Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Gífurlegt áfall Útflutningsverðmæti sjávarafurða okkar á þessu ári er áætlað um 55 milljarðar króna, sem er um það bil 71% af þjóðartekjum. í fyrra nam útflutningsverðmæti loðnuaflans nákvæmlega 10 prósentum af þeirri tölu eða fimm og hálfum milljarði króna. Af þessu má glögglega sjá hvílíkt áfall það er fyrir þjóðar- búið að loðnuvertíðin hefur gersamlega brugðist það sem af er. Loðnuvertíðin stendur frá 1. ágúst til loka mars. Heildarkvóti loðnuvertíðarinnar er 662 þúsund lestir að þessu sinni og var reiknað með að þar af myndu 250 til 300 þúsund lestir veiðast á haustvertíðinni. Framleiðsluverð- mæti þess magns er um það bil tveir milljarð- ar króna. Þau verðmæti eru nú þegar því sem næst glötuð, því lítil von er til þess hægt verði að veiða leyfilegt magn á vetrarvertíðinni. Þar að auki ríkir mikil óvissa um afdrif loðnu- stofnsins og í raun veit enginn hvort loðnan muni sýna sig eftir áramótin. Getgátur eru uppi um það að hún haldi sig enn í köldum sjó út af Vestfjörðum, þar sem ekki hefur verið hægt að leita vegna hafíss. Sumir fiski- fræðingar hafa einnig haldið því fram að hluti loðnustofnsins hafi hrakist með straumum suður með austurströnd Grænlands og geti því hugsanlega skilað sér á íslandsmið seinna í vetur. En um þetta ríkir sem fyrr seg- ir alger óvissa. Fæstir hafa þorað að hugsa þá hugsun til enda hvaða afleiðingar það hefði ef loðnuvertíðin brygðist með öllu. Það verður ekki gert hér þótt sjálfsagt sé að minna á að bein tengsl eru milli lífríkis loðnunnar og þorsksins og hvarf loðnunnar dregur því úr þorskgengd og þorskveiðum. Hvarf loðnustofnsins hefur þegar valdið útgerðinni, loðnubræðslunni og mjölseljend- um gífurlegu tjóni og engum getur dulist hvað í húfi er ef loðnan gefur sig alls ekki. Hvarf loðnunnar kemur ekki síður illa við loðnusjómennina og fjölskyldur þeirra. Sem fyrr segir má veiða loðnu frá 1. ágúst til loka mars en venjulega veiðist hún ekki fyrr en undir lok september. Loðnusjómenn geta því ekki verið að nema 6-7 mánuði á ári og á þeim tíma verða þeir flestir að ná árstekjum sínum. Nú þegar hefur helmingur þess tíma liðið án þess að nokkuð veiddist. Sjómenn á loðnu- skipunum eru um 650 talsins. Þeir, ásamt 400-500 manns sem starfa hjá fiskimjölsverk- smiðjunum, eiga það nú á hættu að verða atvinnulausir áður en langt um líður. Hvar sem á málið er litið er það mjög alvar- legt. Ljóst er að sjómennirnir fá fyrsta skell- inn en fyrr eða síðar mun veiðibresturinn bitna á þjóðfélaginu öllu. BB. Hrímbakur EA 306 leggst að Austurbakka á laugardaginn og vígir formlega fyrsta áfanga Fiskibafnarinnar á Akur- eyri. Fyrsti áfangi Fiskihafnarinnar á Akureyri var vígður á laugardaginn: Verður framvegis kallaður Austurbakki - heildarkostnaður við Fiskihöfnina orðinn rúmar 108,5 milljónir króna Fyrsti áfangi Fiskihafnarinnar á Akureyri, var formlega vígð- ur síðastliðinn laugardag. Um er að ræða austurbakka hafn- arinnar og í máli Gunnars Ara- sonar formanns hafnarstjórnar við þetta tækifæri, kom fram að þessi fyrsti hluti verður framvegis nefndur Austur- bakki. Fjölmargir gestir voru viðstaddir athöfnina sem fór fram í fallegu veðri. Hrímbak- ur EA togari Útgerðarfélags Akureyringa hf. lagðist að bryg&ju <>g vígði Austurbakka formlega en áður hafði Gunn- ar Arason afbent Guðmundi Sigurbjörnssyni hafnarstjóra, lykilinn að höfninni og var lyk- iilinn eins og tískur í laginu. í tilefni dagsins og að um þess- ar mundir eru 100 ár síðan fyrsta bryggjan í eigu hafnarsjóðs, sem var suður úr Strandgötu á nióts við Grundargötu, var tekin í notkun, afhenti Gunnar Arason kvennadeild og sjóbjörgunar- deild Slysavarnarfélags Islands Akureyri kr. 100 þús. hvorri deild, frá hafnarstjórn. Eftir að Gunnar Arason hafði flutt stutta tölu, gerði Guðmund- ur Sigurbjörnsson hafnarstjóri grein fyrir framkvæmdum. í máli Guðmundar kom m.a. fram að framkvæmdir viö Fiskihöfnina hófust sumarið 1987, þegar Slipp- kanturinn var lengdur til austurs uni 23 m og svokallaður brúsi var settur við enda stálþilsins. Ástæðan fyrir því að lenging Slippkantsins telst með fram- kvæmdum við Fiskihöfnina, sagði Guðmundur vera þá að hann veitir skjól í norðanátt og kemur í veg fyrir að norðanöld- una leiði inn í Fiskihöfina. Fram- kvæmdakostnaður árið 1987, var tæpar 10 milljón kr. í janúar 1988 hófst síðan vinna við sjálfa Fiskihöfnina, með því að keyrður var út tæplega 20.000 rúmmmetra grjótgarður, sem afmarkar höfnina að austanverðu og lauk því verki í byrjun maí. Jafnframt þessu var mokað upp sandgarði u.þ.b. 60 m vestan grjótgarðsins. Þessi sandgarður var um 14.500 rúmmetrar og var hann jafnframt notaður sem vinnuplan við rekstur stálþilsins en rekstur þess hófst um miðjan júlí. Lengd stálþilsins er alls 209 m og var rekstri þess og stögun lokið um miðjan október. Það sem eftir var ársins, var hafnar- kraninn notaður við að dýpka höfnina og var efnið sem hann mokaði upp notað til uppfylling- ar á milli stálþilsins og grjót- garðsins. Framkvæmdakostnaður árið 1988 var rúmar 47,5 milljón- ir kr. Guðmundur sagði ennfremur, að í á árinu ’89 hefði síðan verið haldið | áfram með framkvæmdir og m.a. steyptur 210 m langur kantur ofan á stálþilið. Þá voru reist 4 masturshús og eru þau undirstöð- ur fyrir Ijósamöstrin og hýsa auk þess rafmagnstöflur og vatnsinn- tök. Úr húsunum greinast síðan vatns- og raflagnir út í brunna út við viðlegukantinn en þar eru 3 rafmagnsbrunnar og 6 vatns- brunnar, sem afgreitt er úr vatn og rafniagn til skipa. Snjóbræðslukerfi var lagt í 10 m breitt svæði meðfram viðlegu- kantinum, seni er um 180 ni lang- ur en síöan var steypt 15 m breið þekja, alls um 2700 fni. Utan á stálþilinu eru stigar með 15 m niillibili og eru þeir upplýstir. Þessi lýsing ásamt snjóbræðslu- kerfinu er hvort tveggja nýjung í hafnargerð á Akurcyri. Áfram hefur verið haldið að dýpka með hafnarkrananum og er nú heild- ardýpkun orðin um 60 þús. rúm- metrar. Skip Dýpkunarfélagsins mokaði í sutnar upp úr innsigl- ingunni, um 13.700 rúmmetrum. Frárennslis- og niðurfallslagnir hafa vcrið lagðar nú í haust í svæðið austan mastranna og ekið hefur verið í svæðið burðarlagi. Næsta sumar er svo gert ráð fyrir að setja á það bundið slitlag. Um síðustu mánaðamót var fram- kvæmdakostnaður ársins 1989 orðinn rúm 51 milljón króna og þá var heildarframkvænidakostn- aður við Fiskihöfnina orðinn rúmar 108,5 milljónir króna. Guðniundur sagði þetta aðeins fyrsta áfanga í byggingu Fiski- hafnarinnar en síðari áfangar fela m.a. í sér tæplega 200 m viðlegu- kant að vestanveröu og hugsan- lega allt að 130 m viðlegukant að sunnanverðu. Þá er gert ráð fyrir því að gömlu verbúðirnar víki ásamt smábátadokkinni og sú aðstaða flytjist út í Sandgerðis- bót. Það sem næst er á döfinni í framkvæmdum hafnarinnar, er að lokið verður við brúsann og unnið verður að áframhaldandi dýpkun Fiskihafnarinnar í vestur. Á næsta ári verður lögð aðaláhersla á að leggja bundið slitlag á lutfnarsvæðið og fegra umhverfið auk þess að búa í hag- inn fyrir framtíðina. Árið 1990 er gert ráð fyrir að byggja 70 m langan viðlegukant norðan Sverr- isbryggjunnar og er gert ráð fyrir að þegar hann verður tilbúinn, flytjist öll vöruafgreiðsla af svæði Fiskihafnarinnar og að hún verði eingöngu Fiskihöfn. -KK Þeir voru að vonum ánægðir á þessum tímamótum, hafnarstjórnarmennirnir og hafnarstjóri. F.v. Sigurður Oddsson, Hilmir Helgason, Guðmundur Sigur- björnsson hafnarstjóri, með lykilinn að Fiskihöfninni, Gunnar Arason for- niaður hafnastjórnar, Vilhelm Þorsteinsson og Einar Sveinn Ólafsson. Myndir: KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.