Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 12.12.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 12. desember 1989 4 kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Það er ekki eintóm sæla að vera lögregluþjónn á höttunum eftir inorðóðu kvikindi eins og sést glöggt á svip Don Johnsons. Samsæri hvítra Burgarbíó sýnir: Samsærið (Dead-Bang). Leikstjóri: John Frankenheimer. Handril: Kobert Foster. Hclstu lcikendur: Don Johnson og Pene- lopc Ann Miller. Lorimar 1989. í sumar sem leið sýndi Borgarbíó hina átakamiklu mynd Costa- Cavras, Betrayed. Samsærið er í raun áþekk mynd; meginstef hennar er hið sama og var í Betrayed. Hvítir ofstækismenn undirbúa einhvers konar bylt- ingu, meginmarkmiðið er að verja hinn hvíta kynstofn gegn óæskilegum áhrifum frá gulum, svörtum og gyðingum. Þetta er þó ekki aðeins varnarbarátta, snúa á vörn í sókn og endurvekja hið ótvíræða forræði er hvíti maðurinn hafði áður fyrr í sam- félagi manna. Munurinn á Betrayedog Sam- særinu er sá að sú síðarnefnda er reifari, spennumynd, en hin bauð upp á meiri sálarháska og tilfinn- ingaóreiðu. Betrayed skoðaði málin innanfrá, vondu mennirnir urðu af holdi og blóði, en Sam- særið er um baráttu lögreglu- mannsins Don Johnsons við vondu mennina. Þeir eru ekki annað en flöktandi skuggar sem koma til lífsins þegar þarf að drepa. Eins og áður er sagt þá dregst Samsærið á bás með reifara- myndum en sem slík þá er hún alls ekki slök. Það er þægileg spenna út og í gegn; Don John- son er sannfærandi í hlutverki lögreglumannsins frá Los Angel- es og samsærið sjálft er ekki út í hött. Það er svo annað mál hvað þessi bíómynd skilur eftir, sem er nú næsta lítið raunar, en það er afþreyingargildið sem telur. Morgan Freeman þarf stundum aö taka til hendinni í skólanum sínum. Ljósmyndin styður óneitanlega þá skoðun Jóhanns miðaafrífara að Láttu mig hjálpa sé varia við barna hæfi. Kennaralíf Borgarbió sýnir: Láttu inig lijálpa (Lcan on Me). Leikstjóri: John G. Avildsen. Handrit: Michael SchifTer. llclstu hlutverk: Morgan Freeman og Beverly Todd. Warner Bros 1989. I góðri bók las ég að karlmenn í sundi hefðu sterka tilhneigingu til að gjóa augunum á það sem hangir fyrir neðan mitti á næsta manni. Tilgangurinn; auðvitað sá að bera saman lengd. En Itvað sem þessu líður þá helgast allt okkar samfélagslíf af samanburði og án þess að vilja fara nánar í saumana á því sem gerist í sund- lauginni eða á milli garða þá er víst óhætt að segja um þessa nýjustu kvikmynd Avildsens að hú minnir hressilega á Stand and Deliver. Þar sagði frá kennara í óvönduðum skóla, Avildsen segir frá skólastjóra í óvönduðum skóla. Nemendurnireru í báðum tilvikum ættaðir úr fátækrahverf- um stórborgar og báðar eru kvik- myndirnar (að sögn) byggðar á sönnum atburðum. Morgan Freenran er í upphafi myndarinnar Láttu mig hjálpa óbreyttur kennari sem fer sínar eigin leiðir. Það verður honum að falli og hann er látinn fara. Tíu árum síðar er hann endur- ráðinn að sínum gamla skóla og nú sem skólastjóri til eins árs. Upphefst síðan barátta Freemans við að breyta skólanum úr krimmabæli í menntastofnun. Svo ég komi að þessum eilífa samanburði aftur þá er töluvert langur vegur frá því að Láttu mig hjálpa jafnist á við Stand and Deliver. Þrátt fyrir þetta má vel horfa á bíóið hans Avildsens. Það er svolítið reifarakenndur blær yfir myndinni, blóðug slagsmál, nrikill tilfinningahiti, undirróður og svo auðvitað glæsi- legur sigur í lokin; jafnvel enn stórkostlegri en í Rocky 1, sem Avildsen leikstýrði á sínum tíma. Um þátt kennara í þessari mynd mætti skrifa langt mál. Þeir fá hina hraklegustu meðferð; allra verst er þó að hlutskipti þeirra í Láttu mig hjálpa er alls ekkert frábrugðið því sem það er í raunveruleikanum, til dæmis eins og hann blasir við okkur hér heima á íslandi. Það er alls ekki gert ráð fyrir því að kennarinn eigi sér aðra fjölskyldu en skóla- nemendurna; þeim á hann að helga allan sinn tíma; liðlangan sólarhringinn á hann að vera reiðubúinn að sinna vandamálum nemenda, síðdegis jafnt og árdegis, kvölds og morgna. Það vantaði aðeins hjá Avildsen að hnykkja á því að nú á allt að lag- færast með fræðslu en hennar er aðeins að leita í skólum og gildir þá einu hvað þarf að fræðast um. bœkur Ævi mín og sagan sem mátti ekki segja Hjá Iðunni er komin út bókin Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja, endurminningar Björns Sv. Björnssonar, eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur. Þetta er ævi- sagá elsta sonar fyrsta forseta fslands, Sveins Björnssonar, sem gegndi herþjónustu í Waffen-SS í síðari heimsstyrjöldinni og var m.a. fréttaritari á austurvígstöðv- unum. í kynningu forlagsins á bókinni segir m.a.: „Er Björn Sv. Björnsson kom heim til Islands árið 1946 eftir að hafa setið í fangelsi í Danmörku sakaður um stríðsglæpi beið faðir hans, forseti íslands, kontu hans á Bessastöðum. Hann tók af Birni loforð um að segja sögu sína aldrei. Síðan var ferill hans á styrjaldarárunum þoku hulinn. Um hann og verk hans spunn- ust ótal sögusagnir manna á með- al og ekki var minna skrafað um lausn hans úr fangelsi. Voru sögurnar sannar? Um það feng- ust engin svör, því að Björn hélt loforðið er hann gaf foreldrum sínum um að ræða aldrei þetta tímabil ævi sinnar og hafa ekkert samband við fyrri félaga. Eftir meira en fjörutíu ára þögn segir hann sögu sína sjálfur í fyrsta sinn - söguna sem ekki mátti segja.“ Rauðu ástar- sögurnar - þrjár nyjar frá Skuggsjá Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur sent frá sér þrjár nýj- ar þýddar skáldsögur í bóka- flokknum Rauðu ástarsögurnar. Það eru bækurnar Lykilorðið eft- ir Else-Marie Nohr, Svikavefur eftir Erik Nerlöe og Enginn sá það gerast eftir Evu Steen. Bækurnar voru þýddar af Skúla Jenssyni og Sverri Haralds- syni. Skuggsjá hefur áður gefið út margar bækur eftir þessa höf- unda og aðra í bókaflokknum Rauðu ástarsögurnar, sem allar hafa orðið mjög vinsælar. Lúsíuhátíð í Akureyrarkirkju Akureyrarkirkju klukkan 20.30. Hún verður endurtekin laugar- daginn 16. des. á sama stað og tfma. Flytjendur eru karlakórarnir saman undir stjórn Michaels Clarks, eins og áður sagði, Kór Barnaskóla Akureyrar undir stjórn Birgis Helgasonar, Mar- grét Bóasdóttir er í hlutverki Lúst'u og syngur einsöng, Strengja- sveit Tónlistarskóla Akureyrar leikur bæði sérstök verk og undirleik við söng, Björn Steinar Sólbergsson, organisti, leikur einleik og undirleik, lúsíurnar mynda kvennakór sem syngur undir stjórn Margrétar Bóasdótt- ur, en Guðrún A. Kristinsdóttir raddþjálfaði kórana og leikur jafnframt undir á píanó. Karlakórarnir syngja m.a. Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach, Ave Verum eftir Mozart, sálmana Guðs kristni í heimi og Friður, friður eftir Mendelsohn, negrasálm o.fl. Strengjasveitin leikur lögin Tomorrow og Summertime eftir Gershwin. Kór Barnaskóla Akureyrar syngur tvö lög; Söng vitringanna, texti sr. Bolla Gústavssonar og lag Birgis Helgasonar, og Jóla- bjöllur, en Birgir santdi bæði lag og texta þess síðarnefnda. EHB Karlakór Akureyrar og Karla- kórinn Geysir standa fyrir Lúsíuhátíð fyrir jólin. Karla- kór Akureyrar hélt fyrstu Lúsíuhátíðina fyrir 42 árum, í desember 1947, og hefur síðan staðið fyrir slíkum hátíðum við miklar vinsældir. Nú hefur sú nýbreytni orðið að Geysir kemur til liðs við Karlakórs- menn og mun sameinaður kór syngja á hátíðinni. Lúsíudagurinn er á morgun, miðvikudag, og hefst hátíðin í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.