Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 30.12.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. desember 1989 - DAGUR - 5 „Takmark einmana drengs“ hlaut viðurkenningu í smá- sagnasamkeppni Menningarsamtaka Norðurlands og Dags Takmark einmana drengs - Höfundur Svavar Þór Guðmundsson Upphafið Það rigndi. Það hafði rignt stanslaust í fjóra daga. En það rigndi ekki eins og venjulega. Vatnið helltist úr loftinu eins og stífla hefði brostið, eins og skýin hefðu safnað í langan tíma og sleppt öllu í einu vet- fangi, þetta var syndaflóð. „Það grætur þó einhver með mér,“ hugsaði hann þar sem hann sat í stóra stólnum hans pabba, stól sem maður sökk í og fannst maður öruggur fyrir vonsku heimsins. í þessum stól hafði hann setið í fjóra daga í dimmri stofunni og þegar fór að rökkva þá var ljósastaurinn við götuna sá eini sem varpaði birtu inn til hans, kaldri birtu sem myndaði gráa skugga á veggnum aftan við hann. Og hann hafði horft út um stóra gluggann, horft á fólkið sem hljóp heim úr vinnunni með rennt upp í háls og trefil um höfuðið til að verjast rigning- unni. Á bílana, húsin, trén, ímyndað sér strik sem leiddi út í geiminn, hann hafði horft nokkur ljósár eftir því en ekki orðið nokkurs vísari. Hann hafði þó komist að því, að á fjór- um dögum er hægt að hugsa mikið. En um leið koma minningar og eins og segull leiddu þær hann til hennar. Af hverju hún!? Þessi eina vera sem skildi hann og, eftir því sem hann hélt, sú eina sem þótti vænt um duttlunga hans og stæla. Fyrsta vinkonan, fyrsta alvöru ástin. Þessi sér- staka stelpa sem hafði þolað hann í tvö ár, kælt hann niður í reiðiköstum, þurrkað tárin í vonbrigðum. Svo var hún farin. Farin í ferð sem var endalaus, hún myndi aldrei koma aftur. Þriðjudagskvöldið fyrr í vik- unni hafði verið ósköp venju- legt þangað til síminn hringdi. Hann hafði farið í símann „Já, halló?", hlustað, sest niður, sagt: „Ég veit, ég veit. Hver er þetta?11, horft fram fyrir sig eins og hann ætlaði að bræða eitthvað með augnaráðinu og lagt síðan hljóðlega á. Mamma kom (eins og venjulega) og spurði hver þetta hefði verið, en hann svaraði ekki, heldur gekk inn í þvottahús, tók til sundfötin og kallaði: „Ég er að verða of seinn á æfingu! Ég borða þegar ég kem heim!" Á leiðinni þyrptust hugsanirnar saman, hugur hans öskraði, barðist um og sjálfur felldi hann tár. En hann vildi ekki, hann gat ekki trúað þessu. Og þó leiðin í sundlaugina væri ekki löng, þá sá hann síðastlið- in tvö ár renna gegnum hugann, ótrúlega lifandi ár, ótrúlega lifandi stelpa. Og hann mundi eftir að hún hafði oft gengið með honum þessa leið, farið með honum á æfingu bara til að hann vissi að hún væri þarna að hjálpa honum, hjálpa honum til þess að ná takmarkinu sem allir íþrótta- menn þrá. Hún vissi að hann gat það, hann var ekki viss, hún sagði það, hann þagði. Hann hafði ekki einu sinni þorað að vona. En nú var allt öðruvísi. Helm- ingur tilveru hans hafði horfið í einu vetfangi, lífið virtist ekki lengur dans á rósum, dans- félaginn var farinn og rósirnar dánar. „Gætt að hvar þú gengur, rnaður!" Einhver vera hnippti í hann og hann muml- aði afsökun, stansaði, leit upp og í kringum sig. Hann var kominn á áfangastað en svei mér þá ef allt var ekki orðið öðruvísi! Gatan, bílarnir, loftið, já, umhverfið eins og það lagði sig. Allt í einu var hann ókunn- ugur drengur í ókunnugri veröld. Hann andvarpaði og gekk inn. Á miðvikudagskvöldið hafði fréttin komið í útvarpinu. Hún hafði verið hlutlaus, en þulur- inn bætti þó sorg ofan í þung- lyndislegan fréttalesturinn. „í gærdag rann bifreið í höfnina á . . . vegna hálku. Tvennt var í bílnum. Sakaði ökumann ekki en stúlka sem var farþegi drukknaði. Ekki er hægt að greina frá nafni hennar að svo stöddu. Ástandið í mið-austur- löndum versnar dag frá . . . “ Hann heyrði ekki meira. Hann stóð upp frá borðinu. „Takk fyr- ir mig,“ gekk út úr eldhúsinu og inn í herbergið sitt. Lagðist á rúmið og grét. Ekki það að svoleiðis hefði ekki komið fyrir áður, en í þetta skipti var engin stelpa til að strjúka burt tárin, kyssa hann á kinnina og hug- hreysta. Og einmanaleikinn hvelfdist yfir hann í öldum og fylgdi honum hvert sem var. Hann var einn. Hann rankaði allt í einu við sér. Hann hafði sofnað í stóra stólnum hans pabba. Hann sat áfram dálitla stund, stóð svo á fætur og horfði út um gluggann. Hann hafði tekið ákvörðun og hann fann fiðrildið í maganum hverfa, hjartslátt- inn róast og drungann yfir sér gufa upp. Og það hætti að rigna. Næstu vikum og mánuðum var lýst: Þrældómur. Matseðill dagsins var einfaldur en dýr: Æfa, borða, læra, sofa. Hitaein- ingar urðu að frumum, góður árangur að betri árangri. Og lokatakmarkið nálgaðist, hann var á endaspretti sem styttist dag frá degi, æfingu frá æfingu, kílómetra eftir kílómetra, þang- að til honum lauk. . . og tak- markinu var náð. Endalokin Þetta var frábær veisla sem hafði verið haldin fyrir hann og takmarkið hans sem hann hafði náð þá um daginn. Allir höfðu skemmt sér stórkostlega, meira segja hann hafði verið glaður og skemmt sér vel að því er virtist. Hann hafði sýnt á sér nýja hlið en þó ekki, hún hafði bara verið gleymd. Fólk talaði um að loksins væri hann búinn að ná sér, hann brosti meira að segja. Því kom undar- legt hljóð í suma þegar hann sagðist þurfa að fara. „FARA! Hva, ööö, þú ferð ekki að fara núna, einmitt þegar teitið er rétt að byrja!“ Veisluhaldarinn var greinilega miður sín. „Ég meina, þetta er nú einu sinni fyrir þig . . . og svo er ljóns- lappabúðingurinn ekki kominn á borðið!" Hann baðst afsökunar en sagðist þurfa að hvíla sig. Það mætti skilningi og eftir skamma stund stóð hann úti í kuldanum og heyrði glauminn hljóðna smám saman þegar lokað var á eftir honum. Hann stóð dálitla stund og teygaði að sér ískalt kvöldloftið. Klukkan var orðin margt og það var eng- inn á ferli. Þó var kvöldið tilval- ið til gönguferða, hljóðlátt og kyrrt og andardrátturinn myndaði gufubólstra sem liðu út í loftið og gufuðu upp. Hann leit upp í stjörnubjartan himin- inn, fann uppáhaldsstjörnu- merkið sitt og labbaði svo af stað. Það marraði í hélunni á gangstéttinni undan skónum hans og hann gekk ósjálfrátt hægar, stansaði við ljósastaur sem blikkaði stöðugt eins og hann væri að gefast upp og hann hallaði sér upp að honum með hendur í vösum. Enn stóð hann hugsandi, virðandi fyrir sér umhverfið þar til hann ýtti sér frá staurnum og létti hon- um lífið með því að sparka í hann og slökkva á honum. Svo gekk hann af stað og á leiðinni gaf hann sér góðan tíma til að skoða húsin, virða fyrir sér garðana og horfa á malbikið. En leiðin hafði fyrirfram verið valin. Hann vissi hvar hann átti að beygja, hvert hann átti að fara. Og eftir skamma stund stansaði hann, sneri sér hálfhring, leit til hægri og vinstri og klifraði síðan yfir háa vírgirðingu sem var líkt og úlfur í hænsnahúsi miðað við mann- virkin í kring. Hann jafnaði sig dálitla stund eftir stökkið niður af girðingunni en hélt svo áfram og stefndi að gryfjunni á miðju svæðinu og þegar hann nálgaðist reis sundlaugin eins og skip úr öldudal á móti honum. Hann vippaði sér yfir lágan vegginn umhverfis laug- ina, gekk meðfram henni endi- langri að enda hennar þar sem hann nam staðar við miðjan bakkann. Hægt klæddi hann sig úr hverri flíkinni á fætur annarri þar til þær lágu í hrúgu aftan við hann og hann steig upp á ráspallinn á bakkanum. Hann leit yfir laugina í skini eina ljóssins sem kveikt var á á húsinu fyrir aftan hann. Kuld- inn settist að honum en hann fann ekki fyrir honum, hann horfði bara yfir laugina sem lá spegilslétt og kyrr, næstum óhugnanlega kyrr fyrir framan hann, þögnin og kyrrðin var svo þrúgandi að hún dundi í eyrum hans, hún öskraði næst- um á hann. Þessi staður sem hann þekkti svo vel, staður sem alltaf var fullur af fólki og hávaða, lífi og fjöri, var nú eins og tákn liðinna tíma, yfirgefið. Og það lá eins og risastór vera, algerlega hreyfingarlaust og dimmt en þungur niður þagn- arinnar gaf samt til kynna að krafturinn var ekki horfinn, það var ekki dautt. Allt í einu beygði hann sig saman og spyrnti sér fram og þrúgandi þögnin rifnaði þegar yfirborðið klofnaði eins og hringur hefði opnast, fyrst frá fingrum hans og alveg aftur að tám þar sem (hann lokaðist og eftir varð spegilsléttur flöturinn líkt og ekkert hefði í skorist. Hann lét sig renna djúpt í gegnum vatnið, hægt og rólega, hann sveif í þyngdarleysi í öðrum heimi, volgum, þungum, hljóð- lausum fyrir utan skvaldrið í loftbólunum sem stigu frá hon- um eins og litlar verur að yfir- gefa sökkvandi skip, vera sem fljótastar upp á yfirborðið og hverfa. Og þegar hann fann vatnið seytla inn í nefið og þrengja sér framhjá augnlok- unum þá blés hann seinasta loftinu frá sér og lét sig sökkva rólega. Hann var rólegur, afslappaður, hreyfingarlaus í vatninu eins og eilífðin, hann var viss. Hann yrði aldrei aftur einmana. Endir. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FLB1985 Hinn 10. janúar 1990 ertíundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verötryggöra spariskírteina ríkissjóös með vaxtamiðum í 1. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og meö 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeö 5.000,-kr. skírteini kr. 454,50 Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 909,00 ___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.090,00 __ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1989 til 10. janúar 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985 til 2771 hinn 1. janúar 1990. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 10 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1990. Reykjavík, 29. desember 1989 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.