Dagur - 13.12.1989, Síða 5

Dagur - 13.12.1989, Síða 5
Miðvikudagur 13. desember 1989 - DAGUR - 5 „MM vonbrigði hve fáir Akureyringar eru sjálfliælnir“ - segir Þórður frá Dagverðará Þórður Halldórsson, oftast kenndur við Dagverðará á Snæfellsnesi, er áttatíu og fjögurra ára gamall. Fyrir skömmu kom út bók þar sem Haraldur Ingi Haraldsson ræð- ir við Þórð. Nafn bókarinnar er ekki af styttri gerðinni: „Setið á Svalþúfu - Handbók fyrir veiðiþjófa“. Þórður hefur búið á Akureyri um sjö ára skeið og Haraldur Ingi er Akureyringur. Það var því ekki úr vegi að fá Þórð frá Dagverðará í stutt viðtal í tilefni af útgáfu þessarar „norðlensku“ bókar. Við spurðum Þórð fyrst um skólagöngu hans, sem sögð er hafa verið í styttra lagi. „Ég var sex vikur í barnaskóla en svo lýkur að segja frá skóla- göngu minni. En gættu að: „Lærdóm mestan lífsins besta skóla heima þjódin á sér æ inni í góðum sveitabæ“ Æðsti háskóli íslands í ellefu hundruð ár var baðstofan, þar voru skrifuð dýrustu rit sem selj- ast í dag fyrir milljónir. í borgun- unt þykjast menn vera hálærðir vegna skólagöngu en það er ekki sama lærdómur og vit. Þið farið til sálfræðinga og lærið sálarfræði en skiljið ekkert í henni. í bað- stofunni undir Jökli var kennd æðsta sálarfræðin. Undirstaða hennar er að reiðast aldrei og öfunda öngvan og syrgja aldrei tap né gróða sem er eðlilegt lögmál lífsins. Allt hamingjuleysi er kraftleysi, það að þola ekki til- veruna. Fræðingavandamálin eru í borgunum. Það sýnir okkur það að enn er æðsta menning landsins í sveitunum. Bændur og veiði- menn eru undirstaða þjóðfélags- ins. Ef þeir hætta að framleiða er úti um menninguna." - Mér sýnist þú nokkuð hress eftir aldri, kominn vel yfir áttrætt . . . „Eftir aldri! Ég get allt sem þið ungu mennirnir getið og betur,“ segir Þórður og hlær dátt. „Ég sá það fyrir löngu þegar menn, sem átu ekkert nema grænmeti, komu á Snæfellsnes að þetta voru kraft- lausir menn. Þá fór ég að bera þá saman við gamla fólkið: Nýræðir karlar hlupu upp um öll fjöll því þeirra lifnaðarhættir voru heilsu- samlegri. Það fólk lifði á rarnnt- íslenskum inat og hafði svona gott af. Ég hef farið eftir þessu og þakka því heilsu mína. Ég ét feitt kjöt og garnlan, íslenskan mat. Ég hef aldrei étið ávexti eða sælgæti. Horkjötið er til skammar. Það vantar í það allan kraft og bændur ættu að láta rannsaka þetta hrausta gamla fólk í stað þess að taka mark á stofulærðum spekingum, sem verða dauðir vegna sinnar eigin speki löngu á undan okkur. Ég ér þeirrar skoðunar að hverri þjóð sé best að éta þann mat sem jörð- in sem það stendur á ber og fæðir. Að öðrum kosti hefðum við ekki lifað í landinu þetta lengi. Gauti Arnþórsson læknir rannsakaði mig nýlega. Það var allt í besta lagi hjá ntér, sérstak- lega blóðfitan, taktu eftir. Þetta er ekkert bull, því Gauti er vfs- indamaður og með bestu læknum í Evrópu." - Nú hefur þú búið á Akureyri í nokkur ár. Hvernig líkar refa- skyttunni Þórði við Akureyr- inga? „Ég varð fyrir miklum von- brigðum með það hve fáir Akur- eyringar eru sjálfhælnir. En þó má finna þar innan um snillinga á Evrópuntælikvarða. Að búa á Akureyri er dásamlegt, nema hvað lognið er allt of mikið. Það mætti gusta meira, þá gustaði meira af öðru. Það er eiginlega of mikið sældarlíf á Akureyri.“ - Akureyringar ekki nógu sjálfhælnir, segir þú. En hvað þá um Þingeyinga? „Uss, það er ekki nokkurt loft í þeim á móts við ntig og aðra undir Jökli. - Víkjum aðeins að bókinni þinni. „Setið á Svalþúfu - Hand- bók fyrir veiðiþjófa“, það er frekar óvenjulegt nafn á bók. Hvað merkir það? „Svalþúfa er bjarg á Snæfells- nesi. Þar kvað Kolbeinn Gríms- son niöur skrattann. Þá þjóðsögu þekkja allir en undirtitillinn vísar til þess að í bókinni er mikið fjall- að um veiðiskap og þá ekki alltaf á hefðbundinn hátt. En þar er fleira því þar er líka fróðleikur sent enginn man eftir nema ég; allir hinir eru dauðir.“ - Heyrst hefur að þið Harald- ur Ingi beitið óvenjulegum aðferðum við að koma bókinni á framfæri. „Já, við höfunt lagst út í tjald við verslunarmiðstöðina Glæsibæ í Reykjavík nú um stund og tök- um fólk tali, bjóðurn því upp á hákarl og almennilega súran og feitan mat og svo í nefið á eftir. Þessi bók verður ekki auglýst í auglýsingaflóðinu. Þetta er ekki þannig bók. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu. Við erum svo á leiðinni norður til að tala við þá sent nenna að hlusta en þangað til bið ég fyrir kveðjur til allra sem þær vilja hafa.“ Að svo mæltu var Þórður rokinn. Eflaust til að bjóða ein- hverjum upp á hákarl og svo í nefið á eftir. HB. || t V \ v — Þóra Einarsdóttir í Vernd er löngu landskunn fyrir störf sín í þágu þeirra sem standa halloka í samfélaginu. Hún kynnti sér aðbúnað og félagslega þjónustu við l fanga í mörgum helstu fangelsum I Evrópu og stofnaði síðan fanga- I hjálpina Vernd. Jafnframt því að jj veravelgjörðarmaðurþessafólks fli_ þá ferðaðist hún til Austurlanda ia m.a. til Indlands og þar sá hún mannlífið í sinni ömurlegustu mynd. Af sinni alkunnu fórnfýsi f sneri hún sérað hjálparstarfi meðal þessa fólks. Merkileg saga af stórkostlegri konu. Sérstæð bók um konur sem giftar eru þekktum einstaklingum í íslensku þjóðlífi, — Þær hafa mikil áhrif — Þær eru sjaidan í fjölmiðlum — Þær hafa frá mörgu að segja. Þær eru: Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, maki Guðjón B. Olafsson, forstjóri SÍS, Ebba Sigurðardóttir, maki Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur B. Skúla- son, Margrét Kristín Sigurðar- dóttir, maki Ragnar Halldórsson, fyrrverandi forstjóri íslenska ál- félagsins, Jónína Benedikts- dóttir, maki Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra og Gerður Unndórs- dóttir, maki Vilhjálmur Einars- / son, skólameistari Egilsstöðum. /j Sigurjón Rist er þjóðkunnur fyrir braut- ryðjendastörf sín sem vatnamælinga- maður. Hann lenti í margvíslegum þrek- raunum og ævintýrum við mælingar á straumhörðum ám, stöðuvötnum og jöklum, en tókst meö fyrir- hyggju og aðgæslu aö sneiða hjá alvarlegum óhöppum. Sigur- jón segir líka frá uppvaxtar- árum sínum á Akureyri og í Eyjafirði, þegar fátækt og kreppa settu mark á allt mann- líf og berklar stráfelldu fólk. Hann kynntist anga nasismans á íslandi og var handtekinn vegna hvarfs haka- krossfána. Lifandi frásögn með einstökum húmor. J&S Afgreiðsla á Akureyri^^ Hafnarstræti 75, sími 24024. | Skjaldborg Ármúla 23- 108 Reykjavik Simar: 67 24 00 6724 01 L 31599 I 1 ■■ »1 ! , 1 t & § J | n I I j Jl ^ |^| i [‘l 7* ■ jjj JÖiK 2 1 1 |á fo 111 1 *

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.