Dagur - 13.12.1989, Síða 3

Dagur - 13.12.1989, Síða 3
Miðvikudagur 13. desember 1989 - DAGUR - 3 iHill.WVHHH »I, I fréttir Önnur umræða um fjárlög á Alþingi: Háskólinn á Akureyri „saltaður" til þriðju umi’æöu - einn af „vandræðagemlingum“ í kerfinu í gær hófst önnur umræða um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. Fyrirfram var búist við að í til- lögum meirihluta fjárveitinga- Vísitala framfærslukostnaðar: Hefur hækkað um 5,7% síðustu þrjá mánuði Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í desember- byrjun 1989. Vísitalan í desem- ber reyndist vera 138,6 stig (maí 1988 = 100), eða 2,2% hærri en í nóvember. Samsvarandi vísitala samkvæmt eldra grunni (febrúar 1984 = 100) er 339,9 stig. Verð á áfengi hækkaði um 5,8% og tóbaki um 6,4% 29. nóvember sl. og olli það alls 0,2% hækkun á vísitölunni. Verð á bensíni hækkaði um 3,6% 1. desember sl. og hafði það í för með sér 0,2% vísitöluhækkun. Af öðrum verðhækkunum má nefna að 2,5% hækkun á fatnaði olli um 0,2% hækkun, 1,8% hækkun á húsnæðiskostnaði olli um 0,2% hækkun og 1,9% hækk- un á mat- og drykkjarvörum olli um 0,4% .hækkun. Verðhækkun ýmissa annarra vöru- og þjón- ustuliða olli alls um 1,0% hækk- un á vísitölu framfærslukostnað- ar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 25,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,7% og jafngildir sú Póst- og síma- málastofnun: Símaþjónusta tíl útlanda hækkar Vegna gengisbreytinga hækkuðu gjöld fyrir símaþjónustu til út- landa frá og með 12. desember 1989 um 11-12%, nema til Banda- ríkja Norður-Ameríku, en þar nemur hækkunin um 8-9,5%. Hækkun þessi stafar af hækkun á gengi SDR og gullfranka frá 16. júní 1989, en þá var gjöldum síð- ast breytt í samræmi við gengi. Geta má þess að tekist hefur samkomulag við símastjórnir í Malaysíu, Singapore, Taiwan og Thailandi um að lækka talsíma- gjöld milli íslands og þessara landa og fylgja þau því ekki hækkunum vegna gengisbreyt- inga nema að takmörkuðu leyti. Mínútugjald þangað lækkar því úr kr. 214.00 í kr. 197.00. Sem dæmi um önnur gjöld má nefna að hver mínúta í sjálfvirku vali til Norðurlandanna, nema Finnlands, mun kosta kr. 60.00, tii Bretlands og Vestur-Þýska- lands kr. 73.00 og til Bandaríkj- anna kr. 111.00. I telexþjónustunni mun hver mínúta til Danmerkur, Eng- lands, Noregs og Vestur-Þýska- lands kosta kr. 23.50 og til Bandaríkjanna kr. 80.00. Fastagjald fyrir hver símskeyti mun kosta kr. 550.00, hvert orð til Evrópulanda kr. 23.00 og til Bandaríkjanna kr. 26.00. Söluskattur 7,5% er innifalinn í uppgefnum gjöldum. hækkun um 24,9% verðbólgu á heilu ári. nefndar yrði gert ráð fyrir að framlög til Háskólans á Akur- eyri yrðu hækkuð svo að unnt yrði að tryggja tilveru sjávar- útvegsbrautar við skólann. í tillögum nefndarinnar er Háskólans á Akureyri hins vegar ekki getið sérstaklega og sam- kvæmt upplýsingum sem Dagur aflaði sér í gær munu málefni skólans vera til sérstakrar skoð- unar starfshóps Fjárlaga- og hagsýslustofnunar og mennta- málaráðuneytis og mun ætlunin að leggja fram tillögur þegar þingið tekur fjárlagafrumvarpið til þriðju umræðu. Ymsar hugmyndir múnu enn upp á borðinu um hvernig beri að leysa húsnæðisvanda sjávarútvegs- brautar en menn hafa þó ekki komist að sameiginlegri lausn enn sem kornið er. Heimildamað- ur í ríkiskerfinu orðaði það svo í gær að háskólamálið væri eitt af þessum svokölluðu vandræða- málum sem kæmu til umræðu á lokastigi afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins. Eftir því sem næst verð- ur komist er nú rætt um að tryggja sjávarútvegsbrautinni fjármagn til þess að hefja kennslu um áramótin. Hins vegar er talið heldur ólíklegt að heimild fáist til kaupa á húsnæði fyrir brautina á næsta ári. Líklegra er talið að til að byrja með verði ofan á að leigja húsnæði fyrir starfsemi sjávarútvegsbrautar. Þingmaður sem vel hefur fylgst mað fram- gangi málsins hafði þetta að segja í gær: „Ég held að þingmenn séu allir á einu máli um að tryggja til- veru sjávarútvegsbrautarinnar. Hins vegar virðist vera að vissir aðilar hér í Reykjavík vilji hlut Háskólans á Akureyri ekki sér- staklega rnikinn." óþh Dagskra: Ingimar Eydal. Óskar og Emma. Jólasveinar. Svaladrykkur og gott í poka. Happdrætti. Jólasaga. Jóladans og fleira. J Sunnudagmn 17. desember kl. 15.00 halda Óskar og Emma litlujólin í Sjallanum. Allir krakkar, sem eiga eða kaupa Ævintýrabaukana, Óskar eða Emmu geta sótt aðgöngumiða, sem líka eru happdrættismiðar, í Iðnaðarbankann. Það verður líf í baukunum. . Munið að sækja miðana a JisL

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.