Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 Starfsemi Idnþróunarfélags Eyjafjaröar hf. P. Sigmundsson, framkvæmdastjóra - eftir Sigurð Inngangur Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. var stofnað árið 1982. Hluthafar eru 29, 15 sveitarfélög við Eyja- fjörð, verkalýðsfélög og kaupfé- lög á svæðinu. Stærstu hluthaf- arnir eru Akureyrarbær með 47% hlutafjár og Kaupfélag Ey- firðinga með 23%. Hlutafé nam kr. 14,8 milljónum 1. september sl. Fjármögnun IFE hefur verið með þeim hætti að sveitarfélög sem aðild eiga að félaginu hafa lagt fram 0,5% af álögðum út- svörum, aðstöðugjöldum og fast- eignaskatti ársins á undan til félagsins. Helmingur þeirrar upp- hæðar skoðast sem rekstrarfram- lag og helmingur sem hlutafjár- aukning. Aðrir hluthafar hafa aukið hlutafé sitt í réttu hlutfalli við hlutafjáraukningu sveitarfé- laganna. Auk þess fær félagið svokallað iðnráðgjafaframlag frá ríkinu sem samsvarar lA af laun- um eins starfsmanns. Pá hafa tekjur af útseldri vinnu verið urn 15% af heildartekjum félagsins seinustu ár. Stjórn félagsins skipa nú eftir- taldir: Sigfús Jónsson, formaður; Magnús Gauti Gautason, vara- formaður; Kristján Pór Júlíus- son, ritari; Sveinn Jónsson; Jón Helgason; Bjarni Kr. Grímsson; Ármann Helgason. Starfsmenn félagsins eru þrír, Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri, Porleifur Þór Jónsson, ferðamálafulltrúi og Steinþór Ólafsson, tæknilegur ráðgjafi. Stefna Upphaflega var Iðnþróunarfélag- ið stofnað til að efla iðnþróun í Eyjafirði með sérstaka áherslu á stofnun nýrra fyrirtækja. Próunin hefur hins vegar orðið sú að starfsemin hefur komið meira og meira inn á alla þætti atvinnulífs- ins og má því segja að stefna félagsins sé nú að efla og stuðla að þróun atvinnustarfsemi al- mennt í Eyjafirði. Aðstæður hverju sinni hafa töluvert að segja um hverjar áherslurnar eru. Starfsemin Starfsemi félagsins felst í megin- atriðum í eftirfarandi: - kynningarstarf - ráðgjöf - forathugun/arðsemismat - stofnun fyrirtækja - fjárfesting - þátttaka í stjórnun og rekstri - námskeiðahald - ferðamál - þjónusta við Atvinnumála- nefnd Akureyrar Síðastlíðið vor ákvað stjórn IFE að stofna til embættis ferða- málafulltrúa félagsins og gera jafnframt þjónustusamning við Atvinnumálanefnd Akureyrar. Samhliða þessu var ákveðið að endurskoða starfsemi félagsins í heild. Á stjórnarfundi IFE 31. maí sl. lágu fyrir hugmyndir um valkosti í mótun stefnu, mark- miða, leiða og áherslna. Stjórnin samþykkti þá að stefna bæri að því að þrengja starfsemi félagsins nokkuð í því skyni að gera hana markvissari. Draga úr þeim þátt- um sem aðrir aðilar geta séð um s.s. námskeiðahaldi og funda- haldi. Leggja þess í stað aukna áherslu á leit að nýjum atvinnu- tækifærum jafnframt því að vinna að varnarstarfi. Hér á eftir er gerð grein fyrir verkefnum IFE á líðandi ári tii að gefa lesendum innsýn í starfsemi félagsins. Yerkefni IFE 1989 1. Ráðgjöf/úttektir. Félagið veitir einstaklingum og fyrirtækjum sem áforma nýja starfsemi aðstoð við að meta hug- myndir og áætlanir út frá tækni- legum og fjárhagslegum forsend- um þeim að kostnaðarlausu. Pessa þjónustu mættu gjarnan fleiri nýta sér en hingað til. Reynslan hefur sýnt að alltof ntargir fara út í nýjan rekstur án þess að liafa skoðað forsendurnar nægilega vel. Félagið tekur einnig að sér, í útseldri vinnu, að gera rekstrar- úttektir fyrir fyrirtæki. Hingað til hefur einkum verið um að ræða athuganir fyrir smáfyrirtæki. Félagið getur þó sinnt stærri verkefnum og þá kallað til sam- starfs aðra aðila ef með þarf. Helsta verkefnið í ár á þessu sviði var markaðsathugun og mat á framtíðarmöguleikum Víkur- plasts hf. 2. Stofnun fyrirtækja og fjárfest- ing. Félaginu er ætlað að hafa nokk- urt frumkvæði í að leita að mögu- leikum til að koma nýrri starf- scmi af stað. Hefur tekist nokkuð vel til í þeim efnum og hefur IFE átt þátt í stofnun fyrirtækja eins og Sæplasts hf., Hafspils hf., Pól- stjörnunnar hf., Eyfirsk matvæli hf., Gúmmívinnslunnar hf., Sæ- vers hf., Víkuplasts hf., Leður- iðjunnar Teru hf., ístess hf. og Fiskeldis Eyjafjarðar hf. Nokkur fyrirtæki hafa gengið vel og önn- ur miður. Þrátt fyrir erfið efna- hagsskilyrði undanfarin tvö ár má ekki láta staðar numið. Á þessu ári hefur IFE átt þátt í að stofna tvö fyrirtæki, Ferðaskrifstofuna Nonni hf. og Dettifoss hf. IFE hefur getað í gegnum árin lagt fram hlutafé í fyrirtæki þó ekki hafi verið um stórar upphæðir að ræða. Félagið á nú hlutafé í 9 fyrirtækjum samtals að upphæð kr. 4,4 milljónir. Hugmyndin er sú að selja hlutafé fyrirtækjanna þegar rekstur þeirra er kominn vel á veg og nota til hlutafjár- kaupa í nýjum fyrirtækjum. Sú ætlun hefur ekki gengið eftir nema einu sinni, enda hluta- bréfamarkaður enginn hér á landi. 3. Nýjungar. Reynt er að fylgjast með nýjum framleiðslumöguleikum eftir fremsta megni. Félagið er áskrif- andi að ýmsum tímaritum og hef- ur góð tengsl við stofnanir sem sinna rannsóknum og ýmsum athugunum. Ætlunin er að ný- ráðinn tæknifræðingur verði tölu- vert á ferðinni milli fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu þannig að tengslin við fyrirtæki og þá sem í þeim starfa verði nánari en áður. IFE aðstoðaði Vélsmiðjuna Vík á Grenivík við að koma hugmynd um framleiðslu á snjóblásara í framkvæmd. Ef allt fer fram sem horfir gæti sú framleiðsla styrkt fyrirtækið verulega. Þær nýjung- ar sem í augnablikinu er verið að vinna að og gætu skapað atvinnu- tækifæri eru smíði ruslagáma og framleiðsla á rækjuskelsmjöli. Einnig er verið að kanna grund- völl fyrir kaupum á fyrirtækjum eða hluta þeirra utan Eyjafjarð- ar. Annað sem hefur verið athug- að á árinu en virðist ekki spenn- andi er m.a. framleiðsla á skóflum, garðhýsum, trjáhlífum og hauggasi. 4. Þátttaka í stjórnun og rekstri. Þau fyrirtæki sem IFE hefur átt þátt í að koma á fót undanfarin ár leita gjarnan til félagsins um ýmis viðvik. Stundum er um stærri verk að ræða t.d. úttekt á rekstri, en oftast er um að ræða ráðleggingar og upplýsingaöflun. IFE á nú stjórnarmann í fimm fyrirtækjum. 5. Ferðamál. Ferðamálafulltrúi IFE tók til starfa 1. júní sl. Honum er ætlað að vinna að því að efla stöðu Eyjafjarðarsvæðisins í ferðamál- um. Það verður unnið með því að efla samstarf aðila í ferðaþjón- ustunni og eins með því að hafa frumkvæði að verkefnum sem bætt geta þjónustu við ferða- menn og kynnt svæðið bæði innanlands og utan. Ferðamála- fulltrúi vinnur í náinni samvinnu við ferðamálasamtök Norður- lands og aðra aðila í ferðaþjón- ustunni. Stærsta verkefni hans hingað til var sameiginleg kynn- ing aðila úr Eyjafirði á ferða- kaupstefnu Vest-Norden í Reykjavík um miðjan september sl. 6. Stúdentagaröar. IFE hefur sinnt framkvæmda- stjórn fyrir Félagsstofnun stúd- enta á Akureyri frá því í janúr sl. Fyrir lá að koma upp húsnæði fyrir nemendur við Háskólann. Það hefur tekist með mikilli vinnu þcirra sem komu þar við sögu. 7. Samstarf iönráögjafa. IFE hefur beitt sér nokkuð í sam- starfi iðnþróunarfélaga á lands- byggðinni, en þau eru átta talsins. IFE hafði m.a. forgöngu um að gera drög að frumvarpi til laga um iðnráðgjöf, en lög um starfsemina eru fallin úr gildi. Iðntæknistofnun íslands heldur nú utan um starfsemina og skipu- leggur samráðsfundi iðnráðgjafa sem haldnir eru 2-4 sinnum á ári. Tillögur IFE miðast að því að starfsemin verði virkari og öflugri í heild en verið hefur. Starfsemin verði þáttur í byggðastefnunni. Þess vegna hefur IFE varpað fram þeirri hugmynd að Byggða- stofnun sé e.t.v. betur til þess fallin að vera samræmingaraðili iðnráðgjafa í stað Iðntæknistofn- unar, sem hefur ekkert ákveðið hlutverk gagnvart landsbyggð- inni. Nú virðist frekar ólíklegt að frumvarp um iðnráðgjöf verði afgreitt á Alþingi 1989-90. Úr vcrksmiðju ístess hf. í Krossanesi - nýjung í iðnaöi, háþróuð tækni viö nijölframlciðslu. 8. Stóriðja. IFE hefur safnað miklum upplýs- ingum um stóriðju og verið í samskiptum við ráðuneyti og stofnanir um þau mál auk þess að standa fyrir almennum fundi á Akureyri um nýtingu orkulinda. Stjórn IFE ákvað að fara varlega í þetta mál og vinna að því á rétt- um forsendum. Nú er komin upp ný staða þar sem samkomulag hefur ekki orðið um stækkun við álverið í Straumsvík. Þess í stað er nú rætt um byggingu nýs 185.000 tonna álvers. Við það breytast forsendur all verulega s.s. röð virkjunarframkvæmda. Málið verður að skoðast í nýju samhengi. Full ástæða er nú til þess að vinna að því að Eyja- fjörður komi til álita við ákvörð- un um staðsetningu nýs álvers. Til þess þarf að hraða endurskoð- un þeirra gagna sem til eru um rannsóknir á svæðinu. Kynna þarf erlendum aðilum staðhætti og fá þá til að gera hagkvæmniat- huganir. Þá fyrst er hægt að gera sér grein fyrir samanburði á þjóð- hagslegri hagkvæmni þess að ál- verið rísi á suðvesturhorninu eða í Eyjafirði. 9. íslenskir dagar. IFE tók höndum saman við KEA og Félag íslenskra iðnrekenda um að gera átak í kynningu á íslenskum vörum í október sl. Meginstarfið hvíldi að sjálfsögðu á herðum KEA. IFE stóð m.a. að kynningu á íslenskum iðnaði og mikilvægi hans á fjölmennum fundum með nemendum í MA og VMA. 10. Námskeið og fundir. í febrúar sl. stóð IFE fyrir nám- skeiðinu „konur stofna fyrirtæki" ásamt Iðntæknistofnun Islands. Námskeiðið tók yfir tvær helgar og var aðsókn góð eða 20 konur. í mars stóð IFE, ásamt Stjórnun- arfélagi Norðurlands og Félagi viðskipta- og hagfræðinga á Norðurlandi fyrir fundi um at- vinnulíf á Norðurlandi. Fundur um stóriðjumál var haldinn að frumkvæði IFE á Akureyri í sept- ember sl. Fyrri hluta árs vann IFE, í samvinnu við Iöntækni- stofnun, að stefnumótun þriggja fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu. Tekið var á stefnumarkandi atr- iðum er lúta bæði að innri og ytri aðstæðunr fyrirtækjanna. 11. Þjónusta við Atvinnumála- nefnd Akureyrar. Þjónustusamningur við Atvinnu- málanefnd Akureyrar tók gildi 1. júní sl. Samkvæmt honum tekur IFE við erindum sem Atvinnu- málanefnd og Framkvæmdasjóöi Akureyrar berast, metur erindin og leggur þau fyrir nefndina. IFE tekur að sér framkvæmd ákveð- inna sérverkefna skv. beiðni Atvinnumálanefndar. Nefna má eftirfarandi verkefni: Könnun á atvinnuástandi, sala á iðngörð- um, könnun á gistirými, orlofs- húsabyggð, könnun á kvótastöðu fiskiskipa, kynningarmynd um Akureyri, flugmál, beint flug cr- lendis til Akureyrar, vörusýning á vetraríþróttahátíð ÍSÍ, ráð- stefnur til Akureyrar, fullvinnslu sjávarafla, flutning útibúa stofn- ana til Akureyrar, ferðamála- starf. gerð auglýsingabæklinga, borgarafundur um atvinnumál og hugmyndasamkeppni. Yerkefni framundan Iðnþróunarfélagið mun halda áfram að vinna á svipaðri braut og áður. Starfsemin verður þó að vera nokkuð sveigjanleg til að hún skili sem bestum árangri. Félagið mun á næstunni leggja aukna áherslu á að leita að nýjum tækifærum í atvinnustarfsemi. Sá þáttur er mikilvægur, þó svo efnahagsumhverfið sé ekki hag- stætt nýjum rekstri þessa stund- ina. Félagið leggur mikla áherslu á að fosendur fyrir nýrri starfsemi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.