Dagur - 20.12.1989, Síða 9

Dagur - 20.12.1989, Síða 9
Miðvikudagur 20. desember 1989 — DAGTJR,— 9 Jón Sveinsson, Nonni. „Afneitar þú diöflinum?": spyr presturinn. Björg svarar já. „Og öllum hans verkum?" Enn svarar konan játandi. í þessum dúr heldur skírnar- athöfnin áfram og seinast er barninu gefið nafnið Jón Stefán. Sveinn hefur greinilega ekki vilj- að láta konu sína alveg sjálfráða um nafngiftina. Jónsnafnið er í höfuðið á föður Sigríðar en Stefán er eftir sáluðum bróður Sveins. Síðar á Jón Stefán eftir að verða heimsþekktur fyrir bækur sínar og einn örfárra 19. aldar íslend- inga er ganga kaþólskunni á hönd. Þegar presturinn hefur lokið skylduverki sínu er gestum boðið upp á kaffi, romm og toddí. Hinn fomi íjancíi Möðmvalla gerir vart við sig Varla er fyrr búið að gefa Jóni litla nafn en hann byrjar að „óspekjast af egta klaufalegri meðferð." Sigríður fer að róla á fætur, er þó við rúmið og æði stygg í skapi. Börnin eru sígrenj- andi og Sveinn á í miklu stríði við að halda sér að vinnu sem hann stundar heimavið. Þann 27. nóvember skrifar Sveinn: „[Kona mín] klæddist fyrst reglulega í dag." Sigríður er þó ekki orðin hraust, kvartar um allskonar vesöld og er ekki laust við að hún reyni á þolrifin í eiginmanni sínum. Desember gengur í garð en lít- ill jólahugur er enn í fólki. Það hefur snjóað um sveitina og ökkladjúpur jafnfallinn snjór þekur jörðina. Hreppsnefndar- menn fara um og setja á hey hjá mönnum. Um aldir hafa íslenskir bændur tekið þátt í vetrarlottó- inu með guði alföður. í trausti þess að veðrátta yrði góð hafa þeir jafnan reynt að halda lífinu í fleiri skepnum en færri yfir vet- urinn. Þetta hefur ekki alltaf hugnast yfirvöldunum og á önd- verðri 19. öld eru þau í óða önn að innprenta bændunum að það sé betra að halda færra sauðfé og gera betur við það en að hafa ærnar fleiri og svelta þær. Það dregur líka úr jólaspenn- ingnum að skæður fjárkláði hef- ur geisað fyrir sunnan og er nú á leið norður yfir fjöll. Eyfirskir bændur eru hræddir. Pétur Hav- stein vill hefjast handa um niðurskurð en landlæknir Jón Hjaltalín þykist geta læknað sauðfé. Á kontór sínum fylgist Sveinn grannt með gangi mála, fjárkláðinn á síðar eftir að auka annríki hans um allan helming. Það eina sem bendir til komu jól- anna á heimili skrifarans eru leiðbeiningar um ölbruggun sem Sveinn sendir kunningja sínum. Hver dagur líður öðrum líkur. Úti hríðar og innandyra hamast börnin og gera föður sínum lífið leitt. Þann 8. desember, á Maríu- messu, dregur óvænt til tíðinda þegar hinn alræmdi vágestur Möðruvalla, eldurinn, heimsækir staðinn enn einu sinni. Björg, móðir Sveins, hefur ver- ið í heimili hjá honum síðan hún og Þórarinn, eiginmaður hennar, brugðu búi árið áður. Rétt fyrir háttatíma þennan annan þriðju- dag í desember 1857 gengur gamla konan fram í matarbúr að ná í vatnsfötu. Sigríður litla er með henni og heldur á ljóstýr- unni fyrir ömmu sína. Uppi á baðstofuloftinu er Sveinn eitt- hvað að sýsla. Leggur þá skyndi- lega fyrir vit hans mikla reykjar- sterkju. Hann fer ofan, rífur upp hurðina að matarbúrinu og sam- stundis fyllist baðstofan af reyk. Sigríður verður skelfingu lostin, þrífur Jón litla og hleypur með hann suður í múrhúsið amt- mannsins. Það hríðar. Hún bank- ar á dyrnar sem eru læstar en fólkið virðist gegnið til náða og sofa fast. Að lokum er þó lokið upp. Þegar Pétur amtmaður heyrir vátíðindin hleyptur hann með fólki sínu yfir að húsi Sveins með vatn og snjó. Þegar hjálpin berst hefur Sveini tekist að hemja eldinn. Tekur hann nú Ármann son sinn í fangið og ber hann yfir í amtmannshúsið en vinnukona heldur á Björgu litlu. Morguninn eftir er tjónið metið. Treyja af húsbóndanum og önn- ur af húsmóðurinni eru brunnar; einnig blússa og rauð yfirhöfn sem Ármann átti, kjóll og önnur föt af börnunum. Alls virðist Sveini skaðinn hlaupa á 15 ríkis- dölum sem er rúmlega jafnvirði þriggja áa, loðinna og lembdra. Annað virðist ekki hafa brunnið og minnist Sveinn ekkert á föt- urnar, sem móðir hans hafði ætl- að að sækja, en eldurinn náði að læsa sig í. Búrloftið hafði sviðnað svolítið en skyr- og drykkjar- tunnur eru óskemmdar. Jólin og kirkjuleiðsla Þegar búið er að þurrka upp bleytu og hreinsa óþokka annan eftir slökkvistarfið fellur allt í sama farið og áður. Sveinn situr við að færa inn í bækur og öðru hvoru ríður hann eitthvað út með Pétri amtmanni. Það gerir hláku, snjóinn tekur upp og veðurblíðan leikur við menn og skepnur. 15. desember er lagt á hesta og Sveinn, Pétur, Finsen læknir og fleiri ríða að Skipalóni. Húsbóndinn, Þorsteinn Daníels- son, liggur með „þann rauða skepta" og hefur í frammi mik- inn harmagrát. Öðru hvoru vein- ar Þorsteinn eftir þeim rauð- skefta, en það er hnífur sem hann á, og kveðst vilja binda enda á sitt tímabundna líf, enda sé lífshlaup hans misheppnað. Þeim félögunum tekst að draga Þorstein upp úr rúminu, skjóta undir hann hrossi, og halda í skemmtiferð til Akureyrar. En Þorsteinn stórbóndi er ekki sá eini sem á við vanheilsu að stríða. Jón Stefán er óspakur, „máske veikr með köflum" og heldur vöku fyrir foreldrum sín- um um nætur. Um þetta háttalag sveinsins yrkir faðir hans: „Stebbi letur mömmu mest, margopt setur værð á írest. “ Það er greinilegt að Sveinn tekur Stefáns-nafnið fram yfir Jón og vill að sonur sinn noti það er tímar líða. Loks rennur aðfangadagur jóla upp bjartur og fagur. Undan- farna daga hefur kyngt niður miklum snjó og sér hvergi í dökkan díl. Fyrsta verk Sveins um morguninn er að tappa víni á flöskur fyrir amtmanninn sem gefur honum tvær flöskur af rommi, aðrar tvær af brennivíni og „fullt heilanker af Bajersku öli". Þetta kemur sér vel fyrir skrifarann sem orðið hefur nokk- uð seinn fyrir að draga drykkjar- föng í búið fyrir jólin. Um miðjan mánuðinn höfðu flestar guða- veigar verið uppseldar hjá kaup- mönnum á Akureyri og Sveinn með naumindum getað útveg- að sér brennivínspott. Um kvöld- ið borðar skrifarinn með hús- bónda sínum. Amtmannsfrúin, Kristjana Gunnarsdóttir, systir Tryggva Gunnarssonar, gefur börnunum öskjur með leikföng- um í. „Yfirhöfuð var lítið um skemmtun;" skrifar Sveinn um þennan fyrsta aðfangadag í lífi Jóns Sveinssonar. Daginn eftir er fólk árla á fót- um og heldur í kirkju. Enda þótt veðrið sé gott, logn og bjart, er töluvert frost og kirkjugestum kólnar að sitja undir orðum prestsins í óupphitaðri kirkjunni. Þegar messan er úti hlaupa allir kunningjar Sveins, helkaldir, yfir til hans og þiggja veitingar, kaffi, romm og brennivín; koma verður blóðinu á hreyfingu aftur. En þetta er dýrt fyrir skrifarann, stöðugur ágangur gesta er vafa- laust eitt af því sem þyngir stöð- ugt skuldabagga heimilisins. Ein er þó sú sem ekki fer í kirkju. Frá því Jón Stefán fæddist hefur Sigríður, móðir hans, ekki stigið fæti inn í guðshús. Þetta á rætur að rekja til orðræðu er guð almáttugur átti eitt sinn við Móse um konur og frá greinir í biblíunni. Himnafaðirinn er þar að skýra frá því að konur verði óhreinar við barnsburð, í 40 daga ef um sveinbarn er að ræða, annars í 96 daga. Af þess- um boðskap flaut svokölluð kirkjuleiðsla kvenna, sem í kaþólskum sið var ekkert annað en hreinsun af djöflinum og endurskírn til kristinnar kirkju. í höndum mótmælenda breyttist þessi siðvenja, að minnsta kosti að forminu til, í þakkarávarp til algjafans fyrir nýburann og áminningu til móðurinnar um að bera ekki aðeins umhyggju fyrir líkamlegum þörfum barnsins heldur einnig „þess sálarfóðri, af hverju það fær uppalist til himnaríkis". Laugardaginn annan í jólum er komið að því að leiða Sigríði í kirkju. í sínum besta skrúða bíð- ur hún þess fyrir utan kirkjudyr að presturinn ljúki altarisþjón- ustunni og komi fram í anddyrið að leiða hana til sætis í kirkjunni. Þegar athöfnin er afstaðin fyllist heimili þeirra hjóna Sveins og Sigríðar af gestum „og skenkti eg upp öll mín vínföng". Má því segja að bein eftirköst fæðingar Jóns Sveinssonar hafi verið á enda um leið og fyrsta jólahátíð- in í lífi hans var að baki. Höfundur er sagnfræðingur og vinnur að ritun sögu Akureyr- ar. Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna. Þökkum viðskiptin á árinu. acohf Skipholti 17, Reykjavík, sími 27333 k /y^ * y'y Slippstöðin hf. Akureyri sendir starfsfólki sínu og viðskiptavinum bestu óskir um gleðirík jól og arsæld á komandi ári mito slippstödin ■P / % Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi árí cfo David Pitt&CO.Hí UMBOÐS-OC HEILDVERSLUN Klapparstfgi6, Pósthólf 1297 121 Reykjavík, Simi 91-13333 J e m \ Oskum viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðUegra jóla og gleðUegs nýárs MYNDAMÓT HF. Aðalstræti 6, Reykjavík, sími 91-17152 ^ — GleðUeg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Kæliverk sf. Frostagötu 3 b, Akureyri, sími 96-24036 +UOO ^ f\ n Gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á iiðnu ári Skinnaiðnaður Sambandsins, Gleráreyrum, sími 21900

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.