Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 Afengi og imglingar - Ábyrgð foreldra - Erindi ílutt af Ólafi H. Oddssyni, héraðslækni á borgarafundi sem haldinn var á vegum JC í Borgarbíói 28. október 1989 undir yfirskriftinni: „Búum börnum betri framtíð“ Góöir áheyrendur. í erindi mínu mun ég nær ein- göngu fjalla um svokallaðar úti- hátíðir. Grandvör kona úr Húna- þingi hefur reyndar sagt mér að henni finnist margar útisamkom- ur fara þannig fram, að þær sverti orðið hátíð. Ég mun samt oft nefna „hátíðir" í erindi mínu þar sem margar sumarskemmtanir hafa borið slík nöfn. Á árunum 1967-1969 tók ég þátt í útisamkomum um verslun- armannahelgar í Húsafelli þar sem mannfjöldinn var frá 10-20 þúsund manns. Þar var fólk á öll- um aldri, fjölbreytt dagskrá, og yfirbragðið fremur gott að mínu mati, enda var stefnt að vínlaus- um samkomum með áfengisleit í bílum og tjöldum. Morgunblaðið segir hinn 7. ágúst 1968 um úti- skemmtanir verslunarmanna- helgarinnar: „Yfirleitt tókust útisamkom- urnar mjög vel, en eitthvað bar þó á ölvun á flestum stöðunum, þrátt fyrir tilraunir forráðamanna og lögreglu til að koma í veg fyrir slíkt. Þar sem foreldrar fylgdu börnum sínum var bestur svipur á hátíðahöldunum, en fylgdar- lausir unglingar - og þó aðallega litlir hópar unglinga - gerðu til- raunir til að spilla fyrir, vekja á sér athygli með látum og ærslum en hvergi varð það til að spilla heildarsvip hátíðahalda, eftir því sem blaðið veit best.“ Blaða- menn og fréttamenn Mbl. voru á flestum stöðum. í sömu grein er eftirfarandi haft eftir Vilhjálmi Einarssyni, mótsstjóra í Húsa- felli: „Það þarf að efla almenn- ingsálitið gegn áfengi á svona hátíðum. Við viljum ekki skipta okkur af því hvernig fólk skemmtir sér yfirleitt, en þegar fólki er þúsundum saman stefnt á útihátíð er það alger nauðsyn að hver og einn sýni vilja sinn í verki með því að neyta ekki áfengis á staðnum.“ Ég tek undir þessi orð og tel að stefnan eigi að vera skýr, þ.e.a.s. að halda vínlausar útiveruhátíðir fjölskyldunnar. Á síðasta áratug og þessum sem nú er að ljúka hef ég skipu- lagt eða annast heilbrigðisþjón- ustu á útihátíðum sem hér segir: Ég sá um læknisþjónustu á 3000 manna hestamannamóti á Melgerðismelum sumarið 1976 og tveim árum síðar á 2000 manna poppsamkomu á sama stað („Ein með öllu“). Skipulag var gott á þessum hátíðum og þrátt fyrir töluverða ölvun móts- gesta í báðum tilfellum þá leituðu sárafáir læknis, en ég tíndi gler- flöskur með Hjálparsveit skáta á seinni hátíðinni, svona í forvarn- arskyni. Ég sá ásamt fleirum um læknis- þjónustu á 10.000 manna hátíð í Saltvík á Kjalarnesi um hvíta- sunnuna 1971 og skipulagði heil- brigðisþjónustu á Melgerðis- melahátíð 1988 (Fjör ’88: 4000 manns). Auk þess kom ég við á Húnavershátíð 1989 sem um 7- 8000 manns sóttu, en bæði fyrir, um og eftir hátíðina var ég í sambandi við heilbrigðisstarfs- fólk sem sá um ýmsa þætti þeirrar hátíðar. Pessar þrjár samkomur voru að mínu mati slæmar hvað varðar ölvun barna og ungmenna en þær voru reyndar ólíkar inn- byrðis að því leyti að á Melgerð- ismelahátíðinni var margt gott í ytra skipulagi svo sem í vatns- og salernismálum. Þar var leitað að áfengi við mótshlið. í Saltvík og Húnaveri var hins vegar látið vita fyrirfram að leit myndi ekki fara fram og var hún heldur ekki framkvæmd. Börn, þ.e.a.s fólk undir 16 ára aldri voru um 20% þeirra sem leituðu hjálpar í Húnaveri, svipað og á „Fjör ’88“. Því miður hef ég ekki uppgjör vegna Saltvíkurhátíðarinnar en tel að prósentutala barna sem leituðu hjálpar þar hafi að minnsta kosti verið þetta há. Á þessum þremur hátíðum þurfti um 5% mótsgesta að leita hjálpar vegna slysa eða annars. Trúlega er þetta a.m.k. fimm sinnum hærra hlutfall en á Hesta- mannamótinu á Melgerðismelum 1976 og á „Ein með öllu“ 1978. Ég nefni þessar tölur sem tilraun til að leggja mat á hvernig þessar útihátíðir tókust en fólk virðist ekki vera sammála í dómi sínum um þær. Sumir segja að þær hafi gengið vel, en aðrir telja að þetta hafi verið slæmar samkomur. Það er ekkert einsdæmi að fólk greini á um þessa hluti og minni ég af því tilefni á Woodstock hátíðina í New York fylki árið 1969 sem um hálf milljón manna sóttu. Mörg- um þótti sú hátíð ganga vel en aðrir sögðu að hún hefði verið hneisa. En hvað var þá líkt með Salt- vík '71, Melgerðismelum ’88 og Húnaveri ’89? Að mínu mati áttu þessar hátíðir það sameiginlegt að næstum allir samkomugestir voru á svipuðum aldri, ca. 15-20 ára, enda dagskráin, þ.e.a.s. poppmúsik, sniðin með það fyrir augum að ná til þessa hóps. Rétt er að geta þess samt að á Mel- gerðismelum ’88 var ýmislegt til skemmtunar annað er popptón- list. Þar var tekið frá svæði fyrir sérstakar fjölskyldubúðir, en því miður voru aðeins fáein tjöld þar. Hér brugðust foreldrar. Niðurstaða mín er sú, að versti kosturinn sé að hafa hátíðir, sem höfða einungis til unglinganna og slíkt beri að forðast. Fyrir margar útihátíðir og á þeim eru lög brotin. Áfengislög nr. 82 frá 1969 eru brotin fyrir hátíðirnar því að þeir sem eru 20 ára og eldri kaupa greinilega óheyrilegt magn áfengis og selja yngra fólki. Það vill oft gleymast að til eru lög um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966, en þar segir í 43. gr.: „Barnaverndarnefndum er skylt að hafa í umdæmi sínu eftirlit með leiksýningum og öðrum opinberum sýningum, svo og hverskonar öðrum skemmtun- um. Er þeim sem veita slíkum skemmtunum forstöðu skylt að veita barnaverndarnefnd kost á að kynna sér efni þeirra á undan almenningi. Ef barnaverndar- nefnd telur skemmtunina skað- lega eða óholla sálarlífi barna, getur hún bannað, að börn innan ákveðins aldurs fái aðgang að henni. Skulu þá forstöðumenn skemmtunar geta þess á eigin kostnað í auglýsingum um hana.“ Ég held að því miður sé sjaldan eða aldrei leitað umsagnar barna- verndarnefnda fyrir útisamkom- ur. Samkvæmt 19. grein áfengis- laga er ökumönnum leigubifreiða og annarra almenningsvagna bannað að taka ölvuð ungmenni yngri en 20 ára til flutnings eða leyfa þeim neyslu áfengis í bif- reiðum sínum. Sjálfsagt eru Ólafur H. Oddsson. margir rútubílstjórar í vanda staddir er þeir flytja fólk um verslunarmannahelgar. Áfengisleit í bifreiðum við úti- samkomur mun vera umdeilt atriði enda þótt heimildin virðist ótvíræð samkvæmt áfengislög- um. Sumir lögskýrendur telja þetta brot á mannréttindum en aðrir álíta þetta einskonar neyð- arrétt þeirra sem starfa við erfið- ar aðstæður. Eitt er þó óhætt að fullyrða: Ef auglýst hefur verið að meðferð áfengis sé bönnuð á samkomum þá eru reglur brotnar ef reynt er að smygla áfengi inn. Áfengi sem gert er upptækt er að minnsta kosti ekki drukkið. Samkvæmt 34. grein áfengis- laga er skylt að gera upptækt áfengi sem ungmenni yngri en 20 ára hafa undir höndum. Sömu- leiðis er skylt að gera upptækt áfengi í vörslu þeirra sem sökum ölvunar valda hættu eða hneyksli á opinberum samkomum og skiptir aldur ekki máli hvað þetta varðar (21. grein). Þau eru því ærin verkefni löggæslumanna á útisamkomum þar sem áfeng- isneysla fer úr böndum. Ýmsir lenda í vandræðum þeg- ar hátíðir sem þessar eru komnar í fullan gang og áfengisneysla er orðin mikil og almenn. Þá er það svo samkvæmt 18. grein barna- verndarlaga að ef opinber starfs- maður verður í starfa sínum var við misfellur á uppeldi og aðbúð barna eða ungmenna er honum skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. Ég lít svo á að löggæslu- mönnum, læknum og hjúkrunar- liði sé skylt að tilkynna barna- verndarnefnd viðkomandi sveitar- félags ef börn, þ.e.a.s. innan 16 ára, og ungmenni, þ.e.a.s. 16-18 ára, eru ölvuð á samkomum sem þessum. Á þessu er þó misbrest- ur og þarna hendir það, sem væntanlega ekki gerist í þéttbýli um helgar, að börn og ungmenni geta verið ofurölvi svo dögum skiptir og dáið brennivínsdauða mörgum sinnum. Þau eru borin upp á vagna og flutt í upphituð tjöld, svokölluð „dauðatjöld“. Þar sofa þau úr sér vímuna. Reynt er að hlúa að þeim eftir bestu getu en vegna gífurlegs annríkis löggæslumanna, heil- brigðisstarfsfólks og hjálparsveit- armanna þá eru ekki tök á að skrá fólkið niður og uppfylla þær skyldur að hafa samband við for- eldra og/eða barnaverndar- nefnd. Ég tel að þarna sé alvar- legur misbrestur á og þessu verði að kippa í lag, þ.e.a.s. að foreldr- ar séu látnir vita ef börn þeirra eru í slíku ástandi. Þrátt fyrir slíkan gífurlegan viðbúnað og enda þótt hægt væri að bregðast rétt við öllu þá tel ég fráleitt að hægt sé að varpa for- eldraábyrgðinni yfir á aðra. Þess vegna álít ég, að ef auglýst er samkoma þar sem aldurstakmark er 16 ára þá eigi foreldrar að sjá til þess að börn þeirra sem yngri eru en 16 ára fari ekki á slíkar hátíðir. Foreldrar eiga ekki að treysta á að lögreglan stöðvi börnin og vísi þeim frá. Ég tel einnig að ef fólk verður vart við að börn þeirra eða ungmenni ætla að fara á hátíðir sem þessar og hafa áfengi meðferðis þá eigi þeir sjálfir að hindra slíkt, en ekki treysta því áð lögreglu takist það í öllum tilvikum. Ég undirstrika það, að ég tel að foreldrar eigi aldrei að treysta því að lögregla, heilbrigðisstarfs- fólk og björgunarsveitir geti tryggt öryggi barna þeirra við þessar aðstæður. Það má heldur ekki treysta fregnum fjölmiðla um að allt gangi vel. Eins og ég hef nefnt áður þá er mat fólks á ástandi mjög misjafnt og við því hef ég aðeins eitt ráð til foreldra: Farið á útisamkomur og dæmið sjálf. En þá má spyrja, á að halda samkomur sem þessar? Ef þær eru ekki haldnar þá getur verið að til verði samkomur eins og t.d. á Laugarvatni sl. ár þar sem 3000 manna samkoma varð til fyrir- varalaust og gífurlegt hættuástand skapaðist. Annað sjónarmið er að sætta sig við að um þessa mestu ferðahelgi ársins verði að reikna með afþreyingu fyrir fólk. Þá er spurning hvort það ætti að stefna að því að hafa einhvern viðbúnað, einhverja skemmtun í hverjum fjórðungi þannig að fólk ferðist minna, að hver fjórðungur reyni að halda sínu fólki þannig að öryggið sé meira, minni ferða- lög. Þessar hátíðir mætti að sjálf- sögðu halda í bæjunum og höfða til allra aldurshópa. Eg tel að ekki eigi að leyfa annað en vínlausar fjölskyldu- hátíðir um verslunarmannahelgi. Slíkar bindindishátíðir ætti hið opinbera að styrkja duglega og jafnframt mætti hugsa sér að börn og unglingar í fylgd foreldra eða vandamanna fengju ókeypis aðgang. Samræmi verður að vera milli þeirra reglna sem sýslumenn gefa út fyrir þessum samkomum og þess vegna þurfa þeir að hafa góð samráð sín á milli. Um útisam- komur á að gilda svipað eins og um tjaldstæði og innidansleiki þ.e.a.s. að ákveðnar kröfur séu gerðar miöað við tiltekinn fjölda gesta. Sé hámarksfjölda náð verður að loka svæðinu og hætta að selja aðgang. Mér finnst reyndar slíkt hættuástand skapast um verslunarmannahelgi í land- inu að almannavarnir þyrftu að vera í viðbragðsstöðu. Samvinna þarf að vera á milli a.m.k. ráðu- neyta dómsmála, heilbrigðismála og menntamála (sem er yfir barnaverndarnefndum) við undirbúning þessarar helgar. Þetta er hinn ytri rammi. En fyrst og fremst verða foreldrar að ræða saman, ná samkomulagi um reglur og vera með börnunum sínum um verslunarmannahelg- ina. Aðhald og stjórnsemi eru af hinu góða og bera vott um hlýju og umhyggju. í DV 1/11 1989 er vitnað í rannsókn á högum 5000 skólabarna í Kaliforniu. Þar kom fram að „lyklabörn" eru tvöfalt líklegri til að misnota áfengi en unglingar undir strangri umsjón fullorðinna. Fæst lyklabörn voru meðal spænskættaðra Bandaríkja- manna þar sem afar, ömmur, frændur og frænkur sjá um börn- in á meðan fullorðnir vinna. En til þess að stjórnsemi hafi áhrif þarf að ríkja gagnkvæmt traust og virðing á milli foreldra og barna og tilfinningatengslin þarf að rækta vel í vöggu og uppúr.Við megum ekki vera svo afskiptalaus um hagi barna okkar og svo skoðanalaus um fyllirí á útisamkomum, að við segjum eins og Norður-írar um ofbeldið: „Ja, þetta hefur nú alltaf verið svona.“ Hverju ætlum við að svara eftir 10 ár er börnin horfa ásakandi í augu okkar og spyrja: „Af hverju gerðuð þið ekkert? Þótti ykkur ekki vænt um okkur?“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.