var leikin heil umferð í 1. og 2. deild ensku knattspyrnunnar, en liðin úr 3. og 4. deild voru upptekin í leikjum 2. umferðar FA-bikar- keppninnar. Heldur voru upp- lýsingar um leiki laugardagsins af skornum skammti þar sem drátturinn í riðlakeppni Heimsmeistarakeppninnar á Italíu í suniar tók mikinn tíma og fréttamenn höfðu meiri áhuga á að fjalla um niðurstöð- ur hans, en deildarleikina. Það urðu þó nokkur athyglisverð úrslit og 1. deildin fékk nýjan forystusauð um helgina. En lít- um þá nánar á það sem fram fór á völlunum í Englandi. Liverpool var í efsta stæi 1. deildar er leikir hófust á laugar- dag og fékk í heimsókn lið Aston Villa sem var jafnt þeim að stigum. Það vantaði þá Alan Hansen, Gary Gillespie og Barry Venison í vörn Liverpool og varnarleikur liðsins bar þess merki. Þetta nýtti hið skemmti- lega lið Aston Villa sér vel og á 21. rnín. náði liðið forystu með marki Ian Olney. Liverpool varð fyrir öðru áfalli 8 mín. fyrir lok fyrri hálfleiks er John Barnes varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla sem hann hlaut eftir að hafa leikið varnarmenn Villa sundur og saman, en því lauk með því að hann var sparkaður niður. Liverpool sem hafði átt undir högg að sækja í fyrri hálf- leiknum sótti mjög í sig veðrið í hinum síðari. Peter Beardsley jafnaði fyrir Liverpool á 65. mín., en lengra komst liðið ekki þrátt fyrir ágæt tækifæri og leikmenn Aston Villa fögnuðu ntjög jafn- teflinu í leikslok, enda ekki lítið afrek að sækja stig á Anfield Road í Liverpool. Englandsmeistarar Arsenal léku á útivelli gegn Coventry sem saknaði margra leikmanna vegna nteiðsla og veikinda. Prátt fyrir það virtist leikurinn stefna í markalaust jafntefli. en undir Úrslit 1. deild Charlton-Millwall 1:1 Coventry-Arsenal 0:1 Liverpool-Aston Villa 1:1 Manchester Utd.-Crystal Palace 1:2 NottinghaniFor.-Norvvich (1:1 Q.P.R.-Chelsea 4:2 Sheflield-Wed.-Luton 1:1 Southampton-Manchester City 2:1 Tottenhain-Everton 2:1 Wimbledon-Derhy 1:1 2. deild Blackburn-Leicester 2:4 Bradford-West Ham 2:1 Brighton-Wolves 1:1 Hull City-Port Vale 2:1 Ipswich-Sunderland 1:1 Middleshrough-Leeds Utd. 0:2 Newcastle-Oxford 2:3 Stoke City-Barnsley 0:1 Watford-Öldhain 3:0 W.B.A.-Bournemouth 2:2 Plymouth-Portsmouth 0:2 Swindon-Sheffield Utd. 0:2 í vikunni: Swindon-Bournemouth 2:3 Deildabikarinn 4. umf. endurtekinn jafnteflisleikur. Sunderland-Exeter 5:2 lokin tókst þó Paul Marson að skora sigurmark Arsenal. Með sigrinum er Arsenal komið í efsta sæti 1. deildar, tveim stigum á undan Liverpool og Aston Villa. Pað er því ljóst að Arsenal hefur fullan hug á að verja meistaratitil sinn og ótrúlega oft sem liðinu tekst að sigra með einu marki eft- ir barning í erfiðum leikjum sem liðið á jafnvel minna í. Chelsea sem fyrir stuttu var við topp 1. deildar er nú að gefa eftir og tapaði á laugardag sínum öðr- um leik í röð. Báðir tapleikirnir hafa verið gegn öðrum Lundúna- liðum, fyrst gegn Wibledon um síðustu helgi og nú gegn liðið Q.P.R. Heimamenn höfðu yfir 2:1 í hálfleik og siruðu síðan 4:2 og greinilegt að Don Howe hinn nýi framkvæmdastjóri Q.P.R. er að gera góða hluti með liðið. Einnig hefur Ray Wilkins sem Q.P.R. fékk nýlega frá Rangers sett mark sitt á leik liðsins og heldur liðinu mjög vel saman. Les Ferdinand skoraði tvö af mörkum Q.P.R., hans fyrstu mörk fyrir liðið og þeir Mark Falco og Colin Clarke skoruðu sitt markið hvor. Alan Dickens og Steve Clarke svöruðu fyrir Chelsea, en það dugði skammt að þessu sinni. Norwich komst upp í fjórða sætið með góðum útisigri gegn Nottingham For. Furðulcgt hve Norwich nær góðum árangri á útivöllum, en nær ekki að fylgja því eftir á heimavelli. Forest hins vegar hafði ekki efni á þessum tapleik og Brian Clough ætti kannske að prófa Todda fyrr en seinna. Það var bakvörðurinn Mark Bowen sem skoraði sigur- mark Norwich og eina mark leiksins rétt fyrir hlé. Tottenham tókst að sigra Everton á heimavelli sínum þrátt fyrir að Tony Cottee næði forystu fyrir Everton snemnta í leiknum. Fyrrum leikmaður Everton, Gary Lineker jafnaði fyrir Tott- enham í fyrri hálfleik og það var síðan Paul Stewart sem tryggði Tottenham sigurinn með marki á 61. mín. Mark Briglit skoraúi bæði mörk Crystal Palace í óvæntum sigri liðs- ins gegn Man. Utd. Howard Kendall hefur nú ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Man. City, liann tekur við á mánudaginn, en sá hiö nýja lið sitt tapa á útivelli gegn Sout- hampton eftir að hafa komist yfir. Man. City er nú eitt á botni I. deildar og það bíður því Ken- dalls erfitt verk. Clive Allen skor- aði fvrir City í fyrri hálfleik, en liðinu tókst ekki að halda út og þeir Rod Wallace og Barry Horne tryggðu Southampton öll Um helgina var dregið í 3. umf. FA-bikarkeppninnar, en hún fer fram 6. janúar. Helstu viðureignir í umferðinni fara hér á eftir. Aðalleikurinn verður örugg- lega leikur Nottingham For. gegn Manchester Utd. þar sem Forest er sigurstranglegra. Lítið er um innbyrðisviðureignir 1. deildar liða, en þó leika saman Man- chester City og Millwall ásamt Tottenham sem er heima gegn Southampton. Blackburn leikur gegn Aston Villa, en bæði þessi lið hafa oft sigrað í keppninni. Bikarmeistar- ar Liverpool mæta Swansea á úti- velli, en Swansea var lengi hálf- gert elliheimili fyrir fyrrverandi leikmenn Liverpool sem luku ferli sínum þar. stigin með tveim mörkum í síðari hálfleiknum. Crystal Palace vann sinn fyrsta sigur á útivelli í deildinni í vetur er liðið sigraði Man. Utd. óvænt á Old Trafford. Russcll Beards- more kom Utd. yfir, en það vakti athygli aö Mark Hughes var sett- ur úr liði Utd. fyrir leikinn. Mark Bright jafnaði fyrir Palace áður en flautað var lil hlés og hann skoraði síðan sigurmark Palace í síðari hálfleiknum. Everton sem tapaði úrslita- leiknum í fyrra mætir Middles- brough á útivelli. Port Vale er heima gegn Derby, Stoke City er einnig heirna gegn Arsenal og tvö lið sem nýlega hafa sigrað í keppn- inni, Wintbledon og Coventry eru á útivelli. Wimbledon mætir W.B.A: og Coventry er gegn Northampton eða Elsbury sem eiga óútkljáðan jafnteflisleik. Utandeilda lið eru með í keppninni, Darlington er úti gegn Cambridge og Whitley mæt- ir Rochdale úti. Wclling og Reading þurfa að endurtaka leik sinn, en sigurveg- arinn er heima gegn Sunderland Leeds Utd. á heimaleik gegn Ipswich, en bæði þessi lið eru ofarlega í 2. deild. Þ.L.A. Charlton gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Millwall og komst þar með af botni deildar- innar. Bæði mörkin voru skoruð í síðari hálfleik, Scott Minton skor- aði mark Charlton, en Steve Anthrobus svaraði fyrir Millwall. Sheffield Wed. og Luton gerðu einnig 1:1 jafntefli í sínum leik. Sheffield Wed. hafði yfir í hálf- leik með sjálfsmarki John Dreyer varnarmanns Luton, en David Hirst gerði þó tilkall til marksins. í síðari hálfleik tókst Julian James síðan að jafna fyrir Luton. Og enn eitt 1:1 jafnteflið varð í leik Wimbledon gegn Derby þar sem Paul Goddard kom Derby yfir í fyrri hálfleik. Það var síðan John Scales sem jafnaði fyrir Wimbledon er 4 mín. voru til leiksloka. 2. deild • í 2. deild er Shefficld Utd. efst með 45 stig eftir 2:0 sigur á útivelli gegn Swindon á sunnu- daginn. • Leeds Utd. hefur 44 stig í öðru sæti eftir 2:0 sigur gegn Middlesbrough úti, en þar þurfti að stöðva leikinn í 15 mín. vegna óláta áhorfenda. Carl Shutt skor- aði fyrir Leeds Utd. snemma leiks og liðið bætti síðan öðru marki við í síðari hálfleik. • Forskot þessara tveggja liða jókst þar sem öðrum næstu liðum tókst ekki að sigra. Newcastle tapaði heima, Sunderland gerði jafntefli við Ipswich og Oldharn, Blackburn og West Ham töpuðu sínum leikjum. Þ.L.A. Staðan 1. deild Arsenal 17 10-3- 4 29:17 33 Liverpool 17 9-4- 4 34:16 31 Aston Villa 17 9-4- 4 28:18 31 Norwich 17 7-7- 3 24:18 28 Southampton 17 7-6- 4 35:28 27 Chelsea 17 7-6- 4 26:20 27 Derby 17 7-4- 6 22:14 25 Tottenham 16 7-4- 5 24:23 25 Everton 17 7-3- 7 24:24 24 Coventry 17 7-2- 8 13:22 23 Nott.Forest. 17 6-4- 7 21:17 22 QPR 17 5-6- 6 20:18 21 Man.Utd. 16 6-3- 7 24:23 21 Wimbledon 17 4-8- 5 18:20 20 Luton 17 4-7- 6 18:21 19 Crystal Palace 17 5-4- 8 20:35 19 Millwall 17 4-6- 7 24:25 18 Sheff.Wed. 18 4-5- 9 12:27 17 Charlton 17 3-7- 7 13:19 16 Man.City 17 4-3-10 22:34 15 2. deild ShelT.Utd. 21 13- 6- 2 36:20 45 Leeds Utd. 21 13- 5- 3 36:21 44 Sunderland 21 10- 7- 4 36:29 37 Newcastle 21 10- 6- 5 38:24 36 Oldham 21 9- 7- 5 27:23 34 Ipswich 21 9- 7- 5 33:27 34 Rlackhurn 21 7-10- 4 38:32 31 West Ham 21 8- 7- 6 32:25 31 Swindon 21 8- 6- 7 36:28 30 Wolves 21 7- 7- 7 30:30 28 Boiirnemouth 21 7- 5- 9 30:35 28 Plymoulh 21 8- 3-10 34:29 27 Brighton 21 8- 3-10 31:30 27 Port Vale 21 6- 8- 7 25:26 26 Watford 21 7- 5- 9 25:26 26 O.xford 21 7- 5- 9 30:33 26 W.B.A. 21 6- 7- 8 36:35 25 Leicester 21 6- 6- 9 26:32 24 Bradford 21 5- 8- 8 25:24 23 Barnsley 21 6- 5-10 23:41 23 Portsmouth 21 4- 8- 9 24:31 22 Middlesbr. 21 5- 6-10 25:34 21 Hull 21 2-11- 8 21:29 17 Stoke 21 2- 9-10 17:32 15 Bikarkeppnin: Forest mætir Utd. - Tottenham fær Southampton heim

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.