Dagur - 13.12.1989, Page 9

Dagur - 13.12.1989, Page 9
Miðvikudagur 13. desember 1989 - DAGUR - 9 Heimir Týr Svavarsson og Þórný Birgisdóttir, neinendur í Framhaldsskólanum með samlestur úr íslendingasögunni eftir Halldór Kiljan Laxnes. Svala Hermannsdóttir afhendir Birki Þorkelssyni, skólameistara Framhaldsskólans orðsifjabók- ina og Halldóri Valdimarssyni skólastjóra barnaskólans íslenska orðsifjabók og fánastöng, gjafír frá Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrcnnis. Myndir: 1M Barnaskólakórinn með hreyfisöng undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Páll og Arnþór Helgasynir og Finnur Kristjánsson, forstöðumaður Safnaluissins, með lykil að kistunni góðu. eru berorðar heimildir um marga hluti. Við, systkinin og móðir okkar, tókum þá ákvörðun að líta ekki á þetta safn. Þegar gaus í Vest- mannaeyjum var því komið fyrir í mikilli kistu, sem fóstuforeldrar hans höfðu átt. Þessi kista var ekki opnuð frá því að skjalasafn- inu var komið þar fyrir og þar til að við litum ofan í hana í gær- morgun. Þessari kistu með skjöl- um Helga Benediktssonar hefur nú verið komið fyrir í Safnahús- inu hér á Húsavík, og það var svo einkennilegt að þegar við bræður ókum hér inn í bæinn, þá buldi hátt í kistunni. Þessi skjöl eru komin til síns heima, og ósk föður okkar um að Þingeyingar fái skjölin til varð- veislu hefur verið uppfyllt." Síðan afhenti Arnþór Finni Kristjánssyni lyklana að kistunni. Finnur þakkaði þessa veglegu gjöf og sagði hana ekki vera neitt smáræði, heldur hvorki meira né minna en hluta af íslandssög- unni. Finnur minntist Helga og sagði að hann hefði verið nokk- urskonar þjóðsagnapersóna í hugum margra á Húsavík. Sagði hann Helga hafa eignast hér marga vini, og aldrei hefði hann heyrt neinn Húsvíking leggja illa til Helga Benediktssonar. Finnur sagði Helga hafa verið einn mesta athafnamann okkar tíma og ræddi um dugnað hans, áræði og lífskraft. Arnþór sagði föður sinn alltaf hafa verið stoltan af að vera Norðlendingur og rifjuðu bræð- urnir upp nokkrar góðar sögur af Helga sem sögðu margt um manninn, t.d. sögðu þeir að þeg- ar orustan um Bretland stóð hefði Helgi sent Churchill skeyti til að stappa í hann stálinu. Afrit af skeyti þessu og svarbréf frá rit- ara Churchills mun vera meðal bréfa þeirra sem komin eru til varðveislu í skjalasafn Safnahúss- ins á Húsavík. IM Kaupmanna/ólag Akurayrar Opnimartími verslana í desember umfram venju Laugardagur 16. desember kl. 10-22. Fimmtudagur 21. desember kl. 09-22. Þorláksmessa 23. desember kl. 10-23. Kaupmannafélag Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.