Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. desember 1989 - DAGUR - 15 f/ myndasögur dags ~~]S ÁRLAND ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Einn, tveir, þrír... „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu, einn, tveir, þrír...“ Þannig komst símsvari Veðurstofu Islands að orði i gær þegar S&S vildi fræðast um veðrið. Þar sem ritari S&S er ekki sá fróðasti um furðu- heima veðurguðanna veit hann ekkert hvað svona skilaboð eiga að merkja. Kannski var þarna vísað til vindstiga, kannski hitatalna eða kannski var símsvarinn einfaldlega snarklikkaður og orðinn yfir sig leiður á að flytja þau skilaboð í jóla- mánuðinum að áfram yrði hlýtt í veðri og mætti gera ráð fyrir allt að 15 stiga hita í innsveitum norðanlands. # Hefndhimna- föðurins Það er ekki ofsögum sagt að veðrið hafi verið ofarlega á baugi að undanförnu. Eins og jafnan áður keþþast menn við að halda því fram að elstu menn muni ekki annað eins tíðarfar. Þótt skrifari S&S sé ekki beint gamall þá þykist hann hins vegar muna annað eins og þarf reyndar ekki að hverfa nema eitt ár til baka til að finna viðlíka veðurfar. En það er önnur saga. Því er haldið fram að vegna þess hve veðrið sé gott í skamm- degismánuðinum desember komi að því að eldi og brennisteini rigni yfir landslýð. Með öðrum orðum; himnafaðirinn muni hefna þess grimmilega síð- ar í vetur að suðrænir vind- ar hafi leikið svo vikum skiptir við landsins börn. Þetta svartagaldursviðhorf er ótrúlega algengt en því er hér með varpað eins langt norður i hafsauga og hugs- ast getur. Punktur og basta. # Fyllerí í ellinni Þá hefur Hæstiréttur kveðið upp sinn dóm. Magnús Thoroddsen fær aldrei fram- ar að dæma þar. Brenni- vínskaupin sáu til þess. Á það verður ekki lagður dóm- ur hér hvort minnihluti eða meirihluti réttarins hafði rétt fyrir sér. Hinu verður ekki á móti mælt að rök Magnúsar i sjónvarpsviðtali fyrir kaup- um á svo miklu brennivíni vöktu verðskuldaða athygli. Hann sagði fullum fetum að brennivínið alræmda hefði hann keypt til þess að drekka einn eða með vinum sínum á elliárunum. Var ein- hver að tala um siöferði embættismanna? dogskrá fjölmiðla Sjónvarpið Þriðjudagur 12. desember 17.00 Flautan og litirnir. Áttundi þáttur. 18.10 Þorkell fer í sendiferð. Barnamynd um lítinn dreng sem fer í sendiferð fyrir móður sína. 18.20 Sögusyrpan. Breskur barnamyndaflokkur. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fagri Blakkur. 19.20 Barði Hamar. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sagan af Hollywood. (The Story of Hollywood.) Upphaf talmynda. Bandarísk heimildamynd í tíu þáttum um kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood. 21.25 Taggart - Hefndargjöf. Annar hluti. 22.15 Jölabókaflódið. Umræður og kynning. 23.00 Ellefufréttir. 12.10 Jólabókaflóðið - framhald. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 12. desember 15.15 Freistingin. (Versuchung.) Marta er frá Póllandi en Ludwig frá Sviss. Fyrst í stað eftir giftinguna búa þau á hennar heimaslóðum og allt er í stakasta lagi. Þegar þau svo flytja til Sviss umhverfist Marta og Ludwig á erfitt með að skilja hvers vegna. Aðalhlutverk: Maja Komorowska, Hel- mut Griem og Eva-Maria Meineke. 17.00 Santa Barbara. 17.45 Jólasveinasaga. 18.10 Dýralíf í Afriku. (Animals of Africa.) 18.35 Bylmingur. 19.19 19:19. 20.30 Stóri vinningurinn. 20.50 Visa-sport. 21.50 Eins konar líf. 22.25 Hunter. 23.15 Afganistan - Heilagt stríð. (Jihad: Afghanistan's Holy War.) Á jóladagskvöld árið 1979 gerði sovéski herinn innrás sína í Afghanistan. Upp frá því hafa á aðra milljón Afghanista verið drepnir og um það bil fjórar milljónir hafa flúið land. 00.05 í hefndarhug. (Positive I.D.) Eiginkona og tveggja barna móðir verður fyrir skelfilegri líkamsárás. Aðalhlutverk: Stephanie Rascoe, John Davies, Steve Fromholz og Laura Lane. Stranglega bönnuð börnum. 01.40 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 12. desember 6.45 Veðurfregnir ■ Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. - Baldur Már Amgrímsson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1989. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið, 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Dánarfregnir ■ Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Þeir sem súta fyrir norðan. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 13.30 Miðdegissagan: „Samastaður í til- verunni" eftir Málfríði Einarsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir les (2). 14.00 Fréttir. 14.03 Eftirlætislögin. 15.00 Fréttir. 15.03 í fjarlægð. Jónas Jónasson hittir að máli íslendinga sem hafa búið lengi á Norðurlöndum, að þessu sinni Guðbjörgu Þórðardóttur Snáckvik í Stokkhólmi. 15.43 Neytendapunktar. 15.50 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Verdi, de Falla og Wieniawski. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist ■ Auglýsingar ■ Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1989. 20.15 Tónskáldatími. 21.00 Presturinn í Lundúnum. 21.30 Útvarpssagan: „Garganúa" eftir Francois Rabelais. Baldvin Halldórsson les (13). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir ■ Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.25 Leikrit vikunnar: „Ása prests“, ein- leikur eftir Böðvar Guðmundsson. 23.15 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 12. desember 7.03 Morgunútvarpid - Úr myrkrinu, inn i ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Spaugstofan. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. Spaugstofan kl. 10.55. Þarfa- þing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslifi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Dagur Gunnarsson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Blítt og létt.. Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Útvarp unga fólksins. Sigrún Sigurðardóttir, Oddný Eir Ævars- dóttir, Jón Atli Jónsson og Sigríður Amar- dóttir. 21.30 Fræðsluvarp: Enska. Níundi þáttur enskukennslunnar „í góðu lagi" á vegum Málaskólans Mímis. 22.07 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11,12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Áfram ísland. 02.00 Fréttir. 02.05 Snjóalög. 03.00 „Blítt og létt... “ 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Bláar nótur. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Norrænir tónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 12. desember 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Þriðjudagur 12. desember 07.00 Sigursteinn Másson og Haraldur Kristjánsson. Fréttatengdur morgunþáttur. Viðtöl við fólk á götunni. Það helsta sem er að ger- ast tekið fyrir. 09.00 Páll Þorsteinsson kemur fólki í vinnuna á réttum tíma. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Fróðleiksmolar og góð tónlist. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Opin lína. Umsjónarmaður: Valdis Gunnarsdóttir. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. íslenskir tónlistarmenn í spjalli, ný út- gáfa. Afmæliskveðjur milli kl. 16 og 17. Kvöldfréttir kl. 18-18.15. 19.00 Snjólfur Teitsson i kvöldmatnum. 20.00 Þorsteinn Ásgeirsson kíkir á kvikmyndahúsin. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson fylgir hlustendum Bylgjunnar inn í nótt- ina. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 12. desember 17.00-19.00 M.a. er létt umræða um lífið og tilveruna. Stjórnandi er Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.